Morgunblaðið - 10.12.1985, Side 50
50
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR10. DESEMBER1985
Áfengísmál í Hafn-
arfirði og víðar
— eftir Kristófer
Magnússon
Áfengi og áfengisneysla er stað-
reynd, sem mikill meirihluti allra
landsmanna sættir sig við eða er
samþykkur, og geng ég út f rá þeirri
staðreynd í þessari grein minni en
ekki að ég sé hér talsmaður vín-
neyslu.
Ástand áfengismála
í Hafnarfirði
Ég hef ekki heyrt neinn halda
því fram með fullgildum rökum,
að áfengisneysla Hafnfirðinga sé
minni en annar staðar tíðkast á
landinu. Aftur á móti hafa margir
Hafnfirðingar neitað að horfast í
augu við þá staðreynd að um 80%
af íbúum bæjarins njóta áfengis,
og jafnvel margir þeir sem neyta
víns, hafa hafnað áfengisútsölu í
Hafnarfirði, vegna þess að þeir
hafa aöstöðu til að nálgast það á
annan hátt, og einnig með þeim
rökum, að þeir séu að reyna að
hafa vit fyrir öðrum, sérstaklega
þó unglingum. Ég þekki ekki þau
tilfelli að unglingar geti ekki nálg-
ast vín, ef það er ætlun þeirra á
annað borð. Eða er áfengisneysla
unglinga úti á landi, þar sem
áfengisútsölur eru ekki, eitthvað
minni en hér á höfuðborgarsvæð-
inu? Reynsla mín hefur sýnt mér
annað.
Líður Hafnfirskum foreldrum
eitthvað betur, vitandi af afkvæmi
sínu undir áhrifum áfengis í mis-
jöfnum veðrum, leitandi að leigu-
bílum í Reykjavík, er þeir þurfa
að greiða fyrir of fjár til að komast
heim, en hafa þá í Hafnarfirði.
Mín reynsla sem foreldri og sem
forustumanns æskulýðsstarfsemi
er sú að besta aðhaldið er að hafa
unglingana í sjónmáli og taka þátt
í starfi þeirra og skemmtunum, en
ekki að loka augunum og senda
þau í önnur byggðarlög, til að
sletta úr klaufunum og látast þar
með ekkert vita um hátterni
þeirra.
Væri ekki skynsamlegra að þeir
íbúar Hafnarfjarðar, sem óskuðu
að neyta áfengis utan heimilanna,
gætu sótt hafnfirska vínveitinga-
staði, sem væru undir lögsögu og
leiðsögu þeirra manna sem þeir
þekktu og bæru traust til, og sem
þeir um leið gætu haft áhrif á til
góðs, hvað varðar alla umgengni.
Það er sjálfsblekking, ef Hafn-
firðingar halda að áfengisvanda-
mál unglinga í Hafnarfirði sé
minna en annars staðar, og að
þeir geti ýtt vandamálinu frá sér
með því að senda ungmenni sín til
annarra byggðarlaga til að neyta
áfengis. Þannig ber ekki að „leysa"
vandamál. Að minnka áfengis-
neyslu við ríkjandi hugsunarhátt,
verður ekki gert með boði og bönn-
um. Til þess þarf hugarfarsbreyt-
ingu almennings. Að leyfa áfengis-
útsölu og veita veitingahúsinu full
vínveitingarleyfi breytir engu um
áfengisneyslu Hafnfirðinga. Eða
hvað halda Hafnfirðingar að hægt
sé að reka veitingahús lengi í
Hafnarfirði án vínveitingaleyfis,
þegar mikill meirihluti viðskipta-
vina þess óskar eftir slíkri þjón-
ustu, og sú þjónusta stendur þeim
til boða í náglægum byggðarlög-
um. Neytandinn í hvaða skilningi
sem er leitar einfaldlega þangað,
sem hann fær þá þjónustu sem
hann sækist eftir, og hvorki ég eða
þú getum breytt þar um.
Hafnfirðingar hafa horft upp á
bæinn sinn dafna og þróast úr
tiltölulega stöðnuðu og einhæfu
byggðarlagi í mesta iðnaðarbæ
landsins á aðeins tveimur til þrem-
ur áratugum. Verslun innan bæj-
arfélagsins hefur stórlega aukist,
og flest sú þjónusta er fólkið
þarfnast í nútíma þjóðfélagi hefur
flust til byggðarlagsins, öllum íbú-
um þess til hagsbóta.
Á þessum árum hefur allt yfir-
bragð bæjarins gerbreyst og er nú
Hafnarfjörður talinn einn af feg-
urstu og hreinlegustu bæjum
landsins. Það ætti að vera stolt
okkar Hafnfirðinga að gera hann
enn eftirsóknarverðari t.d. með
eflingu verslunar og ferðamanna-
þjónustu. Þeim takmörkum náum
við ekki með því að troða upp á
ferðamenn þeim framandi hafn-
firskum hugsunarhætti að við telj-
um okkur hafa fullan rétt á að
kaupa áfengi í Reykjavík, en gestir
okkar megi ekki kaupa áfengi í
Hafnarfirði. Þessir ágætu gestir
okkar leita einfaldlega annað, er
fram líða stundir, og láta okkur
afskiptalausa með sérvisku okkar
og tvískinnungshátt. Ég efast um
að nokkrum manni detti það í hug
í alvöru, að hægt sé að gera Hafn-
arfjörð að alvöru ferða- og
safnabæ við núverandi aðstæður
og ríkjandi hugsunarhátt þorra
erlendra og innlendra ferðamanna
gagnvart áfengi.
Lauslega áætlað eyða Hafnfirð-
ingar um 10 milljónum króna á
ári í ferðakostnað til að afla sér
áfengis fyrir utan vinnutap. Önnur
hlið þessa máls er sú að mikill
meirihluti þess fólks, sem fer til
áfengiskaupa í Reykjavík, sækir
þar um leið margháttaða aðra
þjónustu. Viðskipti upp á hundruð
milljóna glatast þannig úr rekstri
hafnfirskra fyrirtækja, og um leið
umtalsverð atvinnutækifæri og
fjárstreymi, sem annars kæmi
öllum bæjarbúum til góða. Það er
almennt viðurkennt að stofnun
Hagkaups í Reykjavík var umtals-
verð kjarabót til handa reykvísk-
um launþegum, og það sama má
segja um stofnun Fjarðarkaups í
Hafnarfirði. Því tek ég þessi tvö
fyrirtæki sem dæmi, þar sem þau
voru hvort um sig brautryðjendur
lækkaðs vöruverðs í sínum byggð-
arlögum. Eigendur Fjarðarkaups
hafa sýnt okkur og sannað, að þeir
hafa fyllilega staðist samkeppn-
ina, og jafnvel bætt um betur. Það
sýna verðkannanir Verðlagsstofn-
unar. Síðan hafa önnur samskonar
fyrirtæki fetað í fótspor Fjarðar-
kaups, og boðið oft ágæta þjónustu
og lágt vöruverð.
Kristófer Magnússon
„Það er sjálfsblekking
ef Hafnfirðingar halda
að áfengisvandamál
unglinga í Hafnarfirði
sé minna en annars
staðar, og að þeir geti
ýtt vandamálinu frá sér
með því að senda ung-
menni sín til annarra
byggðarlaga til að neyta
áfengis.“
Hagkaup er nú að reisa stærstu
verslunarmiðstöð landsins við
hliðina á Húsi verslunarinnar i
nýja miðbænum í Reykjavík er
liggur sérlega vel við allri umferð
til og frá Hafnarfirði með nóg af
bílastæðum. í húsakynnum Hag-
kaups verða ótal sérverslanir og
þar með talin áfengisútsala á
meðan engin útsala er í Hafnar-
firði, hvort sem mér eða þér eða
jafnvel Jóni Helgasyni dómsmála-
ráðherra líkar það betur eða verr,
hvernig sem Jón eða við reynum
að hafa vit fyrir Hafnfirðingum.
Þetta er einföld staðreynd, sem
engum dettur í hug innst inni að
neita hvorki fyrir sjálfum sér né
öðrum.
En nú er svo komið að Jón
Helgason dómsmálaráðherra er
orðinn helsta tákn svartnættisins
með afstöðu sinni í áfengisvarnar-
málum. Á margan hátt óverð-
skuldað að mínu áliti það sem ég
hef aldrei heyrt annað en að hann
væri heiðarlegur. Afstaða Jóns
hefur aðeins mótast af þeirri
áráttu sem íslensks stjórnmála-
manns, að hann sem alþingismað-
ur og ráðherra eigi einn að hafa
vit fyrir lýðnum, án þess að gera
minnstu tilraun til að breyta við-
horfum almennings. Að ráðast
með valdbeitingu að samþykktum
bæjarstjórnar Hafnarfjarðar hef-
ur sýnt sig að vera Jóni lítt til
framdráttar, og hefur honum ekki
einu sinni tekist að snúa sjálfum
forsætisráðherranum á sveif með
sér en hann er nú farinn að tala
um að svifta dómsmálaráðuneyt-
inu leyfisveitingu og láta bæjarfé-
lögin alfarið um vandann. Það
hlýtur að liggja í augum uppi að
forystumenn og íbúar hvers sveit-
arfélags fyrir sig hljóta að vera
hæfari til að ákvarða hvað sé
sveitarfélögum þeirra fyrir bestu,
frekar en eitthvert ríkisrekið
miðstjórnarvald.
Hvað ætlar Jón Helgason að
standa lengi í vegi fyrir að hafn-
firskum veitingamönnum verði
veitt fullt vínveitingaleyfi á sama
hátt og bændur fá til að reka Hótel
Sögu í Reykjavík? Það verður fróð-
legt að fylgjast með viðbrögðum
Jóns er Hótel Saga þarf að end-
urnýja vínveitingaleyfi sitt. Eða
verður það hér eins og svo víða
annars staðar í þjóðfélaginu að
sumir mega en aðrir ekki? Ég leyfi
mér að taka dæmi sem þessu máli
er raunverulega náskylt og sýnir
tvískinnung landsmanna og ráða-
manna til áfengis. Hvers vegna er
þeim landsmönnum sem ferðast til
útlanda, leyft að kaupa áfengan
bjór? Hves vegna hefa ákveðnar
stéttir þjóðfélagsins eins og til
dæmis flugmenn og flugfreyjur
ótakmarkaðan aðgang að bjór,
þegar t.d. fiskvinnslufólk sem afl-
ar mest alls gjaldeyris lands-
manna hefur engan aðgang eða
aðstöðu til að kaupa bjór, nema
þá helst af þeim er stunda „ólög-
lega“ sölu slíkra drykkjarfanga?
Eða er Jóni ef til vill ekki kunnugt
að slík sala er stunduð hér á landi?
Það yrði eflaust mörgum frjáls-
lyndum manninum í Hafnarfirði
minnisstætt ef Jóni Helgasyni
tækist að koma frjálsri verslun á
vonarvöl með því að neita Hafn-
firðingum um áfengisútsölu, ef
íbúar bæjarins kveða upp þann
ÞU
LEGGUR
AFSTAI
í flugferð er ströngum öryggisreglum fylgt og öll siglingatæki yfirfarin og kannað hvort þau
eru í fullkomnu lagi.
Einnig er öllum farþegum bent á hvar björgunarvesti og gúmmíbjörgunarbátar eru geymd.
REYNSLAN SÝNIR AÐ EKKERT KEMUR í VEG FYRIR SLYS Á SJÓ NEMA
ÁRVEKNI, DÓMGREIND OG KUNNÁTTA SJÓMANNA SJÁLFRA.
OryggismAlanefnd sjómanna