Morgunblaðið - 28.11.1985, Side 1

Morgunblaðið - 28.11.1985, Side 1
80SIÐUR B STOFNAÐ1913 270. tbl. 72. árg. FIMMTUDAGUR 28. NÓVEMBER 1985 Prentsmiðja Morgunblaðsins Stjómvöld Suður-Afríku: Hóta að ráðast inn í Zimbabwe — ef skæruliðum verður áfram veitt hæli þar Jóhannesarborg, Suður-Afríku, 27. nóvember. AP. LIÐSFLUTNINGABIFREIÐ Suður-Afríkuhers og lögreglubfll keyröu í dag á jarösprengjur, sem taliö er að skæruliðar hafi komið fyrir. Stjórn Suður- Afríku heldur fram að skæruliðarnir hafi komið frá Zimbabwe og hóta að senda vopnaðar sveitir inn í landið til að klófesta þá. Á þriðjudag keyrðu tveir vöru- flutningabílar yfir jarðsprengjur á svipuðum sióðum, skammt frá landamærum Suður-Afríku að Zimbabwe. Eftir þessum atburðum að dæma hafa tilraunir til að koma stjórn Suður-Afríku frá völdum aukist til muna. Að sögn lögreglu særðust fjórir hermenn þegar sprengjan sprakk við bifreið hersins, en engan sakaði í lögreglubílnum. Enginn hefur lýst ábyrgð á verknaðinum á hend- ur sér, en talið er, að þarna hafi ANC-skæruliðahreyfingin verið að verki. Stjórnvöld í Suður-Afríku hafa þegar átalið Zimbabwe fyrir að skjóta skjólshúsi yfir skæruliða og hótað að senda herlið inn í grannland sitt í norðri til að hafa hendur í hári hermdarverkamann- anna. R.F. Botha, utanríkisráðherra Suður-Afríku, sagði að fótspor hefðu legið frá staðnum, sem sprengjunum var komið fyrir á, til Limpopo-fljóts, sem skilur að Zimbabwe og Suður-Afríku, og varaði stjórnvöld í Zimbabwe við: „Stjórninni í Zimbabwe hefur margoft verið sagt að það verði að tryggja að atburðir sem þessi eigi sér ekki stað. Haidi svo fram sem horfir eiga suður-afrískar öryggissveitir ekki annars kost en að rekja slóðina inn í Zimbabwe sjálfar." Lögreglan sagði, að óeirðir hefðu blossað upp á níu stöðum í landinu í dag og a.m.k. þrír menn fengið alvarleg brunasár, er kveikt var í þeim. Nefnd á vegum Breska sam- veldisins mun fara til Suður- Afríku strax eftir áramótin. Hefur nefndin umboð frá bresku stjórn- inni og stjórnum fyrrverandi ný- Iendna Breta til þess að leita leiða til að binda enda á minnihluta- stjórn hvítra manna í landinu. „Ríkisstjórn Suður-Afríku hefur ekkert að fela,“ sagði í yfirlýsingu frá utanríkisráðherranum, Pik Botha. En ráðherrann varaði samveldisnefndina við „að hlutast til um innanríkismál landsins". I yfirlýsingunni var sá möguleiki ekki útilokaður, að nefndinni kynni að verða vísað úr landi. Var rekinn vegna kirkju- brúðkaups Belgrad, 27. nóvember. AP. SVEITARSTJÓRN kommún- istaflokksins í bænum Novi Sad í norðurhluta Júgoslavíu rak ritara sinn, Valentin Vencel, þegar upp komst að hann hafði kvænst í kirkju fyrir fjórum árum. Flokksforingjar í Novi Sad lásu um kirkjubrúðkaupið í grein í dagblaði, sem gefið er út í Belgrad. Sveitarstjórnin settist þeg- ar á rökstóla um „hugmynda- fræðilegar og pólitískar af- leiðingar" þessa og komst að þeirri niðurstöðu að framferði Vencels væri vjtavert og brottrekstrarsök. Sjálfur hafði Vencel það um málið að segja að hann hefði aðeins farið að óskum foreldra brúðar sinnar og var hann fljótur að bæta við að hann hefði hvorki fyrr né síðar sótt guðsþjónustu. Tekið verður til athugunar hvort Vencel fær frekari ákúr- ur og gæti farið svo að hann verði brottrækur gerður Kommúnistaflokknum. ur AP/Símamynd Fjórir liðsmenn stormsveitorinnar, sem réðist inn í egypsku farþegaflugvélina á alþjóðlega flugvellinum á Möltu, ásamt tveimur yfirmönnum sínum. Myndin var tekin í gær, er þeir sneru aftur til Egyptolands. Maltæ Reykeitrun og bruna- sár urðu 27 að bana 30 lík krufin — Egyptar vilja fá flugræningja framseldan V'alletta, Möltu, 27. nóvember. LÍK NÆRRI hclmings farþeganna, sem létust þegar egypsku farþegaþotunni var rænt um helgina, hafa nú verið krufin og leiðir krufningin í Ijós að aðeins þrír af þrjátíu létust af skotsárum. Hinir 27 köfnuðu eða létust af brunasárum í eldhafinu og reykjarkóflnu í vélinni eftir að egypsk víkinga- sveit gerði áhlaup um borð. 60 manns létust í vélinni. Egypsk stjórnvöld hafa farið fram á að foringi flugræningjanna verði seldur í hendur egypskum yflrvöldum. Möltustjórn, sem veitti sam- þykki sitt fyrir áhlaupinu á vélina, segir að eldur hafi komið upp í farþegaþotunni þegar flugræn- ingjarnir vörpuðu handsprengjum um borð. Aftur á móti segir vest- rænn stjórnarerindreki, sem var sjónarvottur að áhlaupinu, að rannsóknir myndu leiða í ljós hvort handsprengjurnar hafi kveikt eldinn, en ekkert benti til þess að svo hefði verið. Möltu- stjórn hefur neitað að kviknað hafi í þegar egypska sveitin sprengdi sér leið inn í farangurs- rými vélarinnar. Flugræninginn, sem lifði af áhlaupið á vélina, kveðst heita Omar Marzouki frá Túnis og vera tvítugur að aldri. Hann er nú með Gorbachev er harðorð- ari heima íyrir en í Genf Moflkvu. 27. nóvember. AP. MIKHAIL Gorbachev, aðalritari Sovétríkjanna, tekur nú viku eftir leið- togafundinn í Genf upp harðari stefnu í afvopnunarmálum og segir stór- fellda fækkun kjarnorkuvopna ógerning, nema Reagan láti af geimvarnaáætl- uninni. Leiðtogi Sovétríkjanna flutti í dag skýrslu um Genfarviðræðurn- ar fyrir 1.500 fulltrúum á haust- þingi æðstaráðsins. Gorbachev kvað viðræðurnar hafa gengið vel, ef á heildina væri litið og sagði að leiðtogafundurinn hefði verið merkilegur viðburður. Hann kvað stjórn Sovétrikjanna lita með vel- þóknun á að samband hefði tekist milli leiðtoga Sovétríkjanna og Bandaríkjanna. Gorbachev hélt fram að fundur- inn í Genf hefði verið haldinn að frumkvæði Sovétmanna og Banda- ríkjamenn neyddir til þátttöku vegna aukinnar spennu í heimin- um eftir að þeir komu fyrir meðal- drægum eldflaugum í Vestur- Evrópu og geimvarnaáætlunin komst í hámæli. Gorbachev lofaði tillögur Sovét- manna um að fækka kjarnorku- fiaugum stórveldanna um helming og banna rannsóknir á varnarkerfi gegn kjarnorkuflaugum í geimnum og sagði: „Við leggjum ekkert til, sem veikja mundi varnir Banda- ríkjamanna." Gorbachev kvað málflutning Bandaríkjamanna einhæfan og hann stjórnaðist af vilja þeirra til að ná hernaðarlegum yfirburðum bæði Bandaríkjanna og ríkja Atl- antshafsbandalagsins. Það, sem gerði útslagið, væri að Bandaríkja- menn hefðu engar áætlanir á prjónunum um að banna geim- vopn. Þvert á móti væri afstaða Bandaríkjamanna til „stjörnu- stríða" það helsta, sem stæði í vegi fyrir samkomulagi um afvopnun. Þessi túlkun Gorbachevs á ár- angri viðræðnanna í Genf var sýnu harðari, en yfirlýsingar hans á blaðamannafundi í Genf fyrir viku. Þar lagði Gorbachev áherslu á jákvæðar hliðar umræðnanna og tilraunir sínar og Reagans til að bæta sambúð stórveldanna. meðvitund, en liggur á gjörgæslu. Marzouki var yfirheyrður stutt- lega í dag, en ekki er vitað hvað kom í ljós við yfirheyrsluna. Egyptar hafa farið fram á að Marzouki verði afhentur egypsk- um yfirvöldum. Segjast Egyptar eiga rétt á því samkvæmt alþjóða- lögum að Marzouki verði dreginn fyrir rétt í Egyptalandi. Joel Levy, starfsmaður banda- ríska sendiráðsins á Möltu, segir að verið geti að Bandaríkjamenn fari fram á að Marzouki verði framseldur í þeirra hendur, en það eigi eftir að koma fram. Levy kvað enn ekkert hafa komið fram um það hvers vegna hermdarverkamennirnir rændu vélinni eða hvers útsendarar þeir voru og það gerði málið allt erfið- ara viðureignar. Levy neitaði að svara því hvort Bandaríkjaher hefði verið reiðubú- inn til að grípa í taumana, ef Egyptar hefðu ekki látið til skarar skríða. Hermt hefur verið að bandarískar herþotur hafi verið í viðbragðsstöðu á Sikiley til að skerast í leikinn ef til dæmis Lí- banir hefðu reynt að hefta för egypsku víkingasveitarinnar til Möltu. Líbanir vöruðu Egypta í dag við því að grípa til vopnaðra aðgerða gegn sér og sögðu að það myndi leiða til átaka. Líbanir vísuðu einnig ásökunum um aðild að rán- inu á bug í opinberri yfirlýsingu og hvöttu Egypta til að reyna að færa sönnur á mál sitt. Starfsmaður bandaríska utan- ríkisráðuneytisins sagði aftur á móti í dag að ýmislegt benti til þess að Libanir væru viðriðnir málið.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.