Morgunblaðið - 10.12.1985, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR10. DESEMBER1985
15
FORLAGSFRÉTTl R
Heimsl
menntir
áíslensku
Á þessu ári gefur Forlagiö út nokkur erlend öndvegisrit í
íslenskri þýöingu. Þeirra á meöal eru skáldverk tveggja
meistara frá Suöur-Ameríku og ný skáldsaga breska rit-
höfundarins Fay Weldon.
í sagnaheimi Márquez
Af jarðarför Landsmóður-
innar gömlu nefnist skáld-
verk eftir Nóbelsverðlauna-
hafann frá Kólumbíu, Gabri-
el Garcia Márquez. Þorgeir
Þorgeirsson þýðir verkiö af
einstakri snilld. Fáir rithöf-
undar okkar tíma hafa hlotið
jafn veröskuldaöa athygli
og aödáun og Márquez en
þetta er fjóröa skáldverkið
eftir hann sem út kemur á
íslensku.
Söguheimur verksins er
kunnur úr fyrri sögum höf-
undarins: Makondó, heimur
stöðnunar, uppgjafar og úr-
kynjunar. Andrúmsloftið
mettað raka og hitasvækjan
óbærileg. íbúar Makondó
skapa enga sögu, þeir
þrauka aðeins og bíöa.
Höfundurinn afhjúpar marg-
ræðni mannlífsins af hlífðar-
leysi og írónískri glettni.
Hann yrkir um grimmdina
og siðleysiö og bregður upp
ógleymanlegum myndum af
þeim sem sporna viö niður-
lægingunni þótt uppreisn
þeirra sé vanburða og
næstum ósýnileg. Af meist-
aralegri íþrótt fléttar Gabriel
Garcia Márquez saman
sögu þjóðar sinnar,
hvunndagsleika hennar,
kjaftasagnir og goösagnir.
Sagnaheimur hans er allt í
senn, jarðbundinn og smá-
munasamur, fullur af und-
rum og stórmerkjum.
„Hér leyna sér ekki tök snill-
ings í frásagnarlist og blæ-
brigöaríkum persónulýsing-
um. Góður inngangur að
fjölbreytilegum heimi Már-
quez, kannski meö vandaðri
bókmenntaverkum sem
koma út fyrir jól,“ segir Jó-
hanna Kristjónsdóttir í rit-
dómi um verkiö.
Ævi og ástir
kvendjöfuts
Svo nefnist ný bók eftir
bresku skáldkonuna Fay
Weldon, höfund Praxis sem
á sínum tíma fór sigurför
meöal íslenskra lesenda.
Sagan segir frá Rut, heiðar-
legri húsmóður sem verður
fyrir því að eiginmaöurinn
kallar hana kvendjöful og
tekur saman við aöra konu.
Hvað getur Rut gert —
ófríðari en amma skrattans
— með undurfagra skáld-
konu að keppinaut? Auð-
mýkingin kallar á hefnd en
hvaða tilgangi þjónar hefnd-
in? Það er ein hinna mis-
kunnarlausu spurninga sem
Fay Weldon spyr lesendur
sína í þessari meinfyndnu
og djöfullegu satíru.
Bókin hlaut einróma lof
lesenda og gagnrýnenda
þegar hún kom út. Gagn-
rýnandi Publishers Weekly
segir m.a.: „Það er ómæld
skemmtun að þessari beittu
satíru. Fay Weldon svífst
. einskis í gagnrýni sinni og
fyndni hennar er miskunn-
arlaus. Þetta er einstök
skáldsaga." Elísa Björg
Þorsteinsdóttir þýðir sög-
una.
Göngin — saga eftir
Ernesto Sabato
Ernesto Sabato, einn virt-
asti rithöfundur Argentínu,
hlaut á árinu 1984 virtustu
bókmenntaverðlaun spæn-
skumælandi þjóða fyrir list
sína — Cervantesverðlaun-
in. Göngin er eitt af sígildum
verkum suður-amerískra
bókmennta, á yfirborðinu
óhugnanleg og spennandi
morðsaga en undir niðri hin
eilífa saga um örvæntingu
þess sem ferðast einn um
sín eigin dimmu göng. „Því
manns eigin göng eru ekki
göng annarra. Þótt tveir séu
fæddir af sömu móður og
fari gegnum sömu leggöng
móti lífinu tryggir það ekki
samræði og skilning
beggja," segir þýðandi sög-
unnar, Guðbergur Bergs-
son, m.a. í ítarlegum eftir-
mála sem hann ritar um
höfundinn og verk hans.
„Göngin er skáldsaga sem
rúmar mikið þótt hún sé
ekki löng,“ segir Jóhann
Hjálmarsson m.a. í ritdómi.
„Menn geta lesið hana eins
og morðsögu og lagt hana
frá sér sem slíka. Hún full-
nægir að mínu viti þörf slíks
lesanda. En um leið og
henni er lokið byrja aðrar
sögur aö fara sínu fram. Þaö
sannar aö hér er á ferð
sjaldgæft meistaraverk, bók
sem allir þurfa að lesa ...“
FORLAGIÐ"
FWKKASTfc 6A.SÍMI91-2SI88
.<>
Grein um
Kjarval í CRAS
Myndlist
Bragi Ásgeirsson
Danska listtímaritið Cras hefur
verið gefið út í 12 ár og var stofn-
að af Paul Gammelbo. Eftir fráfall
hans fyrir fáum árum tóku þeir
Troels Andersen og Jens Kirke-
gárd við útgáfunni og halda uppi
stefnu stofnandans með miklum
glæsibrag. Tímaritið er í raun í
heftuðu bókarformi og er að öllu
leyti hið vandaðasta að allri gerð
og greinarnar mjög fróðlegar af-
lestrar og gefa góða innsýn í
danska sem alþjóðlega myndlist
en þó aðallega norræna.
f síðasta hefti er m.a. grein
um Emil Hannover og Heinrich
Hirsprung, og segir frá sögu
safns sem kennt er við hinn síð-
arnefnda, sem var tóbaksfram-
leiðandi. Hann var mikill velunn-
ari danskra myndlistarmanna og
safn hans í Stockholmsgade er
þá var smápolli nfjar skemmti-
lega upp ýmsa skrítna siði Kjar-
vals og segir frá sérlundaðri
skapgerð hans. Öll er greinin hin
læsilegasta og sýnir að Tryggvi
er ágætlega ritfær maður og
gæti vafalaust haslað sér völl á
sviði ritlistar í Danmörku.
Danska hans er létt og lifandi
og af og til bregður fyrir skáld-
legum tilþrifum.
Pistill Tryggva er og ágæt
viðbót við það sem áður var vitað
um listamanninn og kemur til
að hafa heimildagildi í framtíð-
inni.
Hér er einlæglega sagt frá og
augijós er aðdáun Tryggva á
þessum sérstæða einfara er var
svo hógvær að hann borðaði frek-
ar gráfíkjur frá Kaliforníu,
blautar sveskjur úr vasa sínum
ellegar hollenzkar kartöflur en
að þiggja ilmandi lambasteik af
bóndakonunum í nágrenninu er
voru ósparar að bjóða honum í
mat. Svo átti hann og nóg af
Kjarval leið forkunnarvel í sumarhúsi sínu, þótt ekki væri það í stærra
lagi. Segja sumir að hann hafi varla getað staðið uppréttur í því.
Húsið undir klettunum og bátahúsið ( forgrunni.
yndislegt að heimsækja og hefur
töluverða sérstöðu um kynningu
danskrar listar. Samvinna þess-
ara tveggja listunnenda var mjög
náin og er sérstakur kapítuli út
af fyrir sig í danskri listsögu.
Það sem öðru fremur skiptir máli
fyrir okkur íslendinga að í þessu
hefti er jæss veglega minnst að
100 ár eru frá fæðingu Jóhannes-
ar Kjarval og í því tilefni skrifar
Tryggvi Ólafsson málari í Kaup-
mannahöfn sérstaka grein er
hann nefnir „Erindringer om
Kjarval". Fjallar hún um fyrstu
kynni Tryggva af listamanninum
en hann var þá í sveit í nágrenni
sumarhúss listamannsins á
heimaslóðum hans. Tryggvi sem
saltfiski í bleyti! Greininni fylgja
allmargar myndir sem eru mjög
til prýði og eru þær flestar tekn-
ar af Karl Hjelm en einnig fylgja
tvær heilsíðumyndir af Kjarval
að störfum er Kristján Magnús-
son hefur tekið svo og tvær
myndir af listaverkum hans.
Að öllu samanlögðu er mikill
fengur að þessari grein í Cras,
sem berast mun víða og vera
lesin af mörgum og af mikilli
athygli ef að líkum lætur.
Ber að þakka þetta framtak
með virktum og vekja um leið
athygli á ágætu listtímariti, sem
þyrfti að hasla sér völl á landi
hér, vera liður í norrænum
menningarsamskiptum.