Morgunblaðið - 28.11.1985, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 28.11.1985, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. NÓVEMBER1985 Grettísgata. Einstakl.ib. á 2. hæðísteinh. Efstasund. 2ja herb. 50 fm íb. ikjailara. Hamraborg. 2ja herb. 65 fm íb. á 1. hæð. Bílskýli. Góð íb. Smyrlahraun. 3ja herb. 90 fm íb. á 1. hæð í fjórb.húsi. 28 fm bílsk. Lausstrax. Engihjalli. 3ja herb. 90 fm íb. á 7. hæð. Mosfelissveit. 3ja herb. 95 fm ib. á 2. hæð ínýju húsi. Bílsk. Engjasel. 3ja herb. íb. á 2. hæð. Bilskýli. Góö sameign. 4ra herb. og stærri Krummahólar. 4ra herb. ib. á 3.hæðmeðbílsk. Suöurhólar. 4ra herb. 110 fm íb. áefstu hæð. Falleg íbúð. Tjarnarbraut Hf. 4ra herb. 80 fmíb.á2.hæö. Mávahlíó. 4ra herb. risíb. Suö- ursvalir. Kaplaskjólsvegur. 4ra herb. 110 fm endaíb. á 3. hæð. Seljabraut. Mjög skemmtileg 4ra herb. íb. á 2 hæðum. Bíl- skýli. Álfaskeió. 4ra herb. 117 fm íb. á2.hæð með bílsk. Breióvangur Hf. Glæsil. 4ra-5 herb. 120 fm íb. á 2. hæö. Gott aukaherb. í kj. Bilskúr. Granaskjól. Neðri sérhæö í þríb.h. um 117 fm. 4 svefnherb. Bílsk.r. Sk. mögul. á 3ja herb. Rauðalækur. 4ra-5 herb. 130 fm efri hæö í fjórb.húsi meö bílsk. Tvennarsvalir. Grænatún. Efri sérhæö í tvibýl- ishúsi ca. 147 fm auk bílsk. Ekki fullbúin ibúö. Kársnesbraut. Ca. 130 fm sérh. með bílsk. Þvottah. á hæöinni. Logafold. Sérhæö um 140 fm auk bílsk. Að auki er 60 fm pláss í kj. T æpl. tilb. undir trév. Einbýlishús og raöhús Rjúpufell. Einlyft raðhús um 140 fm auk bílsk. Falleg og vel umgengin eign. Fífumýri Garðabæ. Einb.hús, kjallari, hæö og ris, samt. um 300 fm. Tvöf. innb. bílsk. Ekki fullbúiö hús en íbúöarhæft. Urriðakvtsl. Stórglæsil. 400 fm einbýlish. á þremur hæðum. Vel staösett hús. Verslunarhúsnæói. Heimar, 70 fm verslunarhúsnæði. HÍBÝLI & SKIP Garðastræti 38. Sími 26277. Brynjar Fransson, sími: 39558. Gylfi Þ. Gislason, sími: 20178. Gísli Ólafsson, simi: 20178. Jón Ólafsson hrl. Skúli Pálsson hrl. Morgunblaöiö/Bjarni Skyrið er hin mesta heilsufæða. Það var niðurstaða rannsóknar fæðudeildar RALA, og kemur víst fáum á óvart. Þau kynntu niðurstöðurnar, f.vj Jón Óttar Ragnarsson, Guðjón Þorkelsson, Ragnheiður Héðinsdóttir og Elín Hilmarsdóttir. íslenska mjólkin aðeins frábrugöin annarri mjólk ÍSLENSKA mjólkin er ekki að öllu leyti eins og mjólkin í nágrannalöndum okkar. Hún er með ívið meira af A-vítamíni og mangani en heldur minna af kalki og magníum. Þetta kom fram í rannsókn fæðudeildar Rannsókna- stofnunar landbúnaðarins á næringargildi mjólkur sem nú er lokið. Rannsókn fæðudeildarinnar á mjólkinni hefur staðið yfir í fjögur á og er hún fyrsti áfanginn í heild- arrannsóknum á næringargildi íslenskrar fæðu. Á blaðamanna- fundi sem fæðudeildin efndi til í þeim tilgangi að kynna niðurstöð- urnar kom fram hjá Jóni óttari Ragnarssyni, forstöðumanni fæðu- deildar RALA, að á undanförnum árum hafa ekki verið til neinar heildarupplýsingar um næringar- gildi íslenskrar fæðu, þrátt fyrir að íslendingar væru jafn miklir matvælaframleiðendur og raun bæri vitni. Væru slíkar upplýsing- ar þó forsenda allra vörumerkinga, vöruþróunar og forvarnar- og hjúkrunarstarfs á sviði næringar. í rannsókninni voru mæld öll orkuefni, fjögur vítamín og níu steinefni í mjólk og fjölmörgum mjólkurafurðum. Hafa þessar nið- urstöður þegar verið notaðar við merkingar á ýmsum mjólkurvör- um. Niðurstöður sýna að íslensk mjólk er afar góð uppspretta fyrir A- og B-vítamín, kalk og zink. Íslenska mjólkin er með ívið meira af A-vítamíni og mangani en ívið minna af kalki og magníum en mjólk í nágrannalöndunum. Töluverðar sveiflur eru í nær- ingarefnainnihaldi mjólkurinnar eftir árstíðum. Þannig er til dæmis um 70% meira A-vítamín og 230% meira beta-karotín (undanfari A-vítamins) í haustmjólk en vor- mjólk. Auk þess er munur á efna- innihaldi eftir landsvæðum. Þann- ig er vítamíninnihald í mjólk úr Eyjafirði meira en annars staðar á landinu en steinefnainnihaldið mest í mjólk sem framleidd er á Suðurlandi. Áberandi er hvað skyrið er næringarríkt og að öllu leyti kjörin heilsufæða. Er það bæði fitusnautt og hvíturíkt. Rannsóknir fæðu- deildar RALA hafa sýnt að marg- víslegir möguleikar eru á því að nýta íslenska skyrmysu, m.a. í svaladrykki. Rannsóknin staðfest- ir mikið næringargildi mysunnar, en um 7 milljónir lítra fara nú til spillis. Nú stendur yfir efnagreining á kjötvörum hjá fæðudeildinni auk margvíslegra verkefna annarra, til dæmis við tækni og vöruþróun. Áætlað er að grunnrannsóknum á íslenskum matvælum muni ljúka innan 10 ára ef nægilegt fjármagn fæst. Kelleggs-stofnunin í Banda- ríkjunum styrkti fæðudeildina í upphafi til tækjakaupa og Fram- leiðsluráð landbúnaðarins hefur kostað rannsóknirnar að verulegu leyti. Að sögn forsvarsmanna . deildarinnar er nú verið að athuga með möguleika á áframhaldandi fjármögnum rannsóknanna því samkvæmt nýju búvörulögunum hefur Framleiðsluráð ekki lengur það hlutverk að standa fyrir slík- um verkefnum. ÓKEYPIS BÆKLINGUR Starfsframi, betri vinna, betri laun Eftir nám í ICS-bréfaskólanum átt þú möguleika á auknum starfsframa og betur launaöri vinnu. Þú stundar námiö heima hjá þér á þeim hraöa sem þér hentar. Nú stunda rúmar 8 milljón- ir manna nám í gegnum ICS-bréfaskólann! Líttu á listann og sjáöu öll þau tækifæri sem þér gefast. ICS-bréf askólinn hefur örugglega námskeiö sem hæfir áhuga þínum og getu. Prófskír- teini í lok námskeiöa. Sendu miðann strax í dag og þú færö ÓKEYPIS BÆKLING sendan í flugpósti. (Setjiö kross í aöeins einn reit). Námskeiöin eru öll á ensku. □ Tölvuforritun □ Rafvirkjun □ Ritstörf □ Bókhald □ Vélvirkjun □ Almenntném □ Bifvélavirkjun □ Nytjalist Stjórnun □ fyrirtækja □ Garöyrkja □ Kjólasaumur Innanhús- □ arkitektúr Stjórnun hótela □ og veitingastaöa □ Blaöamennska Ksslitakni og □ loftrnsting Nafn:....................................................... Heímilisfang:............................................... ICS International Correspondence shcools Dept. YYS, 312/314 High Street, Sutton, Surrey SM11PR, England. Ný hljómplata: „Ég lít í anda liðna tíð“ Ólafur Magnússon frá Mosfelli syngur, Jónas Ingimundarson leikur með á píanó BÓKAÚTGÁFAN Örn og Örlygur hefur gefið út hljómplötu með einsöng Ólafs Magnússonar frá Mosfelli og píanóundirleik Jónasar Ingimundar- sonar. Platan er gefin út í tilefni af 75 ára afmæli Ólafs fyrr á þessu ári og er hér um nýjar upptökur að ræða sem allar fóru fram I Hlégarði sl. sumar. Lögin sem ólafur syngur eru: Suðurnesjamenn, Kom ég upp í 26600 atiir þurfa þak yfir höfudid Neshagi — sérhæð Vorum að fá í sölu ca. 120 fm glæsilega sérhæð (1. hæö) í fjórbýlishúsi auk ca. 36 fm bílsk. Þetta er falleg eign í sérflokki. Einkasala. Verö 4,5 millj. Laugateigur — sérhæð Ca. 120 fm sérhæö (2. hæö) í þríb.húsi auk bílskúrs. Falleg eign á góöum staö í bænum. Getur veriö laus fjót- lega. Verö3,2millj. Arnarnes — lóð Til sölu ein glæsilegasta einbýlishúsalóöin í Arnarnesi. Lóöin er 1692 fm. Gatnagerðargjöld eru greidd. Verð 1500 þús. sem má greiöa meö 5 ára skuldabréfi. 26600 ál Fasteignaþjónustan Autlunlrmti 17,«. 2BtOO. Þorsleinn Steingrímsson. lögg. fasteignasali. Bladburðarfólk óskast! Vesturbær Faxaskjól Austurbær Hverfisgata65—115 Skerjafjörður Gnitanes Hörpugataog Fossagata fyrir noröan flugvöllinn. Úthverfi Hvassaleiti 18—30 Kvíslarskarð, Horfinn dagur, Nótt, í dalnum, Þei, þei og ró, ró, Ég lít í anda liðna tíð, Vorvindur, Ása- reiðin, Plágan, Nirfillinn, Fyrir átta árum, Bergljót, Vor, Til Unu, Góða veislu gjöra skal, Helgum frá döggvum himnabrunns, Kveðja, Sunnudagur selstúlkunnar, Litla skáld, Aleinn reika ég um dimman stíg, Rauði sarafaninni, Vögguljóð. Þorsteinn Hannesson ritar nokk- ur orð um söng Ólafs á umslag plötunnar og segir m.a.: „Þess á eftir að verða getið í annálum að maður á þessum aldri skuli syngja inn á hljómplötu. Það á eftir að verða sífellt undrunarefni að rödd hans skuli þar hljóma með allt að því æskublæ. Maður hlustar — og dettur ekki aldur í hug.“ Upptökurnar eru stafrænar (dig- ital) og fóru eins og áður segir fram í Hlégarði. Upptökurnar annaðist Halldór Víkingsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.