Morgunblaðið - 10.12.1985, Side 1
88 SÍÐUR B
STOFNAÐ 1913
279. tbl. 72. árg._________________________________ÞRIÐJUDAGUR 10. DESEMBER 1985_______________________________Prentsmiðja Morgunblaðsins
Á myndinni er Bonner í Bandaríkjunum með móður sinni Ruth, sem
komin er yfir áttrætt og dóttursinni Tatiönu Yankelevich. AP/Símamynd
Bonner reiö vegna
falsaðs myndbands
Newton, Masnacbusettes, 9. desember. AP.
YELENA Bonner, eiginkona sov-
éska andófsmannsins Andrei
Sakharov, reiddist illa er hún sá
myndband með manni sínum, þar
sem hann er sýndur vera að borða
er hann var í raun réttri í hungur-
verkfalli, að sögn tengdasonar
hennar, Efraim Yankelevich.
Fullyrti hann að myndbandið
væri falsað, en það var gert eftir
fyrirsögn sovéskra embættis-
manna og var nýlega komið í
hendur vestrænna fjölmiðla. Það
var til dæmis sýnt í vestur-þýska
sjónvarpinu í dag. Sagði Yan-
kelevich að tengdamóðir sín væri
einkum reið yfir því að sovéskir
læknar skyldu hafa látið það
óátalið að leynimyndavélum væri
komið fyrir til upptökunnar.
Einnig sýnir myndin Sakharov
fylgja konu sinni á járnbrautar-
stöðina og bera fyrir hana ferða-
töskur hennar, er hún lagði upp
til Vesturlanda. Myndin er auð-
sjáanlega tekin með falinni
myndavél og telja fjölmiðlar á
Vesturlöndum að sovésk yfirvöld
vilji með þessu móti hrekja sögu-
sagnir um slæmt heilsufar Sakh-
arovs
Sjá frétt á bls. 38—39.
— Fjórir aðrir einnig fundnir sekir
Buenos Aires, 9. deoember. AP.
BORGARALEGUR dómstóll í Arg-
entínu fann fimm fyrrverandi yfir-
menn í hernum seka um brot á
mannréttindum, þegar þeir fóru
með ríkisstjórn landsins, er þeir
létu nema brott, pynta og myrða
þúsundir vinstri manna. Voru tveir
þeirra dæmdir til lífstíðar fangelsis-
vistar. Annar þeirra er fyrrverandi
forseti landsins, Jorge Videla, en
hinn yfirmaður í flotanum, Emilio
Massera. Þeir voru báðir fundnir
sekir um ótal morð, mannrán, pynt-
ingar og rán. Þessi réttarhöld eru
einstæð í sögu Suður-Ameríku.
Annar fyrrverandi forseti, Rob-
erto Viola, var einnig fundinn
sekur og dæmdur til 17 ára fang-
elsis. Þá var fyrrverandi yfirmað-
ur flotans, Armando Lambrusc-
hini, dæmdur til 8 '/■> árs fangelsis
og fyrrverandi yfirmaður flug-
hersins, Orlando Agosti, var
dæmdur til 4'A árs fangelsisvistar.
Sýknaðir voru, Leopoldo Galtieri,
fyrrverandi forseti, Jorge Anaya,
fyrrverandi yfirmaður flotans og
Omar Graffigna, fyrrverandi yfir-
maður flughersins.
Dómsuppkvaðningunni var
sjónvarpað beint um alla Argent-
ínu, aðeins fáum stundum eftir að
Raul Alfonsin, forseti landsins
nam úr gildi neyðarástandslög,
sem sett voru fyrir 45 dögum til
að koma í veg fyrir baráttu hægri
manna sem tengdir voru her-
Olíumálaráðherrar OPEC-ríkja
ákváðu á fundi sínum um helgina
að leggja allt í sölurnar til að hlut-
deild þeirra í olíumarkaðinum
minnkaði ekki og heyja verðstríð ef
þörf krefði. Segir nýkjörinn formað-
ur OPEC, Arturo Hernandez Gris-
anti, olíumálaráðherra Venezuela,
aö samtökin séu tilbúin í verðstríð
og að veruieg verðlækkun sé í nánd.
Kosin var nefnd 5 olíumálaráðherra
til að gera tillögur um nýja verð- og
framleiðslustefnu fyrir sérstakan
aukafund ráðherranna upp úr ára-
mótum.
Ákvörðun ráðherranna er óvænt
enda þótt viðurkennt sé að sú
stjórninni, gegn núverandi ríkis-
stjórn landsins.
Dómarnir sem upp voru kveðnir,
eru ekki eins þungir og saksóknari
krafðist yfir þeim ákærðu, en hann
krafðist lífstíðardóma yfir öllum
þeim sem sakfelldir voru og styttri
dóma yfir hinum sem fundnir voru
saklausir.
aðferð OPEC-ríkja að halda uppi
verðlagi með þvi að takmarka olíu-
framleiðslu hafi misheppnast.
Ástæðan fyrir breyttri stefnu
muni vera efnahagskreppa í mörg-
um aðildarríkjanna vegna minnk-
andi olíutekna. Er því jafnvel búist
við að OPEC-ríkin muni reyna að
auka markaðshlutdeild sína, en
ráðherrarnir vörðust að öðru leyti
allra fregna um hvers væri að
vænta. Sérfræðingar telja að tíð-
indalítið verði fram að aukafundi
OPEC-ráðherranna. Þeir telja að
ákvörðun ráðherranna verði til að
flýta fyrir verðlækkun á olíu, sem
spáð hefur verið.
OPEC—rfkin und-
irbúa olíverðstríð
Genr, 9. desember. AP.
— Verölaunahafarnir björguðu mannslífi á fréttamannafundi
Osló, 9. desember. Frá frétUriUra Morgunblaðsins, Jan Erik Laure.
L/EKNARNIR Yevgeny Chazov og | friðarverölaun Nóbels í ár fyrir
Bernhard Lowns, sem hlotið hafa I hönd samtaka sinna, Alþjóðasam-
Fillippseyjar:
Segir Ver af sér
fyrir kosningar?
Manila, Fillippseyjum, 9. desember. AP.
MARCOS, forseti Fillippseyja, segir
það hugsanlegt að Ver, nýskipaður
yfirmaður heraflans, verði látinn
segja af sér, áður en til forsetakosn-
inganna kemur í febrúar næstkom-
andi, en bætti við að að Ver hafi
óskað þess, „að fá að Ijúka ætlunar-
verki sínu, áöur en hann hætti“.
Marcos sagði að Ver ásamt flest-
um helstu yfirmönnum hersins og
29 hershöfðingjum, hefðu látið í
ljósi að þeir væru tilbúnir til þess
að láta af störfum sínum, að því
tilskyldu að hæfir menn fyndust í
staðinn og þeir hefðu tækifæri til
að ljúka skyldustörfum sínum.
Ekki kom fram hvert „ætlunar-
verk“ Vers væri, en hann var gerð-
ur að yfirhershöfðingja á nýjan
leik, eftir að dómstóll hafði fundið
hann saklausan af því að hafa
undirbúið launmorðið á Benigno
Aquino, einum helsta stjórnarand-
stæðingi Marcosar.
Þá hefur stjórnarandstæðingur-
inn, Salvador Laurel, tilkynnt
framboð sitt til forsetaembættis-
ins gegn Marcosi. Er hann fyrstur
stjórnarandstæðinga til þess, en
áður hafði hann samþykkt að vera
varaforsetaefni Corazon Aquino,
ekkju Benigno, sem búist er við
að muni einnig bjóða sig fram.
Hann hætti við þetta í gær, sunnu-
dag, en sagði við fréttamenn að
hann héldi þeirri leið opinni að
draga framboð sitt til baka, kæmi
í ljós að hún nyti meira fylgis en
hann.
taka lækna gegn kjarnorkuvá,
björguðu mannslífi í gær, er þeir
hófu lífgunartilraunir á sovéskum
blaðamanni, sem fékk hjartaáfall á
fundi þeirra með fréttamönnum.
Læknarnir taka við friðarverð-
launum Nóbels á morgun. Hyggja
mörg norsk samtök á mótmælaað-
gerðir meðan á afhendingunni
stendur, en hún hefur vakið miklar
deilur, þar sem Sovétmaðurinn
Chazov er ásakaður fyrir að hafa
átt hlut að því að sovéski andófs-
maðurinn, Ándrei Sakharov, var
settur í útlegð til Gorki.
Chazov var mikið gagnrýndur á
fréttamannafundinum, en neitaði
að svara spurningum um mann-
réttindamál í Sovétríkjunum.
Sagðist hann vera fulltrúi Sam-
taka lækna gegn kjarnorkuvá og
myndi halda sér við að svara
spurningum sem snertu samtökin.
Félagi hans frá Bandaríkjunum,
Lowns, studdi hann hvað þetta
snerti og sagði það mikilvægt að
samtökin beittu sér fyrir einu
málefni, sem væri hættan á kjarn-
orkustríði.
Sjá ennfremur frásögn og myndir á
bls. 36-37.
AP/símamynd
Sovéski fréttamaðurinn sem fékk hjartaáfallið liggur á gólfinu. Læknarnir
Chazov og Lown hófu strax lífgunartilraunir i manninum og héldu í honum
lífi þar til hægt var að flytja hann á sjúkrahús. Yfirlæknir á ríkisspítalanum
í Osló, sagði í gærkvöldi að maðurinn væri úr allri hættu og hefðu lífgunar-
tilraunir læknanna án efa bjargað lífi hans.
Fyrrverandi forseti Argentínu dæmdur til lífstfðarfangelsis:
SakfeUdur fyrir
mannréttindabrot
Mótmælaalda vegna
friðarverðlaunanna