Morgunblaðið - 28.11.1985, Page 31

Morgunblaðið - 28.11.1985, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. NÓVEMBER1985 31 Fórnarlömbum styrjaldarinnar við íraka fjölgar enn í fran auk þeirra efna- bagslegu þrenginga, sem stríðið hefur leitt af sér. Hér sést Montazeri heim- sækja ssrða hermenn i hersjúkrahúsi í Teheran. Á þessum árum lenti Montazeri einnig í miklum útistöðum við kommúnista, sem reyndu að ná yfirhöndinni innan stjórnarand- stöðunnar í landinu. Lýsti Montaz- eri kommúnista „óhreina" og neit- aði að umgangast þá. Montazeri losnaði úr fangelsinu 1979, er uppreisnarmenn náðu völd- um 1 íran 1979. Vegur hans fór síðan ört vaxandi. Honum var falin opinber bænagjörð, sem fram fer á föstudögum í miðborg Teheran að viðstöddum tugþúsundum dyggra stuðningsmanna spámannsins. Þar notaði hann tækifærið til þess að ráðast sem ákafast jafnt á Banda- ríkjamenn sem Sovétmenn. Orð hans virtust falla í góðan jarðveg, því að vegur hans og vinsældir jukust óðum og svo fór, að tekið var að líta á hann sem æðsta leið- toga byltingarinnar og þjóðarinnar ræst á eftir Khomeini. Á þessum tíma á Montazeri að hafa átt mikinn þátt í því að skipa dómara í byltingardómstólana, sem síðan sendu þúsundir manna, jafnt hægri sem vinstri sinna, fyrir af- tökusveitirnar. En jafnframt á hann að hafa átt meginþátt í þvi að byrja á umbótum í skiptingu jarðnæðis í landinu á meðal fá- tækra bænda, en þessar umbætur eru hyrningarsteinninn fyrir stuðn- ingi milljóna íranskra bænda við Khomeini. Sagt er, að harðvítug andspyrna við stefnu Khomeinis, hafi ekki farið fram hjá Montazeri. Þannig réðst hópur byssumanna á heimili hans 1979 og lét kúlunum rigna yfir alla þá, sem þar voru. Fyrir tilviljun eða atbeina Allah slapp Montazeri lifandi. í júni 1981 var einn sona hans drepinn ásamt 70 öðrum stuðningsmönnum Khom- einis, er sprengja lagði aðalstöðvar tslamska lýðveldisflokksins í Te- heran í rúst. Nú býr Montazeri í hinni heilögu borg Qom í húsi, sem líkist ramm- gerðu virki. Fjöldi vopnaðra varða gæta þess dag og nótt og aðeins fáeinir útvaldir fá að hitta hann að máli. En ásjóna hans er hvar- vetna. Stórum skiltum með mynd af honum er komið fyrir á götu- hornum, í verzlunum og á opin- berum skrifstofum um gjörvallt landið. Þeir sem til þekkja, halda því fram, að Montazeri njóti mikils stuðnings á meðal írönsku þjóðar- innar. En margir draga það i efa, að honum eigi eftir að takast að leysa þau gifurlegu vandamál, sem nú steðja að írönsku þióðinni eftir fimm ára styrjöld við Iraka. Efna- hagserfiðleikarnir fara vaxandi og valdabaráttan milli öndverðra hópa innanlands setur æ meira mark á þjóðlífið. Atlantis skotið á loft: Mexíkð eignast sinn fyrsta geimfara Kanaveralhöfða, 27. nóvember. AP. GEIMFERJAN Atlantis hóf sig til flugs skömmu eftir miðnætti að ís- lenzkum tíma, eða klukkan 7:29 að staðartíma í gærkvöldi, og var það stórfengleg sjón að sjá hana hverfa út fyrír gufuhvolfið. Um borð í Atlantis eru sjö geim- farar, þ. á m. einn Mexíkóbúi. Er það fyrsti geimfari Mexíkó. Um borð er gervihnöttur í eigu Mex- íkó. í ferðinni verða gerðar til- raunir með samsetningu á stífum og stoðum, sem notaðar verða við smíði geimstöðvar í framtíðinni. Þá verður í ferðinni leitað að vatni á þurrkasvæðunum í Afríku með sérstökum myndavélum og öðrum tæknibúnaði. Verður þrem- ur gervihnöttum komið á braut um jörðu í ferðinni, sem tekur viku. Auk hnattar Mexíkómanna er einn í eigu Ástralíu, en bandarískt fyr- irtæki á þann þriðja. í ferðinni verður m.a. reynd lyfjaframleiðsla og kristallasmíði. Geimskot hefur aðeins tvisvar áður verið reynt að kvöldi til, árið 1972 þegar Apollo 17 var skotið til tunglsins og 1983 er geimferjunni Challenger var skotið á loft. Skýj- að var í næturflugi Challengers og sást því ekki til ferjunnar nema örskamma stund. Til Atlantis sást hins vegar lengi og mjög víða að, t.d. sást hún bæði frá Kúbu og Norður-Karólínu. Efnahagsráðgjafi Reagans: Samdráttur er ekki í sjónmáli Washington, 26. nóvember. AP. HELSTI efnahagsráðgjafi Reagans, Bandaríkjaforseta, spáði því í gær, mánudag, að vextir og verðbólga kynnu að hækka nokkuð á næstu mánuðum en þrátt fyrir það myndi hagvöxturinn halda áfram sem fyrr. Beryl W. Sprinkel, efnahagsráð- gjafi Reagans, sagði í viðtali við AP-fréttastofuna, að efnahagsleg- ur samdráttur væri „ekki í sjón- máli“ og að vöxturinn í efnahags- lífinu myndi standa a.m.k. langt fram á næsta ár. Spáði hann því, að vegna mikils hagvaxtar á síð- ustu mánuðum þessa árs og fyrri- hluta þess næsta myndu vextir hætta að lækka og líklega hækka nokkuð. Kvaðst Sprinkel ekki trú- aður á, að aðgerðir ýmissa seðla- banka í gengismálum gætu haldið niðri gengi dollarans til frambúð- ar. CRAZYi^YOU VITL AUS í ÞIG DOLBYSTEREO \ Sýnd kl. 5,7,9 09 11. UNGLINGAMYND í ÚRVALSFLOKKI lögin sín „Crazy for You“ og „Gambler“. Mikiö af öörum vinsælum lögum sungin og leikin. DRIFBÚNAÐUR ER SÉRGREIN OKKAR Eigum jafnan á lager allar algengustu stærðir og gerðir af drif-ogflutningskeðjum ásamt tilheyrandi tannhjólum, ástengi, niðurfærslugíra, tannhjólasamstæður og hraðabreyta (variatora). Einnig kílreimar, reimskífur, og handstýrða hraðabreyta (variatora) fyrir kílreimadrif. JQ @imilnrai©raiilfflD Veitum tæknilega ráðgjöf við val á drifbúnaði. FALKIN N SUÐURLANDSBRAUT 8, SÍMI 84670 -... |a

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.