Morgunblaðið - 24.11.1985, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 24.11.1985, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. NÓVEMBER1985 Konsert á vegum Hugh Keelan. ekki auðsótt mál. Bandaríska út- lendingaeftiriitiö vill sjá ráðningar- samning viö þarlent fyrirtæki, til að minnsta kosti eins árs. En þaö eru ekki gerðir árssamningar við söngvara, ekki einu sinni hjá Metro- politan-óperunni: En ég á mjög góða vini, eins og Valdimar Björnsson fyrrverandi fjármálaráðherra Minnesota-fylkis. Hann og George Latimer borgar- stjóri St. Paul komu mér í samband viö áhrifamikla menn, til dæmis Rudy Boschwitz öldungadeildar- þingmann fyrir Minnesota. Rudy er vinur minn og hann kvaöst fullviss aö ég gæti lagt mikið af mörkum í þessu landi, ég var þá kominn vel af stað í söngnum, og hann hafði meöal annars heyrt mig syngja á fjársöfnunarsamkomum. Rudy Boschwitz ákvað aö leggja mál mitt fyrir bandaríska þingiö. Þetta er sjaldgæft mál. Fyrir öld- ungadeild Bandaríkjaþings var lagt sérstakt frumvarp sem fjallaöi ein- ungis um mig. (Hreinn sýnir mér prentaö skjal frá 98. þinginu. Þaö er einkafrumvarp númer S.2937, viövíkjandi Heini Pio Francisco Lindal.) Þetta geröi aö verkum aö ég hef dvalarleyfi og ég hef einnig haft atvinnuleyfi í nokkur misseri. Kort að Hvíta húsinu — Þú minnist i fjiraöfnun? Ég hef til dæmis sungiö á fjár- söfnunarsamkomum fyrir Ronald Reagan forseta. Hann sæmdi mig Medal of Honor og sendi mér mynd meö eiginhandaráritun. Þar meö varö ég meölimur í starfssveitum forsetans (President Reagan's Task Force). Ég get farið í Hvíta húsiö þegar mig lystir, ég er meö sérstakt ein- kenniskort, sem ég held aö enginn annar útlendingur hafi fengiö. í kortinu er einnig sérstakt síma- númer, beinn sími („hotline”) til Hvíta hússins. — Hversvegna „Pio Francisco"? Viö íslendingar erum rammkaþ- ólskir án þess aö vita af því. Kaþ- ólskan er afar rík í okkur. Ég söng mikiö í Landakoti á unga aldri, umgekkst fólkiö þar og öölaöist innsýn í kaþólska trú. Síðan fór ég til Ítalíu 1960, til kaþólsks lands, til Rómar — hvaö viltu hafa þaö meira! Ég var í kaþólskum skóla aö læra söng — einhvern veginn varö þetta allt til þess aö ég játaöist kaþólskritrú. Ég biö mikiö til St. Jude, hann er alveg spes og ég hef veriö í stöö- ugu sambandi viö hann (Hreinn skellihlær). Þaö má oröa þaö sem svo aö hann leysi óleysanlegu mál- in! Svo held ég líka mikiö upp á heilagan Þorlák og varö mjög glaö- ur í sumar, þegar ég frétti aö hann heföi verið tekinn í dýrlingatölu. Ég skal segja þér aö ég á mynd af heilögum Þorláki. Sigurður á Sel- fossi fann steindan glugga í klaust- urskirkju einhvers staöar í Bret- landi, hann tók mynd af honum og útbjó kort úr myndinni. — Hvaóa fólk er þotta sem þú þýrd hji hór íNow York? Þaö er Lila Luce sem rekur umboösskrifstofuna „Apollo Mus- es, lnc.“, sem hefur aö hluta til séö um aö koma mér á framfæri. Lila er fyrri kona Henry R. Luce, en hann stofnaöi hiö fræga fréttablaö TIME á sínum tíma. (Hreinn sýnir mór líka myndir frá herragarði í New Jersey, þar sem hann haföi búiö um helg- ina.) Ég bjó þarna í einni gestasvítunni og þar sem þetta er gamalt herra- setur er hitun ekki af nýjustu gerö. Satt aö segja var ég aö drepast úr kulda fyrsta kvöldiö. Ég klæddi mig í slopp og peysu og svaf í öllu saman. Seinna náöi ég i þjónustu- fólkiö og einn af kokkunum gat út- vegaö mér rafmagnsofn. Lila bauö mér á geysimikla hátiö, aöalballiö í borginni, þaö nefnist „April in Paris" og er haldiö á Wald- orf-Astoria hótelinu. Miöinn kostar 400 dollara. Maöur sér á gestalist- anum aö þetta ball sækir tignar- og efnafólkiö í New York. Þaö voru alljr Ljósm./Bima Hreiðarsdóttir Tók mig hálft annað ár að komast aftur í form — Jón Ásgeir Sigurðsson ræðir við Hrein Lfndal tenórsöngvara Hreinn Líndal tenórsöngvari ólst upp í Keflavík. Hugur hans hneigðist snemma til sönglistarinnar, hann hlaut tilsögn Maríu Markan fram til 1960, en þá var hann 23 ára. Hreinn hélt utan og lauk 28 ára gamall söngnámi við St. Cecilia- tónlistarskólann í Róm. Hann söng víða í Evrópu, þar á meðal í Vín og gat sér góðan orðstír. Hreinn var orðinn fertugur þegar hann kom heim til íslands til að setjast þar að. En eins og fram kemur í viðtalinu, fóru þau áform á annan veg en hann hafði óskað og síðastliðin fjögur ár hefur Hreinn húið í Bandaríkjunum. Hreinn var nýlega á ferð í New York og þar náði fréttarit- ari Morgunblaðsins tali af honum. Við hittumst fyrst í íbúð sem Hreinn hafði að láni, en þegar viðtalinu var lokið, sett- umst við að snæðingi á kínverskum matsölustað íNew York. Eins og venja er á slíkum stöðum, fengum við kínverskar spádómskökur að máltíð lokinni. Á miðanum sem var í köku Hreins stóð á ensku: „Success is a sure thing“ (þér mun örugglega vegna vel). Ekki fráleitur spádómur, miðað við þær viðtökur sem Hreinn hefur hlotið íBandaríkjunum. En Hreini hefur vegnað bæði vel og illa á lífsleiðinni. Hann fór upphaflega til Bandaríkjanna í því skyni að dvelja í fjórar vikur á Hazelden-hælinu í Central City í Minnesota, til að ráða bót á drykkjuvandamáli sínu. — Hvornig stóó i því aö þú fórst til Hazelden? Ég get alveg sagt þér þaö. Einar Benediktsson sendiherra, góöur vinur minn, var búinn aö vera á Hazelden. Einar gaf mér heimild til aö segja það hverjum sem heyra vildi, aö hann væri hreykinn af því aö hafa komiö mér þangaö. Hann sagöi mér hversu stórkostlegur staöur þetta væri og þess vegna dreif ég í því aö fara. Meöferðin gekk ákaflega vel og svo fór að ég var þarna á Hazelden í sjö mánuði. Ég geröi mér meöal annars grein fyrir því hversu geysi- lega sárt þaö haföi tekiö mig aö hætta mínum söngferli og ákvaö aö taka upp þráðinn þar sem frá var horfið. Sungið hjá Billy Graham — Hvernig gokk aö byrja aftur aö syngja? Þetta er eins og meö þungalyft- ingar. Þú hefur kannski einhvern tíma getað lyft 300 pundum, en ef þú gerir hlé, verðuröu aö fara í gegnum allt aftur frá byrjun. Þaö tók mig hálft annaö ár aö komast aftur í form. Ég byrjaöi smátt og vann mig upp. Vinkona min, Virgin- ia Olsen, sem var fræg söngkona á yngri árum, og hefur kennt söng, hefur hjálpaö mér viö æf ingar. Ég kynntist líka tónlistarprófess- or frá lowa City, sem reyndist mjög hjálplegur. Hann heitir John Ven- kura og kom til Minneapolis til aö veita meistaraþjálfun á vegum eins menntaskólans og óg var beöinn að aöstoða hann. Þegar viö hitt- umst fyrst, söng ég lag sem mór fannst erfitt aö syngja, þaö er „Cel- este Aida“ úr óperunni Aida. Ég vildi láta hann heyra hver minn vandiværi. Hann fann strax hvaö var aö — ég þurfti aö laga öndunina. Ég haföi fundiö aö ég beitti henni ekki alveg eins og mór fannst hún eiga aö vera. Núna fer ég til John Venkura einu sinni í mánuði, keyri í sex tíma hvora leiö, milli St. Paul og lowa City. Hann hefur hjálpaö mér geysilega mikiö. Ég get ekki sagt hvaö veröur í framtíöinni, en óg geri mér grein fyrir því sem mig langar til aö gera. — Og hvaö langar þig til aö gora? Aö geta sungið í nokkur ár enn. Mér finnst ég geta gefiö mikið og óg Hreinn Líndal á götu í New York. fæ svo góöar undirtektir. Ég verö bráölega í sjónvarpsþætti séra Roberts Schuller í Kaliforníu, sem er á sunnudagsmorgnum, og er sendur til 500 stööva um öll Banda- ríkin og Kananda. Síöan mun ég syngja á samkomum hjá Billy Gra- ham. Þaö verður mjög góö kynning fyrir mig, vegna þess aö á þessum samkomum er gífurlegur fólks- fjöldi. Hann var nýlega í Kaliforníu og þar mættu nærri 80.000 manns á eina samkomuna. Ég mun syngja hjá honum í Rochester núna í nóv- ember og síöan aftur í apríl á næsta ári. Ljóam./Jón Ásgeir Þaö var vinur minn Dr. Clifford Ansgard Nelson sem kom mér í samband viö Billy Graham. Dr. Nelson er lútherskur prestur og ég hef sungið viö messur hjá honum, einni þeirra var sjónvarpað. Nel- son-hjónin hafa tekiö mér eins og ég væri þeirrasonur. Sérstakt frumvarp um dvalarleyfi Hreinn ákvaö aö setjast aö í Bandaríkjunum og hann reyndi aö fá dvalarleyfi til langframa, sem var
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.