Morgunblaðið - 10.12.1985, Qupperneq 40

Morgunblaðið - 10.12.1985, Qupperneq 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR10. DESEMBER1985 Útgefandi Árvakur, Reykjavík Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aöstoöarritstjóri Björn Bjarnason. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. : Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Askriftargjald 450 kr. á mánuöi eintakið. innanlands. I lausasölu 40 kr. Málsvöm yegna útvarps á ísafirði Gjaldþrot Gjaldþrot Hafskips hf. er auð- vitað meiriháttar áfall fyrir íslenzkt viðskipta- og fjármálalíf. Þessu skipafélagi hefur á 27 árum mistekízt að festa sig í sessi þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir til þess að finna því raunhæfan rekstrar- grundvöll. Fjölmörg einkafyrir- tæki hafa lagt fram umtalsverða fjármuni til þess að skapa valkost í skipaflutningum til landsins og frá og tryggja eðlilega samkeppni. Þetta hefur mistekizt. Forráða- menn Hafskips hafa hin síðari ár lagt mikla áherzlu á uppbyggingu erlendis í því skyni að útiloka er- lendan milliliðagróða af flutning- um okkar íslendinga. Þessi ís- lenzka útrás, sem svo var nefnd er að engu orðin. Hvað gerðist? Ljóst er að forsvarsmenn Haf- skips hf. hafa tekið rangar ákvarð- anir í veigamiklum málum síðustu 18 mánuði. Bersýnilega var enginn grundvöllur fyrir siglingum fé- lagsins milli Bandaríkjanna og ís- lands eftir að flutningar fyrir varnarliðið stöðvuðust. Þessum siglingum var haldið áfram í von um árangur í viðræðum íslenzkra og bandarískra stjórnvalda. Það er gömul saga og ný, að ekki er hollt fyrir atvinnurekstur að eiga afkomu sína undir duttlungum stjórnmálanna. Sízt af öllu geta menn gert út á varnarstöðina í Keflavík, þótt ýmsir hafi talið að það væri eftirsóknarvert. Um þetta má kannski segja, að auðvelt sé að vera vitur eftir á. Svo virðist, sem forráðamenn Hafskips hf. hafi lengi stefnt að alþjóðlegum siglingum á Atlants- hafi. Þeir hafa oft lýst því, að uppbygging skrifstofa á erlendri grund hafi verið þáttur í lang- tímaáætlun um slíkar siglingar. Vel má vera, að þau áform hafi verið á rökum reist. En augljóst er, að þegar lagt var út í Atlants- hafssiglingarnar var það gert af miklum vanefnum. Félagið var búið að tapa umtalsverðum pen- ingum á hefðbundnum rekstri það sem af var árinu 1984 og hafði lítið, sem ekkert bolmagn til þess að fara út í risavaxið ævintýri á borð við siglingar yfir Atlants- hafið. Engu að síður var það gert, augljóslega í von um mikinn hagn- að. Þetta var glæfraspil, áhætta, sem ekki var leyfilegt að taka, þegar hagsmunir hluthafa, starfs- manna og lánardrottna voru hafð- ir í huga. En alvarlegasti þátturinn í rekstri Hafskips hf., sem komið hefur upp á yfirborðið síðustu daga og vikur, er einfaldlega sú stað- reynd, að stjórnendur fyrirtækis- ins vissu ekki hvað var að gerast í rekstrinum fyrr en alltof seint. í byrjun árs 1985 sagði Ragnar Kjartansson, stjórnarformaður Hafskips hf., í viðtali við Morgun- blaðið, að hagnaður væri á sigling- um yfir Atlantshafið. Hið sama kom fram á hluthafafundi, sem haldinn var sl. vetur til þess að auka hlutafé fyrirtækisins. Nú hefur verið upplýst, að það var ekki fyrr en í júlímánuði sl., sem uppgjör fyrstu fjögurra mánaða þessa árs lá fyrir og þá kom í ljós, að umtalsvert tap var á þessum Hafskips rekstri. Það er óskiljanlegt, að slíkur skortur á upplýsingum skuli vera til staðar í fyrirtæki af þess- ari stærð á tölvuöld. Útvegsbanki íslands tapar a.m.k. um 2/s af eigin fé sínu á viðskiptunum við Hafskip. Þetta er náttúrulega reiðarslag fyrir bankann. Þá er ekki aðeins átt við þá fjármuni, sem tapazt hafa, heldur er þetta einnig mikið áfall fyrir þá, sem stjórnað hafa Út- vegsbankanum á þessum árum vegna þess, að ótal spurningar hljóta að vakna um eftirlit og aðhald bankans með viðskiptavin- um sínum. Þessa staðhæfingu er hægt að setja fram, jafnvel þótt ljóst sé, að verðfall á skipum er- lendis hefur valdið tapi hjá bönk- um, sem skipt hafa við skipafélög víða um heim. Það voru sterk rök fyrir því að stöðva þennan rekstur mun fyrr og jafnvel um síðustu áramót. Að þessu hefur Matthías Bjarnason, bankamálaráðherra, vikið í samtali við Morgunblaðið. Framtíð Útvegsbankans er í mik- illi tvísýnu eftir þetta mikla áfall hans. Hafskipsmálið teygir anga sína inn í stjórnmálabaráttuna í landinu. Ástæðan er sú, að margir af forystumönnum félagsins hin síðari ár hafa gegnt ábyrgðarmikl- um trúnaðarstörfum fyrir Sjálf- stæðisflokkinn. Þess vegna verður gjaldþrot fyrirtækisins notað mis- kunnarlaust af andstæðingum Sjálfstæðisflokksins gegn flokkn- um. Sérstaka athygli hefur vakið sú staðreynd, að Albert Guð- mundsson, iðnaðarráðherra, var stjórnarformaður Hafskips hf. og formaður bankaráðs Útvegsbank- ans á sama tíma. Albert Guð- mundsson lét af þessum störfum fyrir rúmum tveimur árum, þegar hann tók við ráðherradómi. Albert Guðmundsson var kjörinn í banka- ráð Útvegsbankans og skipaður formaður bankaráðs á tíma ríkis- stjórnar Gunnars heitins Thor- oddsen, og átti lykilþátt í myndun þeirrar ríkisstjórnar með hlutleysi á Alþingi. Þá voru framsóknar- menn og alþýðubandalagsmenn við völd og báru ábyrgð á embætta- veitingum, sem öðru. Það er því ekki hægt að skrifa þessa nástöðu í embættum á reikning Sjálfstæð- isflokksins. Aðalatriði málsins er þó, að gjaldþrot Hafskips og afleið- ingar þess sýnir, hversu hættulegt það er fyrir stjórnmálamann að taka að sér trúnaðarstörf, þar sem hagsmunaárekstur getur verið á ferðinni. Af þessum sökum á Al- bert Guðmundsson nú hendur sín- ar að verja og hefur raunar sjálfur lýst því yfir á Alþingi, að hann óski eftir því að rannsókn fari fram á störfum sínum fyrir Hafskip og Útvegsbankann, þannig að ljóst megi vera, hvort hann hafi mis- beitt aðstöðu sinni. Þessi vilji ráð- herrans til þess að gangast undir slíka rannsókn ætti að greiða fyrir því, að hreint borð fáizt á þeim vígstöðvum. Og nú hefur hann fylgt þessari yfirlýsingu eftir með ósk til ríkissaksóknara um víðtæka rannsókn. Morgunblaðið telur það rétt ráðið hjá ráðherranum að óska eftir slíkri rannsókn. Ég rita vörn þessa sem skipaður verjandi allra ákærðu. Leyfi ég mér að krefjast þess, að ákærðu verði allir sýknaðir af kröfum ákæruvaldsins í málinu. Þá krefst ég hæfilegra málsvarnarlauna úr ríkissjóði. i Um málavexti í máli þessu liggja fyrir eftir- greind atvik. 1. Þann 10. september 1984 skall á verkfall bókagerðarmanna. Við það stöðvaðist útgáfa allra dag- blaða og einnig útgáfa annarra fréttablaða og tímarita um allt land. Verkfall þetta stóð til 22. október 1984 og hófst útgáfa blaða og tímarita á ný 23. október 1984. 2. Bandalag starfsmanna ríkis og bæja hafði að loknum löglegum undirbúningi skv. lögum nr. 29/ 1976 boðað verkfall, er skyldi hefj- ast 4. október 1984. Við útborgun launa fyrir októbermánuð um mánaðamótin september/október greiddi ríkið aðeins 3ja daga laun þeim starfsmönnum, sem vitað var að myndu leggja niður störf sín í verkfallinu. Starfsmenn ríkisút- varpsins virtust telja þetta vera brot gegn réttindum sínum; þeir ættu rétt á að fá laun greidd fyrir allan októbermánuð, þrátt fyrir að þeir hefðu lýst því sjálfir yfir með verkfallsboðun sinni, að þeir myndu ekki vinna án skilyrða, nema 3 fyrstu dagana. Báru þeir þetta fyrir sig og hættu störfum strax 1. október. Stöðvuðust þá reglubundnar útsendingar ríkisút- varpsins að öðru leyti en því að veðurfréttum var útvarpað á venjulegum veðurfréttatímum. Var um útsendingar þessar farið eftir samþykkt kjaradeilunefndar (sjá 26. gr. laga nr. 29/1976) frá 30. september 1984 sem liggur frammi í málinu. 3. Ákærðu hófu útsendingar út- varps á ísafirði föstudaginn 5. október kl. 19.00. Var útvarpað fréttum, tónlist og auglýsingum þann 5. október á tímabilinu kl. 19.00-23.00. Laugardaginn 6. októ- ber var útvarpað kl. 12.00 til kl. 21.00 (í ákæru er ranglega sagt kl. 24.00). Notaður var lítill sendir, og munu útsendingar aðeins hafa náðst á ísafirði. í upphafi útsend- inga var greint frá því hverjir stæðu að útsendingum (sjá um þessi efni Vestfirska fréttablaðið 42. tbl., 10. árg. 11. október 1984 sem er meðal gagna málsins). 4. Á fundi Kjaradeilunefndar kl. 10.40 laugardaginn 6. október 1984 — eftir Svein Einarsson Um sálmabækur og fleira ... Nýlega var ég í kirkju við mjög fallega kveðjuathöfn. Söfnuðurinn tók þar jafnlítinn þátt í söngnum og venja er hér í flestum kirkjum. Að vísu var söngurinn fallegur, svo að kirkjugestir voru í þetta sinn þiggjendur en ekki þolendur, en hins vegar voru sálmarnir mjög smekklega valdir, að mér fannst, og ljóðin falleg og mig satt að segja dauðlangaði að kveðja þá öldnu höfðingskvinnu, sem þarna var kvödd, með söng. En svona er nú heigulsskapurinn, að ekki þorði ég að hefja upp raust mína einn — eða var það út af vitneskjunni um það að sú rödd fer skár í fjöldasöng en ein sér — og trúlega var fleirum viðstöddum svipað farið. I sakadómi ísafjaröar féll hinn 3. desember síðastliöinn dómur yfir tíu mönnum fyrir að hafa starfrækt útvarps- stöð þar í bænum í tvo daga í verkfalli BSR6 í fyrrahaust. Voru að- standendur útvarpsins dæmdir í sektir. Þetta er fyrsti dómurinn, sem fellur í sjö málum, er höfðuð voru af sama til- efni. í niðurstöðum dómsins er ekki á það fallist, að einkaréttur ríkisvaldsins á útvarpi hafi fallið niður við það að starfsmenn ríkisút- varpsins lögðu niður störf sín og því er hafn- að, að neyðarréttur hafi átt við háttsemi þeirra, sem stóðu að rekstri út- varpsstöðvarinnar á ísafírði. Verjandi ákærðu var Jón Steinar Gunnlaugs- son, hæstaréttarlög- maður. Morgunblaðið birtir hér meginefni skriflegrar varnar hans í máli Isfirðinganna. var samþykkt tillaga sem komin var frá útvarpsráði um að útvarpa „tveim (sic) stuttum fréttatímum í hljóðvarpi á dag meðan á verk- falli BSRB stendur". í tillögunni var tekið fram, að hún væri flutt „vegna þess mikla öryggisleysis sem lokun hljóðvarps og sjónvarps hefur í för með sér fyrir allan almenning á sama tíma og útgáfa dagblaða er nærri lömuð". Fréttaútsendingar hófust svo í hljóðvarpi ríkisins með kvöldfrétt- um kl. 19.00 þennan sama dag 6. október. Þegar málum var svona komið, hættu ákærðu útsendingum sínum. Einhvern tíma um aldamótin varð til saga um þann ágæta og fjölhæfa listamann Guðmund Magnússon (Jón Trausta) og þarf sú saga ekki að vera sönn. En hann hafði farið til Þýskalands og geng- ið þar á málverkasöfn. Heimkom- inn var hann að því spurður, hvaða málarar hefðu nú haft á hann mest áhrif. Hann á að hafa tíundað ýmsa, en þó látið þess getið að mest hafi honum þótt til koma málarans Derselbe, bæði fyrir afköst og ágæti. Þessi saga var sögð af þýskumönnum Guðmundi til hneisu, þar sem þýskukunnáttu hans mun hafa verið eitthvað ábótavant, en spurning er, hvort ekki má líka segja þessa sögu til marks um góðan smekk Guðmund- ar Magnússonar. En hvað um það. Slík saga getur rifjast upp fyrir manni, þegar maður er í kirkju og langar að syngja með. Þegar maður flettir sálmabókinni, rekur mann nefni- Athugasemd um skipan dómsins Dómari í máli þessu er fulltrúi bæjarfógetans á ísafirði. Bæjar- fógetinn á ísafirði fer með lög- reglustjórn þar, auk þess sem hann er dómari í opinberum málum skv. 7. gr. laga nr. 74/1972 um skipan dómsvalds í héraði, lögreglustjórn, tollstjórn o.fl. sbr. 4. og 5. gr. sl. Fyrir liggur og í málinu að lög- reglurannsóknin í málinu var gerð af embætti lögreglustjórans. Full- trúinn sem dæmir málið gerir það á ábyrgð bæjarfógetans svk. 4. mgr. 33. gr. laga nr. 85/1936. Þessi skipan íslenzkra laga á meðferð dómsvalds í opinberum málum fer í bága við ákvæði 6. gr. Evrópusamnings um verndun mannréttinda og mannfrelsis, sem ísland hefur fullgilt sbr. augiýs- ingu nr. 11/1954. Verður engan veginn talið, að dómstóllinn sem skipaður er lögreglustjóranum í málinu teljist óháður og óhlut- drægur í skilningi þessa ákvæðis. Er ákærðu í málinu geymdur rétt- ur til að bera þessa málsmeðferð undir Mannréttindadómstól Evr- ópu, en ísland hefur skuldbundið sig til þess að viðurkenna lögsögu hans. Lagaröksemdir fyrir sýknukröfu í máli þessu er ákært brot gegn 2. gr., sbr. 24. gr. útvarpslaga nr. 19/1971 og 1. mgr. 2. gr., sbr. 1. mgr. 23. gr. laga um fjarskipti nr. 73/1984. Sá háttur verður á hafður hér á eftir að fyrst verður rökstudd krafan um sýknu og ákæru um brot gegn útvarpslögunum (1.), og síðan um sýknu á broti gegn fjar- skiptalögum (2). 1. Um brot gegn útvarpslögum 1.1. í 2. grein útvarpslaga nr. 19/ 1971 er Ríkisútvarpinu veittur einkarétur á útvarpi. Enginn vafi er á, að þetta lagaákvæði gengur út frá, að útsending á útvarpsefni fari fram á vegum Ríkisútvarps- ins. M.ö.o. er einkarétturinn byggður á þeiri augljósu forsendu, að útvarpað sé. Kemur víða fram í útvarpslögunum að gert er ráð fyrir samfelldri útvarpsstarfsemi íslenzka rikisins og er meginefni laganna reyndar að kveða á um stofnunina, sem á að annast þessa starfsemi. Hagsmunir ríkisins og almennings af truflunarlausu út- lega í rogastanz yfir því hversu afkastamikið tónskáldið Með-sínu- lagi hefur verið. Satt að segja hef ég ekki rekist á eitt einasta tón- skáld annað í þeirri mætu bók, og það eitt til glöggvunar, þegar fleiri en einn sálmur hefur sama lag- boða. Við íslendingar stöndum í þeirri trú, að við séum velvakandi um menningarerfðir okkar og annt til dæmis um minningu okkar fremstu andans leiðtoga. Þó er það nú svo, að það var dönsk kona sem setti upp skjöld á húsið þar sem Jónas Hallgrímsson fótbrotnaði, en á grannhúsum þeirra Baldvins Einarssonar og Konráðs Gíslason- ar eru engir skildir, enda ganga þar fram hjá þúsund íslendinga og sýnu fleiri Danir árlega í full- komnum óvitaskap. Lengi vel var það helst til minningar um að Kaupmannahöfn hefði verið höf- uðstaður íslands í fjórar aldir, að kaupmaður einn á Strikinu, Júlíus Um sálmabækur os
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.