Morgunblaðið - 28.11.1985, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 28.11.1985, Qupperneq 23
MORG UNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. NÓVEMBER1985 23 Ný hljómplata: „Ég held glaðurjól“ BÓKAÍITFGÁFAN Örn og örlygur hefur gefið út hljómplötu Kristins Sigmundssonar og Mótettukórs Hallgrímskirkju. Hljóðritunin er stafræn (digital) og fór fram í Hall- grímskirkju og Kristskirkju sl. sum- ar. Upptökur annaðist Halldór Vfk- ingsson. Lögin á plötunni eru: Fögur er foldin, Nóttin var sú ágæt ein, Syngi guði himnahjörð, Það aldin út er sprungið, Engill blíður boð- skap tér, Jólasöngur frá Coventry, Wacht auf, wacht auf, Guðs kristni i heimi, Sjá himins opnast hlið, Oss barn er fætt í Betlehem, Engill fór i fátækt hús, Einu sinni í ættborg Daviðs og Grosser Herr, o starker König. Stjórnandi Mótettukórsins er Hörður Áskelsson, en einleikarar eru: Ásgeir Steingrimsson, tromp- et, Marteinn H. Friðriksson, orgel og Szymon Kuran, konsertmeist- ari. Morgunblaðið/Albert Fáskrúðsfjarðarkirkja er mikil bæjarprýði eftir endurbeturnar. Gagngerar endurbætur á FáskrúðsfjarÖarkirkju FáaknðaTlrti, 22. nÓTember. f sumar voru gerðar gagngerar endurbætur á Fáskrúðsfjarðarkirkju. Kirkjan var að mestu múrhúðuð að utan en hún var orðin illa farin og erfitt að halda henni við. Kirkjan er nú eins og ný að sjá og er að henni mikil bæjarprýði. Hún var byggð skömmu eftir aldamót, teiknuð af Sigurði Samúels- syni og er nú á skrá hjá húsfriðunarnefnd ríkisins. Endurbæturnar í sumar sá Lars Gunnarsson um. — Albert Tangi hf. á Vopnafirði: Veiðar og vinnsla á hörpudiski ganga vel — allt að 320 krónum fæst fyrir hvert kíló í Bandaríkjunum VEIÐAR og vinnsla á hörpuskel hafa verið stundaðar með hléum hjá Tanga hf. á Vopnafirði á þessu ári og gengur það vel að sögn fram- kvæmdastjóra fyrirtækisins. Alls hafa veiðst um 420 lestir af skel upp úr sjó, sem smasvarar um 42 lesta framleiðslu af hörpudiskbitum. Verð fyrir stærsta bitann hefur farið í um 320 krónur fyrir hvert kfló í Banda- ríkjunum. Pétur Olgeirsson, framkvæmda- stjóri Tanga hf., sagði í samtali við Morgunblaðið, að tilraunaveið- ar og vinnsla hefði hafist eftir síðustu áramót og staðið í einn mánuð og síðan hefði þetta gengið frá því í september. Þrír bátar stunduðu þessar veiðar nú og sæktu þeir aðallega á mið í Vopna- firði og Bakkaflóa. Skelin væri nokkuð góð, en misstór. Hann sagði, að um 320 krónur fengjust fyrir kílóið af stærsta bitanum en allt að helmingi lægra fyrir minni bitana. Hráefnisverð væri rúmlega helmingur af afurðaverði, en nýt- anlegur biti um 10% af þyngd skeljarinnar. Skelin er öll blokkfryst og seld gegnum sjávarafurðadeild Sam- bandsins og Iceland Seafood í Bandaríkjunum. Pétur sagðist ekki geta sagt fyllilega til um afkomu vinnslunnar, þar sem hún væri mjög samtvinnuð annarri vinnslu í frystihúsi fyrirtækisins. Þá gat Pétur þe$s, að mikil vinna hefði verið á Vopnafirði allt árið og yrði svo áfram til jóla. Það væri helst að skortur á starfsfólki væri til trafala. Hitaveituinntak gaf sig: Miklar skemmdir af gufu og vatni SLÖKKVILIÐIÐ í Reykjavík var síðdegis á þriðjudag kvatt að íbúðar- húsi við Nýlendugötu, þar sem hita- veituinntak hafði gefið sig og mikla gufu lagði úr kjallaríbúð hússins. Að sögn Arnþórs Sigurðssonar, varðstjóra slökkviliðsins var ótt- ast að fólk væri inni i íbúðinni. Fóru tveir reykkafarar inn til leit- ar, en fundu engan. Mikil gufa var hins vegar í íbúðinni og fimmtíu sentimetrar vatns. Var vatninu dælt upp með svonefndri „túrb- ínudælu" slökkviliðsins, og starfs- menn Hitaveitu Reykjavíkur komu á staðinn og lokuðu fyrir inntakið. Arnþór sagði að talið væri að skemmdir á íbúðinni væru miklar, bæði af völdum gufu og vatns. Kostir KASKO eru augljósir! Vaxtavextir reiknast fjórum ■ / / ■ sinnum a ari Hafðu KASKÓ að leiðarljósi. WRZlUNflRBfiNKINN með pén (
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.