Morgunblaðið - 10.12.1985, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 10.12.1985, Blaðsíða 56
56 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR10. DESEMBER1985 - J 99 Brúsmanía u — eftirGunnar Birgisson Klukkan korter í átta, þrem stundarfjórðungum eftir að tón- leikarnir áttu að hefjast, voru ljós- in loks dempuð á íþróttaleikvang- inum í Oakland. Þá tóku hinir 50.000 aðdáendur á troðfullum vellinum við sér og öskruðu linnu- laust: „Brúúúús? Brúúúús! Brúúús!" . Kastljós beindust að sviði, sem hafði verið reist á útjaðri vallar- ins, og risastór bandarískur fáni birtist þar fyrir aftan. Um leið og fyrstu tónar E Street Band heyrð- ust sást lítill, þrekvaxinn maður, klæddur gallabuxum og denim- vesti á sviðinu og mannfjöldinn fagnaði af öllum mætti. Bruce Springsteen, helsta alþýðuhetja bandarískra ungmenna í dag, var mættur til að rokka eins og honum einum er lagið. Frá næstöftustu sætaröðinni á vellinum, þar sem ég var svo lán- samur að fá miða, var maðurinn varla stærri en hausinn á títu- prjóni, þar sem hann sást lengst . fjarska. Ég sannfærðist þó um að þetta væri öruglega hann þegar hann birtist á stærðarinnar skermum, sem voru sitt hvoru megin við sviðið. Hann hóf tónleikana, eins og hann hefur alltaf gert á 16 mánaða hljómleikaferðalagi sínu um heim- inn, á titillagi síðustu plötunnar sinnar „Born in the USA“. I því lagi er sögumaður Springsteen náungi, sem unir lífinu í heimabæ sínum illa, lendir í vandræðum og er sendur í Víetnam-stríðið. Þegar hann kemur heim á ný bíður hans engin vinna, engin glæsilega fram- tíð, ekkert nema áframhaldandi barátta. Viðlagið „Born in the USA“, syngur hann ekki með þjóð- arstolti, eins og margur heldur, heldur með eymd og biturleika. Fáninn stóri, sem hvarf eftir þetta lag, undirstrika því þessar tilfinn- ingar. Lagið er nöpur deila á land hans og það sést vel í fyrstu tveim versum þess. Það, að Springsteen skuli vera slík þjóðarhetja sem hann er í Bandaríkjunum í dag, er að mörgu leyti forvitnilegt. Hann syngur gjarnan um einstaklinginn, sem verður undir í lífinu, um lítilmagn- ^ an sem á í erfiðleikum í atvinnu og ástum, um þá sem þekkja heim glæpa jafn vel og heim réttvís- innar. En hann kemur sjálfur fram sem einlægur, heiðarlegur náungi, sem leggur sig allan í það sem hann gerir, að flytja rokkið. Þann- ig flytur hann í raun boðskap bandaríska draumsins þó óbeint sé: leggðu þig allan fram og þú munt ná takmarki þínu. Það er sennilega þessi grundvallarímynd ötulleika, sem gerði það að verkum að nafn hans var dregið inn í for- setakosningarnar í fyrra. Ronald Reagan nefndi hann í ræðu í heimafylki Springsteen, New Jers- ey, talaði um þjóðarstoltið og gild- ^ ismatið, sem svo vel kom fram hjá söngvaranum. Og Walter Mondale svaraði auðvitað skömmu seinna og reyndi að tileinka sér hann einnig. Springsteen sjálfur reyndi að mótmæla, en þá var búið að draga nafn hans inn í pólitíkina. Það er kaldhæðnislegt að Springsteen hafi goldið þessa, því sýn hans hefur markast meira af gráum og svörtum litum, en rauð- um, hvítum og bláum. Aðdáendaskarinn, sem oftar var á fótunum, syngjandi af krafti, en í sætum sínum, hafði þurft að berjast með ýmsum ráðum til að sjá Springsteen þetta kvöld. Talið var, að hann hefði getað fyllt leik- vanginn sex sinnum með hljóm- leikahaldi, svo mikill er áhuginn hér á honum. En hann lét sér nægja tvö skipti svo eftirspurnin eftir miðum varð þeim mun meiri. Umsjónarmenn tónleikanna ákváðu að hver maður mætti ein- ungis kaupa fjóra miða svo svarta- markaðsbraskið yrði minna. Einn- ig var dregið um hvaða sæti hver fékk til að fyrirbyggja tveggja daga biðraðir eftir miðum á fremsta bekk. Miðarnir voru boðn- ir til sölu viku fyrir tónleikana og seldust formlega upp á fjórum tímum. En það markaði í raun bara upphaf svartamarkaðsversl- unarinnar, því fæstir ætluðu að nýta sér alla miða sína — þeir ætluðu að græða á Springsteen. Því var gífurlegt framboð af miðum allt fram til upphafs tón- leikanna. Handhafar miða aug- lýstu þá, en þar sem svona miða- sala er bönnuð í Kaliforníu, mátti. ekki vera of berorður í blaðaaug- lýsingunum. Þær voru þá t.d. á þá leið að verið var að bjóða kúlu- penna til sölu fyrir 100 dollara, en tveir Springsteen miðar væru innifaldir í verðinu. Miðarnir kost- uðu rúma 20 dollara í upphafi en gróðasjónarmiðið ríkti, þannig að miði á sæmilegum stað kostaði allt upp í 100 dollara og í fremstu röð allt að 300 dollurum, um 13.000 krónur. Hins vegar gat margur naskur aðdáandinn, með því að bíða nógu lengi áður en hann keypti miða, fengið hann fyrir 10 eða 15 dollara því þá fór svarta- markaðsbraskarana að skorta við- skiptavini, en áttu enn eitthvað af miðum eftir. En þótt fólk hafi pungað út mismiklu fyrir miða sína til að hlýða á boðskap Bruce virtist það býsna líkt, allavega í klæðaburði. Mér sýndist vera tvö skilyrði fyrir að vera hleypt inn um hliðið þetta kvöld, auk þes að eiga miða þurfti fólk að vera klædd Levi’s gallabux- um, 501-gerðinni með hnepptu klaufinni. Ekki urðu heldur hand- tökin flóknu við að hneppa frá og fyrir til að hraða biðröðunum á salernunum í hléunum, þegar verið var að losa sig við annað uppáhald alþýðunnar, bjórinn. En fleira en gallabuxur einkenndi klæðnaðinn þetta kvöld, því langar biðraðir voru einnig fyrir framan bása þá, sem buðu hinn ýmsa Bruce-varn- ing til sölu: boli, bækur, skyrtur, plaköt og barmnælur. Áður en hátíðinni lyki var því góður hluti fjöldan klæddur í boli með mynd af bakhlið meistarans, eins og hann birtist á umslaginu af „Born in the USA“. Eftir flutning þess lags hélt Springsteen áfram, spilaði lög af „Darkness on the Edge of Town“, titillagið og „Bad!ands“, og einnig af hinni eymdarlegu Nebraska- skífu, eins og „Johnny 99“ og „Atl- antic City“. Hann sagði oft sögur sem snertu boðskap lags áður en það var flutt. Hann sagði frá at- vinnuleysi föður síns, fátæktinni í heimabyggð sinni, sunnudags- bíltúrum fjölskyldunnar þegar hann var smástrákur, og hversu mikið hann hafði hatað skólann. Hann talaði líka um misréttið í Bandaríkjunum og að til væru einstaklingar, sem væru að reyna að bæta þar úr. Hann skoraði því á aðdáendur sína að láta fé af hendi til fulltrúa góðgerðarstofn- ana, sem voru fjölmargir á tónleik- unum. Þessu framtaki Springsteen var ákaft fagnað. Sjálfur hefur baka á sviðinu með Clemons og Lofgren. Hann virtist einfaldlega hafa svo innilega gaman af leikn- um og áhorfendur smituðust og hrifust með. Hér var enginn reyk- ur, engin blikk eða purpuraljós; þetta var Springsteen, ekki Spiel- berg. Músikin var látin tala sínu máli. Lögin, sem hann flutti á tónleik- unum, voru frá öllum plötunum hans: „Greetings from Asbury Park, New Jersey; The Wild, the Innocent and the E Street Shuffle; Born to Run; The River; Darkness on the Edge of Town; Nebraska; og Born in the USA“. Hann flutti aðallega rokkaðri lög sín, eins og Cadillac Ranch, Rosalita, I’m Go- ing Down og Glory Days“. Hins vegar fannst þessum aðdáenda vanta í tónleikana margar rólegar perlur Springsteen, eins og „The River, Stolen Car, Drive All Night, Jungleland og Racing in the Street“. En það var hin rokkaða hlið hans sem gilti á þessu tón- leikaferðalagi. (P Bruce Springsteen hann látið hundruð þúsunda doll- ara til verkalýðsfélaga og góðgerð- arstofnanna, en hins vegar kom í ljós í fréttum seinna að raunveru- leg viðbrögð við áskorun hans voru sáralítil, fáir voru með honum í verki. Með Springsteen á sviðinu voru meðlimir E Street Band: Roy Bitt- an, Clarence Clemons, Danny Federici, Garry Tallent og Max Weinberg, auk nýliðanna Nils Lofgren og Patti Scialfa. Vinsæl- astur meðleikaranna var tvímæla- laust saxófónleikarinn Clemons, sem auk þess að taka fjölmörg sóló við mikinn fögnuð hlustenda, gantaðist iðulega við Springsteen. Sviðsframkoma Bruce markaðist af ótvíræðri gleði; hann hljóp fram og aftur, henti sér í loftið, lagðist á gólfið og þrammaði fram og til Það einkenndi flutninginn í heild að hann brá lítið sem ekkert frá útsetningu laganna eins og þau koma fyrir á plötunum. Ýmsir eru óþolinmóðir í garð Springsteen fyrir það, hann bryddar aldrei upp á neinu nýju á tónleikum sínum. Hann er hlýr í garð aðdáendanna, hann gefur allt sitt í flutning lag- anna, en eins og sumir bentu á, þá eru tónleikarnir hjá honum alltaf eins. Hann notar ekki tæki- færið til að þróa músik sína eða gera tilraunir; hann spilar ein- faldlega hlutverk sitt sem „The Boss“, og hann gerir það vel, en hann gerir ekkert meira. Eitt sem hann gerir þó er að vera lengi á sviðinu. Springsteen- tónleikar taka sjaldan minna en fjóra tíma og er engin upphitunar- hljómsveit þar meðtalin; þær not- ar hann ekki. Hann tekur þó hlé, og eftir það var rokkað af fullum krafti. Líkt og í byrjun þegar hann söng hið kraftmikla „Born in the USA“ og ætlaði hann að koma aðdáendunum í þrumustuð strax. Hann byrjaði á „Cover Me“, af „Born in the USA“ og síðan söng hann, „Dancing in the Dark“. I miðju lagi hreif hann til sín ungl- ingsstelpu, sem var á fremsta bekk, og dansaði við hana það sem eftir var lagsins. Síðan tók við eitt vinsælasta lag hans, „Hungry Heart“, af „The River“. Eftir að byrjunartónarnir hljómuðu öskraði hann til mannfjöldans að syngja. Og tugir þúsunda sungu fyrsta vers lagsins af fullum krafti. Síðan tók Bruce við og stemmn- ingin nálgaðist suðupunkt. „Hungry Heart“ var, ásamt „Born to Run“, greinilega vinsælasta lagið hjá hinum tryggu aðdáend- um sem fylltu leikvanginn þetta kvöld. Springsteen spilaði líka lög eftir aðra, Elvis Presley, Creed- ence Clearwater Revival og Woody Guthrie. Undir lokin flutti hann síðan tæplega tuttugu mínútna útgáfu af rokklaginu fræga „Twist and Shout“. Oakland var næstsíðasta við- komustöð Springsteen á þessu tón- Ieikaferðalagi. En jafnvel áður en hann hélt síðustu sex tónleikana, í Los Angeles, hafði hann slegið fyrri met um tekjur á slíkum ferðalögum, en það áttu áður Roll- ing Stones og síðan Michael Jack- son. Springsteen er ekki fátækur maður eftir þetta. Talið erað tekj- ur af öllum tónleikunum séu um 117 milljónir dollara eða um 5 milljarðar íslenskra króna. En þetta var enginn leikur, ferðalagið stóð í um 16 mánuði og hann hélt tæplega 160 tónleika, sem er u.þ.b. tónleikar á þriggja daga fresti. Maðurinn, sem er af mörgum talinn stærsta stjarna rokksins í dag, þurfti í lokin að spyrja að- dáendurna að einu. Hann sagðist þurfa að vita nokkuð, hann gæti ekki endað tónleikana án þess að fá svar og hann gæti ekki yfirgefið San Francisco-flóann án þess að fá fullvissu. Loks spurði hann: „Elskið þið mig?“ Svarið sem hann vildi fá drundi yfir Oakland. Og ætli það sé ekki satt. Höfundur stundar nim við há- skóla í San José í Kaliforníu í Kandaríkjunum. Þegar myrða þarf makann Myndbönd Árni Þórarinsson Af þeim fáu sýnishornum fran- skrar kvikmyndagerðar sem hér fást á myndböndum eru verk Claude Chabrol hvað algengust. Ekki er það ónýtt, því þótt Chabrol sé æði brokkgengur leikstjóri má ævinlega hafa töluvert gaman af sálfræðilegum spennumyndum hans. Vonandi gefst tækifæri til að vekja athygli á nokkrum þessara spóla síðar, en að þessu sinni rak á fjörur mínar myndina Les Noces Rouges frá árinu 1973. Hún fæst hér sem betur fer ódubbuð, með upprunalegu frönsku tali, og ís- lenskum texta á vegum Arnar vídeó. Rétt er að þakka fyrir það framtak, en því miður verður að geta þess í leiðinni að myndgæði eru frekar lít- il. Filman slitin og við yfirfærsluna á myndband hefur verið lagt ofan á aðra mynd án þess að þurrka hana út fyrst. Þegar Les Noces Rouges sleppir tekur þannig við restin af myndinni Ghost Story. Þetta kann nú ekki góðri lukku að stýra varð- andi myndgæði. Les Noces Rouges, sem á umbúð- unum heitir Blóðrauða brúðkaupið en á spólunni sjálfri Blóðbrúð- UOÐ m. Vtininiark3ðiirii)i) hf. kaupið, er ein af hinum kaldhæðnu morðstúdíum Chabrols um rang- hverfuna á líferni frönsku borg- arastéttarinnar. Michel Piccoli, sá svipmikli leikari og Stephane Audran, hin fagra en gínulega eiginkona leikstjórans, fara með hlutverk tveggja ófullnægðra broddborgara í frönskum smábæ. Hann er bæjarráðsmaður og kvæntur rúmföstum sjúklingi, en hún er gift bæjarstjóranum, gráð- ugum leiðindagaur sem ekki stend- ur sig sem skyldi í rúminu. Jafn- framt á hún unga dóttur frá fyrri tíð. Þau Piccoli og Audran fara í leiðindum sínum að halda hvort við annað og gerir Chabrol ástríðu- þrungin stefnumót þeirra nánast hláleg í klunnalegum sviðsetning- um. Piccoli kemur eiginkonu sinni fyrir kattarnef með lítilli fyrir- höfn en það dugir elskendunum ekki. Audran er enn háð kallinum leiðinlega og þá þarf að senda hann sömu leið. Það verður hins vegar ekki jafn fyrirhafnarlítið. Þetta er frekar skemmtileg mynd, þótt ekki sé hún prýdd meistarahandbragði bestu verka Chabrols. Hann hefur ekki vandað sig nógu mikið við handritsgerð- ina, sagan er ekki nógu margslung- in og yfir myndinni er viss tilgerð sem m.a. birtist í hroðalegri of- notkun á drungalegri tónlist. Les Noces Rouges er á hinn bóginn tilbreyting frá amerísku fjölda- framleiðslunni. Stjörnugjöf. Blóðbrúðkaupið **
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.