Morgunblaðið - 28.11.1985, Side 7

Morgunblaðið - 28.11.1985, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. NÓVEMBER1985 7 Nátn í samfélags- fræði endurmetíð TÍU MANNA starfshópur vinnur nú að því á vegum menntamálaráöu- neytisins, að endurmeta nim í sam- félagsfræði í grunnskólum. Er stefnt að því að niðurstöður hópsins liggi fyrir í byrjun næsta skólaárs. Að sögn Hrólfs Kjartanssonar, deildarstjóra í skólaþróunardeild ráðuneytisins, sem er formaður starfshópsins, var hópnum í skip- unarbréfi Ragnhildar Helgadóttur frá 8. október sl. falið „að leggja mat á þann árangur, sem náðst hefur með samþættingu náms- greinanna sögu, landafræði, fé- lagsfræði o.fl. undir heitinu sam- félagsfræði. Einkum skal metið hvort samþættingin leiði til árang- urs að því er varðar þekkingu nemenda og þroska, og möguleika þeirra á að tileinka sér námsefnið. Hópnum er ennfremur ætlað að gera tillögu um námsskrá í um- ræddum námsgreinum." Auk Hrólfs eru eftirtaldir í starfshópnum: Sigþór Magnússon, námsstjóri í samfélagsfræði, Andri ísaksson, prófessor, Eiður Guðnason, alþingismaður, Guð- mundur Heiðar Frímannsson, menntaskólakennari, ólafur H. óskarsson, skólastjóri, Olafur Proppé, lektor, Ragnheiður Jóns- dóttir, grunnskólakennari, Sigrún Gísladóttir, skólastjóri, og Þor- steinn Helgason, menntaskóla- kennari. ÁTVR: Ragnar Jóns- sonsettur forstjóri RAGNAR Jónsson hefur nú verið settur forstjóri Áfengis- og tóbaksverzlunar ríkisins um óákveðinn tíma. Embættið verður auglýst laust til umsókn- ar síðar á þessu ári. Ragnar Jónsson hefur starfað hjá ÁTVR í um aldar- fjórðung. Hann hefur undan- farin ár gegnt embætti skrif- stofustjóra fyrirtækisins, en sagði því lausu frá og með næstu áramótum. Söngvakeppni sjónvarpsins: Unnið að tillögugerð um val á lagi og flytjendum ENGIN ákvörðun hefur verið tekin um fyrirkomulag við val á lögura eða flytjendum varðandi þátttöku Is- lands í söngvakeppni evrópskra sjón- varpsstöðva sem haldin verður i Bergen í Noregi 3. maí næstkom- andi. Hjá sjónvarpinu fengust þær upplýsingar að valinkunnir menn ynnnu nú að tillögugerð í þeim efn- um, en engar niðurstöður lægju fyrir og ekki gefið upp að svo stöddu hvaða aðilar hér eiga hlut að máli. Islenski fulltrúinn i keppninni varð hinn sjötti í röðinni þegar dregið var um töfluröð þátttak- enda, en á undan honum koma fram fulltrúi Lúxemborgar, Júgó- slavíu, Frakklands, Noregs og Bretlands. Alls mun 21 þjóð taka þátt í keppninni að þessu sinni. Keppninni verður sjónvarpað beint og er áætlað að um 600 millj- ónir manna munu fylgjast með útsendingunni. Nýtt skáldverk eftir Gabriel Carcía Márquez KOMIÐ er út hjá Forlaginu nýtt skáldverk eftir Nóbelsskáldið frá Kólorabíu, Gabríel García Márquez, sem nefnist Af jarðarför Landsmóð- urinnar gömlu. Þorgeir Þorgeirsson þýddi verkið úr spænsku. í Fréttatilkynningu Forlagsins segir m.a.: „Söguheimur verksins er kunnur úr fyrri sögum höfund- ar: Makondó, heimur stöðnunar, uppgjafar, elli og úrkynjunar. Andrúmsloftið er mettað raka og hitasvækjan óbærileg. íbúar Ma- kondó skapa enga sögu, þeir þrauka aðeins og bíða. Höfundur- inn afhjúpar margræðni manneðl- isins af hlífðarleysi og írónískri glettni. Grimmdin og siðleysið er endurtekið yrkisefni hans um leið og hann bregður upp ógleymanleg- um myndum af þeim sem sporna við niðurlægingunni þótt uppreisn þeirra sé vanburða og næstum ósýnileg. Af meistaralegri íþrótt fléttar höfundurinn saman sögu þjóðar sinnar, kvunndagsleika hennar, kjaftasagnir og goðsagnir. Þessi veröld er allt í senn, jarðbundin og smámunasöm, full af undrum og stórmerkjum. í kynjasögum verksins birtist siðferðileg og pól- IORLAGIO itísk alvara skáldsins skýrast og rís hæst í lýsingunni af jarðarför Landsmóðurinnar gömlu." Af jarðarför Landsmóðurinnar gömlu er 138 bls. og er bæði gefin út í kilju og bandi. Prentsmiðjan Oddi hf. prentaði. Brian Pilkington hannaði kápu. Haskólafyrirlestur um tökuorð Lars Brink, prófessor í dönsku við Háskóla íslands, flytur opinberan fyrirlestur í boði heimspekideildar Háskóla fslands á morgun, föstudag, kl. 16.15 í stofu 301 í Árnagaröi. Fyrirlesturinn nefnist „Tabu og noa i nutidens dansk („fyord“ og „fyordserstatning“)“ og fjallar um það er ný orð ryðja sér til rúms í staðinn fyrir orð sem ekki þykir viðurkvæmilegt að nota lengur um ýmis fyrirbæri í mannlegu lífi. Lars Brink er nýtekinn við pró- fessorsembætti í dönsku við Há- skóla íslands, en hann var áður sendikennari í dönsku í Stokkhólmi. Hann er kunnur fræðimaður á sviði dansks nútímamáls og hefur hann þegar samið mörg ritverk. Fyrirlesturinn verður fluttur á dönsku og er öllum opinn. Sumargleöinnar lEIPCAÍDWÍý * t t * * föstudag og laugardag Stórsýning Sumargleöinnar — 15 ára afmælishátíð hefur svo sannarlega slegiö í gegn. Sumargleöin þakkar þúsund- um manna frábærar móttökur á þessu ári. Karnival — dans — söngur — grín og gleöi Síöustu forvöð aö fylgjast meö 17 landsþekktum fjörkálfum af einskærri Sumargleöi. Nú verður geggjaö stuö á gleöinni þessar tvær síöustu helgar á Broadway. Þaö er mál manna aö Sumar- gleðin hafi aldrei verið frískari, fjörugri, fjölbreyttari eöa betri og er þá heilmikiö sagt. Matseðill Portvísseruð join villesúpa. Léttreyktur rauðvínssoðinn lambalærisvöðvi. Vanilluís með marengstoppum. Pantiömiðaítíma ísíma 77500 þar sem uppselt hefur veriöundanfarn- arhelgar. Jafnvelfrostrósir springaútáSum- argleöinni. Ath.: Varist aö sprengjavarirnar af hlátri,einsog Lalli varamaöur. Algjör klaufaskapur. * If

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.