Morgunblaðið - 10.12.1985, Page 80
EfTTKDRT AU5SIMMR
öoö
<£ull & ^tlfur í)/f
L\l < . \\i:í .1KHVK.I.WIK S in62()
ÞRIÐJUDAGUR 10. DESEMBER 1985
VERÐ í LAUSASÖLU 40 KR.
Albert fer fram á opinbera rannsókn á ásökunum í sinn garð:
Albert á ekki að víkja
segja stjórnarleiðtogar
Stjórnarflokkarnir sammála um að rannsókn fari fram utan Alþingis
ALBERT Gudmundsson iAnadarráðherra óskaði eftir því við ríkissak-
sóknara í gær að hann láti fara fram opinbera rannsókn vegna þeirra
ásakana sem fram hafa komið í hans garð, um refsiverða háttsemi,
meðan hann gegndi starfi formanns bankaráðs Útvegsbankans. I*eir
Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra og Þorsteinn Pálsson fjár-
málaráðherra eru sammála um að Albert eigi ekki að víkja úr ríkis-
stjórninni á meðan rannsókn málsins fer fram. Þingflokkar stjórnar-
flokkanna vilja að rannsókn á viðskiptum Hafskips og Útvegsbankans
verði framkvæmd af „óvilhöllum aðilum“ utan Alþingis.
í bréfi sínu til ríkissaksóknara
rekur Albert stuttlega þær ásak-
anir sem fram hafa komið á hann
að undanförnu. Því næst segir
iðnaðarráðherra: „Hér eru mjög
alvarlegar sakargiftir hafðar uppi.
Ég tel mig með engu móti geta
setið undir ásökunum af þessu
tagi.“ Fer iðnaðarráðherra þess
því á leit við ríkissaksóknara að
hann láti fara fram opinbera rann-
sókn vegna þessara ásakana í hans
garð og leggur áherslu á að sú
rannsókn gangi hratt fyrir sig.
í samtölum blaðamanns Morg-
unblaðsins við forsætisráðherra
og fjármálaráðherra í gær kom
fram að þeir telja ekki nauðsynlegt
að iðnaðarráðherra víki úr ríkis-
stjórn á meðan rannsókn fer fram.
Eru þeir jafnframt þeirrar skoð-
unar að ríkisstjórnin verði að sjá
til þess að málið verði upplýst að
fullu á þann hátt að almenningur
geti treyst þeim vinnubrögðum
sem beitt verður.
Þingflokkar stjórnarflokkanna
fjölluðu um það á fundum sínum
í gær með hvaða hætti þeir telja
að rannsókn á viðskiptum Haf-
skips og (Jtvegsbankans eigi að
fara fram, og varð niðurstaða
fundanna sú að ráðherrar flokk-
anna fengu umboð til að ákveða
Hugsanlegt flug People Express til Lúxemborgar:
Gæti haft alvarlegar af-
leiðingar fyrir Flugleiðir
— segir Sigurður Helgason, forstjóri
BANDARÍSKA Hugfélagið People
Express hefur fengið leyfi banda-
rískra yfirvalda til að fijúga til fimm
borga í Evrópu, auk Lundúna og
Brussel, sem félagið flýgur nú til.
Þessar fimm borgir eru Shannon á
írlandi, Amsterdam í Hollandi,
Ziirich í Sviss, Frankfurt í Þýska-
landi og Lúxemborg. Leyfið er háð
samþykki yfirvalda í viðkomandi
löndum, og ekki Ijóst enn, hver
verður endanleg niðurstaða varð-
andi þetta aukna Evrópuflug People
Express. Mun áhugi forráðamanna
félagsins einkum beinast að flugi til
Ziirich og Frankfurt.
Að sögn Sigurðar Helgasonar,
forstjóra Flugleiða, gæti það haft
mjög alvarlegar afleiðingar fyrir
Flugleiðir, ef niðurstaðan yrði sú
að bandaríska flugfélagið hæfi
flug til Lúxemborgar. „Við höfum
haldið uppi flugi milli Bandaríkj-
anna og Lúxemborgar í þrjátíu ár
og allan þann tíma verið einir á
þeirri flugleið. Það er því ljóst að
það gæti haft mjög alvarlegar
afleiðingar fyrir okkur að fá þetta
bandaríska flugfélag við hliðina á
okkur,” sagði Sigurður. Hann sagði
að þegar People Express hefði
hafið flug til Brussel í september
síðastliðnum hefði það þegar haft
áhrif á farþegafjölda Flugleiða á
milli Lúxemborgar og New York
og í september og október hefði
farþegum hjá Flugleiðum fækkað
um rúmlega 20% á þessari flugleið.
hvernig rannsóknin verður. Er
búist við að ákvörðun þar að lút-
andi verði tekin á ríkisstjórnar-
fundi í dag.
Sjá fréttir á bls. 2 og forystugrein
í miðopnu blaðsins.
Langþráð stund
Á rayndinni hér fyrir neðan blað-
ar Margrét Jónsdóttir, ekkja
Þórbergs Þórðarsonar, í fyrsta
eintakinu af íslenskri samheita-
orðabók, sem stjórn styrktar-
sjóðs Þórbergs og Margrétar
færði henni á Droplaugarstaði í
gær. Margrét sagöi, að þetta
hefði verið langþráð stund, ekki
aöeins fyrir sig, heldur hefði
Þórbergi verið útkoma slíkrar
bókar mikið hjartans mál. Hún
hefði því betur komið út fyrir
löngu, en betra væri seint en
aldrei. „Mér þykir vænt um að
bókin er komin út,“ sagði
Margrét. Sjóðsstjórnin kynnti
samheitaorðabókina á blaða-
mannafundi í gær og mun Morg-
unblaðið skýra frá honum síðar.
Morgunblaðið/Bjarni
Páll Pétursson formaður þingflokks Framsóknarflokksins:
Gjörbreytir tillögu sinni
um frystingu kjamavopna
PÁLL Pétursson, formaður þing-
flokks Framsóknarflokksins, varð á
þingflokksfundi í gær að lúta í
'Skiptaréttur biður
um lagabreytingar
SKIPTARÉTTUR í Reykjavík hefur
óskað eftir því við ríkisstjórnina að
hún beiti sér fyrir lagabreytingum
sem auðveldi skiptarétti rannsókn og
gagnaöflun í gjaldþrotamálum. Þessi
ósk er í beinum tengslum við störf
skiptaráðenda, Markúsar Sigur-
— hjörnssonar og Ragnars Hall, í Haf-
skipsmálinu. Ríkisstjórnin hefur
ákveðið að verða við þessum tilma-l-
um.
„Við teljum nauðsynlegt að þær
breytingar sem skiptaréttur óskar
eftir, nái fram að ganga, þannig að
skiptarétturinn hafi beinar heim-
ildir til þess að ná þeim upplýsing-
sem hann telur sig þurfa á að
Talda, en þurfi ekki að fara fyrir
aðra dómstóla til þess að ná þeim,“
sagði Þorsteinn Pálsson fjármála-
ráðherra í samtali við Morgun-
blaðið. Hann sagði að ríkisstjórnin
myndi beita sér fyrir því að löggjöf
um þetta efni verði samþykkt nú á
næstunni.
„Þessar lagabreytingar verða
fyrst og fremst til þess að skipta-
ráðandi geti ákveðið lengri frest,
þegar um marga erlenda kröfuhafa
er að ræða, og sömuleiðis að hann
geti krafist ýmiskonar upplýsinga,
án þess að þurfa að fara í gegnum
rannsóknarlögregluna," sagði
Steingrímur Hermannsson forsæt-
isráðherra í samtali við Morgun-
blaðið um þetta mál.
Sjá bls. 4: Endurskoðendur ráðnir
til aðstoðar við bókhaldsathugun.
lægra haldið, hvað varðar afstöðu til
breyttrar afstöðu íslands á allsherj-
arþingi Samcinuðu þjóðanna til til-
lögu Svía, Mexíkóbúa og fleiri
þjóða um frystingu kjarnorkuvopna.
Varð niðurstaðan málamiðlun þess
efnis, að Páll, ásamt 7 öðrum þing-
mönnum Framsóknarflokksins, flyt-
ur þingsályktunartillögu þess efnis
að Alþingi lýsi þeirri skoðun sinni
að ísland eigi að leitast við að ná
samstöðu með öðrum ríkjum Norð-
urlanda um frystingu á framleiðslu
kjarnavopna og bann við tilraunum
með kjarnavopn. ísland skuli hafa
frumkvæði um tillöguflutning á vett-
vangi SÞ um þau mál á grundvelli
ályktunar Alþingis 23. maí 1985.
Meðflutningsmenn Páls eru Ingv-
ar Gíslason, Stefán Valgeirsson,
Haraldur Ólafsson, Þórarinn Sigur-
jónsson, Guðmundur Bjarnason,
Jón Kristjánsson og Davíð Aðal-
steinsson.
Orðalag upphaflegu tillögunnar
sem Páll dreifði meðal þingmanna
á Alþingi í gær var svohljóðandi:
„Alþingi lýsir þeirri skoðun sinni,
að eðlilegt sé að ísland hafi sam-
stöðu með öðrum ríkjum Norður-
landa í atkvæðagreiðslu á þingi
Sameinuðu þjóðanna um tillögu
Mexíkó, Svíþjóðar og fleiri ríkja
um frystingu kjarnavopna."
„Nei, alls ekki. Þetta er sam-
komulagsatriði,“ sagði Páll, þegar
hann var spurður hvort hann hefði
beðið lægri hlut á þingflokksfundi
Framsóknarflokksins í gær. Páll
játaði því þó að orðalag þeirrar
tillögu sem ákveðið hefði verið að
hann legði fram væri vægara en á
upphaflegu tillögunni. Hann sagði
jafnframt að þingmenn Fram-
sóknarflokksins hefðu óbundnar
hendur í atkvæðagreiðslu um til-
lögu Alþýðubandalagsins um
breytta afstöðu.
„Það er raunalegt að sjá hvernig
Framsókn lætur beygja sig í þessu
máli og þessi loðmulla hans Páls
er auðvitað ekkert annað en til-
raun til að bjarga andlitinu," sagði
Hjörleifur Guttormsson þing-
maður Alþýðubandalagsins. Hann
kvaðst myndu leggja fram sína
þingsályktunartillögu strax í dag
og leita eftir að fá hana tekna á
dagskrá sem fyrst.
„Við beitum aldrei þrýstingi,
heldur sannfæringarkrafti," sagði
Steingrímur Hermannsson for-
sætisráðherra, þegar hann var
spurður hvort hann hefði þurft að
beita formann þingflokksins mikl-
um þrýstingi til þess að breyta svo
mjög orðalagi þingsályktunartil-
lögu sinnar. Forsætisráðherra var
spurður hvort einhugur hefði verið
um nýju tillöguna í þingflokknum.
„Ég skal ekki segja sagði Stein-
grímur, það voru ekki greidd at-
kvæði um hana.“
DAGAR
TILJÓLA