Morgunblaðið - 10.12.1985, Page 36
36
MORGUNBLADIÐ, ÞRIÐJUDAGUR10. DESEMBER1985
Þorskastríð milli
Grænlands og EB?
Kaupmannahofn, 10. desember. Frá Nils Jörfjen Bruun, (^rænlandNfréttariUra Morfrunblaösins.
AP/Símamynd
Fyrst var talið, að sovézki fréttamaðurinn væri látinn. Myndin sýnir þá Bernard Lown og Yevgeny Chazov harmi
lostna vegna atburðarins.
Björguðu í sameiningu
lífi sovézks fréttamanns
Óvæntur endir á fréttamannafundi
þeirra Lowns og Chazovs í Osló
Osló, 9. desember. Frá fréttaritara Morgunblaftsina J. K. Laure og AP.
FRÉTTAMANNAFUNDUR þeirra Bernhard Lowns og Yevgeny Chazovs
frá Alþjóðasamtökum lækna gegn kjarnorkuvá fékk óvæntan en áhrifamik-
inn endi í morgun. Sovézkur sjónvarpsfréttamaður, sem þarna var viðstadd-
ur, hneig skyndilega niður með hjartaslag. Þeir Lown og Chazov hlupu til
og reyndu í sameiningu með hjartahnoði að lífga manninn. Síðdegis í dag
var svo tilkynnt, að maðurinn væri enn á lífi. Þykir víst, að það sé snarræði
læknanna tveggja að þakka.
HORFUR eru á, að til þorskastríðs
geti komið með Grænlendingum og
Evrópubandalaginu. Grænlenska út-
varpið sagði frá því í dag, að fram-
kvæmdanefnd bandalagsins hefði
upp á sitt eindæmi úthlutað fiski-
skipum frá aðildarþjóðunum veiði-
kvóta, 12.000 tonnum af þorski við
vesturströndina og 11.500 tonnum
við austurströndina. Er aðeins um
Karin Söder
Svíþjóð:
Karin Söder
tekur við
af Falldin
Stokkhólmi, 10. deoember. Frá Erík Liden,
frétUriUra MorfpmbUAsins.
STJÓRN sænska Miðflokksins
ákvað í dag, að fyrst um sinn a.m.k.
myndi Karin Söder taka við af
Thorbjörn Falldin sem formaður
flokksins. Fálldin sagði af sér sl.
fimmtudag.
Thorbjörn Fálldin og Gunnar
Hedlund, sem einnig er fyrrum
formaður Miðflokksins, styðja
báðir Karin Söder sem formann
en fyrir nokkru lét hún að því
liggja, að hún hygðist hætta af-
skiptum af pólitíkinni. Nú, eftir
afsögn Fálldins, segir hún, að
málin horfi öðru vísi við. Búist
hafði verið við, að Olof Johansson,
einn af varaformönnum flokksins,
kæmi til greina sem formaður og
sérstök kjörnefnd innan flokksins
lagði það raunar til. Samtímis því
var Johansson hins vegar sá, sem
harðast gekk fram gegn Fálldin,
og þykir það hafa eyðilagt for-
mennskudrauma hans.
að ræða fiskiskip frá Vestur-Þýska-
landi og Bretlandi og fá þau fyrr-
nefndu Vt kvótans en þau síðar-
nefndu fjórðung.
Fyrir aðeins viku ákvað græn-
lenska landsstjórnin, að heildar-
þorskkvótinn á næsta ári yrði
15.000 tonn við vesturströndina og
var það gert til að gefa þorskstofn-
inum tækifæri til að rétta úr kútn-
um. Fór allur kvótinn til sjómanna
á bátum undir 80 tonnum en stóru
togararnir fengu hins vegar ekkert
þar en 2.250 tonn við austurströnd-
ina. EB hefur því úthlutað sjálfu
lér kvóta, sem er hátt í tvöfaldur
leildarveiðikvóti Grænlendinga.
Lars Emil Johansen, sem fer
neð sjávarútvegsmál í grænlensku
andsstjórninni, sagði í útvarpinu,
ið EB hefði ekkert með að gefa
ijálfu sér veiðikvóta við Grænland
>g því væri ekki ástæða til að taka
jetta hátíðlega. Sagði hann, að á
aæsta ári yrði enginn þorskur
jflögu fyrir útlenda togara.
Þegar Grænlendingar gengu úr
EB var um það samið, að EB
greiddi þeim 214 milljónir danskra
króna á ári í fimm ár gegn því að
fá leyfi til að veiða innan græn-
lenskrar lögsögu. Það var þó tekið
fram, að fiskimenn frá EB-löndum
mættu aðeins veiða þann fisk, sem
Grænlendingar geta ekki sjálfir
tekið. Á þessu ári hafa sjómenn
frá EB-löndum engan fisk fengið
en EB hefur þrátt fyrir það fengið
214 milljónirnar með skilum. Þeir
telja sig einnig eiga að fá þær á
næsta ári þótt enginn fiskur geti
komið í staðinn.
Átta
ísraelskir
hermenn
farast
ÁTTA ísraelskir hermenn týndu
lífi og sjö særðust í eldsvoða, sem
varð fyrir dögun í morgun og
eyðilagði hermannaskála á vestur-
bakka Jórdanárinnar. Talið var,
að um eldsvoða væri að ræða og
hefði eldurinn kviknað út frá kerti,
sem kveikt hefði verið á í tilefni
hátíðisdags gyðinga, er kenndur
er við Hanukkam. Ekki var þó
útilokað, að um íkveikju gæti verið
að ræða.
Læknarnir tveir eru báðir í hópi
fremstu hjartalækna heims. Er
einhver í salnum hrópaði á hjálp
og benti á manninn, þar sem hann
hafði hnigið hnigið niður, hlupu
þeir tveir umsvifalaust niður í
salinn, hentu af sér jökkunum og
hófu hjartahnoð á manninum. Um
20 mínútur liðu, áður en sjúkrabíll
kom á vettvang og að áliti þeirra
Lowns og Chazovs var maðurinn
þá þegarlátinn.
„Þegar hættuástand kemur upp,
þá vinnum við saman, sama hver
í hlut á. Að því höfum við verið
vitni í dag,“ sagði Lown, sem var
með tárin í augunum eftir at-
burðinn.
Sovézki fréttamaðurinn hneig
niður, er fréttamannafundurinn
hafði staðið yfir í tæpan klukku-
tíma. Um 200 fréttamenn voru
þarna til staðar og var andrúms-
loftið hlaðið talsverðri spennu. Var
Chazov hvað eftir annað spurður
um Andrei Sakharov og hvort
hann harmaði ekki að hafa árið
1973 undirritað bréf frá sovézku
vísindaakademíunni, þar sem
Sakharov var hrakyrtur.
Chazov neitaði að svara þessum
spurningum og sagði: “Þetta er
ekki persónulegur fréttamanna-
fundur minn. Ég er hér sem full-
Bandaríkjadollar hækkaði aðeins
í dag gagnvart flestum gjaldmiðlum
heims. Sterlingspundið lækkaði hins
vegar og er hugsanlegu olíu verð-
stríði við samtök olíutútflutnings-
ríkjanna kennt um.
I dag kostaði pundið 1,4620 doll-
ara (1,4780), en annars var gengi
trúi fyrir Alþjóðasamtök lækna
gegn kjarnorkuvá og vil halda mér
við þær spurningar, sem snerta
þessi samtök."
Bernard Lown tók undir þessi
ummæli og lagði áherzlu á, að það
skipti miklu máli, að samtökin
einbeindu sér að einu málefni það
er hættunni á kjarnorkustríði.
Á morgun, þriðjudag, hyggjast
mörg norsk samtök efna til mót-
mælaaðgerða bæði inni í hátíðasal
háskólans og úti fyrir, á meðan
afhending friðarverðlauna Nóbels
fer fram. Er ætlunin að beina
athygli fólks einkum að framferði
sovézkra stjórnvalda gangvart
Andrei Sakharov, en aðgerðimar
fara einnig fram til stuðnings
öðrum samvizkuföngum í Sovét-
ríkjunum.
dollarans þannig, að fyrir hann
fengust 2,5310 vestur-þýzk mörk
(2,5270), 2,1113 svissneskir frankar
(2,1078), 7,7200 franskir frankar
(7,7150), 2,8515 hollenzk gyllini
(2,8445), 1.723,00 ítalskar lírur
(1.725,50), 1,3978 kanadiskir doll-
arar (1,3962) og 203,42 jen (202,97).
GKNGl
GJALDMIÐLA
London, 9. deoember. AP.
RAFIÐJAN SF. igimis umboðið
Ármúla 8
108 Reykjavík
Sími 91-82535
H. 133, br. 58, d. 60,
270 litra, m/frysti
H. 144, br. 60, d. 60,
340 litra, m/frysti
Kr. 22.800.-