Morgunblaðið - 28.11.1985, Síða 9

Morgunblaðið - 28.11.1985, Síða 9
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. NÓVEMBER1985 9 VJPÞING HF O 68 69 88 Geimvopn á Alþingi Nú eru nokkrir þingmanna þjóöarinnar aö fara til Kaupmannahaf n- ar til aö ræöa þaö meö norrænum starfsbræörum, hvort lýsa eigi yfir því, að Noröurlöndin, þar sem engin kjarnorkuvopn er aö finna, skuli vera kjarnorkuvopnaiaust svæöi. Um þetta mál hafa verið ritaöar margar greinar bæði með og á móti og nú á aö flytja um þaö hundrað ræöur, ef allir fundarmenn taka til máls. Hvort þaö skýrist viö ræðurnar skal ósagt látið. í Staksteinum í dag er ekki fjallað um þetta mál heldur hitt, aö nokkrir þingmenn hafa iagt fram tillögu gegn geimvopnum. Óttinnvid kapphlaupið Þingmenn þriggja flokka. Hjörleifur Gutt- ormsson, Alþýðubandalagi, Kristín S. Kvaran, Banda- lagi jafnaðarmanna, og Guðrún Agnarsdóttir, Kvennalista, flytja tillögu til þingsályktunar um stuðning við bann gegn geimvopnum. Tillagan hefst á þessum orðum: „Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að beita sér fyrir að styðja á alþjóðavett- vangi bann við geimvopn- um þar sem miðað verði við: 1. Að allar rannsóknir og tilraunir er tengjast hernaði í himingeimnum verði tafarlaust stöðv- aðar. 2. Að hvers konar hernað- arumsvif og vopnakerfí til nota í himingeimnum verði bönnuð. 3. Að óheimil sé smfði vopna sem grandað geta þeim gervihnöttum og öðrum tKkjum sem tengjast friðsamlegri nýtingu himingeimsins." í greinargerð tillögunnar kemur svo fram, að það sem höfundar hennar hafa í huga eru áform Banda- ríkjamanna um að koma á fót vamarkerfi gegn lang- drægum etdflaugum úti í geimnum. Þar segir meðal annars: „Margir vísindamenn og hernaðarsérfræðingar hafa enga trú á að geimvarna- dæmið gangi upp og geti veitt það öryggi sem Reag- an notaði sem aðairöksemd í mars 1983. Viðbrögð gagn- aðilans, þ.e. Sovétríkjanna, yrðu að líkindum ekki aðeins þau að setja af stað eða herða á eigin geim- vopnarannsóknum, heldur öðru fremur að fjölga lang- drægum eldflaugum og fullkomna þær til að kom- ast þannig fram hjá varnar- viðbúnaði andstæðingsins. Þannig muni Sovétríkin alltaf geta tryggt að hhiti af eldflaugaregninu kæmist á leiðarenda." Þetta eru gamalkunn rök gegn þvi að unnt sé að gera varnarkerfí gegn eldflaug- um, engir hafa verið iðnari við að hóta á þennan veg en Sovétmenn sjálfir. Engu aað síður e rþað talin ein af höfuðástæðunum fyrir því, að Gorbachev vildi hitta Reagan, að Sovét- raenn óttast geimvarna- kerfíð. Staðreynd er, að Kremlverja þarf að hræða að samningaborðinu. „Úrelt“ tíllaga Björn Dagbjartsson, þingmaður Sjálfstæðis- flokksins, ritar grein um þetta mál i íslending og segir meðal annars: „Líklegast eru Sovét- menn ekki eins vantrúaðir á árangur leysihlifa gegn eldflaugum eins og ýmsir vesturlandabúar. Það gæti veríð að þeir hefðu í frumtil- raunum séð hvað hægt væri að gera með geislavömum. Það er a.m.k. með ólíkind- um hve mikil áhersla er lögð á þetta áróðursstríö. Hvað getur Sovétherrunum gengið annað til en ótti við að missa forskotið sitt í kjarnaeldflaugum fyrir borð vegna öflugrar varna- tækni? Og hvernig getur almenningur á Vesturlönd- um verið á móti því að kjarnasprengjueld flaugum sé grandað á jörðu niðrí eða áður en þær komast nærri skotmörkum í þeirra eigin heimalöndum? Viðbrögðin við sprengju- flugvéhim seinni heims- styrjaldarinnar vom leitar- Ijós, loftvarnarbyssur og litlar orustuflugvélar. Man nú enginn orð Churchills þegar hann þakkaði örfáum orustuflugmönnum og illa búnu loftvamaliði fyrir að hafa unnið orustuna um Bretland, og þar með styrj- öldina. Ég hef ekki miklar áhyggjur af því þó að nokk- ur hundrað bandarískir háskólavinstrímenn vilji ekki vinna fyrír Reagan forseta sinn. Tugir og hundruð þúsunda færastu vísindamanna bandarískra, japanskra og vestur-evr- ópskra munu taka boði um vinnu við þessar rannsóknir með gleði og þökkum. Ég geri mér heldur ekki ýkja miklar grillur út af áliti ferðanefnda þeirra nafn- anna Ólafs Ragnars og Palme. Það er verið að koma því að að Bandaríkjamenn séu með geimvarnaframkvæði sínu að rjúfa samninginn um bann við gagneldflaug- um, samning sem Rússar hafa að vísu ekki staðiö við. Svo er þó alls ekki þar sem hér er eingöngu um rannsóknaáæthin að ræða, alls ekki framkvæmda- áform. Ennfremur er reynt að reka fleyg í samstarf þjóð- anna f Atlantshafsbanda- laginu. Vissulega era vinstrí kratar alls staðar veikir fyrir þessum áróðri. En rannsóknaáæthinin var samþykkt af yfirgnæfandi meirihhita þingmannasam- bands NATO-ríkja í hausL Þess vegna er þessi þings- ályktunartillaga eins og úr- eltur og illa gerður hlutur." ryksugan: + aðeins 4,7 kg + sterkbyggö, lipur og lágvær + á stórum hjólum, lætur vel aö stjórn + sparneytin, en kraftmikil + meö sjálfinndreginni snúru + meö stórum, einnota rykpoka og hleöslu- skynjara. V-þýsk í húö og hár. Smith & Norland hf. Nóatúni 4, sími 28300. V^terkurog L/ hagkvæmur auglýsingamiöill! JftttrgíitiMiiMfr IS'damathaSutinn Toyota Tercel GL 1983 Grásanseraöur 5 dyra , ekinn aöeíns 18 þús. km. Verö325 þús. Citroön BXTRS1983 Hvítur, ekinn 40 þús. km. Vandaöur fram- drifsbíll. Verö 460 þús. Chervolet Scottsdale 1979 Ðlár, 6 cyt. Diesel perkings diesel. Yfirbyggö- ur hjá R. Valssyni. Dekurbill. Verö kr. 870 þús. Fiat 127 Panorama 1985 Grásanseraöur, ekinn 19 þús. km. 5 dyra, snjódekk o.fl. Verö kr. 255 þús. M. Benz 230 E 1983 Grænsanseraöur. Beinskiptur, ekinn aöeins 29 þús. km. Sóllúga o.fl. aukahlutir. Verö kr. 950 þús. Nissan Patrol diesel 1984 Hvítur, 7 manna, 5 gíra, eklnn 39 þús. km. Upphækkaöur. White spoke felgur. Breið dekk o.fl. Verö kr. 930 þús. Subaru 18004x41982 Ekinn 55 þús. km. Verö 365 þus. Mazda 323 Saloon 1981 Ekinn 40 þús. km. Verö 250 þús. Opel Kadett 3ja dyra 1982 Ekinn 68 þús. km. Verð 295 þús. Dahatsu charade 3ja dyra 1985 Ekinn 4 þús. km. Verð 345 þús. Saab900gls 1982 Sjálfsk. Verö 450 þús. Datsun Cherry 1980 Ekinn72þús. km.verö 180 þús. Capris Classic 1981 Bíll með öllu. Verð 680 þús. Mazda 626 GLX coupé1983 2ja dyra sporttýpa bíll meö öllum aukahlutum verö kr. 435 þús. Vantar nýlega bíla á staðinn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.