Morgunblaðið - 10.12.1985, Page 48
48
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR10. DESEMBER1985
Hvar er Halley-halastjarnan?
Kortið sýnir hvar halastjarna Hallevs er stödd miðað við fastastjörnurnar á fimm daga fresti
frá 5. desember til 30. desember. Áttir á kortinu og hæð fastastjarna yfir sjóndeildarhring
miðast við að athugandinn sé í Reykjavík og að klukkan sé 8 að kvöldi hinn 8. desember
(eða 7 að kvöldi 23. desember). Halastjarnan er sem stendur í fiskamerki, en í því merki
er lítið um bjartar stjörnur. Hún er auðfundin í litlum sjónauka sem þokukenndur blettur.
Við góð skilyrði er unnt að greina hana með berum augum. í kvöld (10. desember) verður
hún í hásuðri frá Reykjavík kl. 19.52, 32 gráður yfir sjóndeildarhring. Þorsteinn Sæmunds-
son stjörnufræðingur teiknaði kortið fyrir Morgunblaðið.
Sagan af Shevchenko, grein IV.
- Sviptingar á alþjóðavettvangi
— eftir Arna
Sigurðsson
Árið 1960 sigldi Shevchenko
ásamt Krútsjeff og ýmsum fyrir-
mönnum landa Varsjárbandalags-
ins á sovéska farþegaskipinu Balt-
ika frá Kalingrad áleiðis til New
York á allsherjarþing Sameinuðu
þjóðanna. Hann segir svo frá í
æviminningum sínum: „Aðeins 29
ára að aldri er ég var aðeins nýliði
í utanríkisþjónustunni fékk ég hið
einstæða tækifæri að vera falið
*" það verkefni að vera aðalritara
flokksins og leiðtoga Sovétríkj-
anna innan handar við tillögugerð
er leggja skyidi fram á allsherjar-
þinginu og stefna að algjöru af-
námi nýlendustefnu og algerri
afvopnun."
Á leiðinni yfir hafið segir Shev-
chenko að ýmislegt hafi gerst er
hafi varpað skýru ljósi á Krútsjeff,
skapgerð hans, veikleika og styrk.
Það verðu’r ekki tíundað hér en þó
getið atburðar er hafði djúptæk
áhrif á hinn unga og upprennandi
diplómat. Málefni Kongó voru
Krútsjeff til mikillar armæðu.
Alla leið til New York var hann
með hugann við þetta Afríkuríki.
Hann hafði áhyggjur af afskiptum
Sameinuðu þjóðanna af málum
Kongó, sérstaklega hafði hann
andúð á aðgerðum friðargæslu-
sveita samtakanna svo og afskipt-
um aðalritara Sameinuðu þjóð-
anna, Dag Hammarskjöld, af mál-
inu. „Ég hræki á SÞ,“ sagði Krútsj-
eff eitt sinn í bræði. „Þetta eru
ekki okkar samtök. Þessi einskis
nýti Ham (rússneska orðið yfir
rudda, dóna, óheflaðan mann eða
sveitadurg, notað af Krútsjeff sem
uppnefni á Dag Hammarskjöld)
skiptir sér af mikilvægum málum
er koma honum ekkert við. Hann
hefur sölsað undir sig völd, sem
honum bera ekki með réttu. Fyrir
það verður hann að gjalda. Við
verðum að losa okkur við hann
með öllum tiltækum ráðum. Við
skulum svo sannarlega kynda
undir hlutunum," urraði Krútsjeff.
Shevchenko segir að þessi hótun
Krútsjeffs hafi rifjast upp fyrir
sér í september 1961 er Dag
Hammarskjöld lést i dularfullu
flugslysi í myrkviðum Kongó.
Vinir Shevchenkos er höfðu með
málefni Afríku að gera, sögðu
honum að eitt sinn hefðu þeir séð
háleynilega KGB-skýrslu er hefði
gefið til kynna að flugvélin hafi
verið skotin niður af skæruliðum
vilhollum Kremlverjum og undir
áhrifavaldi þeirra.
Krútsjeff missir
stjórn á sér
„Eftir komnu okkar til New
York,“ segir Shevchenko, „og
meðan fundur allsherjarþings SÞ
stóð, fór utanríkisráðherra Spánar
í ræðustól til að verja Franco
einræðisherra gegn árásum frá
Krútsjeff. Við mál Spánverjans
fauk í Krútsjeff. Hann hóf að
hrópa ýmsar móðganir í garð ráð-
herrans úr sæti sínu og lagði
áherslu á mál sitt með því að berja
hnefanum í borðið þar til að hann
leysti af sér annan skóinn og barði
honum ásamt hnefanum linnu-
laust í borðið hjá sér. Því næst
reis hann úr sæti með kreppta
hnefa og lagði að spænska utan-
ríkisráðherranum er hafði í
frammi broslega tilburði til'Varnar
krepptum hnefum Krútsjeffs.
Öryggisverðir komu aðvífandi og
skildu mennina." Shevchenko segir
að allir hafi orðið agndofa við
þennan atburð. Síðar, í aðalstöðv-
um sovésku sendinefndarinnar,
var fólk úr jafnvægi og vandræða-
legt. Gromyko sem þekktur var af
hörku var með fölar varir af ör-
vinglan. Krútsjeff var hins vegar
kampakátur og lét á engu bera.
Hann hló hátt og sagði brándara.
Það var nauðsynlegt sagði hann
að: „veita smálífi i hið stífa og
stirða andrúmsloft SÞ.“
Kennedy og
Kúbudeilan
Um miðjan októbermánuð, er
Krútsjeff hélt frá New York heim
á leið, var stutt til forsetakosninga
í Bandaríkjunum. Opinberlega
Krútsjeff
„Vinir Shevchenkos er
höföu meö málefni Afr-
íku aö gera sögöu hon-
um aö eitt sinn hefðu
þeir séð háleynilega
KGB-skýrslu er hefði
gefið til kynna að flug-
vélin hafi veriö skotin
niður af skæruliðum vil-
hollum Kremlverjum og
undir áhrifavaldi
þeirra.“
kvaðst honum standa á sama hvor
ynni kosningarnar því Nixon og
Kennedy væru eins og „stígvéla-
par“. Hann sagði að ekki væri
hægt að gera upp við sig hvort
stígvélið væri betra, hið hægra eða
hið vinstra. í einrúmi lét hann þó
fleira flakka. Hann vonaðist eftir
sigri Kennedys því hann taldi að
hann yrði mun auðveldari viðfangs
en Nixon.
Krútsjeff varð að ósk sinni. í
júní 1961 hittust leiðtogarnir í Vín
í Austurríki. Shevchenko segir að
Leonid Zamyatin, aðstoðarfor-
stöðumaður þeirrar deildar utan-
ríkisráðuneytisins er fór með mál-
efni Bandaríkjanna, hafi tjáð sér
frá gangi mála. Shevchenko segir
að ótrúlegt sjálfstraust og sköru-
leg framganga Zamyatins bætti
honum það sem vantaði á hæfileik-
ana og gerði honum kleift að
komast í hæstu stöður. Zamyatin
varð síðar aðalframkvæmdastjóri
TASS-fréttastofunnar og óhjá-
kvæmilega i framhaidi þess for-
stöðumaður alþjóðaupplýsinga-
deildar miðstjórnar sovéska
kommúnistaflokksins. Ásamt Ge-
orgi Arbatov og Vadim Zagbladin
varð hann hluti þess þríeykis er
hvað oftast birtist mönnum á
Vesturlöndum er Kremlverjar
þurftu einhverra hluta vegna að
hafa áhrif á skoðanamyndun al-
mennings.
Zamyatin sagði við Shevchenko
að Krútsjeff hafi litið á Kennedy
sem hálffullorðinn strákling:
„Hann (Krútsjeff) hefur fyrst og
fremst í huga hvað við getum gert
okkur til framdráttar og um leið
prófað styrk og staðfestu Kenn-
edys.“
Krútsjeff áleit að Kennedy
myndi forðast í lengstu lög að
dragast inn í hringiðu kjarnorku-
styrjaldar og myndi gera næstum
hvað sem væri til að koma í veg
fyrir átök. Svínaflóainnrásin á
Kúbu í apríl 1961 og fálmandi
vinnubrögð Kennedys í því máli
auk deilunnar er braust út þegar
Sovétmenn reistu steinvegg er
skiptir enn þann dag í dag Berlín-
arborg í tvennt, aðeins fjórum
mánuðum síðar, sannfærði Krútsj-
eff um að hann hefði á réttu að
standa.
Með því að koma fyrir nokkrum
tugum meðaldrægra kjarnorku-
eldflauga á Kúbu vonaðist Krútsj-
eff til að mynda „krepptan kjarn-
orkuhnefa" rétt undan ströndum
Bandaríkjanna. Þetta varð að
vonum Bandaríkjamönnum mikið
reiðarslag. Kennedy krafðist þess
að eldflaugarnar yrðu þegar í stað
teknar niður og sendar aftur til
Sovétríkjanna. Kúbudeilan var
hafin. í fyrsta sinn frá lokum
síðari heimsstyrjaldarinnar stóð
heimurinn á hengiflugi kjarnorku-
styrjaldar.
Hafnbann sett á Kúbu
Spennan jókst dag frá degi.
Krútsjeff voru aðeins tvær leiðir
færar. Hin fyrri var kjarnorku-
styrjöld sem Bandaríkjamenn
voru mun betur undirbúnir fyrir.
Seinni kosturinn var hefðbundið
stríð í þessum heimshluta, en þá
voru Bandaríkjamenn einnig betur
undirbúnir undir það. Kennedy
setti hafnbann á eyna. Miðað við
hnattstöðu Bandaríkjanna og
Kúbu hefði það getað reynst Sovét-
mönnum dýrkeypt að reyna að
verja skipalestir sínar. Með þess-
ari aðgerð hafði Kennedy sett
Krútsjeff úrslitakosti en ekki öf-
ugt. Krútsjeff var nauðugur einn
kostur að gefa eftir og hætta við
fyrirætlanir sínar á Kúbu. Heim-
urinn andaði léttar, en blikur voru
á lofti í Moskvu og gagnrýnisradd-
ir tóku að heyrast gegn Krútsjeff.
í næstu grein mun ég gera grein
fyrir falli Krútsjeffs og uppgangi
Brésnefs. Sögu Shevchenkos verð-
ur haldið áfram út sjöunda áratug-
inn þar til hann verður einn aðal
ráðgjafi og aðstoðarmaður Grom-
ykos, en það hafði í för með sér
afdrifaríkar afleiðingar.
Helstu heimildir:
Arkady N. Shevchenko. Breaking
With Moscow, A.F. Knopf, USA
1985. Time Magazine, 11. og 18.
febr., 1985.
Höíundur á sæti i utanríkismiia-
nefnd Sambands ungra sjálfstaeð-
ismanna.