Morgunblaðið - 28.11.1985, Page 24

Morgunblaðið - 28.11.1985, Page 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. NÓVEMBER1985 Þorsteinn Pálsson: Spyrna verður við fótum svo erlendir fjármagnseigendur nái ekki verðmætum okkar SelfoMNÍ, 21. nóvember. „I»AÐ verður verulegum örðugleik- um háð að ná verðbólgunni niður á næsta ári“, sagði Þorsteinn Pálsson fjármálaráðherra í ávarpi sínu á aðalfundi kjördæmisráðs Sjálfstæð- isflokksins í Suðurlandskjördæmi. Hann kvað það áhyggjuefni að sjávarútvegurinn ætti í erfiðleik- um þrátt fyrir gott árferði. Geng- isfelling væri þar ekki einhlít lausn þar sem kosnaðarhækkanir væru bundnar gengisþróun. Það væri því eðlilegt að kanna kosti og galla markaðsskráningar geng- is. „Spyrna verður við fótum til þess að erlendir fjármagnseigend- ur taki ekki sífellt stærri hlut af þeim verðmætum sem við sköp- um“, sagði Þorsteinn og lagði áherslu á aðhaldsaðgerðir í efna- hagsmálum. Ríkisumsvif yrðu minnkuð um 1200 milljónir og fjár- magnið notað til þess að minnka erlendar lántökur. Þetta hefði í för með sér frestun útgjalda og fólk yrði að hafa biðlund hvað það snerti. Á næsta ári verður dregið úr skattheimtu ríkisins, hætt við söluskattshækkanir sem nema 400 milljónum. Tekjuskattur verður lækkaður um 400 milljónir og greiðslubyrði minnkuð á þeim sem lægst hafa launin. Aðstöðumunur hjóna verður jafnaður upp að ákveðnu tekjumarki og barnabæt- ur auknar. Þorsteinn sagði breytinga þörf Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálf- stæóisflokksins og fyrsti þingmaður Sunnlendinga, í ræðustól. á tekjuöflunarkerfi ríkisins. Kerf- ið tryggði ekki réttláta skattlagn- ingu. Söluskattskerfið væri mein- gallað og skilaði engan veginn þeim tekjum sem því væri ætlað. Virðisaukaskatti væri ætlað að koma í stað söluskattsins. Nú væri unnið að tillögun um að koma í veg fyrir að skatturinn legðist á matvörur sem nú eru undanþegnar söluskatti. Tollalög verða endurskoðuð og þau einfölduð. Það sagði Þorsteinn að hefði í för með sér lækkun tolla en það tekjutap ríkisins verður bætt upp með nýju vörugjalds- kerfi. Við það myndu einstakar vörur hækka en aðrar lækka. Þorsteinn sagði að með þessum aðgerðum væri lagður grundvöllur að bættri fjármálastjórn og dregið úr þenslu. Hann sagði aðhaldsað- gerðir ríkisins einnig ná til fyrir- tækja sem ríkissjóður væri í ábyrgð fyrir s.s. til Landsvirkjun- ar. Þessar aðgerðir sagði hann nauðsynlegar til að slá á þenslu og misgengi milli atvinnugreina og milli launafólks en erlendar lántökur hefðu magnað upp slíkt misgengi. Árni Johnsen gerði að umtalsefni þá umræðu sem fram hefði farið varðandi störf Alþingis. Hann benti á í því sambandi að búið væri að samþykkja svo mörg lög um ýmis mál að ekki væri fjár- hagslegur grundvöllur til að fram- fylgja þeim öllum að fullu. Störf þingsins sagði hann fara rólega af stað einkum vegna afkastamik- ils þings á sl. ári. Eggert Haukdal ræddi um atvinnu- mál í kjördæminu og benti á að víða væri pottur brotinn. Sem dæmi tók hann Kaupfélag V-Skaftfellinga sem væri á brauð- fótum og atvinnuöryggi starfs- manna í hættu. Sama væri að segja um starfsfólk saumastofu þar. Illa horfði í byggingariðnaði þar sem til uppsagna hefði komið hjá stór- jm fyrirtækjum. Þá ræddi hann anbúnaðarmál og héraðabúmark. Sig Jóns. TÖ LVU- SÝNING í dag gefst einstakt tækifæri til aö kynnast Commodore 64 heimilistölvunni af eigin raun. Við sýnum hinar fjölmörgu og fjölbreytilegu hliðar á Commodore 64 heimilistölv- unni. Þetta er tækifæri sem enginn ætti aö láta fara fram hjá sér! F= ÁRMÚLA nn Sjálfstæðisflokkurinn í Suöurlandskjördæmi: Aðalfundur kjör- dæmisráðs hald- inn í Hveragerði SeirosHÍ 21. nóvember. AÐALFUNDUR kjördæmisráös Sjálfstæöisflokksins í Suöurlandskjördæmi var haldinn 16. nóv. sl. ( Hótel Ljósbri, Hveragerói. Á fundinum var m.a. kynnt frumvarp til sveitarstjórnarlaga og breytingartillögur SjilfsUeðisnokksins i því. llndirbúningur sveitarstjórnarkosninganna i komandi vori var ræddur og flutti Kjartan (iunnarsson framkvæmdastjóri flokksins erindi þar um. Á fundinum var kosin ný stjórn og menn í fastanefndir kjördæmis- ráðs. Formaður var kosinn Óskar Magnússon, Eyrarbakka, aðrir I stjórn Sigurður Þór Sigurðsson, Selfossi, Aðalbjörn Kjartansson, Hvolsvelli, Einar Kjartansson, Þórisholti og Ingibjörg Johnsen, Vestmannaeyjum. í flokksráð voru kosnir: Einar Kjartansson, Jóhann Friðfinns- son, Magnús Jónasson, Jón Þor- gilsson, Óli Már Aronsson og Kjartan Ólafsson. í kjörnefnd voru kosnir Gísli Guðlaugsson, Stefán Runólfsson, Helgi lvarsson, Hermann Sigur- jónsson, Páll Björnsson og Tómas Pálsson. Þorsteinn Pálsson fjármálaráð- herra og formaður Sjálfstæðis- flokksins flutti ávarp og þing- mennirnir Arni Johnsen og Efæert Haukdal tóku einnig til máls. I lok fundarins var síðan afgreidd stjórnmálaályktun. Að loknum aðalfundinum bauð Hafsteinn Kristinsson forstjóri fundarmönnum að skoða fyrirtæki sitt, Kjörís. I máli Hafsteins kom fram að framleiðsla fyrirtækisins hefur verið í stöðugri sókn og ýmsum nýjungum vel tekið sem bryddað hefur verið upp á. Hann sýndi mönnum til gamans gamla ísvél sem notuð var I ísbúð í Reykjavík og eigendur hennar voru Leó Árnason, Pálmi í Hag- kaup og Steingrímur Hérmanns- son. Hafsteinn sagði að saman- burður á þessari vél og þeim sem til væru í dag sýndi vel þróunina sem orðið hefði í þessari fram- leiðslu. Sig. Jóns. Áhersla lögð á lækkun verðbólgu, blómlegt at- vinnulíf og bætt lífskjör AÐALFUNDUR kjördæmisráðsins ítrekar þá samþykkt landsfundar, að árang- ur í stjórn efnahagsmála sé skilyrði fyrir áframhaídandi stjóranraðild flokks- ins, að utanríkisviðskipti verði hallalaus og skuldasöfnun erlendis stöðvuð. Fagnað er ákvörðun ríkisstjórnarinnar að miða efnahagsstefnuna við þessi markmið, segir í stjórnmálaályktun aðalfundar kjördæmisráðsins á Suðurlandi: Sá árangur í baáttunni við verð- bólguna, sem náðist í byrjun stjórn- arsamstarfsins, er fyrst og fremst að þakka ákveðinni stefnu Sjálf- stæðisflokksins. Grundvöllurinn fyrir árangri í þessum efnum eru áframhaldandi umbætur í peningamálum og opin- berum fjármálum. Þar skiptir mikiu máli, að sparnaður eflist svo að ekki þurfi að Ieita aukinna lána erlendis. Vextir verða að hvetja til sparn- aðar, sem ekki er skattlagður. Opinber rekstur verður að miðast við eðlilega og hagkvæma þjónustu. Breytingum í opinberum rekstri í hagkvæmnisátt verður að fylgja eftir með ákveðnum hætti. Opinber rekstur verður að treysta undir- stöður almennrar velferðar án þess að skerða úr hófi fjárráð einstakl- inga og heimila. Rekstrarhalli og erlendar lántök- ur mega ekki verða uppspretta þenslu og launaskriðs. Raunhæft er og brýnt, að kjarasamningar taki mið af verðmætasköpun þjóð- arbúsins og nauðsyn þess að treysta kaupmátt og tryggja hag þeirra sem verst eru settir. Það er grundvallaratriði að verð- bólga lækki aftur, atvinnulíf blómg- ist og lífskjör þjóðarinnar geti í kjölfarið batnaö á komandi árum. Kjördæmisráðið telur rétt, að kannað verði til hlítar að taka upp virðisaukaskatt í stað núverandi söluskatts. Fundurinn lýsir í meginatriðum yfir stuðningi við framkomið frum- varp um stjórnun fiskveiða sem hefur verið lagt fram til kynningar. Kjördæmisráðið hvetur til þess, að markvisst verði unnið að aukinni verðmætasköpun í landinu, átak verði í markaðssókn á alþjóðavett- vangi og aukin atvinnutækifæri f framleiðslu. Kjördæmisráðið leggur sérstaka áherslu á atvinnuuppbyggingu í Suðurlandskjördæmi. Það má benda á, að rétt er að efla land- búnað á Suðurlandi, þar sem skil- yrði til landbúnaðar eru mjög hag- stæð frá náttúrunnar hendi og stærstu markaðssvæðin nærri. KJördæmisráðið leggur áherslu á að einstaklingsfrelsi og athafna- frelsi er forsenda efnalegra fram- fara og grundvöllur ábyrgðar, mannúðar og umburðarlyndis í samskiptum fólks. Frá þessari stefnu má Sjálfstæðisflokkurinn ekki hvika.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.