Morgunblaðið - 24.11.1985, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. NÓVEMBER1985
5
Jón Laxdal hyggst stofna
eigið leikhús í Sviss
Leikur nú í „Friðarkonunni“ í boði leikhúss í Hamborg
ióni Laxdai leikara, sem er búsett-
ur í Sviss, hefur verið boðið að leika
í „Die Friedensfrau“ eða „Friðar-
konunni" sem frumsýna á í leik-
húsinu Kammerspiele í Hamborg 10.
desember nk. Tilefnið er 40 ára
afmæli leikhússins og 85 ára afmæli
Idu Ehre sem er leikhússtýran. Þau
Ida og Jón munu leika saman, en
verkið er eftir Walter Jens og er það
smíðað upp úr „Lýsiströtu“.
Jón sagði í samtali við Morgun-
blaðið, að hann hafi nokkrum sinn-
um áður leikið sem gestaleikari í
leikhúsi Idu. „Þegar sýningum lýk-
ur í Hamborg, fer ég í leikför um
Þýskaland og Sviss með ríkisleik-
húsinu í Bonn þar sem ég leik um
tíma í einu verki þeirra. Síðan
ætla ég að opna mitt eigið leikhús
í mars í heimabæ mínum Keiser
Stuhl í Sviss. Leikhúsið kalla ég
„Amtshaus" eða „Embættisbú-
slað“ og verður fyrsta verk mitt
þar einleikur eftir Kafka. Tékk-
neskur vinur minn frá Prag, Jar-
uslav Gillar, setur verkið upp. Þá
hef ég verið að leika í sjónvarps-
þáttum sem nefnast á þýsku „Ein
Mann magt klar Schiff". Gerðir
voru fimm þættir í sumar í Frank-
furt, sem var tekið með það mikilli
hrifningu að við gerðum nú fimm
þætti í viðbót. Þá er fyrirhugað
að gera fleiri slíka sjónvarpsþætti
í vor.“
Jón sagðist standa einn að leik-
húsinu, en húsnæðið sem það er í
er fyrirhugað sem menningarmið-
stöð þar sem fleiri aðilar koma inn
í með aðra starfsemi. Leikarar
allir verða eingöngu lausráðnir og
sagðist Jón ætla að sýna þar verk
sem sjaldan eða ekki hafa verið
flutt áður. „Ég er t.d. með verk
eftir Dúrrenmatt á prjónunum.
Svo er ég með stykki eftir sjálfan
mig, „Lúðvík" og „Veraldasöngvar-
inn“, sem ég setti einu sinni upp
í Þjóðleikhúsinu. Þá er ég með
verk í bígerð eftir Strindberg um
Eirík konung af Svíþjóð."
Jón hefur nýlega þýtt þrjár ís-
lenskar bækur á þýsku: „Undir
kalstjörnu" eftir Sigurð A. Magn-
ússon, „Palli' er ekkert blávatn"
eftir Andrés Indriðason og „Ult-
Jón Laxdal leikari
ima Thule“, sem er ljóðabók eftir
Matthías Johannessen og tók
Helfried Weyer ljósmyndirnar í
þá bók.
SS-skuldabréfín:
Þriðjungur
seldist á
2 dögum
Á TVEIMUR dögum hafa selst
skuldabréf í útboði Sláturfélags
Suðurlands fyrir 20 milljónir króna,
og skuldabréf Kópavogskaupstaðar
hafa einnig selst vel, en þó hlutfalls-
lega minna.
Að sögn Magnúsar Bergs hjá
Kaupþingi hf. sem annast sölu
þessara bréfa, er ljóst að sparifjár-
eigendur eru hrifnir af traustum
skuldabréfum til langs tíma.
Skuldabréfaútboð Sláturfélagsins
er að fjárhæð 60 milljónir króna,
en Kópavogs 30 milljónir króna. I
báðum tilfellum er um verðtryggð
bréf að ræða en vaxtalaus. Þau eru
seld með afföllum er tryggja, að
sögn Kaupþingsmanna 10% raun-
ávöxtun á ári.
Stokkseyri:
Brimvarn-
argarður-
inn stóð
fyrir sínu
í óveðrinu
^ Selfossi, 22. nóv.
I ÓVEÐRINU sem gekk yfir landið
á dögunum sannaði brimvarnargarð-
urinn við höfnina á Stokkseyri gildi
sitt
Þessa daga sem óveðrið gekk
yfir var einn bátur, Jósep Geir,
inni á höfninni þar sem hann lok-
aðist inni. Brimvarnargarðurinn
bjargaði því að báturinn var
óskemmdur þegar veðrinu slotaði,
en hann ver höfnina fyrir suðaust-
an veðrum.
Brimvarnargarðurinn var
byggður 1971—1972 eftir að þrír
bátar fóru upp í fjöru 1970 þegar
mikið óveður gekk yfir.
Þessa óveðursdaga óku björgun-
arsveitarmennirnir á Stokkseyri
um götur þorpsins og aðstoðuðu
ef þurfti. Komu þeir í veg fyrir að
þök fykju af húsum með því að
grípa inn í á réttum tíma.
Sig. Jóns.
Leiðrétting
MEINLEG prentvilla varð í grein
eftir Guðnýju Aðalsteinsdóttur í
Morgunblaðinu í gær. Þar stóð:
„Málefni aldraðra verða alltaf að
vera í stöðugri umfjöllun. Þótt
mikið hafi áunnist síðastliðin ár,
verður þessi andi erfiðari við-
fangs." Hér átti að sjálfsögðu að
standa að þessi vandi yrði erfiðari
viðfangs. Þetta leiðréttist hér með.
Leiðrétting
ÞAU mistök urðu í frásögn Morg-
unblaðsins á laugardag um
umönnunar- og hjúkrunarheimilið
Skjól, að Páll Gíslason, læknir, var
sagður formaður byggingarnefnd-
ar. Svo er ekki. Það er séra Sigurð-
ur H. Helgason, fulltrúi þjóðkirkj-
unnar í nefndinni, sem veitir henni
forstöðu. Morgunblaðið biðst hér
með velvirðingar á þessum mistök-
um og leiðréttir þau jafnframt.
PRÓFKJÖR SJÁLFSTÆÐISMANNA í REYKJAVÍK
dagana 24. og 25. nóv. 1985
borgarfulltrúi
Við hvetjum þig til að setja Huldu í öruggt sæti á
prófkjörslistanum vegna dýrmætrar reynslu hennar,
fjölþættra hæfileika og nútímalegra viðhorfa.
Stuðningsmenn
Kosningaskrifstofa Lágmúla 9, 2.h. Símar*. 36323 og 37595
Verið velkomin