Morgunblaðið - 14.12.1985, Síða 5

Morgunblaðið - 14.12.1985, Síða 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR14. DESEMBER1985 5 Bladafulltrúi Páfagarðs: Engar upplýs- ingar um Norðurlanda- ferð páfa „ÞESSARI hugmynd var hreyft á ráðstefnu kaþólskra bískupa á Norð- urlöndum, fyrir um það bil einu og hálfu ári, en ekkert liggur fyrir um hvort eða hvenær af þessari heim- sókn gæti orðið“, sagði kaþólski biskupinn á íslandi, Hinrik Frehen, er hann var spurður um orðróm þess efnis, að Jóhannes Páll páfi II, kæmi hugsanlega í heimsókn til íslands á næsta ári. Hinrik Frehen sagði að heim- sókn páfa til fslands væri óhugs- andi nema í tengslum við ferð hans til hinna Norðurlandanna, en engar upplýsingar lægju fyrir um að tekin hefði verið ákvörðun um Norðurlandaferð páfa. Biskupinn sagði, að hugmyndir um Norður- landaferð páfa á næsta ári hefðu tengst umræðu um að taka Niels Steensen biskup (d. 1685) í dýrl- ingatölu, en áhöld væru um hvort hann teldist þýskur eða danskur. Öll umræða um hugsanlega ferð páfa til Norðurlanda væri því á viðkvæmu stigi enda engar ákvarðanir verið teknar þar að lútandi, en slík ferð krefðist mikils undirbúnings. Blaðafulltrúi Vatikansins í Róm sagði í samtali við Morgunblaðið að engar upplýsingar lægju fyrir um ferð Páfa til Norðurlanda og kvaðst hann raunar ekki hafa heyrt þetta nefnt á nafn. Eina ferð páfa, sem þegar væri ákveðin á næsta ári væri til Indlands, dag- ana 1. til 10. febrúar. Yfir 3000 ein- tök af hjálpar- plötunni seld „ViÐ ERUM alveg himinlifandi yfir þessum góóu viðtökum og sérstak- lega því að lagið virðist falla fólki vel í geð. Þetta undirstrikar líka skilning fólks á þessu starfi okkar,“ sagði Guðmundur Einarsson ,fram- kvæmdastjóri Hjálparstofnunar kirkjunnar, en hljómplatan „Hjálp- um þeim“ hefur nú selst í yflr 3.000 eintökum og er nú í efsta sæti vin- sældarlista rásar 2. Guðmundur Einarsson sagði að upplag plötunnar væri 10.000 ein- tök og ef tækist að selja það upplag myndi það nægja fyrir byggingu heimilis fyrir munaðarlaus börn í Eþíópíu. Börnin eru um 250 talsins og eru nú saman komin í búðunum þar sem íslenska hjálparfólkið starfar. Guðmundur sagði að alls hefði nú safnast um 4 milljónir króna í söfnuninni, þar af um ein milljón af sölu plötunnar. Innbrotið f KRON upplýst Rannsóknarlögregla ríkisins handtók á fimmtudag ungan pilt vegna innbrots í KRON í Breiðholti um síðustu mánaðamót. Þaðan var stolið 60.000 til 70.000 krónu og hefur pilturinn játað verknaðinn. Pilturinn stal í KRON peninga- skáp með áðurgreindri upphæð, reikningum og krítarkortakvittun- um. Er hann var handsamaður hafði hann eytt öllu fénu og hent peningaskápnum í sjóinn, en reikningar og kvittanir komust til skila. Björgunarhnífurinn Jólagjöfin handa: Björgunarsveitarmönnum, veiðimönnum, snjósleðamönnum og fjallamönnum Verð aðeins kr. 5.800. Póstsendum um allt land. - er loksins kominn til íslands. Hnífurinn með 20 nauðsynlegum fylgihlutum Marto-umboðið Sími 671190 - eftir kl. 19 og um helgar. Stanslaust I jör í Gamla Miöbænum MIÐSTÖÐ ALLRA LANDSMANNA UPPÁKOMUR Nýi Laugavegurinn í Austurstr./Lækjartorgi kl. 14.00. Lúörasveit verkalýösins flytur létt jólalög. skemmta Jólasveinar fyrir framan Laugav. 1 og Laugav. 20 kl. 14.30. Viö Laugaveg 7 Plötukynning: Óli Prik, Grafík og Magn- ús Þór kl. 15.00. Viö Kjörgarö Laugav. 59 kl. 13.30. Jólasveinar koma og skemmta. í Austurstræti/Lækj- artorgi kl. 16.00. Plötukynning: Óli Prik, Grafík og Maqn- ús Þór. Viö Rammageröina Hafnarstr. 19 kl. 14.00. Askasleikir og félagar veröa fyrir framan versl. og skemmta og gefa sælgæti og Opib V}'K'v ^8.00'da9’ GAMLIMIÐBÆRINN
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.