Morgunblaðið - 28.11.1985, Side 55

Morgunblaðið - 28.11.1985, Side 55
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. NÓVEMBER1985 55 Fjölmenn björgunar- æfing við Kleifarvatn FJÖLMENN æfíng lögreglunnar í Hafnarfírdi, björgunar- og hjálpar- sveita var á sunnudag við Kleifar- vatn. Sett var á svið flugslys þar sem gert var ráð fyrir að tvær flugvélar, farþegavél með 24 manns innan- borðs og orrustuþota frá varnarliðinu með tvo innanborðs, hefðu rekist á yfír Kleifarvatni og hrapað til jarðar. Lögreglan í Hafnarfírði, björgunar- sveitin Fiskaklettur og hjálparsveitir skáta í Hafnarfirði og Garðabæ ásamt fleiri björgunarsveitum tóku þátt í æfíngunni, sem að sögn Stein- gríms Atlasonar, yfírlögregluþjóns í Hafnarfírði, tókst mjög vel. „Markmiðið var að kanna hvern- ig almannavarnakerfið virkaði við stórslys, fá fram veikleika til þess að lagfæra. í ljós kom, að lögregla átti í erfiðleikum með fjarskipti, sem menn munu bregðast við á réttan hátt,“ sagði Steingrímur Atlason í samtali við Morgun- blaðið. Gert var ráð fyrir að far- þegaflugvélin hefði hrapað til jarðar við Stefánshöfða við Kleif- arvatn og var það hlutverk björg- unarsveita að finna flak og far- þega. I æfingunni var vegurinn við norðanvert vatnið lokaður og voru björgunarmenn ferjaðir yfir vatn- ið á bátum eftir að „flakið" fannst. Þá var flugmanna varnarliðsins leitað og fannst annar á lífi, en hinn „látinn“. Gert var ráð fyrir að orrustuþotan hefði hrapað í vatnið og tókst að miða hana út og fundu kafarar gamalt bílflak með brúðu, sem komið var fyrir á botni vatnsins og notað sem flak þotunnar. Æfingin stóð yfir í fjór- ar klukkustundir, frá ellefu til eitt á sunnudaginn. Hinir „særðu" voru fluttir í Oldutúnsskóla eftir að læknar höfðu skoðað „meiðsl" þeirra á slysstað. Á næstunni verður fundur þeirra, sem þátt tóku í æfingunni til þess að meta niðurstöður. Lýst eftir vitni FIMMTUDAGINN 21. nóvember síðastliðinn var ekið á brúna Mazda-bifreið á bílastæði Morgun- blaðsins við Fischersund. Ekið var utan í bifreiðina einhvern tíma frá hálfsex til hálftólf um kvöldið. Þeir sem kunna að hafa orðið vitni að því þegar ekið var utan í bifreið- ina eru vinsamlega beðnir að snúa sér til Sigrúnar Línbergsdóttur í síma 10100. Tískusýning í kvöld kl. 20.30 Módelsamtökin sýna nýjan spennandi tízku- fatnað frá X-inu, Laugavegi33. HOTEL ESJU^ Hornið/Djúpið Hafnarstræti 15 Jazz í kvöld Guömundur Ingólfsson, píanó, Pálmi Gunnarsson, bassi, Gunnlaugur Briem, trommur. Paul Weeden, Bandaríkjunum, gítar. Ath. Djúpið er opið fimmtudags-, föstudags- og laugardags- kvöld frá kl. 19.00—23.30. Rt’sltmnini - l'izztrid V _______________/ ZAFARÍ A Aðgangseyrir 300 kr. Opidfrá 21.00-01.00. Aldurstakmark 18 ára. fimmtudaginn 28. nóv. kl. 21—-01. Kr.300. Jólaskemmtiatriöaboðsballsgaman — Dansleiksmánaöarinslandssambands- plötusnúöa Plötusnúðar (Skífuþeytar) Einkaball niðri Opiöuppi UPP<W HðLUWðOD H0LLYW00DT0P10 1. Waitin’for an Answer/Cosa Nostra 2. l'mYourMan/Wham 3. AGoodHeart/FeargalSharkey 4. Somethingabout You/Level42 5. Can't Walk Away/Herbert Guömundsson 6. CheriCheriLady/ModernTalking 7. They Say itsgonna Rain/Hazell Dean 8. OhSheila/ReadyfortheWorld 9. RSVP/Five Star 10. Trappet/Colonel Abrams

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.