Morgunblaðið - 28.11.1985, Síða 52

Morgunblaðið - 28.11.1985, Síða 52
52 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. NÖVEMBER1985 I)iana mcöal sönRKo'ian Ross veröi þcirra sen Íkoma á nii tíö sem i veröur í | hólmi > næsta krabbameins- rannsóknum. Ætla má : Svíar bíöi i því aö konan að m*ta fclk í fréttum DianaRoss hólms Willy Brandt í afahlutverkinu Willy Brandt fyrrverandi kanslari Vestur-Þýskalands hefur tekið því rólega undan- farið og haldið sig á búgarði sínum í Suður-Frakklandi sem þau hjónin keyptu í fyrra. sem er hálfnorsk. Hún kom og heimsótti afa og ömmu aðeins 10 mánaða er myndin var tekin. Willy Brandt ásamt Brigittu konu sinni á búgarðinum. Magnús H. Kristjánsson Hefur rekið hótel á Spáni í meira en tuttugu ár Hótel Magnúsar sem ber nafnið „Hostel Hekla“ Britt Ekland Britt Ekland hefur haldið sig frá sviðsljósinu eftir fremsta megni undanfarið. Nú mun þó breyting verða á því leikkonan fer á næstunni með hlutverk í myndinni „Blood Hunt“, þar sem mótleikari hennar er Robert Mitchum. Ef íslendingar eiga leið um Tossa De Mar á Costa Brava, Spáni, gæti svo farið að þeir tækju eftir hóteli sem ber nafnið „Hostel Hekla". Eigandi þess er reyndar íslendingur í húð og hár, Magnús H. Kristjánsson, sem hefur þó verið búsettur á Spáni í um það bil 30 ár. Hann er staddur hér á landi þessa dagana og ekki var að heyra á málfari hans að dvölin erlendis hefði verið þetta löng. „Það eru rúmlega þrjátíu og fimm ár síðan ég fluttist frá fslandi. Foreldrar mínir létust þegar ég var ungur drengur, faðir minn er ég var þriggja ára og móðir mín er ég var fjórtán. Þegar ég fór fyrst út lá leið mín í listmálunarnám til Banda- ríkjanna og að lokinni sex ára dvöl vestra kom ég heim um hríð. Að því búnu hélt ég til Spánar og þar hef ég ílengst, kynntist konunni minni sem er spönsk og á nú þrjú börn ytra. Frá því að ég fór til Spánar hef ég komið þrisvar til íslands og konan einu sinni verið með í förinni. Það er nú skömm frá að segja, en börnin mín hafa ekki komið hingað, utan sonur minn, sem er orðinn 22 ára, hann hefur komið einu sinni. Þetta stendur þó til bóta, því þau langar öll afskaplega til að heimsækja landið, við verðum að fara að drífa í því áður en börnin verða orðin of stór. Þetta hefur samt stangast á hjá okkur hingað til, því á sumrin er ómögulegt að yfirgefa hótelið og á veturna hafa krakkarnir verið í skólan- um. Svo væri þetta nú eflaust öðru- vísi ef ég ætti forldra hér heima á lífi eða nákomna ættingja, en ég eignaðist aldrei systkini, svo mín fjölskylda er í rauninni á Spáni. Vissulega er alltaf gaman að koma í heimsókn til Islands og fylgjast með þróun allra mála, heimsækja vini og kunningja og þá fjölskyldumeðlimi sem ég á. Núna er þó einnig önnur ástæða fyrir komu minni til landsins. Ég hef alltaf átt nokkuð af munum hér og er að ganga fr|_ þeim. Meðal þessara hluta eru málverk eftir föður minn sem var list- málari, Kristján H. Magnússon, og á sunnudaginn verður uppboð á Hótel Borg á verkum hans.“ — Færðu oft íslendinga í heimsókn á hótelið þitt? „Nei, ekki er nú mikið um það. Að vísu slæðast þeir með af og til en til mín koma frekar ítalir, Þjóðverjar, Englendingar, Bandaríkjamenn. Þetta er afskaplega vinsæll ferðamannastaður á sumrin og á veturna koma ellilífeyrisþegar Magnús H. Kristjánsson. og annaðhvort búa í húsum sín- um eða á hótelum. Bæði er veðrið miklu betra en víða annarsstaðar í heiminum og ódýrt að lifa.“ — Sérðu mun á mörgu hérna milli heimsókna þinna? „Já, ótrúlegan. Það er alltaf sami ilmurinn, sömu fjöllin og fólkið elskulegt, en útþenslan er gífurleg. Það mætti halda að Eiginkona Magnúsar, Dolores Baque Serat. Á myndina vantar börnin Kristján H. Magnússon og Fransescu Magnúsdóttur. íslendingar ættu fulla vasa af gulli og vissu ekki aura sinna tal. Hér eiga sér stað fram- kvæmdir á framkvæmdir ofan, allir að byggja með einn og tvo bíla í takinu, í utanlandsreisum og lifa í vellystingum. En svo eru allir að kvarta og kveina og hermir ekki sagan að landið sé á hausnum...“ Sonur Magnúsar og Dolores, Petro Magnússon.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.