Morgunblaðið - 28.11.1985, Síða 50

Morgunblaðið - 28.11.1985, Síða 50
50 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. NÓVEMBER1985 Afmæliskveðja: Zophonías Stefánsson fv. hreppstjóri, Mýrum Svo miskunnarlaust er tímatal það sem skammtar okkur ár og daga hér á jörð, að segja okkur nú að Zophonías Stefánsson verði áttræður í dag, 28. nóv. Þetta er þó maður sem enn er léttur í spori, beinn í baki og hvikur í öllum hreyfingum sem ungur væri. Zophonías fæddist á Víðilæk í Skriðdal en fluttist tveggja ára gamall með foreldrum sínum að Mýrum hér í sveit og þar hefur heimili hans staðið síðan. Hann ólst þar upp í stórum systkinahópi á mjög fjölmennu heimili og var sá fjórði í aldursröð níu alsystkina, auk fimm hálfsystkina. Þegar hann komst upp stundaði hann nám í tvo vetur í Héraðsskól- anum á Laugum og hefur sú dvöl ábyggilega orðið honum drjúgt veganesti í lífinu. Því eftir það stundaði hann barnakennslu í nokkra vetur. En fór svo stundum á vertíð til Vestmannaeyja á vetr- um, en var ýmist heima eða í kaupavinnu á sumrin. En þegar á leið kom það æ oftar í hlut hans að vera heima og að- stoða föður sinn við búskapinn og við að koma upp yngri hálfsystkin- um sínum sem enn voru á barns- aldri ásamt Pálínu systur sinni sem stóð fyrir búi með föður þeirra á þessum árum. Og 1936 sest hann að fullu að á Mýrum og byggir þá nýbýli á jörðinni en býr áfram næstu árin í félagi við föður sinn. En 1940 giftist hann Ingibjörgu Einarsdóttur frá Geitdal og tók þá við búskap á jörðinni og 1949 fá þau svo alla jörðina til ábúðar og hafa búið þar stórbúi þar til fyrir fáum árum að þau afhenda tveimur börnum sínum jörðina til eignar og ábúðar. En það gefur augaleið að maður sem er fæddur 1905 og alinn upp í sveit á íslandi, hann þekkir tím- ana tvenna og kannski má segja að hann sé fæddur í fornöldinni. Því búskaparhættir voru þá enn að mestu þeir sömu og verið höfðu frá upphafi vega í landinu. Þessi kynslóð byrjaði sinn búskap með handverkfærum einum, án rækt- unar túna, án vega og brúa, síma og rafmagns, útvarps og sjónvarps, í mjög frumstæðum húsakynnum yfir menn og skepnur, og hesturinn var enn þarfasti þjónninn til samgangna og aðdrátta. En þessi sama kynslóð leggur svo frá sér störf í háþróuðum ræktunar- og tæknibúskap með flest þau þæg- indi í kringum sig sem hugurinn girnist. Þetta er ævintýrið sem gerðist á tiltölulega stuttum tíma í flestum sveitum og engin önnur kynslóð í landinu mun geta upplif- að. Ég minnist á þetta hér vegna þess að Zophonías átti drjúgan þátt í þessu mikla ævintýri hér í sveitinni sem ræktunar- og tækni- byltingin var. Þó er rétt að segja það eins og er, að þetta mikla átak verður aldrei þakkað einstökum mönnum heldur var það fram- faravilji og samtakamáttur fjöld- ans sem gerði þetta mögulegt, ásamt skilningi og fyrirgreiðslu stjórnvalda á þessum tíma. En einmitt á þessum árum er Zophonías í forsvari fyrir bændur hér í hreppnum í fjölmörgum mál- um og alltaf hvetjandi þess að reyna ný úrræði og að bændur yrðu sjálfum sér nógir á sem flest- um sviðum. Því var það að hann átti mikinn þátt í því að hér var reynd kornrækt um skeið. Og þegar svo var komið að bændum var ekki skammtað sól og regn eftir neinum hagfræðilegum þörf- um og kartöflurækt hér í dalnum varð mjög áfallasöm, gekkst hann fyrir því að fá leigt land út við Egilsstaði sem er miklu lægra á Héraðinu til sameiginlegrar kart- öfluræktar fyrir hreppsbúa. En svo fór að einnig þar gat þessi ræktun brugðist. Og á meðan allir bændur voru ekki búnir að rækta nógu stór tún á jörðum sínum gekkst hann fyrir stofnun félags- ræktunar á vegum Búnaðarfélags- ins til þess að koma í veg fyrir fóðurskort. Og hann er einn af þeim mönnum sem skilja vel nauð- syn þess að hver maður leggi alúð við akur sinn ef vel á að takast, hvort sem þar er um ræktun lands eða lýðs að ræða. Þó ég hafi hér að framan drepið á nokkur atriði úr ævi og starfi Zophoníasar er fjarri því að þetta ætti að vera ævisaga af neinu tagi, heldur er þessu greinarkorni fyrst og fremst ætlað að flytja þakkir á meðan enn er til þess tími. Því að auk þess að vera góður bóndi hér í hreppnum í yfir 40 ár hefur hann tekið meiri og minni þátt í öllum félagsmálum sem upp koma í einu sveitarfélagi. Og sá einn veit sem í það hefur komist hversu tímafrek og erilsöm slík störf geta verið. Hann var hér hreppstjóri í yfir 30 ár, í hreppsnefnd um 30 ár, for- maður Búnaðarfélagsins í mörg ár, deildarstjóri Skriðdalsdeildar Kaupfélags Héraðsbúða í langan tíma, í skólanefnd grunnskólans á Hallormsstað um skeið og formað- ur sóknarnefndar enn í dag og margt margt fleira. Zophonías hafði það fyrir reglu að taka á hverju máli af alúð og samvisku- semi og þó hann hefði jafnan ákveðnar skoðanir á málum var hann alltaf reiðubúinn til mála- miðlunar ef það gat leitt til sam- komulags. Og það er kannski ekki síst því að þakka að í þessu litla samfélagi okkar hefur jafnan ríkt friður og sátt milli manna og mjög mikið félagslegt og menningarlegt samstarf. Fyrir allt þetta vil ég hér með flytja þér, vinur, hugheilar þakkir okkar sveitunganna og samferða- mannanna á þessum tímamótum í lífi þínu. Og um leið og ég árna þér heilla með áttræðisafmælið og blessunar með níunda áratuginn, vil ég sérstaklega þakka þér marg- víslegt samstarf í áratugi og það traust er þú hefur oft sýnt mér við lausn og framkvæmd margra mála hér í sveitinni. Jón Hrólfsson Hermann Gunnarsson Gamansögur Hermanns Gunnarssonar SETBERG hefur gefíd út bókina „Hlæjum hátt með Hemma Gunn, 1000 brandarar og gamansögur“, sem Hermann Gunnarsson tók saman. Hermann Gunnarsson segir m.a. í formála: „Máltækið segir, að hlát- urinn lengi lífið og eru það áreið- anlega orð að sönnu og með það að leiðarljósi tók ég saman efni í þessa bók. Ef hún verður til þess, að það taki sig einhvers staðar upp gamalt bros, þá er markmiðinu náð. Sumir halda því fram, að skop- skyn okkar íslendinga sé ekki mikið, en ég er á öðru máli. Það er grunnt á léttleikanum í landan- um, ef grannt er skoðað. Það er ekki vandalaust að velja efni í þessa bók. Það er fengið úr öllum áttum, eins og venja er með slíkar bækur. Sumar sögurnar hafið þið séð áður, aðrar ekki, en ég reyni að gera sem flestum til hæfis. Góðar grínsögur geymast, en ekki gleymast, og ganga mann fram af manni, og að þessu sinni Hermanni." Góð kaup fyrír kulsækna aðeins 30% útborgun Höfum fengið glæsilegan mokkafatnað jmmmmm frá Iðnaðardeild Sambandsins til sölu á mjög hagstæðu verði. A W A Aðeins 30% útborgun og eftirstöðvar ^k ^k HF í þrennu lagi. Tækifæri sem enginn kulsækinn ætti AJk\\Æ\ |/N|nr\| m að láta ganga sér úr greipum. xKIIIVfcl^SÍIict/wlC Greiðslukortaþjónusta. MIKIÐ FYRIR LÍTIÐ Alltaf á föstudögum Jólaalmanak húsmóöurinnar — ábendingum vinnutilhögun ídesember. Aöventan — aöventunni tengjast ýmsir siöir og venjur. Af kvikmyndagerö á íslandi — tónlistarmyndir. Feimni — félagsleg farsótt? Föstudagsblaðid ergott forskot á helgina

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.