Morgunblaðið - 10.12.1985, Page 74

Morgunblaðið - 10.12.1985, Page 74
74 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR10. DESEMBER1985 „Svooa i bros-tu pobbí. Hór> er hc\r\d&i Ást er... 4/í i jótJLO ... ab gefa hon- um annaö tæki- fœri TM Reg U.S. Pat. Off -alt rights reserved •1983 Los Angetes Times Syrxticate Skiptir ekki máli. Drekk allt sem hnígur! £g ákvaö í morgun að gera alli vitlaust og mætti í vinnuna 10 mínútum of seint! HÖGTSTI HREKKVÍSI j/ ERTO AV A REyKHÍ^INN FyfZKZ JOLASVEINtNKl ? " Sveitasaga úr borginni Velvakandi góður Mig langar til að segja þér og lesendum sögu. Ég bý ekki í Reykjavík heldur úti á landi. En dreifbýlingar þurfa stundum að skreppa til höfuðborgarinnar og þannig var með okkur fyrir nokkrum vikum. Við vorum fimm í bílnum en eigandi hans er lamaður. Hann ók jafnframt bílnum. Þegar komið var til borarinnar lá leiðin í stórmarkað einn, sem starfað hefur í rúm tvö ár. Við ætluðum að versla dálítið og einnig fannst okkur þjóðráð að nota tækifærið og fara á salerni. Sérstaklega þótti okkur það hentugt fyrir bílstjórann því að í anddyrinu stóðu þrír hjólastólar til reiðu. Við rákum augun í stórt skilti sem á stóð WC, og skunduðum þangað. En mikil voru vonbrigð- in. I þessu stóra húsi voru aðeins tvö lítil klósett sem enginn hjóla- stóll komst inn í. Það er furðulegt ef menn halda að lamaðir þurfi ekki jafnt á klósett sem aðrir. Því er verið með öll þessi þægindi fyrir þá sem komast allra sinna ferða en ekki hina, sérstaklega þegar gert er ráð fyrir þeim við innganginn? Bílstjórinn fór strax út í bílinn og beið þar eftir okkur hinum. En þar með er ekki öll sagan sögð. Þar sem hann situr hinn rólegasti ber að karl og konu. Frúin hefur líklega talið sig fína. Hún leit á númeraskiltið og segir síðan stundarhátt: „Þeir vita náttúrlega ekki þessir sveita- vargar, að það er bannað að Fatlaöir rekast víöa á hindranir. leggja í þetta stæði.“ En henni láðist að líta í framrúðuna á bílnum og sjá þar spjaldið sem veitir honum einmitt rétt til að leggja í þetta ákveðna stæði. Sveitavargur Víkverji skrifar Starfs síns vegna þarf Víkerji að lesa dagblöðin vandlega og fylgjast með fréttum og frétta- tengdum þáttum í útvarpi og sjón- varpi. í þetta fer geysimikill tími, ekki sízt í dagblaðaiesturinn. Helgin fór að mestu í lestur dagblaða því safnast hafði fyrir bunki, sem fara þurfti í gegnum. En áður þurfti að lesa helgarblöðin og það tók nú aldeilis sinn tíma. Morgunblaðið er eina blaðið sem kemur út bæði laugardag og sunnudag. Laugardagsblaðið var 88 síður að stærð með Lesbók og Sunnudagsblaðið 128 síður. Sam- tals eru þetta 216 síður af Morgun- blaðinu í helgarlesturinn. DV var 80 síður á laugardaginn, NT 60 síður og Þjóðviljinn 36 síður. Samtals eru þetta 392 síður, öll blöðin. Það er reynsla Víkverja, að blaðalestur um helgar taki nokkrar klukkustundir, ef lesa á blöðin rækilega. Það er líka reynsla Víkverja að þeim tíma sé vel varið. í íslenzkum blöðum er ótrúlega margt áhuga- vert að finna sérstaklega í helgar- blöðunum. Það er vafalaust eins- dæmi að jafnlítið þjóðfélag og ísland bjóði upp á jafn fjölbreytta og viðamikla dagblaðaútgáfu. Og því má bæta við að blöð eru ódýr á íslandi. Það kostar til dæmis ekki nema 450 krónur á mánuði að fá Morgunblaðið heimsent 6 daga vikunnar eða innan við 20 krónur hvert eintak. ódýrari þjón- ustu er óvíða að fá. xx.x Við dagblaðalestur er gott að bregða góðri plötu á fóninn. Um þessa helgi varð ein plata oftar fyrir valinu en önnur, þ.e. splunku- ný plata Gunnars Þórðarsonar, „Borgarbragur". Platan er gefin út í tengslum við 200 ára afmæli Reykjavíkur á næsta ári og af því tilefni hefur Davíð Oddsson borg- arstjóri samið mjög góðan texta við eitt albezta lag plötunnar, „Við Reykjavíkurtjörn". Aðra texta hefur Ólafur Haukur Símonarson samið og tekst þeim báðum vel upp, Ólafi og Davíð, að rifja upp minningar úr borginni með textum sínum. En mesta heiðurinn af plötunni á Gunnar Þórðarson. Sá sem þess- ar línur ritar hefur fylgst með tón- listarferli Gunnars og þorir að fullyrða, að þetta er ein hans bezta plata ef ekki sú bezta. Lögin á plötunni eru ekki fljótgripin en það er einmitt einkenni góðra laga. En þegar platan hefur verið spiluð í nokkur skipti grípa lögin hlustand- ann hvert af öðru. Frábær plata, sem hægt er að mæla með fyrir þá sem unna góðri dægurlagatón- list. Og áður en skilið er við Gunnar Þórðarson getur Víkverji ekki stillt sig um að minnast ánægju- legrar fréttar, sem hann sá í Morgunblaðinu fyrir nokkrum dögum. Til stendur að bjóða upp á skemmtidagskrá í veitingahúsinu Broadway eftir áramótin, þar sem eingöngu verða leikin lög eftir Gunnar. Fremstu dægulagasöngv- arar okkar munu flytja lögin ásamt hljómsveit Gunnars sjálfs. Þeir eru eflaust margir, sem bíða eftir þessari dagskrá með óþreyju. XXX Menningarneyzla" helgar- innar var ekki eingöngu bundin við dagblöðin og Gunnar Þórðarson. Skrásetjari brá sér í nýjan og vinalegan sýningarsal á Seltjarnarnesi, sem hlotið hefur nafnið Listver. Þar sýnir Sveinn Björnsson lögregluforingi og list- málari í Hafnarfirði 25 myndir, sem hann hefur málað undir áhrif- um frá ljóðum Matthíasar Johann- essen. Ljóð Matthíasar eru alþekkt og þau hafa magnað Svein til slíkra átaka að fullyrða má að þetta sé einhver bezta sýning sem Sveinn hefur haldið. Það er synd að sýningin skuli aðeins hafa verið opin í eina viku, en henni lauk á sunnudaginn. XXX Haft er eftir Halldóri Guð- bjartssyni bankastjóra Út- vegsbankans í NT sl. fimmtudag, að sparifjáreigendur hefðu tekið út mun meira fé í nóvember en þeir lögðu inn í bankann. Sagði Halldór að um væri að kenna rógi, sem bankinn hefði orðið fyrir. Það er undarleg árátta margra málsmetandi manna á íslandi að geta ekki kallað hlutina sínum réttu nöfnum í opinberri umræðu. Auðvitað mátti búast við mikilli umræðu um Hafskipsmálið í fjöl- miðlum í kjölfar þeirra frétta að fyrirtækið væri á barmi gjaldþrots og við blasti einnig stórtap Útvegs- bankans. Nú hefur komið í ljós að þessi stóri banki mun tapa a.m.k. 350 milljónum og hann stendur á brauðfótum eftir þessa blóðtöku. Hér hafa átt sér stað alvarleg mistök og það eru örgustu öfug- mæli að kalla umræðu um málið róg.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.