Morgunblaðið - 28.11.1985, Síða 49

Morgunblaðið - 28.11.1985, Síða 49
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. NÓVEMBER 1985 49 komast yfir? Ég hef reynt allar leiðir en árangurslaust! Og fljótið svaraði, „Farðu yfir af eigin rammleik!" Og hún lagði út í og komst yfir.“(Óþekktur höfundur.) Það er sorglegt þegar jafn ungur og heilbrigður strákur og hann Steinar, sem hafði svo gaman af að lifa lífinu, er kvaddur svo snögg- lega yfir í annan heim, en ég trúi því að sál hans sé meðal okkar núna, og muni verða, og því vil ég bera henni kveðju frá lítilli vin- konu hans sem var — á hverjum degi leitar hún að Steinari frænda, eða Dínari eins og hún kallaði hann. Það var eitthvað sérstakt við samband þeirra, og það verður langt þangað til þessi litla mann- eskja skilur hvert hann Dínar frændi fór. Megi trúin styrkja foreldra hans á þessari stundu. Hann Steinar var góður strákur. Unnur og Unnur Birna. Að morgni mánudagsins 25. nóv- ember sl. barst sú harmafregn, að frændi minn, Steinar Skúlason, hefði látist í bílslysi um nóttina. Enn einu sinni er maður minntur á, hversu skammt er á milli lífs og dauða. Það er erfitt að trúa því, að hann sé dáinn. Hann var svo lífsglaður, svo hjálpsamur og góður vinur allra. Þegar ungur og frískur maður í blóma lífsins er hrifinn á brott svo skyndilega er erfitt að skilja hversvegna. Hver tilgangurinn er, veit aðeins sá sem öllu ræður. Glaðvær rödd er þögnuð og góður sonur horfinn. Elín Guðnadóttir Kveðjuorð Nú kveð ég ailt og alla, sem unnað hefí éghér og allt sem hinir liðnu dagar geyma. Alla sem að liðsinni vildu veita mér og vonirnar sem fæddust hérna heima. Hún Elín Guðnadóttir er flutt inn í andans friðar geim, sem við áttum svo oft tal um. Ég veit að hún er sæl nú eftir allar þær þrautarstundir sem hún var búin að líða síðustu tvö árin. Já, í þetta sinn var dauðinn líknargjafi eins og svo oft. Ég kynntist þessum systrum, Elínu og Þórdísi, á Báru- götu 8. Þær systur voru austan frá Eyrarbakka. Sonardóttir mín og fjölskylda hennar leigði hjá þeim systrum. Það var eins og ég væri búin að þekkja þær alla mína ævi svo elskulegar voru þær mér. Ég hafði yndi af að koma til þeirra og reyndi að stytta þeim stundir eftir mætti. Þórdís er sérstök kona, enda ekki á allra færi að taka á móti því sem á hana hefur verið lagt á þessu hausti. Fyrir utan að hafa systur sina sárþjáða heima hjá sér varð hún fyrir þeirri miklu reynslu að missa son sinn, Guðna, mann á besta aldri og móður sinni mikil hjálparhella í veikindum Elínar. En Drottinn leggur líkn með þraut, það hefur Þórdís sann- fært mig um. Aldrei æðruorð frá henni þótt hún, sjónlítil, yrði að þreifa sig áfram um húsið. Elín sagði oft við mig verst finnst mér að leggja ailt þetta á hana Dísu, ég sem ætlaði að hjálpa henni þegar hún fór að missa sjón, en þá er ég bara byrði á henni. En nú er stríðið búið og Elín áreiðan- lega búin að hitta Guðna, systur- son sinn, eins og ég sagði þeim systrum að hann yrði til að taka á móti þeim er þær kæmu. Ég bið algóðan Guð að styrkja og blessa mína kæru vinkonu, Þórdísi og alla hennar fjölskyldu í þessum erfiðleikum og Elínu mína kveð ég með þessari bæn. Sál mín er sæl ef Ijós þitt lýsir mér til lífsins heim. Kærleikans lind er upptök á hjá þér minnandageym. Tár mín á jörð þú tókst í strauminn þinn. Ó tak þú mig í heiminn til þín inn. (Finnbogi Arndal) Elísabet Helgadóttir Ekkert andlát hefur komið jafn sárt við mig. Ég hef fylgst með þessum unga frænda mínum öll hans uppvaxtarár, fjölskylda mín átt með honum og fjölskyldu hans margar gleðistundir og við höfum orðið aðnjótandi hjálpsemi hans og ljúfmennsku svo oft, nú síðast á sunnudaginn. Steinar fæddist þann 20. apríl 1964. Hann var því aðeins 21 árs gamall þegar hann féll frá. Hann var sonur hjónanna Erlu Vil- hjálmsdóttur og Skúla Jóhannes- sonar. Einn bróður átti Steinar, Vilhjálm, sem er giftur Unni Steinsson. Mjög kært var á milli Steinars, foreldra hans og bróður. í samskiptum þeirra ríkti gagn- kvæm virðing. Var aðdáunarvert hve Steinar studdi foreldra sína vel og dyggilega ekki síst í rekstri og uppbyggingu fyrirtækis þeirra. Samhliða námi sínu starfaði Stein- ar við fyrirtæki foreldra sinna í flestum frístundum sínum. Það vakti eftirtekt hversu mikinn áhuga og dugnað hann sýndi í öllu starfi sínu þar. Hjálpsemi hans við afa sína og ömmur var einnig viðbrugðið. Hann var þeim stoð og stytta í önnum hversdagsins og var boðinn og búinn til að aðstoða þau. Hann var vinur þeirra og félagi og skilur eftir skarð í lífi þeirra, sem ekki verður uppfyllt. Steinar flíkaði ekki mikið til- finningum sínum. Hann var grandvar ungur maður, hrein- skiptinn og einlægur. Hann vand- aði líf sitt sem best hann gat, og var nærgætinn í framkomu við aðra. Hann var góður vinur barna okkar og þau nutu oft þeirrar einlægu hlýju og góðsemi, sem hann hafði í svo ríkum mæli. Þau sakna hans sárt nú. Steinar stundaði nám í rafvirkj- un og hugðist ljúka því námi næsta vor. Hann var ákveðinn í að ljúka stúdentsprófi og afla sér frekari menntunar á sviði tölvu- og raf- eindafræði. Hann hafði þegar hafist handa við undirbúning þess. Allt sem hann tók sér fyrir hendur var skipulega gert og vel ígrundað. En nú er þessi ungi frændi okkar svo skyndilega á brott kallaður. Það setur að okkur þögn og það er sem ský dragi fyrir sólu. Elsku systir, Skúli, Vilhjálmur og Unnur. Fjölskylda mín, foreldr- ar, systkini og fjölskyldur þeirra biðja góðan guð að styðja ykkur og styrkja í sorg ykkar. Minningin um góðan dreng sem öllum vildi gott gleymist okkur aldrei. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson t Alúöarþakkir til allra þeirra er sýnt hafa viröingu, samúö og vinarhug viöandlat ogútför TORFA GUOBRANDSSONAR, Suöurgötu 12, Keflavík. Elín Sigurjónsdóttir, og aöstandendur t Innilegar þakkir sendum viö öllum þeim sem sýndu okkur samúö og hlýhug vegna fráfalls eiginmanns míns, fööur okkar, tengdafööur og afa, HAFSTEINS DAVfDSSONAR, Patreksfiröi. Erna Aradóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. Lokað vegna jaröarfarar til kl. 13.00 í dag. Davíð S. Jónsson og Co. hf. Lokað Verzlunin veröur lokuö í dag vegna útfarar STEINARS SKÚLASONAR. TÉKK-KRISTALL, Laugavegi15. Lokað í dag frá kl. 1-3 vegna jarðarfarar STEINARS SKÚLA- SONAR. Stefánsblóm, Barónsstig. í meira en 20 ár hefur Iceland Review komið lesendum sínum á óvart. Landið, fólkið, og menning okkar. Nú átt þú leik. Komdu vinum þínum og viðskiptamönnum í útlöndum á óvart með gjafaáskrift að Iceland Review. Kærkomin gjöf, sem treystir tengslin. Við sendum gjafakort og tilkynnum nafn gefenda. Síðan berast blöðin eitt af öðru allt næsta ár. Gjöf, sem berst aftur og aftur og er alltaf ný. Hvað er betra? Sértilboð til nýrra áskrifenda: Við sendum allan árganginn 1985, þú greiðir aðeins sendingarkostnaðinn, kr. 220.- Gjafaáskrift 1986 □ Undirritaöur kaupir____gjafaáskrift(ir) aö lceland Review 1986 og greiöir kr. 950 pr. áskrift. Sendingarkostnaður um allan heim innifal- inn. □ Árgangur 1985 verði sendur ókeypis til viötakanda(enda) gegn greiöslu sendingarkostnaðar kr. 220 pr. áskrift. Tilboð þetta gildir til 31. jan. 1986. Áskrift öölast gildi þegar greiösla berst. □ VISA □ Eurocard Kortnr___________________________ Rennurút________ Undirskrift Nafnáskrifanda Síml Heimilisfang Nafn móttakanda Heimilisfang Nöfn annarra móttakenda fylgja meö á ööru blaöi. Sendið til lceland Review, Höföabakka 9, Reykjavík, eða hringið í síma 84966. Iceland Review Höfðabakka 9, sími 84966, Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.