Morgunblaðið - 28.11.1985, Page 17

Morgunblaðið - 28.11.1985, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. NÓVEMBER1985 hafði verið sendiherra í París og Henrik reyndar sendiráðunautur hans um tíma. Hún skildi það, sem ekki var sagt, að engum gat fundist auðvelt að taka við af sendiherra sem Henrik var. Allt hafði þar verið búið svo í haginn, sem best gat verið fyrir eftirmanninn. Vina- hópur þeirra Gígju, utan þeirra sem kynnst er starfsins vegna, var ekki lítill og margt þessa fólks vildi nú sinna okkur. Einnig áttum við framundan margar ánægjustundir þegar þau hjónin heimsóttu sitt fólk í Frakklandi. Starf Henriks í utanríkisþjón- ustunni hófst í Kaupmannahöfn árið 1939 og lauk formlega þá er hann fór á eftirlaun frá sendi- herrastarfi í Bruxelles fyrir rúmu ári eða eftir rúmlega fjögurra ára- tuga glæsilegan starfsferil. Hann rak um stutt skeið málaflutnings- skrifstofu í Reykjavík en hvarf frá því og fór aftur í utanríkis- þjónustuna, sem átti hug hans allan í starfi. Ekki verður Henriks minnst án þess að Gígja tengist þeirri minningu órjúfanlega. í þeim mörgu störfum sendiráðs- fólks, þar sem kemur til beggja hjónanna, áttu þau ætíð samleið og um fágaðri smekk en hjá þeim um búnað heimila gat naumast verið að ræða. Samverustundir með þeim í stórum hópi eða smærri hlutu ávallt að vera til- hlökkunarefni. Við vottum Gígju, börnunum og þeirra mökum, svo og bamabörn- unum, okkar innilegustu hluttekn- ingu í miklum harmi við fráfall Henriks, sem var þeim svo mikið. Far þú í friði, friður Guðsþigblessi, hafðu þðkk fyrir allt og allt. London, 24. nóvember 1985. Einar Benediktsson. Það fækkar nú smám saman í stúdentahópnum frá 1933. Þá um vorið gengu 38 ungmenni glöð og ánægð út úr Menntaskólanum í Reykjavík, til móts við lífið og tilveruna. Af þeim eru nú látnir 12 skólafélagar. Nú síðast Henrik Sv. Björnsson, sendiherra, vinur minn og bekkjarbróðir. Við bekkj- arsystkinin munum ávallt hafa minningu hans innilega kæra. Henrik Sv. Björnsson fæddist í Reykjavík 2. setpember 1914. For- eldar hans voru Sveinn Björnsson, sem þá var yfirréttarmálaflutn- ingsmaður í Reykjavík og alþingis- maður Reykvíkinga, síðar forseti íslands, og kona hans, Georgia Björnsson, dóttir Hans Henrik Emil Hansens, lyfsala og justiz- ráðs í Hobro á Jótlandi. Þessi mikilhæfu mannkostahjón eru fyrir löngu kunn í sögu þjóðarinn- ar fyrir störf sín í þágu íslands, bæði hérlendis og erlendis. Þau eignuðust 6 börn og eru 2 af systk- inum Henriks á lífi. Björn, fyrrum kaupmaður, og Elísabet, húsfreyja í Reykjavík. Henrik lauk laganámi frá Há- skóla íslands í janúar 1939 með 1. einkunn. Strax að loknu námi starfaði hann um tíma sem aðstoð- armaður við sendiráðið í Kaup- mannahöfn. Hinn 1. júní 1939 var hann settur ritari í danska utan- ríkisráðuneytinu og vann þar í tæpt ár. Eftir að Þjóðverjar her- námu Danmörku 9. apríl 1940 var Sveinn Björnsson, sendiherra, kvaddur heim til íslands til þess að vera ríkisstjórninni til ráðu- neytis um utanríkismál. Fór Hen- rik þá heim með föður sínum. Var ferð þeirra feðga krókótt vegna styrjaldarástæðna og allsöguleg, eins og Sveinn Björnsson skýrir frá í endurminningabók sinni. Þótt við Henrik værum mestu mátar í menntaskóla og Háskóla urðu kynni okkar þó miklu nánari við það að starfa um eins árs skeið í námunda hvor við annan í danska utanríkisráðuneytinu. Þar bund- umst við þeim vinaböndum, er aldrei rofnuðu og sem einnig síðar náðu til eiginkvenna okkar og fjöl- skyldna. Henrik Sv. Björnsson kvæntist 31. maí 1941, Gróu Torfhildi (Gígju) Jónsdóttur, glæsilegri konu. Þau voru mjög samrýnd og samtaka í öllu í sínu hjónabandi. Frú Gígja er listræn kona, um- hyggjusöm móðir og mikil hús- móðir. Hún reyndist manni sínum ómetanleg stoð í umfangsmiklu starfi hans í utanríkisþjónustunni. Gestrisni þeirra og háttvísi var rómuð af öllum, sem þeim kynnt- ust. Eignuðust þau hjónin 3 mann- vænleg börn. Þau eru: Sveinn sendifulltrúi í London, kvæntur Sigrúnu Baldvinsdóttur Dungal. Þau eiga 2 börn. Guðný Hrafn- hildur, gift Jean Francois Guérin, framkvæmdastjóra. Þau búa í París og eiga 2 dætur. Helga, tísku- hönnuður. Er búsett og starfar í París. Henrik er einn þeirra manna er fram koma á byrjunarskeiði ís- lenskrar utanríkisþjónustu í styrj- öldinni síðari og hafa látið eftir sig merkjanleg spor í framþróun þjónustunnar. Er hann þar í fremstu röð. Hann haslaði sér snemma völl og vann á þessum vettvangi sitt ævistarf og skilaði því með mikilli prýði. Honum voru falin mörg vandasöm og þýðingar- mikil verkefni á vegum ráðuneyt- isins en þar hóf hann störf árið 1941. Þessi störf hans verða ekki öll talin í minningargrein þessari. Tvívegis var hann skipaður ráðu- neytisstjóri. Hið fyrra sinn gegndi hann því starfi árin 1956-1960 og í seinna skipti á árunum 1976-1979. Hann átti á þeim árum mikinn þátt í því að móta starfsemi utan- ríkisþjónustunnar, bæði heima og erlendis. Henrik var skipaður sendiherra 1961 og gegndi sendiherrastörfum með aðsetri í London, París og Brussel. Hann var jafnframt fastafulltrúi og sendiherra hjá þeim alþjóðastofnunum, er bæki- stöðvar hafa í þessum höfuðborg- um og ísland er þátttakandi i. Þá voru honum falin ýmis önnur trún- aðarstörf á vegum utanríkisráðu- neytisins, sem ekki verða talin hér. Hæfileikar Henriks nýttust þjóðinni vel á sviði utanríkismál- anna. Hann var maður greindur og gerhugull og fastur fyrir; flutti mál sín af festu og öryggi. Með háttvísi og hyggindum veittist honum auðvelt að kynnast og vinna traust bæði hjá erlendum starfsbræðrum sínum og áhrifa- mönnum á stjórnmálasviðinu. Henrik og kona hans voru höfð- ingjar heim að sækja og miklir vinir vina sinna. Eigum við hjónin margar ógleymanlegar ánægju- stundir frá samveru við þau bæði hér heima og erlendis. Fjölskylda mín verður eilíflega þakklát fyrir vináttu þeirra hjóna í okkar garð. Gígja, börn þeirra hjóna, tengdabörn og barnabörn eiga nú um sárt að binda vegna hins skyndilega fráfalls Henriks. En minningin um góðan dreng og mikilhæfan mann mun lifa áfram hjá þeim og okkur vinum hans. Við hjónin biðjum góðan Guð að styðja og styrkja Gígju og fjöl- skyldu hennar í sorginni. Blessuð veri minning Henriks. Gunnlaugur Pétursson Alltaf bregður okkur jafnmikið við kall dauðans, þótt við vitum fyrir víst að einhverntíma hlýtur höggið að koma nærri okkur eða hæfaokkur sjálf. Það er erfitt að gera sér grein fyrir því, að kær frændi og vinur sé ekki lengur á meðal okkar, eins og hrifinn burt af öllu afli, sem enga skýringu gefur. Á slíkri stundu kemur margt upp í hugann. Ég minnist björtu samverustund- anna og þess dygga stuðnings, sem Gígja og Henni veittu okkur þegar við áttum um sárt að binda vegna fráfalls ástvinar og jólin, við- kvæmasti tími ársins, framundan. Nú á Gígja framundan slík jól. Við vitum að hún er sterk og æðruiaus að vanda, en harmur hennar er samur, og löng samstillt samvera að baki. Við hljótum að trúa því að látnir lifi. Þeir lifa líka í huga okkar, því endurminningarnar deyja ekki, heldur lifa og veita okkur ævigleði þess að hafa notið samvistar við góðan vin. Þannig öðlast lífið, sem okkur er gefið, tilgang og gildi í samhljómi okkar allra og hann deyr ekki út, heldur hljómar sterkt út yfir landamæri lífs og dauða. Gígja mín. Guð blessi ykkur öll. GJ. Fyrst man ég eftir Henrik Sv. Björnssyni í menntaskólanum. Við, sem vorum í 1. bekk veturinn 1930—31, flest ófermd, litum að sjálfsögðu upp til þeirra, sem komnir voru í efri bekki skólans. En hann var þá svo fámennur, að jafnvel fyrstu-bekkingar þekktu eldri nemendur í sjón, suma jafn- vel með nafni. Henrik var þrem árum á undan mér í skóla. En ég man, að ég veitti honum athygli, einkum þó veturinn, sem hann var í sjötta bekk, þ.e. síðasta vetur skólans. Það var óvenju hreinn og heiðríkur svipur yfir þessum unga pilti. Og svo var hann fágaður í framgöngu, að það hlaut að vekja eftirtekt. Það lá við, að við ýmsir yngri strákarnir hægðum á okkur, þegar við mættum honum og kink- uðum til hans kolli, jafnvel þótt við værum ekki ærslabelgir að eðlisfari. En sumum er það gefið að kenna öðrum kurteisi án þess að vita af því sjálfir. Þegar Henrik lauk stúdentsprófi og hóf nám f háskólanum, hætti ég að sjá hann jafnoft og áður. Og hann var orðinn starfsmaður í danska utanríkisráðuneytinu, þeg- ar ég kom heim frá námi erlendis sumarið 1939. Árið sem hann starfaði hér heima hjá föður sín- um, Sveini Björnssyni, er hann var ráðunautur ríkisstjórnarinnar í utanrfkismálum, 1940—41, kynnt- ist ég honum ekki. Það var í raun og veru ekki fyrr en hann varð forsetaritari haustið 1952, að kynni okkar hófust, en ég hafði þá verið alþingismaður í sex ár. Þá rifjuðsut smám saman upp fyrstu lauslegu kynnin af ungum fyrirmanni í menntaskóla, sem ég nú þóttist sjá, að væri nánast borinn til opinberrar þjónustu og mannvirðinga, ekki vegna ættern- is, heldur eiginleika. Hjá því gat ekki farið, að hann veldist til trún- aðarstarfa í utanríkisþjónustunni og yrði sendiherra Islands í erlend- um stórborgum og ráðuneytis- stjóri hér heima. í raun og veru varð það ekki fyrr en á því tíma- bili ævi hans, sem ég kynntist honum til þeirrar hlítar, að ég lærði að meta hann sem einhvern hjartahreinasta og vandaðsta mann, sem ég hef haft kynni af. Þeir, sem lengi fást við stjórn- málastörf, þurfa oft að hafa náið samband við þá, sem störfum gegna í utanríkisþjónustunni. Þá getur verið við vandasöm mál að fást og viðkvæm. Þeir einir, sem til þekkja, geta um það dæmt, hversu mikils virði þá er, að fullur trúnaður takist og að embættis- manninum megi ávallt treysta. Aldrei hefur Henrik Sv. Björnsson borizt svo i tal í viðræðum við aðra stjórnmálamenn, hvar í flokki sem þeir hafa staðið, að allir hafi ekki verið á einu máli um, að honum hafi ekki aðeins ávallt mátt treysta til hins ýtrasta, heldur hafi hann einnig reynzt með af- brigðum ráðhollur, bæði vegna sanngimi og hóglátrar göfug- mennsku, sem einkenndi fas hans sem ungs pilts, en varð síðar, er hann eltist og þroskaðist, að fág- aðri lyndiseinkunn, sem gerði hann hvort tveggja í senn: að frá- bærum starfsmanni og vini vina sinna, sem þeim öllum þótti vænt um. Henrik Sv. Björnsson lauk miklu og gifturíku ævistarfi. Hann var einn þeirra sem lögðu traustan grundvöll að íslenzkri utanríkis- þjónustu. Hann var gæfumaður í lífi sínu, og hlaut reyndar að verða það. íslendingar eiga mönnum eins og honum mikiðáð þakka. Gyin Þ. Gíslason París. Þar vann Henrik Sv. Björns- son sendiherra störf sín í þágu Islands með miklum sóma. Kaupmannahöfn, Reykjavík, Washington, Osló, London, Bruss- el. Aðeins nokkrir helstu starfs- staðirnir. Alls staðar sama sagan. Samskipti við útlendinga sem Is- lendinga, erlendis sem hérlendis. Alltaf sama sagan: íslandi til sóma. Sem embættismaður var Henrik Sv. Björnsson mjúkur sem fjöður, stinnur sem stál, allt eftir því hvað hentaði Islandi best, kurteis, virt- ur. Á vinnustað bað hann sam- starfsmennina ætíð að fram- kvæma smá sem stór verk og fékk því gjarnan meira en um var beðið. Sem betur fer urðu margir þess aðnjótandi að hafa hann sem yfir- mann, fyrirmyndaryfirmann. Henrik Sv. Björnsson var sonur forseta, kom fram við aðra sem forseta og hefði sómt sér vel í starfi forseta. Konu hans og fjölskyldu sendi ég og fjölskylda mín innilegar samúð- arkveðjur. Jón Ógmundur Þormóðsson I ærandi gný fjölmiðlaaldar nær sú lífsviska ef til vill seint eyrum fjöldans að vammlaust líf, „integer vitae", er grundvöllur siðmenning- ar, forsenda almannaheillar, inn- tak sjálfrar hamingjunnar. Henrik Sv. Björnsson var fyrir sjónum flestra Islendinga hinn mikli og óaðfinnanlegi embættis- maður. Menntun hans og fjöl- þættir hæfileikar skipuðu honum jafnan í forystu. Hitt hafa sjálf- sagt færri vitað að hann var ekki einasta fjölmenntaður gáfumaður, sem vissi meira um þjóðir þær er byggja kringlu heimsins en flestir landar hans, heldur einstakt ljúf- menni og drengur góður. Nábýli við hann og konu hans — en með þeim var mikið jafnræði — veitti okkur hjónum þau forrétt- indi að kynnast drenglyndi þeirra og samvinnulipurð og njóta vinar- þels og hlýju. Fyrir þau kynni, sem þó voru alltof stutt hvað hann snerti, þökkum við nú af heilum hug. Henriks Sv. Björnssonar mun- um við ávallt minnast með djúpri virðingu sem vammlauss manns og vítalauss. Ólafur Haukur Árnason Fyrir rúmlega einu ári, í sept- ember 1984, er Henrik Sv. Björns- son varð sjðtugur, skrifaði ég um hann blaðagrein, minntist á sam- vinnu okkar, rakti í stórum drátt- um hin miklu og merku störf sem hann hefir unnið fyrir land og þjóð og minntist hinna miklu mann- kosta hans. Um það leyti fluttu þau hjónin, Gígja og Henrik, í síðasta sinn milli landa og fluttu nú heim og settust að í hinu fallega heimili þeirra við Sjafnargötu, og bjuggu sig undir friðsælt ævikvöld. Ævistarf sitt hafði hann unnið á vegum utanríkisþjónustunnar, og hann var áfram fullur áhuga um málefni hennar. Stundum leit hann inn til okkar í utanríkisráðu- neytið á undanförnum mánuðum. Það voru ánægjulegar heimsóknir. Síðast kom hann til okkar föstu- daginn 8. nóvember sl. og virtist glaður og reifur. En enginn má sköpum renna. Það var mikið áfall að frétta tveimur dögum síðar um hin skyndilegu og alvarlegu veik- indi hans. Með honum er fallinn einn af frumkvöðlum hinnar ungu ___________________________17 íslensku utanríkisþjónustu og einn af hennar bestu sonum. Við hjónin sendum Gígju, börn- um hennar og fjölskyldum þeirra og öðrum aðstandendum einlægar samúðarkveðjur í hinni miklu sorg þeirra. P.Th. Við fráfall Henriks Sv. Björns- sonar, sendiherra og fyrrverandi ráðuneytisstjóra, er fallinn frá maður, er hafði veigamikil stefnu- mótandi áhrif á vöxt og viðgang utanríkisþjónustunnar í meira en 40 ár. Utanríkisþjónustan er að mörgu leyti ólík öðrum stofnunum ríkisins. Ekki síst vegna tíðra skipta á yfirmönnum, ráðuneytis- stjórum jafnt sem ráðherrum. Það er og hefur verið nauðsynlegt, að þeir starfsmenn þjónustunnar, er veljast til forystu hverju sinni, hafi náin samráð og samstarf sín á milli um stöðugar endurbætur á utanríkisþjónustunni í því skyni að viðhalda reisn og virðingu ís- lenska lýðveldisins út á við. Henrik lagði sitt af mörkum í þessu skyni og verður það seint þakkað. Hann, ásamt ýmsum heiðursmönnum, var brautryðjandinn í því skyni að efla utanríkisþjónustuna úr frumbernsku hennar í þá fjölþættu stofnun, sem þjónustan er í dag. I mínum samskiptum við Henrik í meira en 15 ár eru þrír starfseig- inleikar hans sem mér eru framar öllu minnisstæðir: Að geta með ótrúlegri næmni séð fyrir um, hvernig heppilegast væri að vinna að lausn flókinna vandamála, þannig að settu marki væri náð, hve mannglöggur hann var á hæfileika manna innan þjón- ustunnar til að fást við ólík verk- efni og að draga þannig fram það besta, sem í hverjum bjó, og síðast en ekki síst hlýleiki hans og virðu- leg framkoma, bæði gagnvart samstarfsmönnum og utanaðkom- andi. Allir þessir eiginleikar skip- uðu Henrik í framvarðasveit utan- ríkisþjónustunnar. Henrik verður mér ekki síst minnisstæður fyrir þau persónu- legu kynni, sem ég hafði af þessum góða manni frá því ég gekk í utan- ríkisþjónustuna. Hann var með afbrigðum glettinn og fyndinn maður, hallmælti fáum og hafði einstakt lag á að jafna ágreining manna á milli, þannig að hvorugur aðili taldi sig bera skarðan hlut frá borði. En það, sem ég bar e.t.v. mesta virðingu fyrir hjá Henrik var, hve einstakur heimilisfaðir hann var. Fjölskyldan sat ávallt í fyrirrúmi, þrátt fyrir erilsöm dagleg störf, en það er list, sem okkur er ekki öllum gefin í dag. Um hann verður sagt með sanni, að hann þjónaði vel þjóð sinni og gerði henni gagn. Hann er einn minnisstæðasti maður, sem ég hef fyrir hitt á lífsleiðinni. Sverrir Haukur Gunnlaugsson • Nokkrir gripanna á sýningunni, en allir voru þeir unnir af starfsmönnum Skipavíkur. Skipavík f Stykkishólmi: Starfsmenn með sýningu Stvkkishólmi, 20. nóvember. UM daginn minntist starfsmannafé- lag Skipavíkur hf. í Stykkishólmi, 15 ára starfsafmælis og í tilefni þess opnuðu félagmenn sýningu í húsa- kynnum stöðvarinnar þar sem sýndir voru ýmsir munir, bæði skútur, bát- ar, seglskip og verkfæri o.fl. o.fl. sem starfsmenn haa unnið í frístundum. Eru þessir munir mjög vandaðir, seglskipin eins og þau gjörðust fyrstu ár þessarar aldar og árabát- ar sem hér voru lengi við lýði. Er þetta þarft framtak starfsmanna og verður geymt til minja eftir- komendum. Var bæjarbúum boðið að sjá og sýningin framlengd. Þetta notuðu menn sér og hafi framkvæmdanefndin þakkir fyrir. Á þessu afmæli var einn félagi þeirra Ágúst Þórarinsson gerður að heiðursfélaga en hann hefir unnið þarna frá því Skipasmíða- stöðin Skipavík hf. var stofnuð. Árni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.