Morgunblaðið - 10.12.1985, Síða 61

Morgunblaðið - 10.12.1985, Síða 61
MORGUNBLAÐIÐ. ÞRTn.IimAOUR 10. DESEMBER1985 61 Megum við fá meira að heyra? — eftirJónu Rúnu Kvaran Á rökkvuðum vetrarkvöldum er fátt eins þægileg afþreying og tón- list, sem lætur vel í eyrum og lyftir sálinni ögn. Smekkur manna á slíka tón list er vafalaust ákaflega misjafn, eins og gengur. Það er því óþarfi að fara útí umræður, sem kynnu að orka tvímælis, enda situr síst á þeirri, sem þetta hripar, að benda fólki á hvað velja skal. Af ástæðu, sem ég kann ekki að skýra, áskotnaðist mér hljómplatan „Dawn of the Human Revolution". Hún inniheldur það, sem að mínu mati getur talist frábær afþrey- ingartónlist, en er þó einkennilega uppbyggjandi um leið. Um árabil hefur sú, er þetta ritar, fært sér í nyt svokallaða „popptónlist" ekki síður en klassiska tónlist sér til sáluhjálpar og þannig jafnvel aukið lífskraft sinn þegar erfiðlega hefur árað. Hljómplata sú, sem hér verður litillega gerð að umræðuefni, er sólóplata hins gamalkunna og snjalla popplistamanns, Herberts Guðmundssonar. Hljómplata þessi er fyrir margra hluta sakir ein- staklega athyglisverð, raunar hreint listaverk. Ef ég man rétt er þetta önnur sólóplata Herberts og er óhætt að fullyrða, að drengn- um hafi svo sannarlega farið fram. Tónlistin sameinar einhvern veginn í senn kraft og mýkt. Lögin eru einkar hugljúf og heillandi, en ólík innbyrðis. Sem söngvari sýnir Herbert mikinn sveigjanleika. Hljóðfæraleikur allur til fyrir- myndar. Ekki má gleyma bakrödd- unum, sem eiga sinn þátt í áhrifum tónlistarinnar. Taxtar laganna gefa vísbend- ingu um það, að Herbert sé maður síns tíma og afar leitandi, en virð- ist þó við nánari athugun hafa eignast eitthvað það hið innra, sem gerir honum kleift að hrífa mann með á sinn persónulega og einlæga hátt. Jóna Rúna Kvaran Mikil gróska hefur verið í svo- kallaðri „popptónlist” á undan- förnum árum hér sem víðast hvar í heiminum. Það er því mjög ánægjulegt til þess að vita, að maður geti í framtíðinni átt von á hljómplötum í sama gæðaflokki og þessi sólóplata Herberts er. Sé tekið mið af þeim plötum, sem hafa komið á markaðinn á þessu ári hérlendis, er alveg augljóst, hvert stefnir með íslenska popp- tónlist; hún gæti orðið markað- svara erlendis með sama áfram- haldi. Eitt er það, sem greinarhöfund- ur á erfitt með að sætta sig við á þessari plötu, en það er af hverju textagerð er höfð á ensku. Væntan- lega hefur Herbert sínar ástæður til þess, og þvi ekki ástæða til að fara nánar úti þá sálma að sinni. En hvað sem öðru líður — til hamingju, Herbert. Megum við fá meira að heyra. Höíundur er rid nim í hárgreiöslu. Morgunbladid/Diörik Jóhannsson Endurhæringardeildin er til húsa í Hoilsugaeshistöðinni í Borgarnesi. Borgames: Basar til styrktar endurhæfíngardeild Hrannatúni f Andakfl, 2. desember. Fjáröflunarnefnd Sambands borgfirskra kvenna heldur basar í grunnskólanum í Borgarnesi laugar- daginn 14. desember kl. 13.00. Verkalýðskór Borgamess mun syngja jólalög undir stjórn Ingi- bjargar Þorsteinsdóttur. Nefnin hef- ur að undanförnu undirbúið basar- inn og selur kaffi og rjómavöflur á staðnum. Fjáröflun þessi er til styrktar endurhæfingardeild Heilsugæslu- stöðvarinnar í Borgarnesi og hafa flest aðildarfélög SBK unnið muni á basarinn. Einnig hafa fyrirtækin Akraprjón, Prjónastofa Borgar- ness og Kaupfélag Borgfirðinga lagt málefninu lið og þakkar SBK þennan stuðning af alhug. Endurhæfingardeildin hefur að undanförnu gegnt vaxandi hlut- verki og er oftast langur biðlisti manna, sem þyrfti að njóta góðrar starfskrafta þar sem fyrst. Tækja- kostur hefur verið tilfinnanlegur og vonast SBK eftir góðum stuðn- ingi Borgfirðinga nk. Iaugardag. DJ. Gimilegur ostabakki gerir ávallt lukku. Við óvænt innlit vina, sem ábætir í jólaboðinu eða sér- réttur síðkvöldsins. OSTABAKKI-GÓÐ TILBREYTING ORÐIÐ Láttu hugmyndaflugið ráða ferð- inni, ásamt því sem þú átt af ostum og ávöxtum. Sannaðu til, árangurinn kemur á óvart. ABRAUÐINU OG SÚKKUIA 5) 11 11

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.