Morgunblaðið - 28.11.1985, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 28.11.1985, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. NÓVEMBER1985 33 Svanhiidur Halldórsdóttir „Fulltrúar Kennarasam- bandsins voru sem aðrir mjög málefnalegir og tillögugóðir. Þeir hafa verið leiðandi afl í samn- ingagerð og framarlega í öllu tilliti við hlið for- ystu BSRB í samninga- nefnd þau 5 ár sem ég hefi átt þess kost að fylgjast með málum.“ Á 9. fundi samninganefndar þ. 15. október var nokkuð storma- samt. Þá var kynntur samningur sem Starfsmannafélag Reykjavík- urborgar (sem síðar var felldur) hafði undirritað snemma morguns sama dag. Voru menn þungorðir og undiralda mikil. Þar kemur sögu í umræðunum að orðrétt stendur: „Valgeir sagðist vilja taka það fram að nú sem jafnan áður bæri hann til hans (átt er við Kristján Thorlacius formann — innsk. höf.) fyllsta traust — og þeirra formanna." 1 framhaldi ræðir hann svo frekar hvernig finna beri leiðir til að ná samning- um. Samkomulag — Verkfallslok Á 19. fundi sem stóð yfir dagana 29. og 30. okt. er komið að leikslok- um. Fyrir fulltrúum liggur þá að meta tilboð frá ríkinu, sem varð samningur. Síðar staðfestur í alls- herjaratkvæðagreiðslu með 81,73% þátttöku félagsmanna. 64,3% þeirra sem kusu sögðu já, 13,7% nei, auðir seðlar voru 21,7% og ógildir 0,3%. Fulltrúar félag- anna stóðu upp hver af öðrum og sögðu sinn hug til samningsdrag- anna. Orðrétt tilvitnun í fundar- gerð: „Valgeir G. sagði aö þó ekki sé þarna gengið eins langt og við höfðum ætlað, tel ég eftir að hafa kannaö hug félaga minna í samn- inganefnd BSRB, að þetta sé eins langt og við getum náð nú. Ég mun því greiða samningi þessum mitt atkvæði." Ég tek mikið mark á Valgeiri og hef alltaf haft trú á einlægni hans og kennarasambandsfulltrú- anna í samninganefnd. Þeir hafa verið að vinna með hagsmuni heildarinnar í huga að mínu mati. Fáir voru í betra sambandi við sína félaga en þeir, því athvörf kennara voru skipulögð víða á höfuðborgarsvæðinu og utan þess. Þar lágu menn ekki á skoðunum sínum og fluttu sínum mönnum jafnan álit á því hvað þeim þætti ráðlegast í baráttunni. Einn af 8 fulltrúum KÍ í samn- inganefnd, Valgerður Eiríksdóttir, sagði: „Ég get ekki stutt þennan samning. Menn eiga enn baráttu- þrek og geta staðið áfram í barátt- unni fyrir mannsæmandi launum." Leynileg atkvæðagreiðsla fór fram á fundinum um samninginn. Var hann samþykktur. Já sögðu 36, nei sögðu 13, 2 seðlar voru auðir. Allmargir fulltrúar bæjar- starfsmannafélaganna voru ekki nærstaddir, enda þá þegar búið að semja hjá öllum nema 3 aðilum sem staðið höfðu í verkfalli, þar með var Starfsmannafélag Reykj avíkurborgar. Vitað var hverjir það voru sem sögðu nei, enda höfðu þeir gert grein fyrir sínu máli fyrir at- kvæðagreiðsluna. Þessi samningsgerð er einkenn- andi fyrir ágætt starf fulltrúa KÍ í samninganefnd frá því ég kom inn sem ritari. Kennarasamband fslands fer sjálft með sín sérkjarasamninga- mál. Þar er ekki við forystu BSRB að sakast ef kennurum þykir illa á málum haldið. Má jafnvel segja að þar ráðist mest um góð eða vond kjör kennara. Ég leyfi mér að fullyrða að samninganefndar- menn KÍ hafi náð fram mörgum, ég segi afar mörgum, góðum kjara- atriðum fyrir kennarastéttina sem erfitt er fyrir óbreytta liðsmenn að meta hvað raunverulega gefur. 'Bæði vegna snilldarlega sniðinna klæða sem allt er fært í, og eins að algildur mælikvarði er varla til á öll stig mála. Sameining ekki í sjónmáli Þeir fulltrúar kennara, sem fremstir hafa farið í flokki þeirra sem vilja ganga úr BSRB, telja aðra höfuðröksemd í málinu vera sameiningarmál HÍK og KÍ, og álíta í sjónmáli sterkt samband þessara aðila. Um þessi sameiningarmál er flest heldur óljóst 1. og 2. nóv. sl. hélt HÍK þing. Í Þjóðviljanum 2.11. sl. segir formaður HÍK, Kristján Thorlacius kennari, orð- rétt: „Það er að mínu mati nánast sjálfgefið að HÍK og KÍ muni sameinast á einhvern hátt. Stjórn HÍK mun leggja fram tillögu á þessu þingi, sem stefnir að samein- ingu félaganna, en endanleg ákvörðun um þetta verður ekki tekin fyrr en árið 1987.“ (Feitletrun mín.) Síðan er i lok sömu fréttar orðrétt haft eftir Kristjáni: „Auðvitað stefnum við að því að fá samnings- og verkfallsrétt en við sjáum ekki fram á að slíkt sé i sjónmáli meðan þessi ríkisstjórn er við völd.“ Kristján Thorlacius formaður HÍK segir í NT 5. nóv.: „Unnið að sameiningu kennara, kennarar á úthafs ólgusjó." Og síðan stendur í sömu frétt: „Þessi mál eru á því stigi núna að það er ekki hægt að taka neina ákvörð- un.“ Og enn: „Það er spurning hvort það endar ekki bara með því að BHM verði kennarafélag." Kristján sagði að staða HÍK innan BHM væri orðin mjög sterk, t.d. væru þeir með 40% í launamála- ráði, þannig að ef þeir beita sér þar að ráði, eiga þeir að geta haft mikil áhrif á gang mála, þannig að HÍK er ekki mjög áfjáð í að yfir- gefa BHM um þessar mundir. Okkur finnst að minnsta kosti að það sé full ástæða til að fara hægt og rólega í sakirnar. Kristján sagði að mjög erfitt væri fyrir KÍ aö sameinast HÍK innan BHM.“ Kristján tók aftur fram þarna að aldrei gæti orðið af stofnun sameiginlegs félags fyrr en í fyrsta lagi haustið 1987. Það er ekki ýkja ákveðinn tónn- inn hjá HÍK og varla eru menn þar á því frekar en innan BSRB, að mikilla breytinga sé að vænta á pólitískum vettvangi hér á landi í bráð. Því miður óttast ég margra ára eyðimerkurgöngu fyrir launa- fólk með ríkjandi íhaldsöfl sem andstæðinga. Hvernig ætla kenn- arar að berjast fyrir bættum kjör- um án samnings- og verkfallsrétt- ar, ef þeir ganga úr BSRB? Verkfallsvopnið er löglegt, þar er ekki ósvipað að farið og þegar við beitum orðinu sem vopni. Kennarar í KÍ eiga í dag þess kost að berjast eftir löglegum leiðum fyrir bættum kjörum. Formaður HÍK segir þetta vopn ekki sótt í hendur núverandi valdhafa. Ómerkilegur rógur — lævís áróður Kennarar eiga samleið með póstmönnum, símavörðum, fóstr- um, baðvörðum, sjúkraliðum, meinatæknum og skrifstofufólki. Það er ómerkilegur rógur sem um kennara gengur, að þeir telji sig yfir það hafna sakir tiltekinnar menntunar að berjast fyrir bætt- um kjörum í félagi við hina ýmsu starfshópa innan BSRB. Hagsmunir launafólks fara saman hvaða starfstitil sem menn bera. Það eru engin landamæri til milli vinnandi stétta. Enginn ágreiningur er um það innan BSRB að félögin fái sjálf hér eftir sem hingað til að fjalla um sín sérmál. Þar er ekki neinn þrösk- uldur. Ég hefi alið með mér von um aukna samstöðu launafólks áfram í sterku sambandi gegn hárðsnúnu atvinnurekendavaldi, sem hlakkar yfir hve góður árangur hefur náðst við að sundra launafólki. Lævís áróður í máttugum fjölmiðlum hefur sannarlega borið árangur. Og veikastir fyrir áróðrinum eru þeir sem maður síst skyldi ætla. Stefna ráðamanna í þjóðfélag- inu er að sundra launafólki. Þegar það hefur tekist, stendur einstakl- ingurinn eftir einn og ráðvilltur. Má þá bjóða nánast hvað sem er varðandi kaup og kjör. Þarf þá varla að spyrja að leikslokum, því að á sama tíma og valdsmenn vilja samtök launafólks veik — styrkja þeir eigin samtök. Það er lélegur hermaður sem rennur af hólmi þegar félagar hans standa hvað verst í skotgröfunum. Sameinuð erum við sterk Sameinuð erum við sterk. Það á að breyta um starfshætti, ef þörf krefur. Ef óánægja er með foryst- una á að koma til hennar, stíga fyrstu skrefin, ná saman, ræða úrbætur og nýjar leiðir til velfarn- aðar heildinni. Ég skora á kennara og alla fé- lagsmenn BSRB: Fáið meiri ítök og gerið kröfur á hendur BSRB að skila ykkur vinnuframlagi ?em þið teljið félögunum þörf á, virkið þá krafta sem eru tilbúnir að berjast fyrir góðum hag allra, takið starfs- menn bandalagsins upp á hárinu ef með þarf. Breytið skipulagi og lögum bandalagsins ef ykur finnst vopnin ekki nógu beitt sem nú er búið við. Tækifærið gefst á næstu mán- uðum og á aukaþingi BSRB í maí 1986 þar sem eingöngu á að ræða skipulagsmál bandalagsins og lagabreytingar þar að lútandi. BSRB stendur sterkt með samn- ings- og verkfallsrétt, auk ótal annarra hagstæðra skilyrða í kjarabaráttu. Leiðin inn í BSRB fyrir hina ýmsu hópa opinberra starfsmanna er greið og þar eru ekki þröng skilyrði eins og innan BHM t.d. sem síðan á ekki lögleg vopn né verjur í sinni kjarabaráttu því miður. Nýjar röksemdir Ný röksemdafærsla heyrist nú í úrgöngumálinu meðal kennara, sú að 33. þing BSRB 22.-26. okt. sl. hefði verið slappt og árangurslaust og að aldrei hafi verið meiri ástæða en nú til að yfirgefa banda- lag, sem ekki haldi þing sitt af reisn, þar sem náist góður árangur íöllu tilliti. Sem starfsmaður þingsins yfir- gaf ég ekki þingstað eitt augnablik meðan það stóð. Ekkert mál stóð óafgreitt sem fyrir þinginu lá. En „kennaramálið" setti eðlilega sinn sérstaka svip á yfirbragð þingsins og málflutning allan. Þar má segja að kennarafulltrúarnir hafi gert upp sín innri mál, og máttí það vera öðrum félögum til mikils gagns að mörgu leyti, því innan allra félaga er ágreiningur og rót og þörf á að leysa úr málum. Þarna gátu menn því eftir atvikum lært hvernig skyldi halda á málum, — vel eða illa eftir því hvernig menn líta á málin. Ég leyfi mér að full- yrða að sú óvissa, sem ríkti (og ríkir) um framtíð kennara innan BSRB, er meginástæða þess að sumir segja 33. þing BSRB slappt þing. Því er ég aftur á móti ósam- mála, en það er önnur saga enda slíkt matsatriði. Aö endurmeta skoöanir Menn tæpa á því að fjárhagsleg tap BSRB sér tilfinnanlegt ef KI gengur út. Krónur eða aurar hafa einfaldlega aldrei komið upp í minn huga varðandi afstöðu til þessa máls. Það er maðurinn sjálf- ur, félagarnir sem ég myndi sakna sárlega. Samherjar í baráttu fyrir betra mannlífi á öllum sviðum þjóðlífsins. Þeirra og okkar allra vegna væri óbætanlegt ef þeir gengju úr BSRB. Kennurum er sæmd að því að leita nú til félagsmanna sinna í þeirri atkvæðagreiðslu sem fyrir- huguð er 9. og 10. des. nk. Eg á þá ósk þeim til handa, að hver sem úrslitin verða leiði ákvörðun þeirra til hagsældar fyrir kennara- stéttina — og að þá fari saman hagsmunir allra opinberra starfs- manna. Tvær höfuðröksemdir úrgöngu- manna KÍ úr BSRB, um að á sjón- armið kennara sé ekki hlustað og að sameining kennarasamtakanna sé í sjónmáli, standast ekki sam- kvæmt framansögðu. Því leyfi ég mér að minna á þekkt vísdómsorð: Allar skoðanir skal endurmeta um leið og ný viðhorf myndast. Höfundur er starfsmaður í skríf- stofuBSRB. e marg- “fnunni ar. „Ég hef ekki trú á því að þetta séu gildar niðurstöður um húsa- leigumarkaðinn í heild. Aðal- ástæðan er kannski sú hve stór hluti húsaleigu hér á landi er svik- inn undan skatti. Og vegna þess að viðurkennt er hve miklu af þessum greiðslum er stungið undir borðið tel ég eðlilegt, sem skyndi- ráðstöfun, að fólk fái húsaleigu- tekjur frádráttarbærar til skatts. Þá kæmu þær upp á yfirborðið og ríkið fengi eitthvað í sinn hlut.“ Jón sagði ennfremur: „En mér er auðvitað ljóst að það er mikið um að fólk úti á landi eigi íbúðir í Reykjavík og leigi þær, börnum sínum og öðru venslafólki. Sömu- leiðis hef ég fregnir um það frá fasteignasölum að það er talsvert mikið um það að velmegandi fólk Halldór Blöndal í Reykjavík á fleiri en eina íbúð, þannig að leiga milli venslafólks er býsna útbreidd og sjálfsagt mun útbreiddari en maður ætlar. Ég tel þetta megin skýringuna á því hve meðaltalið er dregið niður. Þegar þessum ástæðum er hins vegar ekki til að dreifa hejd ég að húsa- leiga hafi farið nokkuð hækkandi. A.m.k. ætti svo að vera ef mark- aðslögmál ráða, því það er staðfest af öllum aðilum sem til þekkja á fasteigna- og fjármagnsmarkaði, að fólk hefur í stórum stíl verið að selja íbúðir, sem hafa verið í leigu, einfaldlega vegna betri ávöxtunarkjara annars staðar." Jón taldi það ósköp eðlilega niðurstöðu hve margir styðja sjálfseignarstefnuna. „Það er þrátt fyrir allt draumur ungu kynslóðarinnar að geta farið að dæmi foreldra sinna og komið sér upp þaki yfir höfuðið. Hitt er annað mál að þarna kemur líka fram að möguleikar yngstu kyn- slóðarinnar um að láta þennan draum rætast eru minni en þeir voru hjá foreldrunum. Ég nefni sem dæmi: maður sem keypti meðalstóra íbúð 1974 í 40% verð- bólgu og neikvæðum vöxtum borg- aði aldrei nema 55% af íbúðar- verðinu. 1985 hefði sami maður þurft að borga 123%. Ginnunga- gap er því milli óskarinnar um að sjálfseignarstefnan lifi og mögu- leika yngstu kynslóðarinnar á því að koma henni í framkvæmd." Jón Baldvin sagði um skyldu- sparnaðinn: „Mér kemur það nokkuð á óvart að 82% séu hlynnt skyldusparnað- inum í núverandi mynd vegna þess að þó skyldusparnaður hafi verið góður og gegn á sínum tíma, þegar karl faðir minn kom honum á 1956, og það sé rétt að hann hafi auð- veldað ungu fólki fyrstu íbúða- kaup, þá eru viðhorfin gífurlega breytt nú. í fyrsta lagi er miklu hærra hlutfall ungs fólks í skóla nú og miklu lengur. Mér finnst skjóta skökku við að við leggjum skyldusparnað að langmestu leyti á fólk sem er í skóla. Þetta er það fólk sem hefur ekki tekjur umfram það að halda sér uppi í námi og reyndar erum við búnir að koma á næststærsta lánasjóði þjóðar- innar til að auðvelda því að stunda nám á þeirri forsendu að það hafi ekki tekjur til þess. Annað sem hefur breyst eru ávöxtunarkjör. Sum sparnaðarform eru áreiðan- lega hagstæðari en skyldusparnað- arformið eftir vaxtahækkunina sumarið 1984. Því finnst mér eitt- hvað málum blandið við þessa afstöðu. Sjálfur er ég þeirrar skoð- unar að staðreyndir mála um skólagöngu fólks og skuldasöfnun hluta námsmanna í námi, og þessi gerbreyttu viðhorf sem leiða af vaxtasprengingunni, þýði að þjóð- félagið þurfi að bregðast við því með því að skipuleggja átak í byggingu lítilla ibúða í fjölbýli sem væru ætlaðar til útleigu. Ég spyr: Ung fjölskylda kemur frá námi, skuldug, og byrjar að setja saman heimili. Hún verður að byrja að leigja, eða kaupir strax og reisir sér þá hurðarás um öxl. Hvað á þessi fjölskylda að gera? Hún verður að geta byrjað búskap við húsnæðisöryggi, en trúlega helst á leigumarkaði, vegna þess að eng- inn ræður við að kaupa húsnæði nema hann hafi umtalsverðan eigin sparnað í höndunum, og að mínu mati þarf það að vera 20 til 25%. Niðurstaðan er því að vaxta- sprengingin og frelsið á peninga- markaðnum leiði til nauðsynjar á skipulagningu félagslegs átaks í húsnæðismálum unga fólksins og það setur sjálfseignarstefnuna í kreppu." Jón Baldvin vildi vekja athygli á tölum um hlutfall húsnæðis- kostnaðar af launum. „Meðaltalið er 54% en er frá 7% upp í 80%, hjá þeim tekjulægstu. Þetta er miðað við heildartekjur, og ef þessar tölur eru réttar spyr ég, á hverju lifir fólk sem greiðir helm- ing og allt upp í 80% af tekjum sínum í húsnæði og verður auk þess að greiða skatta? Þetta er auðvitað staðfesting á því að hús- næðisbyrðar sem lagðar hafa verið á síðustu fimm árganga ungs fólks eru óbærilegar."
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.