Morgunblaðið - 10.12.1985, Page 22

Morgunblaðið - 10.12.1985, Page 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR10. DESEMBER1985 HINN MANNLEGI ÞATTUR/Asgeir Hvítaskáld Persóna í strætó Ég sat í strætó á leið niður Laugaveginn í föstudagstraffík. Það var snjór og slabb og illfært að ganga. Ég sat í aftasta sæt- inu, vagninn var troðfullur en það var eitt sæti laust við hlið- ina á mér. Fullt af fólki stóð og hélt sér í og hafði augu með lausa sætinu en enginn þorði að setjast, yfirborðs góð- mennska. Vagninn var í sífellu að taka af stað og stoppa, rétt silaðist niður Laugaveginn. Fólk á gangstéttinni fór fram úr okk- ur. Slabbið draup úr blautu hári þess. f strætó var þungt loft og mollulegt, móða á rúðunum. Æ, þið vitið hvernig maður hefur það á föstudögum, búinn að þræla alla vikuna, orðinn uppgefinn í fótunum og kaupið dugði ekki fyrir neinu. Alltaf sama rullan hjá manni. En ég tók eftir höltum karli með tálgaðan tréstaf sem var að berjast í stíflaðri mann- þvögunni í strætó. Kona stóð upp fyrir manninum og bauð honum sæti sitt. En hann fuss- aði og sveiaði. Heldur barðist hann áfram aftur eftir vagnin- um og settist við hlið mér. „Maður er nú ekki svo aumur að þurfa að þiggja sæti hjá kvenmanni," sagði hann og kom sér og stafnum fyrir. „Já,“ sagði ég. „Kerlingin þarna fremst bauð mér sæti. Ég kann vel við það, þegar konur bjóða mér sæti, það er ekki það. En ég vil ekki þiggja svoleiðis sæti. Kemur ekki til mála.“ „Já,“ sagði ég. Mér fannst þetta óþægilegt. Að skrítinn og mér óviðkom- andi karl skyldi tala svona kumpánlega við mig. Aðrir gætu haldið þetta væri náinn kunningi. „Ef maður mætir þeim á þröngum snjóstígum í þessari færð... Sums staðar er búið að ryðja öllum snjónum upp á gangstétt- irnar og þá er þröng að mætast ef hægt er að vera á gangstétt- unum. Nú, ef maður mætir kvenmanni í þessari færð á þröngum snjóstíg og ef maður víkur ekki, þá labba þær á mann og ryðja manni um koll.“ Annaðhvort hélt hann að ég væri einhver kunnugur eða hann talaði bara við alla. Alla- vega fannst mér hann forvitni- legur, athyglisverður. Það var eitthvað „spúkí" við hann sem ég vildi komast til botns í. Svo ég var vingjarnlegur svo hann talaði meira. „Já, það er nefnilega það,“ sagði ég og kinkaði kolli. „Svo eru það þungar hurðir í búðum. Ef maður heldur hurð fyrir konu og bíður lengi, þá labba þær inn og segja ekkert. Ég segi ekki að þær séu þannig allar, stundum eru ungar konur með börn kurteisar. En helvítis kerlingarnar hafa sérréttindi." „Já, ég er eiginlega sammála þér í því.“ „Þær eru stórhættulegar þegar þær keyra. Taka ekkert tillit. Þær taka ekkert tillit," sagði hann með áherslu og beygði sig upp að mér svo ég fann andfýluna. Hann var magur í andliti með gráa skeggbrodda. Ekkert of snyrtilegur og vel til. Minnti mig á frænda minn sem var piparsveinn allt sitt líf. í þess- um manni var einhvers staðar pottur brotinn. Hann var ekki alveg sjálfum sér samkvæmur einhvernveginn. í persónunni voru mannlegir brestir. „Á Bergstaðastræti gerðist það. Það eru mörg ár síðan. Mér er alveg sama þó ég segi þér það, og þó ég sé búinn að segja mörgum það, og þó það sé búið mál. En ég var á leið í bíó í sparifötunum." Hann lagði mikla áherslu á sparifötin. Þau hafa greinlega verið fin, allavega skipt hann miklu máli. „Þá kemur kerling á bíl og jós úr stórum polli og yfir mig. Ég man númerið ennþá. Ég varð að hætta við að fara í bíó. En ég fór niður á lögreglustöð.“ „Já- há,“ sagði ég og þóttist fullur af áhuga en var að springa úr hlátri. Fólk í kring var nú sannfært um að við værum kunningjar, það hlustaði ákaft en þóttist horfa út. „Það vildi svo vel til að ég hafði vitni,“ hvíslaði hann í eyra mér. „Já,“ sagði ég og kinkaði kolli. „Ég vildi kæra, sko. Það hefði verið allt í lagi. Að minnsta kosti átti ég að fá ný föt. En lögreglan á stöðinni sagði að það væri ekkert hægt að gera. Ég fékk ekki einu sinni fyrir hreinsun á fötunum og alls ekki bíómiðann. Þessar helvítis kerl- ingar hafa forréttindi." Hann var með konur á heilan- um. „Þeim var allt leyfilegt. Þegar þær labba yfir götu, þá athuga þær ekkert til hægri eða vinstri, þær labba bara yfir og allir bílarnir stoppa. En ef ég gerði slíkt, þá myndu þeir bara keyra yfir mig. Ha, skilurðu, ha,“ sagði hann og gaf mér oln- bogaskot. Ég rannsakaði manninn. Skyrtan hans var skítug í háls- málið. Hví sagði hann mér öll þessi leyndarmál. Var hann skrítinn eða sérvitur. Hann var eitthvað napur út í kvenþjóðina. „Mér er sama þó ég segi þér þetta bara. En bróðir minn er læknir í Ameríku. Konan lofaði honum að fara með honum til íslands þegar hann væri búinn að vinna í 20 ár. En svo neitaði hún. Hann gat ekki farið frá hennni, með fjögur börn. Þá fór hann að drekka. Þær eru alveg miskunnarlausar." Svo lyfti hann vísifingri og benti á mig. „Maður verður að passa sig á þeim.“ Andúð hans á kvenfólki var ekki eðlileg. Hafði hann lent í einhverju skipbroti eða var hann giftur einni ráðríkri. Hann var ekki með hring. „Heimsóttir þú aldrei bróðir þinn í Ameríku?" „Jú. Uss. Þar eru engin fjöll til að sýna manni áttirnar og maður villist bara. Svo er drep- andi hiti. Uss.“ Nú vorum við komnir vestur í bæ. Konan sem hafði boðið honum sæti fór úr vagninum og hann setti upp merkissvip. Hann var undarlegur en þó langaði mig svo til að skilja hvað lægi á bak við. Hatur hans á konum var öfugsnúið, hann hugsaði ekki um annað, hann þráði. Ég átti bara eftir að tékka á einu. „En konan þín, fór hún ekki með þér til Ameríku?" „Konan, hvaða kona?“ „Ertu ekki giftur?" „Nei, sem betur fer er ég ekki giftur. Það er nú sko alveg...“ Hann missti málið um stund. „Nehei. Aldrei skyldi ég gifta mig. Þær vilja stjórna öllu, fer ekki að eyðileggja líf mitt," sagði hann og var orðinn ösku- reiður. Eftir þetta var hann ekki eins málglaður og leit á mig öðru- hvoru fullur andúðar. Hann var sífellt að gá út um gluggann til að átta sig hvert hann væri kominn. Hann var piparsveinn, sú var skýringin. Hann hafði misst af strætóferð hjónabandsins, þess vegna var hann bitun, mjög bitur. Hann stóð uppi á vitlausri stoppistöð og þurfti að bíða lengi standandi haltur og veiklulegur í vexti, af næringar- skorti. Þegar við vorum á réttu stoppistöðinni og hurðirnar opnuðust, sagði hann: „Þakka þér fyrir. Nei, ég meina vertu blessaður." Nú býðst eigendum Wang PC og Wang Micro VP tölva stóraukið úrval af haldgóðum hugbúnaði. Hæfni og afkastamöguleikar tölva ráðast af þeim hugbúnaði sem þær geta notað. Á þessu sviði hafa Wang-tölvur sterka stöðu. Á þær er hægt að vinna með fjölmörgum þrautreyndum forritum. Við bjóðum m.a. eftirfarandi hugbúnað frá Proco sf. sem bæði Wang Micro VP og Wang PC tölvur geta notað: fiSI- • Fjárhagsbókhald • Viðskiptabókhald • Launabókhald • Tollskýrslur og verðútreikningar • Birgðabókhald með sölunótum og pantanaeftirliti Einnig býður Proco sf tengingar- moguleika við DTS búðarkassa. Allar nánari upplýsingar veita söluaðilar. Heimilistæki hf TÖLVUDEÍLD SÆTÚNI8 SlMI 27500 PROCOs.f. forritunarþjónusta Suðurlandsbraut 20 108Reykjavik simi 68 71 11 Reyk í borg- arlandið Á borgarstjórnarfundi á fimmtu- dagskvöldið lagði Sigurður E. Guð- mundsson borgarfulltrúi Alþýðu- flokksins fram tillögu þess efnis að borgarstjórn vísi því til athugunar hjá Hitaveitu Reykjavíkur að hún í samráði við umhverfismálaráð und- irbúi tillögur sem lúti að því að koma upp heitum laugum, sem minni á uppruna nafns borgarinnar. I greinargerð með tillögunni segir m.a. „Sú nafngjöf (Reykja- vík) hefur þó ekki verið launuð sem skyldi, því að maðurinn hefur beitt tækni sinni til að bæla niður og byrgja hið áhrifamikla náttúru- fyrirbæri í viðleitni sinni til að hagnýta sér heita vatnið sem best. Því meira er tímabært að tekið verði til athugunar, hvort ekki sé unnt og rétt að leyfa því á nýjan leik að njóta sín, náttúrufyrir- bærinu, sem á sínum tíma gaf borginni náfn og byggist á þeim lindum, sem veita hlýju og yl inn á reykvísk heimili. Það yrði gest- um og gangandi til ánægju og myndi setja einstakan svip á borg- ina.“ Benti flutningsmaður á að til dæmis gæti Laugarnessvæðið komið helst til greina þar sem enn mætti finna goshveravirkni í sumum borholum. f lok greinar- gerðarinnar segir: „Æskilegast væri að unnt væri að koma þessu til leiðar á afmælisárinu, en til álita hlýtur að koma að efna til samkeppni meðal arkitekta um fagurlegan umbúnað og frágang nánasta umhverfis til framtíðar- nota. En af þessu verður mun Reykjavík ein borga hafa slíkri náttúruprýði á að skipa er vafa- laust mun vekja athygli jafnframt því sem hún heiðrar með þessum hætti forna nafngift sína.“ Albert Guðmundsson borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins sagði í ræðu sinni á fundinum að hér væri á ferð þakkarverð tillaga sem veita ætti athygli. Var tillagan sam- þykkt einróma á fundinum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.