Morgunblaðið - 10.12.1985, Síða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR10. DESEMBER1985
Konsertklúbburinn
Tónlist
Jón Asgeirsson
Konsertklúbburinn er einn
þeirra hópa, sem staðið hafa fyrir
kammertónleikum og sl. sunnudag
flutti hópurinn tónlist eftir Bach
og Hándel. Þeir sem komu fram
voru Martial Nardeau, Guðrún S.
Birgisdóttir bæði á flautu, Kat-
hleen Bearden og Þórhallur Birgis-
son á fiðlu, Nora Kornblueh á
celló og Elín Guðmundsdóttir á
cembal. Tónleikarnir hófust á són-
ötu í G-dúr fyrir tvær flautur og
samfelldan bassa. Leikur Nardeau
og Guðrúnar S. Birgisdóttur var
mjög til samræmis við hugmyndir
sem hafa verið á reiki um tón-
flutning á dögum Bachs. Vel má
vera að svona daufur og dempaður
leikur hafi verið eðlilegur á þau
hljóðfæri sem notuð voru á tímum
Bach, en á nútímaflautu þarf að
búa slíkan tón til og þar skilur í
milli, að hljóðfærið hindraði áður
fyrr stærri tónmyndun en hér er
hljóðfærið hindrað í að hljóma að
fullu. Til þess að ná svona áhrifum
væri rétt að leika á upprunaleg
hljóðfæri. Hvað sem svo segja má
um slíkan tilbúning, var leikur
þeirra mjög vel útfærður þó nokk-
uð væri samfelldi bassinn sterkur
hjá cellóleikaranum, sem var Nora
Kornblueh, ásamt Elínu Guð-
mundsdóttur á cembal.
Annað verkið á einleiksskránni
var einleikspartíta fyrir flautu,
eftir Bach. Partítan var mjög vel
leikin og t.d. Sarabandan með þeim
þokka og sérstaka blæ, sem líkja
má við eintal, ekki þar sem talað
er til annarra, heldur eintal ein-
verunnar. Margt annað snart í leik
Nardeau, sem gaf þessu fallega
verki sérkennilegan og persónuleg-
an blæ.
Ein tríósónata var flutt eftir
Hándel, op. 2, no. 8 og þar léku
við undirleik samfellda bassans,
Þórhallur Birgisson og Kathleen
Bearden á fiðlur. Það má segja það
sama og um flautusónötuna, þó
margt væri, eins og í flautusónöt-
unni, vel gert. Barokkin er fyrir
nútímamanninum lifandi list og
hefur staðist þær breytingar, sem
orðið hafa í flutningstækni og
hljóðfærasmíði. Frá sögulegu sjón-
armiði gæti verið gaman að vinna
upp flutning eins nærri því upp-
runalega og hugsanlegt er, en þá
þarf til þess umbúnað sem líkastan
því sem var ástæðan fyrir þessum
flutningsstíl. Þrátt fyrir að margt
væri mjög vel gert, setti þessi
uppgerð svolítið tilbúinn svip á
tónleikana, sem voru sérlega vand-
aðir hvað varðar efnisval.
Vegleg bók
Myndlist
Valtýr Pétursson
Eins og margur man, varð Lista-
safn íslands hundrað ára á þessu
ári, og nokkuð var um umstang
hjá safninu í tilefni afmælisins.
Eitt af því merkilegasta, sem
gert var til hátíðabirgða, var að
gefið var út veglegt rit um safn-
ið, og nú fyrir jólavertíðina lang-
ar mig að minna á þetta fallega
rit. Síðsumars barst mér þetta
rit í hendur, og hef ég því haft
nægan tíma til að kynnast því
vel, en oft hefur það orðið mér
til mikillar ánægju. Einnig má í
það sækja mikinn fróðleik um
íslenska myndlist og Listasafn
jslands, þar sem öll íslensk verk
safnsins eru skráð í þessu riti.
Mikill fjöldi mynda er í bók-
inni, og eru þær ágætlega prent-
aðar og að mínu mati nokkuð vel
valdar. Þetta atriði verður þess
valdandi, að bókin er eitt feg-
ursta rit sinnar tegundar, sem
komið hefur út hérlendis, og því
kjörin til gjafar jafnt hér á landi
og út um víða veröld. Þarna er
íslensk myndlist kynnt á
skemmtilegan hátt. Lesmál bók-
arinnar er eftir forstöðumann
safnsins, dr. Selmu Jónsdóttur,
og er saga safnsins í hnotskurn.
Texti er bæði á íslensku og ensku,
og allur frágangur þessa rits er
til sóma fyrir þá, er hlut eiga að
þessu riti.
Seðlabankinn og listamaður-
inn Leifur Breiðfjörð eiga ekki
lítinn þátt í því, að þetta rit er
út komið, og ber að þakka þeim
aðilum sérstaklega fyrir rausn
við Listasafn íslands. Ég minni
á þessa bók nú, þegar jólamark-
aður fer í hönd, og fullyrði, að
þessi bók er hin eigulegasta og
tilvalin til gjafa bæði innlendum
og erlendum. Þarna er á ferð
listaverkabók, sem hefur það
fram yfir aðrar slíkar að sýna,
hvað Listasafn fslands er, og ég
efa, að nokkur önnur listaverka-
bók, sem út hefur komið á ís-
landi, standist samanburð við
þetta rit.
Kór Dómkirkjunnar ásamt stjórnandanum Marteini H. Friðrikssyni
Kór Dómkirkjunnar
Tónlist
Egill Friöleifsson
Dómkirkjan 4.12. 1985
Flytjendur: Elín Sigurvinsdóttir,
sópran
Helgi Pétursson, orgel
Kór Dómkirkjunnar
Stjórnandi: Marteinn H. Friðriks-
son.
Efnisskrá: Verk úr ýmsum áttum.
Það hefur verið mikið um að
vera í Dómkirkjunni að undan-
förnu. Nýlokið er gagngerum
endurbótum á kirkjunni, sem
greinilega hefur haft áhrif á
hljómburðinn til hins betra, og
um síðustu helgi var nýtt og
glæsilegt orgel vígt við hátíðlega
athöfn á fyrsta sunnudegi í að-
ventu. Það var þó ekki orgelið,
sem var í aðalhlutverkinu sl.
miðvikudagskvöld, heldur Kór
Dómkirkjunnar, sem hélt að-
ventutónleika, sem voru þriðji
og síðasti liðurinn í tónlistardög-
um Dómkirkjunnar.
Kór Dómkirkjunnar hefur um
skeið starfað í tveimur hópum.
Svo vildi til að ég heyrði í öðrum
hópnum sl. sunnudag, en hinum
við þetta tækifæri. Hér verður
ekki gerður samanburður á hóp-
unum, þó munurinn sé nokkur.
Sá er hér um ræðir er skipaður
ungu fólki, um þrjátiu talsins,
og er sumt vel tónmenntað og
þaulvant söngfólk. Marteinn H.
Friðriksson er laginn og vand-
virkur stjórnandi, sem leggur
áherslu á hina nettari hlið söngs-
ins. Hljómur kórsins er mildur,
stundum dálítið mattur, en ávallt
blæfagur og jafnvægi gott milli
radda, þar sem þó sópran og allt
hefur þéttari og samfelldari tón
en tenórogbassi.
Kórinn hóf tónleikana með því
að syngja einradda ísl. þjóðlagið
„Með gleðiraust og helgum
hljóm" og rak síðan hvert lagið
annað. Það er e.t.v. ástæða að
taka fram að lagið „Hve mun ég
mega ganga“ (eða „0, höfuð
dreyra drifið") er ekki eftir Bach
eins og getið var um í efnisskrá,
heldur Hans Leo Haszler eftir
því sem ég veit best. Raddfærslan
er hins vegar eftir Bach og ber
meistaranum fagurt vitni.
Þá lék ungur organisti, Helgi
Pétursson, nokkra sálmforleiki
úr „Orgelbuc chlein" eftir Bach.
Helgi er efnilegur tónlistarmað-
ur. Hann ætlaði sér ekki um of,
en lék áferðarfallega og hnökra-
lítið þessar perlur Bachs þannig
að hið nýja, glæsilega hljóðfæri
hljómaði fagurlega í höndum
hans.
Næst heyrðum við kórinn
syngja „Sjá, grein á alda meiði",
sem við þekkjum raunar betur
sem „Það aldin út er sprungið"
í stórsnjallri útfærslu Hugo
Distlers, þar sem hann leikur sér
með þetta gamla lag af stakri
snilld. Og án þess að ætla að tína
hér upp öll lögin á efnisskránni
get ég ekki stillt mig um að
minnast á ágætan flutning á litlu
en mögnuðu verki eftir Francis
Paulenc „0 magnum myster-
ium“. Sópraninn á skilið sérstakt
hrós fyrir ágæta frammistöðu í
þessari viðkvæmu en áhrifaríku
tónsmið. Við heyrðum einnig
Elínu Sigurvinsdóttur syngja
nokkur lög og brást hún ekki
fremur venju.
Tónleikunum lauk svo með því
að kórinn söng verk eftir þá
Praetorius og Brahms. Þetta var
notalegur konsert og fallegur.
Safaríkt minni
Bókmenntir
Jóhanna Kristjónsdóttir
Emil Björnsson: Minni og kynni,
frásagnir og viðtöl. Útg. Örn og Ör-
lygur 1985
Átta frásagnir og fjögur viðtöl
eru í þessari bók sr. Emils Björns-
sonar. Hefst á grein um Jónas frá
Hriflu „Enginn millivegur". Þar
segir í hispurslausu máli, en af
mikilli hrifningu og. einlægni frá
þeim kynnum, sem höfundur hafði
ungur af Jónasi og allar götur
síðan meðan Jónas lifði. „Jónasar-
kynslóðin" er að komast á þann
aldur að hefja minningaskrif; fyrir
fáeinum dögum var ég að lesa um
Jónas í bók Halldórs E. Sigurðs-
sonar. Myndin sem Emil Björns-
son dregur upp af Jónasi er trú-
verðug og sjálfsagt ekki margt
ofmælt, því að hann leitast við að
horfa á Jónas og þátt hans í ís-
lenzkum stjórnmálum og menn-
ingarmálum frá fleiri hliðum en
hins gagntekna lærisveins. Því
verður úr góður kafli og merk
heimild.
„Höfuðsetið höfuðskáld" er um
Halldór Laxness og er ásamt Jón-
asarþættinum annar viðamesti
kaflinn í bókinni. Það er ugglaust
rétt til getið hjá höfundi, að yngri
kynslóðir gera sér tæpast grein
fyrir þeim ofsóknum sem Halldór
mátti sæta þegar hann var að
senda frá sér fyrstu bækur sínar.
Þótt ekki sé langt um liðið.
Sinnaksipti landans þegar viður-
kenningin kemur svo erlendis frá
og nær hámarki með Nóbelsverð-
launum eru sýnd af töluverðu
miskunnarleysi og kannski ekki
að öllu leyti af sanngirni. Því að
Laxness var ekki umsetinn óvinum
eingöngu, hann átti sína aðdáend-
ur og þá marga sem dáðu hann
skilyrðislaust, löngu áður en hann
fékk hin umtöluðu bókmennta-
verðlaun. En umdeildur var hann
og meira en það. Það hefur kannski
verið gæfa hans — að minnsta
kosti eftir á. Ágætlega skrifaður
þessi Laxnesskafli og mjög læsi-
legur. Þessir tveir þættir eru sem
sagt innihaldsmestir og líklegir til
að vekja umræður manna á meðal,
enda töluverður gustur í þeim.
„Friðelskandi bardagamaður" er
um Hendrik Ottósson, samstarfs-
mann Emils til margra ára. Þetta
er að vísu skrifað mjög persónu-
lega, en Emil er þó ekki að rifja
upp kynni þeirra fyrst og fremst,
heldur drepa á ýmis helstu atriðin
í lífi Hendriks Ottóssonar, marg-
slungins baráttumanns og segir á
einum stað: „Hann var það sem
nefnt er á útlendu máli „universal-
isti“ og kallað hefur verið alfræð-
ingur á okkar máli. Hann var
verkamaður, sjómaður, rithöfund-
ur, félagsmálaforkólfur, ræðumað-
ur, málvísindamaður, málakenn-
ari, fréttamaður, útvarpsfyrirles-
ari, talsmaður dýraverndar, bind-
indisforkólfur um skeið, stundaði
auk málvísinda háskólanám í lög-
fræði og guðfræði og var mikill
vesturbæingur."
Ekki lítið það. Emil hefði mátt
hafa þennan kafla ítarlegri. Þótt
þar sé margt haglega og viturlega
sagt náum við ekki að fá þessa
fjölþættu mynd af Hendrik Ottós-
syni sem upptalningin hér á undan
vísar á.
Liprir og viðfelldnir þættir eru
síðan um nokkra til viðbótar og
síðar í bókinni svo nokkur viðtöl
sem mér er ekki ljóst hvort hafa
öll komið í sjónvarpi. Það var
gaman að lesa viðtalið við Sigurð
Nordal, einkum vegna þeirrar
orðgnóttar Nordals og margt sagt
í fáum orðum. Á hinn bóginn
finnst mér sem aldrei fengist svar
við spurningu Emils um höfuðrök-
in fyrir kenningum Sigurðar um
íslendingasögurnar og var það
miður. Viðtalið við Brynjólf
Bjarnason er upplýsandi um mann
sem um áratugi hefur veirð lítt í
Emil Björnsson
sviðsljósinu og yngra fólki varla
kunnugt um hann og hans kenn-
ingar utan ákveðins hrings.
Viðtalið við ómar Ragnarsson
er bara skemmtilegt og þótt ég
viti ekki hversu mikið það er
unnið, er það í fyrsta skipti sem ég
hef séð Ómar haminn í viðtali. Og
er þetta sagt í jákvæðum tón.
Állar greinar hefði átt að dag-
setja og taka fram hvenær eða
hvort þær hafa birzt. Nafnaskrá
hefði ekki skaðað.
Kímni og góð frásagnargáfa sr.
Emils Björnssonar, íhygli og skörp
mannþekking gerir þessa bók að
mörgu leyti eftirsóknarverða í
lestri.