Morgunblaðið - 28.11.1985, Page 59

Morgunblaðið - 28.11.1985, Page 59
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. NÓVEMBER 1985 59 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 10100 KL. 10—11.30 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS 'm\Ji ú jtj’/j ir Um trillubáta og frumvarp sjávarútvegsráðherra Eitt furðulegasta fyrirbæri í íslenskum stjórnmálum i dag er valdbeiting sjávarútvegsráðherra, með samþykki þings og stjórnar, gegn fiskveiðum sjómanna á smá- bátum, svonefndum trillukörlum. Jafnvel er svo langt gengið að flokksmönnum, sem langar að renna fyrir stútung um helgar sér til gamans og heilsubótar, er mein- að það, til að vernda fiskistofna. í fjölmiðlum talar ráðherra í þeim dúr, eins og um stórkostlegan glæp sé að ræða, þó þessir menn Kristján Gunnarsson, Akureyri, skrifar; Um þessar mundir er ríkis- stjórnin 2V4 ársgömul. Þessi ríkis- stjórn Framsóknar og Sjálfstæðis- flokks hafði í upphafi þau mark- mið helst, að afnema tekjuskatt og endurreisa efnahagslífið, sem var í molum, eftir áratug verð- bólgu. Seinr.i helming ársins 1983 og nær allt árið 1984 tókst að hefta verðbólguna með frábærum árangri. En á yfirstandandi ári hefur ríkisstjórnin gjörsamlega misst tökin á efnahagsmálunum og mun verðbólgan nú vera um 40% og fer hækkandi. Helstu or- sakir munu vera BSRB-samning- arnir haustið 1984 og samningar við ASÍ. Af framansögðu má draga þá ályktun að launþegasamtök þessa lands ráði verðbólguhraðanum ásamt vinnuveitendasamtökunum, ríkisstjórnin stjórni efnahagsmál- unum aðeins að nafinu til. Þannig hefur það gengið allar götur frá Velvakandi hvetur lcsendur til að skrifa þættinum um hvaðeina, sem hugur þeirra stendur til — eða hringja milli kl. 10 og 11.30, mánudaga til fostudaga, ef þeir koma því ekki við að skrifa. Meðal efnis, sem vel er þegið, eru ábendingar og orðaskipti, fyrirspurnir og frásagnir, auk pistla og stuttra greina. Bréf þurfa ekki að vera vélrituð, en nöfn, nafnnúmer og heimilisföng verða að fylgja öllu efni til þáttar- ins, þó að höfundar óski nafn- leyndar. Sérstaklega þykir ástæða til að beina því til lesenda blaðsins utan höfuðborgarsvæðisins, að þeir láti sinn hlut ekki eftir liggja hér í dálkunum. hafi veitt nokkru meira en hann hafði af náð sinni skammtað þeim. Ekki hlustar hann heldur á skýr- ingar þeirra hvers vegna svo vel aflaðist á árinu. Þar kom til þrennt, mikil fiskigengd, með af- brigðum gott veður til veiða og mikil fjölgun í þessari stétt manna. Ársafli trillubátanna er vart meiri en talið er að fari aftur í sjóinn af smáfiski við veiðar stærri skipa. Talið er að um 1500 sjómenn veiði á smábátum. Það þýðir að með fjölskyldum þeirra hafa 5 til því að viðreisnarstjórnin leið undir lok fyrir hálfum öðrum áratug. Mál er að þessum ósköpum linni, og tekist verði á við verðbólguna af hörku og orsakir hennar sem eru óraunhæfir og óábyrgir kjara- samningar verkalýðshreyfingar og vinnuvéitenda. Það er tímabært að ríkisstjórnin sýni launþegasam- tökum og atvinnurekendum hús- bóndavald sitt og stöðvi þessa vit- leysu, með lögum ef ekki dugir annað til. Kæri Velvakandi. Ég má til með að þakka frú Sigríði Rósu Kristjánsdóttur, Eskifirði fyrir erindið í þættinum „Um daginn og veginn", sem hún hélt 11. nóvember síðastliðinn. Það hefðu margir mátt roðna undir þeirri ræðu. Það er ekki nóg að komast til valda. Það þarf að standa við gefin loforð. Margir koma á þingpalla Al- þingis til að hlusta á ræðumenn 6 þúsund manns framfæri sitt af veiðunum. Þar að auki fellur til nokkur vinna til annarra við að verka aflann, sem kemur næsta spriklandi að landi að loknum hverjum róðrardegi svo að fersk- ara hráefni til vinnslu fyrirfinnst ekki. Smábátaútgerðin er megin- kjarninn i lifibrauði fólks í sjávar- plássum kringum landið. Þessum ljóta leik stjórnvalda, að meina trillukrölum að draga sér björg í bú, á að hætta tafarlaust. Nú gefst þingmönnum tækifæri til að sýna hug sinn í þessum efnum, við umræðu frumvarps ráðhérra um stjórnun fiskveiða næstu tvö ár. Línu- og færaveiðar báta, — 10 tonn og undir, — eiga að vera frjálsar öllum þeim sem þær vilja stunda, enda er þetta eina útgerðin sem stendur ennþá undir kostnaði þrátt fyrir aðgerðir stjórnvalda. Lífsbarátta þessara manna er svo hörð við höfuðskepnurnar, veður, vinda og misjafna fiskigengd, að ekki er þörf á að bæta þar við 59 þingmönnum og einum ráðherra til að torvelda þeim veiðar. Það eru fáir valdsmenn vinir „litla mannsins" þegar á reynir. Ólafur Á. Kristjánsson og þar er ég meðtalinn. Það er mjög leiðinlegt að sjá þingmenn þjóta úr sætum sínum þegar maður fer í ræðustól og oft eru æði fáir inni. Þingfundur stendur sjaldnast lengur en í 2—3 klukku- stundir og því stórfurðulegt að menn skuli ekki geta setið kyrrir í sætum sínum. Það þætti ekki gott hjá verkalýðnum ef hann væri ekki á sínum vinnustað. Hann fengi fljótt pokann sinn í hausinn. Ingimundur Sæmundsson Tímabært að ríkisstjórn- in sýni húsbóndavald sitt Þingmenn sitji fundi SIEMENS Einvaia lið: Siemens- heimilistækin Úrval v-þýskra SIEMENS-heimilistækja þar sem hvert tæki leggur þér liö við heimilisstörfin. Öll tæki á heimilið frá sama aðila er trygging þín fyrir góðri þjónustu og samræmdu útliti. SMITH & NORLAND HF. NÓATÚNI 4. SÍMI 28300. Dei Idarstiórar - verkef nastiórar - verkst iórar VERK- STJÓRNANDINN Stjórnunarfélag íslands heldur námskeiö sem á frummálinu heitir „The Front Line Manager" (Verkstjórnandinn). Byggt er á sviðsmynd þar sem þátttakendum eru sýnd á myndbandi margvísleg stjórnunarleg vandamál sem þeir verða að leysa. Efni: - Stjórnskipulag og upplýsingastreymi - Dreifing valds og ábyrgðar - Samskipti yfir- og undirmanna - Viðhorf til stjórnunar og lausn vandamála - Hvernig bregðast á við þegar spenna og vinnu- álag eykst á vinnustað - Mat á eigin stjórnunaraðferðum á vinnustað Leiöbeinandi: Helai Baldursson. viðskiptafræöingur i-1l kn» Stjórnunarfélag Islands Ánanaustum 15 • Sími: 6210 66

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.