Morgunblaðið - 10.12.1985, Page 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR10. DESEMBER1985
Svipmyndir úr borginni / Ólafur Ormsson
„Hvað ertu með í
brúna umslaginu?“
Flestir Reykvíkingar eiga erindi
í miðborgina af og til, sumir dag-
lega aðrir sjaldnar en þeir eru
ekki margir sem koma þangað
helst aldrei hafi þeir búið í borg-
inni um árabil. Innan svæðisins
frá Garðastræti að Frakkastíg er
að finna stofnanir, fyrirtæki, þjón-
ustumiðstöðvar og verslanir sem
skipta máli í daglegu lífi Reykvík-
inga og svo eru þarna Alþingis-
húsið, Menntaskólinn við Lækjar-
götu, kvikmyndahús, matsölustað-
ir, bankar, ýmsar opinberar stofn-
anir, stjórnarráðið og pósthúsið. Á
síðari árum hefur sú þróun átt sér
stað að byggðin í borginni hefur
teygt anga sína í allar áttir. Mest
voru umskiptin þegar byggðin í
Breiðholti reis á tíu til fimmtán
árum og hin siðustu ár er farið
að reisa nýjar verslunarmiðstöðv-
ar í úthverfum borgarinnar og
senn líður að því að við Kringlu-
mýrarbrautina rísi nýtt hverfi
verslunar- og þjónustu. Á meðan
gerist það að fyrirtæki og verslanir
hverfa úr gamla miðbænum og
haldi svo fram sem horfir er hætt
við að hin eiginlega miðborg
Reykjavíkur, eins og Reykvíkingar
hafa þekkt hana á liðnum árum,
gegni ekki því hlutverki sem áður
var og í stað iðandi mannlífs og
blómlegra viðskipta komi annars
konar umhverfi og ólíkt því sem
við höfðum þó kunnað ágætlega
við.
Hópur framtakssamra manna
hefur stofnað félag til að hleypa
nýju lífi í gamla miðbæinn og um
daginn voru fréttamenn og ljós-
myndarar kallaðir á vettvang,
stofnaðilar myndaðir og markmið
félagsins gerð fólki kunn. Ekkert
vantaði á dagskrána annað en að
Sigurður Steinþórsson í Gulli og
silfri, Ásgeir Hannes Eiríksson í
Pylsuvagninum, Guðlaugur Berg-
mann í Karnabæ og Ásgeir Ás-
geirsson í Kúnigúnd hefðu blásið
í lúðra í tilefni dagsins á góðri
stund. Það gera þeir síðar þegar
þróuninni í gamla miðbænum
hefur verið snúið við og hann er
að nýju iðandi af mannlífi.
Um miðjan nóvembermánuð á
leið úr Landsbankanum um Póst-
hússtræti, að morgni dags, leit ég
sem snöggvast í glugga í Galleríinu
og mér var bent á að ganga inn-
fyrir. Það var kalt úti, sjö stiga
frost og gott að koma inn í hlýjuna.
Maðurinn var kominn í símann
þegar ég gekk inn í salinn og af
því hvernig hann talaði og útskýrði
hin flóknu Iögmál viðskiptalifsins
varð mér ljóst að þar var enginn
viðvaningur á ferðinni. Þegar hann
kom fram á skörina í Galleríinu
með símann í hendi og ég horfði í
áttina til hans neðan úr salnum
sá ég að þar var kominn Úlfar
Þormóðsson, sá er veitir Galleríinu
forstöðu, kunnur athafnamaður og
þúsundþjalasmiður, fyrrverandi
ritstjóri Spegilsins og frímúrara-
hrellir. Hann var að hella upp á
niðri í kjallaranum og bauð mér í
kaffí, við höfðum vitað hvor af
öðrum síðan í barnaskóla í Kefla-
vík fyrir um það bil þrjátíu árum.
Stundin þarna í kjallaranum var
skemmtileg og ég vil nota tækifær-
ið og þakka fyrir kaffið, það var
rótsterkt og bragðgott. Úlfar Þor-
móðsson dró út nokkra rekka fulla
af málverkum. Líklega á þriðja
hundrað málverka voru þarna í
kjallaranum { Pósthússtræti og
myndir t.d. eftir meistara Kjarval,
Gunnlaug Scheving, Ásgrím, Erró
og fleiri kunna málara og Úlfar
spjallaði um list þeirra eins og
hann hefði þekkt þá persónulega
árum saman og margt af því var
fróðlegt. Hann fór eiginlega yfir
allt safnið á milli þess sem við
drukkum kaffið og spáðum í hver
ungu myndlistarmannana sem
þarna eiga einnig myndir verði
fyrstur til að öðlast frægð. Gallerí
Borg er smekklegur sýningarsalur
í miðborg Reykjavíkur, staður sem
setur svip á umhverfið og er þarna
á réttum stað, menningin þarf
auðvitað að blómstra eins og versl-
unin, nú eða bankarnir.
Miðborg Reykjavíkur hefur
vissulega sinn sjarma þrátt fyrir
að ekki sé sami svipurinn yfir
umhverfinu og var t.d. fyrir um
það bil tuttugu árum þegar „rúnt-
urinn" var enn til og unga fólkið
ók um í nýtísku tryllitækjum. Ás-
geir Hannes, Guðlaugur Berg-
mann og félagar ætla að snúa þró
uninni við og blása nýju lífi í gamh
miðbæinn og er það vel. Ótrúleg;
margir sem eru á ferli í miðborg
inni eiga erindi í banka í margs
konar erindum. Um daginn hitti é|
mann sem ég hef lengi þekkt o|
var einmitt á leið í banka og uppú
úlpuvasa stóð stórt og mikið brún
umslag. Ég spurði svona af for
vitni;
Egilsstadin
Hreppsnefnd heiðrar
fyrrum sveitarstjóra
Kgílsxtoóum, 30. nóvember.
EINS og kunnugt er lét Guðmundur
Magnússon af störfum sveitarstjóra
Egilsstaðahrepps síðastliðið vor og í
tilefni þess efndi hreppsnefnd Egils-
staðahrepps til hófs f Valaskjálf í
gær til heiðurs Guðmundi þar sem
velflestir samstarfsmenn hans í
gegnum tíðina voru komnir saman
ásamt hreppsnefndarmönnum.
Guðmundur Magnússon er
fæddur 6. desember 1922 á Hjart-
arstöðum í Eiðaþinghá. Hann
stundaði nám í Alþýðuskólanum á
Eiðum 1938—40 og síðan við Bú-
fræðiskólann á Hólum. Sveinsprófi
í múraraiðn lauk Guðmundur frá
Iðnskólanum f Reykjavík 1950 og
handavinnukennaraprófi frá
Handíðaskólanum 1951.
Guðmundur fluttist til Egils-
staða árið 1951 og starfaði sem
kennari hér allt til ársins 1972 er
hann hóf störf hjá sveitarfélaginu
sem framkvæmdastjóri og oddviti
— en gerðist síðan sveitarstjóri
þegar til þess starfs var stofnað
árið 1974 — og gegndi því óslitið
til síðastliðins vors er hann komst
á eftirlaunaaldur. Guðmundur sat
löngum í sveitarstjórn og oddviti
var hann á árunum 1966—1974.
Oddviti Egilsstaðahrepps,
Sveinn Þórarinsson, þakkaði Guð-
mundi vel unnin störf í þágu sveit-
arfélagsins og færði honum að gjöf
frá sveitarfélaginu Kjarvalsbækur
Indriða G. Þorsteinssonar. Þá
færði hann Aðaldísi Pálsdóttur,
eiginkonu Guðmundar, veglegan
blómvönd. Fyrrum oddvitar, Erl-
ing Garðar Jónasson og Magnús
Einarsson, tóku til máls og þökk-
uðu Guðmundi ánægjulegt sam-
starf á árum áður. Fleiri gestir í
Morgunblaðið/ölafur
Guðmundur Magnússon ásamt eiginkonu sinni, Aðaldísi Pálsdóttur, og oddvíta Egilsstaðahrepps, Sveini Þórarins-
syni.
heiðurshófi þessu tóku ennfremur
til máls, Ásdís Sveinsdóttir, Sigfús
Árnason og Sveinn Jónsson.
Nærri mun láta að 50 manns
hafi setið hófið — allt samstarfs-
menn Guðmundar á einn eða
annan hátt á þeim árum sem hann
var í forsvari fyrir Egilsstaða-
hrepp.
Eftirmaður Guðmundar á sveit-
arstjórnarstóli er Sigurður Símon
arson. — Ólafur
Öryggislykill
sparifjáreigenda
ítv€RZLUNflRBflNKINN
-vúuuvi me& frén f
AUK hf 43 87