Morgunblaðið - 10.12.1985, Page 32
32
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR10. DESEMBER1985
Hnusað af bókum
Bréf úr sveitinni til Jóhanns Hjálmarssonar
eftir Bolla
Gástavsson
Löngum hefur það þótt bera
vott um óviðurkvæmilega við-
kvæmni, ef rithöfundar hafa látið
eftir sér að svara þeim dómum um
verk sín, sem þeim þóttu ómakleg-
ir. Sú karlmennska hefur fremur
þótt við hæfi að taka ábendingum
gagnrýnenda með skilningi og ák-
úrum með þögn og þolinmæði.
Hinu er þó verra að kyngja ef í
ljós kemur, að gagnrýnandi hefur
ekki lesið bókina, sem hann fjallar
um, heldur aðeins hnusað af henni.
Þá er erfiðara að taka nokkurt
mark á gagnrýninni og óþarfi að
sitja á sér að leiðrétta augljósar
rangfærslur, sem við blasa. Því
miður varð ég fyrir þeirri reynslu,
að rekast á kafla í gagnrýni Jó-
hanns Hjálmarssonar um bók
mína, Litið út um ljóra, sem birtist
í Morgunblaðinu þann 3. desember
sl. og bendir hann greinilega til
þess, að gagnrýnandinn hafi þurft
að flýta sér og ekki mátt vera að
því að lesa. Þar á ég sérstaklega
við umfjöllun Jóhanns um þátt af
Karli ísfeld. Hann skrifar á þá
leið: „En þó verð ég að mótmæla
matinu á Svörtum morgunfrúm,
einu ljóðabók Karls. „Virðist svo
sem þetta ljóðakver hafi ekki orðið
honum til vegs og valdið honum
vonbrigðum," skrifar Bolli. Ég vil
ráðleggja Bolla að lesa Svartar
morgunfrúr á ný og íhuga gildi
bókarinnar. Það eru fleiri ljóð í
frúnum en það; sem ort er í orða-
stað ritdómara. Bókin er á margan
hátt betri en menn hafa viður-
kennt. Ég er þeirrar skoðunar að
hún sé verulega góð.“ Svo mörg eru
þau orð og nægilega mörg til þess
að færa mér heim sanninn um
það, að ég hef lesið Svartar morg-
unfrúr með betri eftirtekt, en Jó-
hann Hjálmarsson. Ef hann tæki
ljóðabókina og læsi hana, þá
kæmist hann að raun um að téð
kvæði, sem ort er í orðastað rit-
dómara, er alls ekki að finna í
Svörtum morgunfrúm. Og hefði
Jóhann lesið þátt minn um Karl
ísfeld með vakandi athygli, en
ekki einungis hnusað af honum,
þá stendur skrifað í beinu fram-
haldi af hinu minnilega ljóði um
ritdómarann: „Þetta Ijóð og fleiri,
sem hér er vitnað til, er tekið úr
syrpu óprentaðra Ijóða, sem Karl
skildi eftir sig.“ (lesturbr. mín,
B.G.) Því má svo bæta við, að í
þeirri umsögn í þættinum, sem
Jóhann bendir á, felst ekki nei-
kvætt viðhorf mitt til gildis ljóða-
bókar Karis. Þar er einungis bent
á þá staðreynd að hún hlaut lakari
viðtökur, en Karl hafði sjálfur
vænst, og raunar erum við Jóhann
sammála um, að bókin sé betri, en
menn hafa viðurkennt. En þarna
hafa ritdómaranum orðið á augljós
mistök, sem ekki er ástæða tiLað
þegjaum. /
Annar þáttur gagnrýni J^fhanns,
s'em mér er ógeðfelldur, eru dómar
hans um álit manna, sem ég vitna
til og koma viðfangsefni hans í
ritdómum raunar ekkert við. Þótt
Ólafur Jóhann Sigurðsson hafi lát-
ið þau orð falla að dr. Sigurbirni
Einarssyni hafi í ljóði Hjalmars
Gullberg „Og ég mun láta yður
verða mannaveiðara," tekist öðr-
um betur að ná þeim sérstæða tóni,
sem einkennir þetta frábæra
sænska skáld, þá rýrir það á engan
hátt orðstír Magnúsar Ásgeirsson-
ar. Þessi persónulega skoðun ólafs
Jóhanns verður með engu móti
talin slík goðgá, að hún megi ekki
sjást á prenti. Lít ég svo á, að
ummæli Jóhanns Hjálmarssonar
séu ómakleg móðgun við þá Ólaf
Jóhann Sigurðsson og Sigurbjörn
Einarsson, sem leitt sé að sjá á
prenti. Þá hneykslast Jóhann einn-
ig á því, að Kristján skáld frá
Djúpalæk skuli gefa það í skyn,
að Steini Steinar hafi þótt lítið til
allra íslenskra skálda koma nema
eins. Það vill svo til, að þarna vitna
ég til orða Kristjáns, sem áður
birtust í bók minni Fjögur skáld í
för með presti. Um þá bók skrifaði
Jóhann Hjálmarsson og þótti
honum engin ástæða til að
hneykslast á ummælum Kristjáns,
nema hann hafi hnusað en ekki
lesið í það skipti. Varðandi þá
skoðun Jóhanns, að hneyksli sé að
setja þessi ummæli á prent, þá
undrast ég þá viðkvæmni hans, því
Knattspyrnubækur:
jr
Islensk
knattspyrna
og saga
West Ham
Bókhlaðan hefur gefið út tvær
knattspyrnubækur — fslensk knatt-
spyrna 1985 og Saga West Ham.
Höfundur fslenskrar knattspyrnu er
Víðir Sigurðsson blaðamaður. Hann
þýddi einnig Sögu West Ham.
Þetta er fimmta bindið sem
kemur út í bókaflokknum íslensk
knattspyrna. Þessi bók er stærri
og efnismeiri en fyrri bækur í
þessum bókaflokki. Bókinni er
skipt upp í kafla og er fjallað sér-
staklega um hverja deild fyrir sig,
landsleiki, Evrópukeppni, atvinnu-
menn, bikarkeppni og fleira. Þá
er í bókinni sérstakur kafli sem
nefnist Saga íslenskrar knatt-
spyrnu.
í bókinni eru tæplega 300 mynd-
ir og þar af Iitmyndir af öllum
fslandsmeisturum í knattspyrnu
1985. Bókin er 158 bls. að stærð.
Saga West Ham kemur út í
fyrsta sinn hjá Bókhlöðunni. Bókin
hefur að geyma sögu þessa fræga
enska félagsliðs. Hún er 172 bls.
að stærð og prýdd fjölda mynda.
Gangandi dúkkur
talandi dúkkur
Hjá okkur fáið þið vönduðu
ítölsku dúkkurnar frá SEBINO
í ótrúlegu úrvali.
Litlar dúkkur, stórar dúkkur,
dúkkur, sem ganga, dúkkur
sem gráta og dúkkur sem meira
að segja tala íslensku!
Póstsendum um land allt.
Góð aðkeyrsla, næg bílastæði.
TOmSTUnDflHUSID
Laugavegi 164-Reykjavík- S: 21901
Bolli Gústavsson
í ritdómi Mbl. fimmtudaginn 5.
desember, kemst Jóhann sjálfur
svo að orði um ungt skáld, sem að
hans dómi iðkar djarflega könnun
og krufningu: „Miðaldra skáld og
eldri geta gælt við form í friði,
enda vænta ungir menn sér einskis
af þeim.“ Sá, sem svo skrifar, ætti
að geta trúað að Steinn hafi stund-
um fellt harða dóma. Sannfærður
er ég um það, að ummæli Kristjáns
frá Djúpalæk hefðu ekki hneykslað
Stein. Það ræð ég af ýmsum þáttun
hans í bókinni Við opinn glugga,
sem ég hefi lesið oftar en einu sinni
eða tvisvar. Þar fá fjölmargir
mætir íslendingar lífs og liðnir að
kenna á hárbeittu háði og hæpnum
fullyrðingum. Við hljótum í mörg-
um tilvikum að telja gagnrýni
hans ómaklega og á mörkum þess
að teljast prenthæfa, a.m.k. ef lagt
er á það mat Jóhanns Hjálmars-
sonar. Steinn Steinarr var tíma-
mótaskáld og við getum heils
hugar tekið undir orð dr. Sigur-
björns Einarssonar er hann mælti
yfir moldum hans: „Strengur er
brostinn í hörpu ljóðalandsins, en
ómur hans deyr ekki út meðan
íslensk eyru heyra.“ Hinu getum
við ekki haldið fram, að Steinn
hafi verið varkár í dómum og
tamið sér háttu helgra manna. —
Að lokum vil ég láta þess getið,
að hér í sveitinni þykir það óvirð-
ing við bókmenntir að hnusa af
þeim, jafnvel þótt menn taki ekki
að sér það vandaverk að fjalla um
þær á prenti. Við væntum þess
eindregið af víðlesnasta blaði
landsins, að það leggi ekki svo
mikla og stranga vinnu á rit-
dómara sína, að þeir komist ekki
til að lesa þau rit, sem þeim er
ætlað að fjalla um. Jóhanni
Hjálmarssyni þakka ég hlýleg orð
um manngæsku mína og umburð-
arlyndi, sem ég verðskulda á engan
hátt.
Höfundur er prestur í Laufisi í
Eyjafirði.
Félagsstofnun stúdenta:
Háskólakórinn
heldur ljóðakvöld
Háskólakórinn stendur fyrir
Ijóðakvöldi í Félagsstofnun stúd-
enta við Hringbraut í kvöld, þriðju-
dagskvöld, kl. 20.30.
Þar verður í formi kórsöngs og
upplesturs flutt dagskrá úr ljóðum
Þorsteins frá Hamri. M.a. verða
frumflutt „Spjótalög" eftir Árna
Harðarson og einnig nýleg „Cant-
ata V“ eftir Jónas Tómasson, en
bæði þessi verk eru samin við ljóð
úr ljóðabókinni „Spjótalög á speg-
il“, sem kom út árið 1982. Þá mun
Guðmundur Ólafsson leikari lesa
valin ljóð úr safni Þorsteins, eink-
um úr hinum nýlegri bókum hans.
Skáldið sjálft mun einnig koma
og lesa af þessu tilefni nokkur ný,
óbirtljóð.
Loks kynnir Háskólakórinn
ásamt Guðmundi ólafssyni nýja
hljómplötu, sem Mál og Menning
er að gefa út, en hún hefur að
geyma upptöku á „Sóleyjarkvæði"
Jóhannesar úr Kötlum við tónlist
Péturs Pálssonar. Árni Harðarson,
stjórnandi Háskólakórsins, bjó
verkið til flutning fyrir kór og
lesara og flutti kórinn það ásamt
Guðmundi Ólafssyni í Félagsstofn-
un stúdenta í nóvember og des-
ember á sl. ári. Að þessu sinni
verður lesinn og sunginn úrdráttur
úr kvæðinu. Léttar veitingar verða
í boði fyrir gesti ljóðakvöldsins
frákl. 20.00.
Utanríkisráðherra, Geir Hallgrímsson, undirritar Evrópusáttmála um
sjálfstjórn sveitarfélaga, ásamt Evrópusamþykkt varðandi ofbeldi áhorf-
enda og ótilhtýðilega hegðun á íþróttamótum, í Strassborg 20. nóvember
sl. Til hægri á myndinni er Gaetano Adolfini, aöstoðarframkvæmdastjóri
Evrópuráðsins.
Utanríkisráðherra undirritar tvær
samþykktir fyrir íslands hönd
Geir Hallgrímsson utanríkisráð-
herra undirritaði tvær samþykktir
fyrir íslands hönd hjá Evrópuráð-
inu í Strassborg 20. nóvember sl.
Ráðherrann undirritaði Evr-
ópusáttmála um sjálfstjóm sveit-
arfélaga, en sáttmáli þessi kveður
m.a. á um að opinber þjónusta
skuli almennt falin stjórnvöldum,
sem næst standa þegnunum, og
að sveitarstjórnir skuli hafa
ákvörðunarvald til að laga eigið
stjórnkerfi að staðbundnum þörf-
um.
Einnig undirritaði ráðherrann
Evrópusamþykkt varðandi of-
beldi áhorfenda og ótilhlýðilega
hegðun á íþfottamótum, sérstak-
lega á knattspyrnukappleikjum. í
samþykkt þessari, sem háð er
fullgildingu íslenskra stjórn-
valda, segir m.a. að aðildarríki
Evrópuráðsins skuli samhæfa
aðgerðir til að koma í veg fyrir
ofbeldi og hafa stjórn á áhorfend-
um á íþróttamótum.