Morgunblaðið - 10.12.1985, Side 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR10. DESEMBER1985
Um málefni fískvinnslufólks
— eftir Ernu
Gunnarsdóttur
Kröfugerð samninganefndar
Verkamannasambands íslands í
júní síðastliðnum olli slíku fjaðra-
foki að við lá að samningaumleit-
anir við Vinnuveitendasambandið
færu alveg út um þúfur.
Kröfurnar þóttu svo miklar og
flóknar, að langan tíma þyrfti til
útreikninga og samninga.
Þau undur og stórmerki höfðu
gerst að fiskvinnslufólkið fór að
gera kröfur. — Hvað var eiginlega
um að vera? — Gat það bara ekki
haldið áfram að vinna fiskinn,
malað þjóðinni gull, og þagað eins
og það hefur gert? En ég held að
það sé nú loksins búið að fá nóg.
Nóg af því að sæta alltaf verstu
kjörunum í öllum samningum. —
Gera menn sér ekki grein fyrir
því, að það krefst einfaldlega
stærri skerfs af þeim þjóðarauði
sem það skapar. A síðasta ári var
verðmæti sjávarafla upp úr sjó um
8 milljarðar króna, en útflutnings-
verðmæti um 16 milljarðar. —
Segir þetta fólki enga sögu? —
Fiskvinnslufólkið er loksins búið
að fá nóg af því, að horfa upp á
alla vitleysuna í fjármálum þjóð-
arinnar, sóunina og peningabruðl-
ið í allri stjórnsýslu. — Því það
„Það er ákaflega
slæmt, svo ekki sé
meira sagt, að ekki
skuli vera hægt að
standa saman og gera
sameiginlegar kröfur
fyrir allt landið. Veikir
það mjög mikið alla
samningagerð og þann
árangur, sem af er
vænst.“
virðast nógir peningar til, þegar
þeir hærra settu í þjóðfélaginu
eiga í hlut. — Þess vegna segir
þetta fólk: „Við skulum líka sækja
eitthvað af þjóðarauðnum."
Uppsagnarfrestur fiskvinnslu-
fólks hefur verið mjög til umræðu,
enda atvinnuöryggið nánast ekk-
ert þegar hægt er að senda það
heim með viku fyrirvara, í lengri
eða skemmri tíma, jafnvel oft á
ári. Fólkið leitar nú réttar síns. —
Mannsæmandi öryggis í vinnu og
mannsæmandi launa.
Á þessum júnídögum fékk samn-
inganefnd fiskvinnslufólksins
kaldar kveðjur í fjölmiðlum. Þetta
væri æsinga- og öfgahópur, sem
væri að hafa góð samningatilboð
af þorra vinnandi fólks í landinu
og vildi bardaga, bardaganna
vegna, — til þess gerðan að steypa
núverandi ríkisstjórn. Svo mörg
voru þau orð. En þetta bjargaðist
nú allt. Fólkið fékk sínar kaup-
hækkanir. Kröfum fiskvinnslu-
fólks var bara ýtt út af borðinu
og eftir sat það, sem áður, á botn-
inum, ásamt ákvörðun um að mál-
efni þess yrðu tekin fyrir síðar.
Undanfarin misseri og reyndar
undanfarin ár hefur oft komið
fram í blöðum og öðrum fjölmiðl-
um að fiskvinnslufólk þurfi að fá
hækkun á kaupi sínu og kjörum
og hafa margir atvinnurekendur í
sjávarútvegi og vinnslu skrifað
greinar þess efnis. T.d. sagði einn,
að þeir hefðu fallið í þá Ijónagryfju
að halda niðri kaupi fiskvinnslu-
fólks. — Enda sjá þeir á eftir
mörgu vönu fólki í önnur störf, þar
sem þau er að hafa.
Einnig í eldhúsdagsumræðum á
Alþingi í vor töluðu flestir þing-
menn um að hækka þurfi kaup
fiskvinnslufólks. Enda skulum við
vona að þeir manna fyrstir geri
sér grein fyrir mikilvægi þessara
starfa. Ef til vill sækir þetta fólk
í framtíðinni hluta af sínu kaupi
til ríkisins, ásamt ýmsum fríðind-
um, og það aftur til milliliðanna,
t.d. bankaveldisins. — Hver veit!
Ef við lítum aðeins til Banda-
ríkjanna og dollarans, sem við
fslendingar virðumst svo ákaflega
háðir, bæði hvað varðar söluverð
afurða okkar og lántökur og
greiðslur erlendis. Þá má sjá, að
fiskvinnslufólkið er ekki hálfdrætt-
ingar í kaupi á við svertingjana
þar úti, þrátt fyrir alla yfirvinn-
una og bónusinn.
Bónusinn
f september voru gerðir nýir
bónussamningar milli Verka-
mannasambands íslands og
Vinnuveitendasambandsins. Þeim
lyktaði þannig að samið var á allt
öðrum nótum, en kröfurnar upp-
haflega hljóðuðu. Aðalmálin voru
30 kr. föst bónusgreiðsla, en ekki
hækkun bónusgrunns, premíukerf-
ið út og föst lágmarksnýting. Lág-
marksnýtingin fékkst inn, í 6 mán-
uði til reynslu. Premíukerfið
áfram inni með nokkurri hækkun,
en ólagfærðum vitleysum. En fasta
bónushlutanum, 30 krónunum, ýtt
út af borðinu, en bónusgrunnur
hækkaður. Þessir samningar voru
ýmist samþykktir eða felldir í
aðildarfélögunum. Um sama leyti
voru samningar og samningaum-
leytanir í gangi, í hverju lands-
horni að kalla. — Vestmanneying-
ar sömdu sér. — Ósamið á Vest-
fjörðum. — Nýsamið á Eyjafjarö-
arsvæðinu og ósamið í mörgum
félögum á Austfjörðum, sem felldu
verkamannafélagssamningana frá
í september.
Það er ákaflega slæmt, svo ekki
sé meira sagt, að ekki skuli vera
hægt að standa saman og gera
sameiginlegar kröfur fyrir allt
landið. Veikir það mjög mikið alla
samningagerð og þann árangur,
sem af er vænst.
Atvinnurekendum er þessi óein-
ing kærkomin og spila eftir því. —
Þeir vilja viðhalda bónusþræl-
dómnum og buðu hækkaðan bón-
usgrunn, enda græða þeir meira á
honum, en fólkið. I kröfugerð
Verkamannasambandsins var hins
vegar farið fram á fastan bónus,
að hluta, eins og áður er komið
fram, en ekki hækkun á bónus-
grunni. — Því það sjá allir að ekki
er eðlilegt að bónusinn geti orðið
mun hærri en tímakaupið og verð-
ur að spyrna við fótum. — Verðum
að ná fasta kaupinu upp. Tímakaup-
inu númer eitt og föstum hluta
bónuss, á meðan hann er við lýði.
Það er að verða skoðun æ fleiri,
að bónusinn skuli lagður af, en
mannsæmandi tímakaup komi í
staðinn. f þeim löndum sem bónus
var fyrst komið á er nú sem óðast
verið að leggja hann niður, af
heilsufarsástæðum.
Það er mjög brýnt hagsmunamál
og reyndar alger nauðsyn, að nú
þegar verði stofnað Landssamband
fiskvinnslufólks, til þess að koma
fram með samræmdar kröfur fyrir
fólkið, bæði í almennum kaup- og
kjarasamningum, bónussamning-
um og öðrum hagsmunamálum. —
Verum ávallt minnug þess, að
sameinuð stöndum vér, en sundruð
föllum vér.
Höfundur er húsmóðir og ritari
Verkamannafélags Keflaríkur og
Njarðríkur.
Markaðskannanir
á íslandi
Félag viðskiptafræöinga og hagfræðinga heldur
hádegisverðarfund um markaðskannanir á íslandi,
þriðjudaginn 10. desember í Þingholti á Hótel
Holti kl. 12:00 á hádegi.
Kristín Þ. Flygenring og Gunnar Maack frá
Hagvangi h/f flytja erindi um markaðskannanir
og hagnýtt gildi þeirra fyrir fyrirtæki og stofnanir.
Höfum opnað nýja glæsilega
sérverslun með barnanáttföt, s\/\
kven-náttfatnað Á Æ\ V
og sloppa. /í\n\\f /