Morgunblaðið - 28.11.1985, Side 6

Morgunblaðið - 28.11.1985, Side 6
6 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. NÓVEMBER1985 Híman eða Garpur Þegar allt kemur til alls eru stofnanir á borð við útvarp og sjónvarp ekki annað en klefar fullir af fólki er gerir sitt besta til að fræða og skemmta náungan- um. Ég hef stundum verið spurður þeirrar spurningar hvernig á því standi að ég rabbi ekki um þetta eða hitt er borið hefir á góma í ríkisfjölmiðlunum þann daginn. Ég hefi venjulega svarað því til að því miður neyðist ég til að gera upp á milli manna af þeirri ein- földu ástæðu að dálki mínum sé ekki ætlað að endursegja dag- skrána. Plássins vegna neyðist ég oft til að hafna bitastæðu efni og dag hvem fletur hvíti leiðrétting- arvökvinn út marga „spaklega" setninguna. Þar hverfur í þagnar- djúp ýmislegt sem hefði getað glatt margan manninn eða hryggt. Kannski standa stundum eftir orð sem hefðu betur verið ósögð. En við því er ekkert að gera. Blaða- maðurinn stendur stöðugt í stúku sakbornings. Hans eigin samviska situr á dómarastóli við hlið þeirra sálna er kunna að renna augum yfir texta dagsins. Og stundum bítur sök sekan. Þá heyrist reynd- ar sjaldnast í hinum almenna blaðalesanda. En það er nú önnur saga og vil ég nú friða hinn sívök- ula dómara með þvi að minnast á börnin mín þrjú. Sjónvarpið í sjónvarpinu á þriðjudags- kveldið ræddi séra Sigurjón Ein- arsson á Kirkjubæjarklaustri við Brand Stefánsson í Vík, en Brand- ur hefir öðrum fremur rutt braut- ina í vega- og samgöngumálum í hinum þungfæru Skaftafellssýsl- um. Hafði ég ánægju af að hlýða á lýsingu Brands á frumbýlisárum vegagerðarinnar og hinna vél- knúnu samgöngutækja. Þessi ár hljóta að hafa verið þrungin spenningi og eftirvæntingu; þann- ig lýsti Brandur því er börn þustu út á hlað á bæ einum og hrópuðu að skrýmsli á leið yfir sandinn. Þau höfðu aldrei séð bíl. Reyndar hljóp allt heimilisfólkið út á hlað nema gömul kona er sinnti hús- lestri. Sú gamla lét fyrsta bílinn ekki trufla sig og lauk lestrinum. Sjálfur hefði ég gjarnan viljað standa þarna í hlaðvarpanum og sjá fyrstu bifreiðina skeiða af sandbreiðunum. Nú gleðst maður jafnvel ekki lengur yfir glæsivögn- um þeim er troðast um miðborg Reykjavíkur því hver veit nema blóðpeningar hafi aflað farar- skjótans. Brandur í Vík aflaði síns fararskjóta örugglega í sveita síns andlits. Slíkir menn efla trúna á þjóðina, landið og lífsbaráttuna. Rásl Margrét Jónsdóttir stýrði þætti um íslenskt mál á þriðjudaginn. Þar minntist hún á leikfangaher nokkurn sem kenndur er við híman en her þessi sækir nú mjög fram í ónefndum leikherberjum borgar- innar þannig að vart er þverfótað fyrir allskonar sporðdrekamönn- um og hauskúpuköllum. Margrét freistaði þess að þýða heiti þessa fríða flokks og nefndi Híman - Garp, Skeletor- Beinið og Gull- handarmanninn - Hnefa. Eg kann vel við slík vinnubrögð í þættinum um íslenskt mál. Þar eiga þáttar- stjórar að einbeita sér að hvers- dagslegu máli líðandi stundar og freista þess jafnvel að stunda ný- yrðasmíð. Plássins vegna verð ég víst að skilja þriðja barnið mitt, rás-2, útundan að þessu sinni en vík að því á morgun. Sjáumst. Ólafur M. Jóhannesson UTVARP / S JON VARP Jóhannes Nordal Stefán Ingólfsson Fimmtudagsumræðan — stefnan í peninga- og vaxtamálum ■■MBi Fimmtudags- c%e\ 2*5 umræðan í ZZ— kvöld kl. 22.25 fjallar um stefnu í pen- inga- og vaxtamálum. Sjórnandi er Árni Gunn- arsson. Þátttakendur verða þeir Ásmundur Stefánsson forseti ASÍ, Víglundur Þorsteinsson formaður Félags íslenskra iðnrek- enda, Jóhannes Nordal seðlabankastjóri og Stef- án Ingólfsson verkfræð- ingur hjá Fasteignamati ríkisins. Gestagangur — Sigfús Halldórsson ■■■■i Ragnheiður 01 00 Davíðsdóttir Li X —■ stjórnar þætti sínum Gestagangur í kvöld kl. 21.00 og verður gestur hennar að þessu sinni tónskáldið, mynd- listarmaðurinn og kennar- inn Sigfús Halldórsson. í dagsins önn — neytendamál ■■i^B Þáttur “í dags- ■i q 30 *ns önn“ hefst á lo— rás 1 kl. 13.30 í dag og fjallar Sigurður Sigurðarson um neytenda- mál. Þetta verður síðasti þáttur hans fyrir jól þar sem auglýsingatímar rík- isútvarpsins lengjast nú verulega fyrir jólahátíð- ina og verður því að fella niður þætti þessa. Sigurður sagði í samtali við blaðamann að nú ætl- aði hann í tilefni komandi auglýsingaflóðs að taka fyrir auglýsingar: villandi og ófullkomnar auglýsing- ar, börn og auglýsingar og leitast við að svara hvaða skilyrði góð auglýsing þurfi að uppfylla svo hún hafi hagnýtt gildi fyrir neytandann. Þá ætlar Sigurður að spjalla um okurlánin sem svo mikið hafa verið í fréttum að undanförnu, en slík lán snerta óhjákvæmilega vöruverð og þar með hinn almenna neytanda. Þá verður bréfum svar- að, m.a. frá hlustanda sem varar við því að alhæfa að neytendur hafi alla tíð rétt fyrir sér og rætt verð- ur um samning Olíuversl- unar íslands og Hand- knattleikssambands ís- lands um að hluti sölu hvers líters af bensíni Olíuverslunarinnar renni til handknattleikssam- bandsins. Skyldi slíkt samkomulag samræmast lögum um óréttmæta við- skiptahætti? Björgvin Halldórsson Poppgátan — spurningaþáttur um tónlist ■■■■ Poppgátan, OQ 00 spurningaþátt- Jdó — ur um tónlist og tónlistarmenn, er á dag- skrá rásar 2 í kvöld kl. 23.00 í umsjá þeirra Jóna- tans Garðarssonar og Gunnlaugs Sigfússonar. Keppendur í kvöld eru Björgvin Halldórsson og Rúnar Júlíusson. Þáttur- inn er sá fimmti í röðinni, en alls eru átta þættir í forkeppninni. Því næst taka undanúrslit við og lokaúrslit og eru þeir þættir sjö talsins. f síðasta þætti kepptu þeir Eiríkur Hauksson söngvari Drýsils, sem hlaut 18 1/2 stig, og Rafn Jónsson trommuleikari í Grafík, sem hlaut 22 stig. Rúnar Júlíusson /k UTVARP FIMMTUDAGUR 28. nóvember 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn. 7.15 Morgunvaktin. 7.20 Morguntrimm. 7.30 Fréttir. Tilkynningar. 8.00 Fréttir. Tilkynningar. 8.15 Veðurfréttir. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: .Elvis, Elvis" eftir Mariu Gripe. Sigurlaug M. Jónasdóttir les annan lestur pýðingar Torfeyjar Steinsdóttur. 9.20 Morguntrimm. Tilkynn- ingar. Tónleikar, þulur velur og kynnir. 9.45 Þingfréttir. 10.00 Fréttir. 10.05 Málræktarþáttur. Endurtekinn þáttur frá kvöld- inu áður i umsjá Helga J. Halldórssonar. 10.10 .Égmanþátlð". Hermann Ragnar Stefáns- son kynnir lög frá liðnum árum. 11.10 Or atvinnulifinu — Vinnustaðir og verkafólk. Umsjón: Tryggvi Þór Aðal- steinsson. 11.30 Morguntónleikar. a. „Sem yður þóknast", forleikur eftir Clarence Luc- as. Sinfónluhljómsveit út- varpsins I Winnipeg leikur. Eric Wild stjórnar. b. Triö I g-moll op. 63 eftir Carl Maria von Weber. Musica viva trióiö I Pittsburg leikur. 12.00 Dagskrá. Tilkynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Tilkynning- ar. Tónleikar. 13.30 I dagsins ðnn — Neytendamál. Umsjón: Sig- urður Sigurðarson. 14.00 Miðdegissagan: .Sögur úr llfi minu" eftir Svenn B.F. Jansson. Þorleifur Hauksson les eigin þýöingu (4). 14.30 A frfvaktinni. Sigrún Sigurðardóttir kynnir óskalög sjómanna. (Frá Akureyri.) 15.15 Spjallað við Snæfellinga. Eðvarð Ingólfsson ræðir við Bæring Cecilsson. 15.40 Tilkynningar. Tónleikar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veöurfregnir. 16.20 .Fagurt galaöi fuglinn sá“. Sigurður Einarsson sér um þáttinn. 17.00 Barnaútvarpið. Stjórn- andi: Kristin Helgadóttir. 17.40 Listagrip. Þáttur um listir og menningarmál. Umsjón: Sigrún Björnsdóttir. Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. 19.40 Tilkynningar. SJÓNVARP I 19.15 A döfinni. Umsjónarmað- ur Karl Sigtryggsson. 19.25 Jobbi kemst I klípu. Fjórði þáttur. Sænskur barnamyndaflokk- ur l fimm þáttum um sex ára dreng og tuskudýrið hans. Þýðandi Jóhanna Jóhanns- dóttir. (Nordvision — Sænska sjón- varpið.) 19.50 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Auglýsingar og dagskrá. 20.45 Þingsjá. Umsjónarmaður FÖSTUDAGUR 29. nóvember Páll Magnússon. 20.55 Kastljós. Þáttur um inn- lend málefni. Umsjónarmaður Einar Örn Stefánsson. 21.30 Ljósið. Finnskur látbragðsleikur með Ulla Uotinen. (Nordvi- sion — Finnskasjónvarpið.) 22.05 Derrick. Sjöundi þáttur. Þýskur sakamálamynda- flokkur. Aðalhlutverk: Horst Tappert og Fritz Wepper. Þýðandi Veturliöi Guðnason. 23.10 Lokkalöður (Shampoo). Bandarisk biómynd frá 1975. Leikstjóri Hal Ashby. Aðalhlutverk: Warren Be- atty, Julie Christie, Goldie Hawn og Jack Warden. Myndin er um hárgreiðslu- mann einn og kvennagull I Hollywood og flókin sam- skipti hans við veikara kynið I starfi og leik. Þýðandi Kristmann Eiösson. 01.00 Fréttir I dagskrárlok. 19.50 Daglegt mál. Siguröur G. Tómasson flytur þáttinn. 19.55 .Ég byrjaði átta ára ( fiski". Inga Huld Hákonar- dóttir ræðir við Sesselju Ein- arsdóttur, aldraða konu frá Isafirði sem býr nú ( Kaup- mannahöfn. (Áður útvarpað 23. f.m.) 20.30 Tónleikar Sinfónluhljóm- sveitar Islands ( Háskólabíói — Fyrri hluti. Stjórnandi: Karsten Andersen. Einleik- ari: Staffan Scheija. a. „Concerto lirico" eftir Jón Nordal. b. Planókonsert nr. 4 I G-dúr op. 58 eftir Ludwig van Beethoven. FIMMTUDAGUR 28. nóvember 10.00—12.00 Morgunþáttur. Stjórnendur: Kristján Sigur- jónsson og Asgeir Tómas- son. Hlé. 14.00—15.00 I fullu fjöri. Stjórnandi: Margrét Blöndal. 15.00—16.00 I gegnum tlðina. Stjórnandi: Jón Ölafsson. 16.00—17.00 Bylgjur Stjórnandi: Árni Danlel Júl- (usson. Kynnir: Jón Múli Arnason. 21.20 „Þangað vil ég fljúga". Slmon Jón Jóhannsson tek- ur saman þátt um Ijóöskáldiö Ingibjörgu Haraldsdóttur. 22.00 Fréttir. Dagskrá morgun- dagsins. 22.15 Veðurfregnir. Orð kvölds- ins. 22.25 Fimmtudagsumræðan — Stefnan I peninga- og vaxta- málum. Stjórnandi: Arni Gunnarsson. 23.25 Kammertónleikar. Fiðlusónata nr. 31 c-moll op. 45 eftir Edvard Grieg. Fritz Kreisler og Sergej Rach- maninoff leika. 24.00 Fréttir. Dagskrárlok. 17.00—18.00 Einu sinni áður var. Vinsæl lög frá rokktimabil- inu, 1955—1962. Stjórn- andi: Betram Möller. Þriggja mlnútna fréttir sagð- ar klukkan 11.00, 15.00, 16.00 og 17.00. Hlé. 20.00—21.00 Vinsældalisti hlustenda rásar 2. Tlu vínsælustu lögin leikin,- Stjórnandi: Páll Þorsteins- son. 21.00—22.00 Gestagangur. Stjórnandi: Ragnheiður Dav- Iðsdóttir. 22.00—23.00 Rökkurtónar. Stjórnandi: Svavar Gests. 23.00—24.00 Poppgátan. Spurningaþáttur um tónlist. Sjórnendur: Jónatan Garð- arsson og Gunnlaugur Sig- fússon. 17.00—18.00 Rlkisútvarið á Akureyri — svæðisútvarþ.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.