Morgunblaðið - 28.11.1985, Page 36

Morgunblaðið - 28.11.1985, Page 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. NÓVEMBER1985 Halldór Ásgrímsson sjávarútvegsráðherra: Verndun nytjastofna — há- marksa frakstur í stað hruns Sjávarútvegsráöherra skal fyrir 1. nóvember ár hvert, að fengnum tillögum Hafrannsóknarstofnunar, ákveöa með reglugerð þann afla, sem veiða má úr helztu botnfisktegundum við ísland á komandi ári og skulu heimildir samkvæmt lögum þessum miðast-við það magn. Þannig hefst frumvarp til laga um stjórn fiskveiða 1986-1987, sem Halldór Ásgrímsson, sjávarútvegs- ráðherra, mælti fyrir í neðri deild Alþingis í gær. Leyfi til botnfiskveiða, sem bundið er við skip, er tvenns konar, samkvæmt frumvarpinu: aflamark, þ.e. heimild til þess að veiða tilgreint magn af ákveðnum botnfisktegundum, - og sóknarmark, þ.e. heimild til þess að stunda botnfiskveiðar í ákveðinn dagafjölda, þó með takmörkunum á þorskafla. Veiðistjórn og fiskifræðileg rök Ráðherra kvað stjórn fiskveiða byggjast á þrennu: 1) veiðiþoli einstakra tegunda nytjafiska og sem hagkvæmastri nýtingu leyfi- legs afla, 2) markaðshorfum, 3) byggðasjónarmiðum. Meginmark- mið væri að vernda fiskistofna, sem verðmætastir væru, og helzt að auka afrakstursgetu þeirra. Frumvarpið byggði á tiltækri reynslu síðast liðinna þriggja ára. Reglugerðarákvæði um fiskveiði- stjórn væru færð inn í þetta frum- varp til laga. Jafnframt væri reynt að draga úr ókostum núverandi stjórnunar, m.a. með vali milli sóknarmarks og aflamarks, sem og færslu veiðiheimilda milli ára. Samkvæmt frumvarpinu verður heimilt að flytja allt að 10% af aflamarki hverrar botnfiskteg- undar og 10% af þorskaflahámarki frá líðandi ári yfir á næsta ár. Þá er heimilt að veiða allt að 5% umfram aflamark hverrar tegund- ar og 5% umfram þorskaflahá- mark, miðað við úthlutað botn- fiskleyfi það ár, enda dragist sá umframafli frá úthlutun afla- og sóknarmarks næsta ár. Ráðherra kvað frumvarpið ná til tveggja næstu ára. Það væri gert til að draga úr óvissu um framtíðina og gera mönnum betur kleift skipuleggja rekstur sinn fram í tímann. Ráðherra gat þess að frum- varpið hafi þegar fengið umfjöll- um hjá og meðmæli frá hagsmuna- aðilum í sjávarútvegi. Það hafi fengið góðar viðtökur hjá flestum. Ekki vegna þess að menn séu í sjálfu sér himinlifandi yfir inni- haldi þess. Heldur vegna hins að þeir sjái ekki aðra heppilegri eða gagnmeiri aðferð til að sinni óhjá- kvæmilegri veiðistjórnun, sem fiskifræðileg rök, byggð á vísinda- legum rannsóknum, standi til. Ekki gengið alfarið eftir Kristín Halldórsdóttir (Kvl.) vitn- aði til þingræðu sinnar frá í des- ember 1983. Þá hafi þingmenn kvennalistans lýst þeirri skoðun, að kvóti á skip væri skársti kostur óhjákvæmilegrar veiðistjórnunar. Talið var að veiðistjórn af þessu tagi myndi stuðla að bættri með- ferð aflans og meira samræmi Jón Baldvín: Neyðarúrræði — stenztekki til frambúðar milli veiða og vinnslu. Þetta hafi ekki alfarið gengið eftir. Veiðistjórnunin hefur ekki, í þeim mæli sem vonir stóðu til, stuðlað að dreifingu afla á rekstr- arárið eða jöfnun vinnuálags í vinnslustöðvunum - og nýtingar aflans í hagkvæmustu vinnslu fyrir atvinnugreinina í heild. Fiskverðið endurspeglar ekki nægilega gæði aflans, sem á land berst, sagði þingmaðurinn. Það má hugsanlega vera breytilegt eftir árstíma. Við eigum ekki að einblína á verðmæti aflans upp úr sjó heldur taka eigi síður tillit til söluverðs afurðanna, fullunninna. Vandinn felst ekki sízt í of stór- um veiðflota miðað við veiðiþol. Með það í huga felur frumvarpið og veiðistjórnin ekki í sér næga hvatningu til fækkunar fiskiskipa. Þingmaðurinn gagnrýndi sölu fiskiskipa ásamt kvóta milli lands- hluta. Þetta ákvæði hafi m.a. bitn- að hart á Suðurnesjabyggðum. Hún taldi frumvarpið engu að síður málamiðlun milli mismun- andi sjónarmiða. Sveigjanleiki í veiðstjórn hefði gefiö góða raun. Veiðstjórnunar væri þörf. Stenzt ekki til frambúðar Jón Baldvin Hannibaisson (A) kvað kvóta- eða skömmtunarkerfi margreynt í landbúnaði. Þar hafi það stuðlað að skiptingu tiltekinn- ar og minnkandi heildarfram- leiðslu á jafn marga framleiðend- ur. Árangurinn hafi verið minni framleiðni, meiri hlutfallslegur framleiðslukostnaður á hverja sölueiningu - og hærra verð til neytandans. Reynsla kvótakerfis í sjávarút- vegi sé heldur ekki góð. Kvótinn kunni að vera neyðarúrræði. Hann standist hinsvegar ekki til fram- búðar. Ekkert liggi fyrir sem stað- festi að tilkostnaður I útgerð á hvert aflatonn hafi minnkað, framleiðni í atvinnugreininni hafi aukizt eða hagur hennar batnað á heildina litið, þó næstliðið og líð- andi ár verði að teljast góð aflaár. Það er aðfinnsluvert, sagði Jón Baldvin, að ekki liggur hér fyrir, samhliða frumvarpinu, hagfræði- leg úttekt á tiltækri reynslu og árangri kvótakerfis frá því það var upptekið. Það er lágmarkskrafa þingmanna að sjávarútvegsnefnd- ir þingsins og þeir sjálfir fái slíka úttekt í hendur, áður en þeir taka afstöðu til þessa frumvarps og tveggja ára framlengingar kvót- ans. Jón vék að meintum ágreiningi líffræðinga og fiskifræðinga um lífríkið í sjónum. Vera mætti að lífsskilyrði nytjastofna í sjónum vegi þyngra, í samanburði við veiðisókn, en fiskifræðingar vildu vera láta. I þessu efni hafi reynsla íslenzkra fiskimanna, sem komi fram í skoðunum þeirra, ekki farið alfarið saman við vísindalegar til- gátur. En rétt er að taka áhættuna réttu megin við mörkin, sagði Jón, eins og gert hefur verið. Jón Baldvin taldi mögulegt að sætta sig við kvótakerfi í skamm- tíma en ekki til frambúðar. Of- stjórn væri innbyggð í slíkt kerfi. Hann tók undir orð fyrri ræðu- manns um sölu kvóta, sem í engu tæki mið af vilja fiskimanna né fiskverkunarfólks. Hverjir eiga fiskinn í sjónum? Þingmaðurinn vék og að reynslu Færeyinga, bæði um fiskverðs- Krístín: Kvótinn veldur vonbrigðum myndun og veiðistjórnum. Við getum margt af þeim lært, sagði hann. Og við eigum að koma sem fyrst upp fiskimarkaði hér á Faxa- flóasvæðinu í tilraunaskyni, til að laða verðmyndun að eftirsóknar- verðum gæðum vörunnar. Ræðumaður krafðist þess að ráðherra léti vinna marktæka hagfræðilega úttekt á reynslu á árangri kvótakerfis við fiskveiði- stjórnun liðinna ára. > Kvótakerfið lítilsvirðir veiði- hæfni ísiezkra sjómanna, sagði Jón Baldvin efnislega, og leiðir til atgervisflótta úr starfsstétt þeirra. Kvöldfundur Til stóð í gær að umræðu um kvótakerfið yrði fram haldið á kvöldfundi. Margir vóru á mæl- endaskrá, m.a. Hjörleifur Gutt- ormsson (Abl.) og Einar Guðfinns- son (S), utgerðarstjóri í Bolunga- vík. Nánar verður vikið að þeirri umræðu síðar. Ný þingmál Geislavarnir — sóknargjöld Tvö ný stjórnarfrumvörp hafa verið lögð fram á Alþingi: frumvarp um geislavarnir og frumvarp um sóknargjöld. Jóhanna Sigurdar- dóttir (A) hefur lagt fram fyrir- spurn til fjármálaráðherra um launamál kvenna. Geislavarnir Tilgangur frumvarps um geislavarnir er „að tryggja nauð- synlegar öryggisráðstafanir gegn jónandi geislum frá geisla- virkum efnum og geislatækjum í því skyni að koma í veg fyrir skaðleg áhrif slíkrar geislunar". Frumvarpið kveður á um að Geislavarnir ríkisins skuli vera sjálfstæð stofnun undir yfir- stjórn heilbrigðismálaráðherra. Stofnunin annast öryggisráð- stafanir í samræmi við tilgang frumvarps þessa að lögum. Fyrsti kafli frumvarpsins fjallar um tilgang og gildissvið frum- varpsins, annar um Geislavarnir ríkisins sem stofnun, þriðji um leyfi til innflutnings, fram- leiðslu, eign, sölu og afhendingu geislavirkra efna, fjórði um uppsetningu og breytingar á geislatækjum, fimmti um eftirlit með slíkum tækjum og geisla- virkum efnum, sjöttu um notkun efna og tækja af þessu tagi, og sjöundi um ýmis atriði tengd geislavörnum. Sóknargjöld - leiðrétting Á síðasta þingi vóru sett ný lög um sóknargjöld. Sá vankantur var á löggjöfinni, sem taka átti gildi 1. janúar 1986, að gjald- stofninn - útsvarsstofn komandi árs -, liggur ekki fyrir fyrr en þar næsta ár. í bréfi ríkisskatt- stjóra um þetta efni segir: „Aug- ljóst er því að sóknargjöld, að lögum þessum óbreyttum, verða því eigi álögð af skattstjórum, sbr. 6. grein laganna, fyrr en á gjaldárinu 1987, vegna tekna árs- ins 1986.“ Af þessum sökum liggur nú fyrir frumvarp til breytinga á þessum lögum, sem koma eiga til framkvæmda um nk. áramót. Frumvarpið kveður á um að í stað orðsins „útsvör", sem sókn- argjöld miðast við, komi „þing- gjöld“. Ennfremur að álagning 1986 verði reist á tekjuárinu 1985. Launamál kvenna Jóhanna Sigurðardóttir (A) spyr fjármálaráðherra, hvort hann sé „reiðubúinn til að beita sér fyrir því við gerð næstu kjarasamn- inga við opinbera starfsmenn að leiðréttur verði sérstaklega launamunur sem ríkir milli kynja fyrir sömu eða sambærileg störf"? Ef svo er, hvort þá megi vænta könnunar á röðun hefð- bundinna kvennastarfa eða starfsheita, sem einkum eiga við konur, í launaflokka hjá ríkinu samanborið við röðun karla- starfa? Ennfremur, hvort könn- uð verði skipting ómældrar yfir- vinnu, bílastyrkja og annarra hliðstæðra kjarahlunninda hjá hinu opinbera eftir kynjum? Listasafn Islands: Verk íslenskra lista- manna á jólakort Listasafn íslands hefur undan- farna áratugi látið gera eftirprentanir af verkum íslenskra myndlistar- manna I eigu safnsins sem geta m.a. verið notaðar sem jólakort. Nú eru nýkomin þrjú litprentuð kort af eftirtöldum verkum: „Mosi og hraun", 1939, eftir Jóhannes S. Kjarval, „Blóm“, 1959, eftir Gunn- laug Blöndal og „Kiðá í Húsafells- skógi", 1953, eftir Ásgrím Jónsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.