Morgunblaðið - 24.11.1985, Blaðsíða 49
ið og hversu lokað það var frá
umheiminum," segir Þórhildur.
„Sagan um Memed mjóa, sem á
að gerast í kringum 1930, vakti
strax mikla athygli og varð
óhemju vinsæl. Aðalsöguhetjan,
Memed mjói, varð að þjóðsagna-
persónu í Tyrklandi. Memed mjói
er alþýðuhetja, hann berst gegn
óréttlæti, fátækt og kúgun, gerist
stigamaður og rænir hina ríku til
hjáipar þeim bágstöddu," segir
Þórhildur og bætir við: „En þetta
er líka spennandi ástarsaga.
Memed á kærustu sem hann er að
reyna að bjarga frá því að þurfa
að giftast öðrum manni. Yashar
Kemal hefur í þessari sögu sinni
sótt fyrirmyndir í kvæði og munn-
mælasögur sem gengu manna á
meðal og það á án efa sinn þátt í
vinsældum sögunnar. Alþýðan
finnur sig í bókinni, en Yashar
Kemal á sér lesendur í öllum þjóð-
félagshópum."
Þekktastur tyrkneskra
skáldsagnahöfunda
Þórhildur segir að Yashar
Kemal sé án efa langþekktastur
allra tyrkneskra skáldsagnahöf-
unda og bækur hans hafi verið
þýddar á fjölmörg tungumál. „Ég
er spennt að sjá hvernig íslending-
ar taka bókinni, ég held að hún
ætti að geta höfðað til þeirra. ís-
lendingar hafa alltaf verið hrifnir
af sögum um útlaga og Memed
mjói á ýmislegt skylt við þær. Nú,
og svo fjallar sagan líka um hefnd-
ina eins og margar íslendingasög-
ur. En fyrst og fremst held ég að
það sé skemmtilegt og fróðlegt að
kynnast svona gerólíkum menn-
ingarheimi. Bækur Kemals eru nú
orðnar um þrjátíu talsins og er
aðalyrkisefni hans líf bændafólks
á Tjúkúróva-sléttunni í Suður-
Tyrklandi. Hann fjallar um sam-
skipti þess við náttúruna og lýsir
hinum erfiðu lífsskilyrðum tæpi-
tungulaust og leiðir lesandann inn
í heim þar sem ríkir sérstök menn-
ing með aldagömlum hefðum og
siðum. Það má kannski geta þess
að hann hefur oft verið orðaður
við bókmenntaverðlaun Nóbels. Og
fyrst við nefnum Nóbelsverðlaun
þá má geta þess í leiðinni, að tvær
bækur Halldórs Laxness hafa
verið gefnar út á tyrknesku, en það
eru Atómstöðin og Salka Valka.
Fyrir utan Yashar Kemal eru verk
hins mikla ljóðskálds Nazim Hik-
met mest þýdd á erlendar tungur,
en hann dó i útlegð eftir að hafa
eytt sautján árum í fangelsi. Einn-
ig má nefna raunsæishöfundinn
Orhan Kemal. En það er töluverð
gróska í tyrkneskum bókmenntum
og í því sambandi finnst mér
gaman að geta þess að það er mikið
af kvenrithöfundum þar framar-
lega í flokki," segir Þórhildur að
endingu. EJ
í Kaupmannahöfn
FÆST
í BLAÐASÖLUNNI
ÁJÁRNBRAUTA-
STÖOINNI,
KASTRUPFLUGVELLI
OG Á RÁOHÚSTORGI
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. NÓVEMBER1985
OUCKREVERSE
AIWA' V-200 Utvarp: LB-MB og FM stereo með sjálfleitara og 12 stöflva minni.
Magnari: 2x25 W. RMS, 5 banda tónjafnari jafnt á upptöku sem afspilun og hljóflnemablöndun.
Segulband: Fram og til baka (auto reverse), bæði á upptöku og afspilun, lagaleit-
un, sjálfvirkur rofi fyrir normal, CR O2 eða metalspólur og dolby B.
Plötuspilari: Sjálfvirkur efia manual, linear tracking og samhæffl tenging við segulband.
Hátalarar: 30 W sem koma á óvart. Opí^ atta
\augarda9a 10
Verð kr. 38.455, sg n^talarar kr. 7.855f-stgr.
Þetta er aðeins ein af átta mismunandi
AIWA samstæðum sem við
bjóðum upp á núna.
J Armúla 38 (Se
____jL y Simar: 31133
m
(Selmúlamegin) 105 Reykjavik
- 83177 - Pósthólf 8933
49
. nnnnnnnnnno.
Viljir þú vönduð hljómtæki þá velur þú AIWA
i.
t
mn nnannnrr
mmmm
Wzmmímmgæ
ítmgSmi
Auðuettog
skenmTtilegt
Nú er aöventan fra,™"d®rað skreyta heimili sin af þvi tilefni.
©tf _ Margir halda þeim M* f fj';kreytingamar s,alft.
%f Skemmtileg^er "
Elcki endilega rautt
Gefiö hugmyndafiuginu
lausan tauminn.
Gerið aðventukransa
t d. í fallegum tískulitum
uinnustofan
Komið i skreytingavinnustofuna.
Sjáið skreytingameistarana
Hiördísi Jónsdóttur
og Uffe Balslev ieika listir srna .
Lærið af þeim, - leit'ð raða.
15 ára forysta í gerð blómaskreytinga.
Ný falleg bók um
þurrblómaskreytingar
eftir Uffe Balslev,
er til sölu í Blómaval.
I5&ia
VIS/E)