Morgunblaðið - 28.11.1985, Síða 37

Morgunblaðið - 28.11.1985, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. NÓVEMBER1985 37 Lag Mezzoforte í tveimur útgáf- um í Þýskalandi * — Jóhann Asmundsson hefur sagt skilið við hljómsveitina LAG hljómsvcitarinnar Mezzoforte, „This is the night“, er nú koraið út á hljómplötum í tveimur útgáfum í Þýskalandi. Annars vegar er um að ræða flutning Mezzoforte á laginu á vegum RCA-hljómplötufyrirtækisins og hins vegar útfærslu ítalska söngvarans Kano, en plata hans er gefin út af Teldec-hljómplötufyrirtækinu. Forsaga þessa máls er sú, að þegar samningur Mezzoforte og Polydor útgáfunnar i Þýskalandi rann út síðastliðið haust sýndu 6 stórfyrirtæki áhuga á útgáfu á lögum hljómsveitarinnar og voru tilboð RCA og Teldec best, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Steinum hf. Tilboði RCA var tekið, en forráðamenn Teldec voru ekki sáttir við þá niðurstöðu og fengu þeir því italska söngvarann Kano til að hljóðrita endurgerð lagsins „This is the night" og hefur sú endurgerð nú komið út í Þýskalandi, en þessi ítalski söngvari hefur aflað sér vinsælda víða í Evrópu að undanförnu. Þessi viðbrögð Teldec útgáfunnar neyddu RCA til skjótra viðbragða O' INNLENT og kom því 12 tommu útgáfa lagsins út í flutningi Mezzoforte hjá RCA hinn 18. nóvember síð- astliðinn. Sjö tommu smáskífan mun hins vegar ekki koma út fyrr en í janúar 1986. Að sögn forráða- manna Steinars hf. er líklegt að slagurinn í Þýskalandi muni vekja talsverða athygli og hafi hugsanlega einhver áhrif á útgáfu á verkum Mezzoforte í öðrum Evrópulöndum. Af Mezzoforte er J)að annars að frétta að Jóhann Asmundsson bassaleikari hefur nú sagt skilið við hljómsveitina, af persónuleg- um ástæðum, eins og það er orðað í fréttatilkynningunni. Mezzo- forte samanstendur því af þeim Eyþóri Gunnarssyni, Friðrik Karlssyni og Gunnlaugi Briem. Ekki verður ráðinn nýr bassaleik- ari í sveitina að svo stöddu, frekar en gert var þegar Kristinn Svav- arsson saxofónleikari hætti störf- um á síðasta ári. Þeir Eyþór, Friðrik og Gunnlaugur vinna nú að lagasmíðum og er gert ráð fyrir að þeir fari til Englands snemma á næsta ári til að hljóðrita nýtt efni á væntanlega hljómplötu. Athugasemd um fylgi Flokks mannsins MORGUNBLAÐINU hefur borizt eftirfarandi athugasemd frá Áshildi Jónsdóttur, formanni almennings- tengsla hjí Flokki mannsins. „I frétt ykkar sunnudaginn 24. sl. um skoðanakönnun Helgar- póstsins um væntanlegar kosning- ar er ekki minnst á fylgi Flokks mannsins heldur er fylgi hans sett undir „önnur framboð". Morgunblaðið fer þarna villandi með upplýsingar því þótt Helgar- pósturinn hafi reynt að fela fylgi FM undir „önnur framboð" gaf blaðið til kynna að um fylgi Flokks mannsins væri að ræða. Þótt íslenskir blaðamenn séu ekki þeir allra skörpustu í heimi þá fer það sennilega ekki framhjá þeim að á síðastliðnu ári hafa verið til 6 þingflokkar og aðeins einn þar fyrir utan: Flokkur mannsins. Því er það beint villandi fyrir almenning að tala um „önnur framboð" þegar ekki er um annað að ræða en Flokk mannsins. Ennfremur er það einkennilegt að hann skuli núna vera settur undir „önnur framboð" þegar Mor(unbU«i«/Ánii Sæberg Borgarafundurinn í Mosfellssveit, sem haidinn var í Hlégarði, var fjörugur og fjölmennur eins og sjá má. Gréta Aðalsteinsdóttir er við ræðupúltið. Meirihluti á borgarafundi í Mosfellssveit f fyrrakvöld: Vill kaupa vatn en ekki afsala forkaupsrétti á landi í suðurhlíðum Úlfarsfells BORGARAFUNDUR var haldinn í Mosfellssveit í fyrrakvöld þar sem rædd voru hugsanleg kaup hreppsins á köldu vatni frá Reykjavíkurborg og hvern- ig skildi að þeim staðið. Mjög skiptar skoðanir eru á bókun sem meirihluti hreppsnefndar samþykkti og fylgdi samningsdrögum, en í bókuninni kemur fram að Mosfellshreppur sé tilbúinn að lýsa því yfir að hann neiti ekki forkaupsréttar á landi í suðurhlíðum Úlfarsfells ef Reykjavíkurborg vill kaupa landið. flokkurinn eykur fylgi sitt og er með meira fylgi en BJ á lands- byggðinni. Það væri kannski hægt að flokka þetta gáleysi undir gleymsku og klaufaskap ef staðreyndin væri ekki sú að fjölmiðlar hafa tekið sig saman beint eða óbeint um það að reyna að þegja flokkinn í hel. Hefur þó margt komið frétt- næmt frá honum eins og það t.d. að stofna manngildisflokka bæði í Finnlandi og á írlandi. Atburðir sm fengu mikla umfjöllun í þeim löndum nýlega. Það er ekki íslenskum fjölmiðl- um að þakka að almenningur veit um þessa merkilegu atburði sem enginn íslenskur stjórnmálaflokk- ur efur gert eða gæti gert heldur vegna virkni þeirra 5000 flokks- félaga í Flokki mannsins sem láta til sín heyra hvar sem þeir eru. Við í Flokki mannsins erum ekki að biðja fjölmiðla að auglýsa okkur en okkur finnst að siðferði blaða- manna kalli á að þeir upplýsi almenning réttilega og geri okkar flokki jafngóð skil og öðrum stjórnmálaflokkum." í lok fundarins var samþykkt samhljóða ályktun þess efnis að fundurinn lýsi stuðningi við áform hreppsnefndar um öflun neyslu- vatns fyrir sveitarfélagið, en fund- urinn vfsi Jafnframt harðlega á bug öllum hugmyndum skv. bókun hreppsnefndar dagsett 7. sept sl. um afsal forkaupsréttar að jörðum fyr- irfram og breytingu á hreppamörk- um Mosfellshrepps og Reykjavíkur- borgar. Með öðrum orðum nefnd bókun verði felld úr tengslum við samningsuppkastið eins og hún leggur sig.“ Jafnframt lýsti oddviti, Magnús Sigsteinsson, því yfir að vatnskaupsmálið yrði ekki tekið fyrir á hreppsnefndarfundi sem haldinn var í gær eins og til stóð. Meirihluti fundarmanna andvígur afsali forkaupsréttar Margir stigu í pontu á fundinum og ljóst var að meirihluti var and- vígur því að hreppurinn afsalaði sér forkaupsréttinum - eins og kom síðan í ljós er ályktunin var sam- þykkt. Allir voru sammála um að vatn þyrfti og ætti að kaupa en menn vildu ekki að þessu tvennu yrði blandað saman - vatnskaupum annars vegar og breytingu á hreppa- mörkum hins vegar. Ríkið og Reykjavflairborg: Samkomulag um makaskipti á Úlfarsá og Dalbraut 12-14 GERT hefur verið samkomulag milli Reykjavíkurborgar og heil- brigðis- og tryggingaráðuneytisins um makaskipti, sem felur í sér að Reykjavíkurborg eignast jörðina Úlfarsá í Mosfellssvcit og ríkið eignast húseignina Dalbraut 12—14. Samkomulagið undirrita borg- arstjórinn í Reykjavik fyrir hönd Reykjavíkurborgar og heilbrigð- is- og tryggingaráðherra fyrir hönd ríkisspítalanna vegna geð- deildar, samkvæmt heimild í 6. grein fjárlaga þessa árs. Sam- kvæmt samkomulaginu eignast Reykjavíkurborg jörðina með húsum þeim i eigu ríkisins, er þar hafa verið reist ásamt rækt- un og mannvirkjum er jörðinni fylgja. Ríkið eignast Dalbraut 12—14 ásamt lóðarréttindum og jafnframt greiðir ríkið Reykja- víkurborg samtals 12 milljónir króna með jöfnum afborgunum í 10 ár, verðtryggt samkvæmt lánskjaravísitöluog3% vöxtum. Gerðar hafa verið ráðstafanir til að ganga frá formlegum samningi ásamt afsölum og gild- ir framangreint samkomulag þangað til. Borgarráð hefur samþykkt samkomulagið. Páll Guðjónsson, sveitarstjóri, gerði í upphafi fundar grein fyrir stöðu mála, og sagðist gera ráð fyrir því að Mosfellshreppur gæti keypt vatn af Reykjavíkurborg á hlið- stæðu verði og Seltjarnarnes og Kópavogur. „Við fengjum reyndar hvern rúmmetra á hærra verði en með meiri þrýstingi þannig að við þyrftum ekki að dæla vatninu. Þrýstingurinn ætti að geta rekið vatnið um kerfið hér.“ Páll sagði að það kostaði um 2,2 milljónir á ári að fá vatn úr Reykjavík og til samanburðar væri dælingarkostn- aður frá vatnsbólum sem hreppur- inn ræki í dag mjög svipaður. Magnús Sigsteinsson, einn af full- trúum meirihlutans í hreppsnefnd, og oddviti hreppsins, gerði grein fyrir rökum meirihlutans í málinu, hvers vegna mestur áhugi væri fyrir því að semja við Vatnsveitu Reykja- víkur. Hann sagði Mosfellshrepp þurfa að fá um 50 sekúndulítra af vatni - öðruvísi borgaði fram- kvæmdin sig ekki vegna þess að eftir skipulagi þyrfti svo mikið magn í byggðina eftir 20 ár. „I fyrsta lagi,“ sagði Magnús „er hægt að framkvæma án forrann- sókna - öfugt við alla aðra mögu- leika sem rannsakaðir voru. í öðru lagi vitum við að með því að tengjast vatnsveitu Reykjavíkur (og fá þar með vatn úr Heiðmörkinni) vitum við að gæti vatnsins verða mikil. Og í þriðja og síðasta lagi, en ekki síst, myndum við tengjast traustri veitustofnun. Allir aðrir möguleikar en að tengjast vatnsveitu Reykja- víkur yrðu sem sagt dýrari og meira happdrætti". Það land sem um ræðir er að mestum hluta í eigu margra einka- aðila og sagði Magnús meirihlutann ekki vilja standa í vegi fyrir því ef eigendur vildu selja. „Náist frjálsir samningar er ljóst að verðið verður svo hátt að Mosfellsheppur ræður ekki við að kaupa. Við vitum að Reykjavíkurborg hefur þegar haft makaskipti við ríkið um Úlfarsá og vitum að borgin er í samningavið- ræðum við aðra aðila á þessu svæði.“ Magnús sagði það myndi muna talsverðum fjárupphæðum ef Mos- fellshreppur þyrfti að leiða vatnið frá núverandi hreppamörkum, eða ef Reykjavík keypti umrætt land og hreppamörkin færðust sem því næmi, og Vatnsveita Reykjavíkur leiddi því landið að nýju hreppa- mörkunum. Gréta Aðalsteinsdóttir og Hauk- ur Níelsson, sem eru í minnihluta hreppsnefndar, voru bæði á þeirri skoðun að Mosfellshreppur ætti alls ekki að lýsa því yfir að forkaupsrétt- ur yrði ekki nýttur og hreppamörkin með því færð ef Reykjavík vildi kaupa. „Þetta er ótrúleg skamm- sýni,“ sagði Gréta. Guðmundur Magnússon upplýsti á fundinum að fyrir 62 árum hefði Mosfellssveitin náð að Elliðaám en síðan hefði smátt og smátt verið tekið af henni - „en allt hefur þetta gerst með lögum. Það tók þrjá daga að fá mig til að skilja að nú ætti enn að klípa af hreppnum. Og það án laga - ef menn ætluðu að gera þetta sjálfviljugir! Spottinn sem þarf að leggja vatnsleiðslur kostar ekki meira en 3 til 4 vörubílar, og margir einstaklingar eiga 2-3 slíka bíla. Við eigum bara að leggja þetta sjálfir - ekki að láta Reykjavík hafa landið til að þeir kosti leiðslulögn- ina,“ sagði hann. „... og stúlkuna fegursta í heimi“ Einn fundarmanna, Grímur Norðdal, kastaði fram þessari vísu: „Arið sem þjóðin mín afrekið vann ætíð í minningu geymi við stóðum með veraldar sterkasta mann og stúlkuna fegursta í heimi." „Móðurætt forsetans er öll úr Mosfellssveit og við höfum fóstrað þann mann sem hefur kastað mest- um ljóma á íslenskar bókmenntir síðan í fornöld. Já, við getum verið stolt af mörgu hér í Mosfellssveit. En ég kalla það frelsisskerðingu ef ég á að flytjast nauðugur til Reykja- víkur. Verð ég fluttur hreppaflutn- ingum - jörðin og allt draslið flutt til Reykjavíkur?" spurði hann, en Grímur býr á hluta þess lands sem hugsanlega yrði selt. Lækkar grunnvatn vegna djúpborana íReykjavík? Á fundinum var frá því greint að grunnvatn í Mosfellssveit færi lækkandi - þeirri spurningu kastað fram hvort það væri vegna djúp- borana Vatnsveitu Reykjavíkur. Kom þetta mönnum mjög á óvart og voru flestir á því að réttast væri að fá Orkustofnun til að rannsaka málið.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.