Morgunblaðið - 14.12.1985, Síða 14

Morgunblaðið - 14.12.1985, Síða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR14. DESEMBER1985 Jóhannes Geir í vinnustofu sinni. Bókin um Jóhannes Geir Myndlist Bragi Ásgeirsson Bókaforlagið „íslenzk myndlist" hefur á undanförnum þremur árum verið stórvirkt í kynningu íslenzkrar myndlistar með fjöl- þættri útgáfustarfsemi. Á aðeins þremur árum hefur það gefið út fimm bækur, er varða íslenzka myndlist og hin sjötta mun full- búin til prentunar. Þessi útgáfustarfsemi er að öllu samanlögðu að þróast til að verða mikið ævintýri, og ef svo heldur fram sem horfir, er brotið blað um kynningu íslenzkrar myndlist- ar, sem mun marka drjúg spor í listasögu þjóðarinnar. Þetta hófst allt með veglegum bókum um þá Ragnar í Smára, hinn mikla velgjörðarmann ís- lenzkra lista, svo og málarann Eirík Smith. Þar næst fylgdu bækur um þá Jóhann Briem, Guðmund Thorsteinsson (Mugg) og nú er nýútkomin bók um málar- ann Jóhannes Geir og svo er væntanleg bók um Ásgrím Jóns- son. Á sama tíma hefur Almenna bókafélagið, Icelandic Rewiev og forlagið Þjóðsaga haldið uppi út- gáfu listaverkabóka, þannig að á fáum árum hefur staðan ger- breyst. Einnig má geta bóka um Einar Jónsson myndhöggvara, Arngrím málara og vafalítið fleiri, sem ég man ekki í augnablikinu. Toppurinn er svo viðhafnarútgáfa Listasafns íslands á verkum í eigu safnsins (þrátt fyrir nokkrar leið- ar gloppur), er út kom á þessu ári í tilefni 100 ára afmælis þess. Innlendir sem útlendir geta því senn farið að mynda sér sjálfstæð- ar og yfirvegaðar skoðanir um íslenzka myndlist á breiðum grundvelli, og mjög mun hagur íslenzkrar myndlistar vænkast í viðbót, er Listasafnið flytur í eigið húsnæði. Ennþá er þó að finna stórar glompur, á meðan ekki hafa verið gefnar út listaverkabækur um þá Gunnlaug Scheving, Jón Engil- berts, Snorra Arinbjarnar og Svavar Guðnasonar. Jafnframt hefur Jóni Stefánssyni ekki verið gerð verðug skil og íslenzk nú- tímalistasaga er spannar tímabil- ið 1945—1985 er engin til. Það verkefni er vafalítið veigamest. En með hverri einustu vandaðri bók, sem gefin er út um íslenzka myndlist, er gott verk unnið og áleiðis miðar. Þegar svo Listasafn íslands opnar í nýjum húsakynnum, þá m-n flestar þessar bækur væntan- lega vera til sölu þar og dreifing- armöguleikar aukast. Ég veit, að útlendingar eru mjög undrandi yfir þessari blómlegu útgáfu listaverkabóka hérlendis á undanförnum árum, enda vita allir, hvílíkur kostnaður og áhætta slíku fyrirtæki fylgir. Auk þess er engin venjuleg sala á þess- ari gerð bóka, heldur ganga þær út hægt og bítandi en einn góðan veðurdag vakna menn við það, að bækurnar eru uppseldar og orðnir verðmætir forngripir. En það er önnur saga og víst er, að megin- kjarninn í útgáfu íslenzkra lista- verkabóka er ást viðkomandi á íslenzkri menningu og vilji til að gera veg hennar sem mestan ... Bókin um Jóhannes Geir er i sama broti og aðrar bækur for- lagsins, en uppsetningin er önnur, svipar þó um margt til bókanna um Mugg og Eirík Smith. Er auðséð, að Torfa Jónssyni, sem hannar bækurnar, er annt um að halda hér uppi nokkurri fjöl- breytni og hefur það marga kosti í jafnlitlu þjóðfélagi. Gerir þær forvitnilegri fyrir hinn almenna lesanda. Þegar uppistaðan í bókinni um Eirík Smith var viðtal við lista- manninn sjálfan um æviferil hans og listferil, sem Aðalsteinn Ing- ólfsson skráði, þá byggist bókin um Jóhannes Geir á tveim rit- gerðum um hann. Annars vegar skrifar æskuvinur hans, Sigurjón Björnsson sálfræðingur, um bernskuslóðir þeirra á Sauðár- króki, uppruna og æskuheimili, listfylgjuna í ætt hans, tvísýna skólagöngu hans hér heima, list- nám í öðru landi og starf og strið hins mótaða listamanns, eins og það heitir á bókarkápu. Aðal- steinn fjallar hins vegar fjallar um sérkenni listamannsins meðal íslenzkra listmálara. Bókin um Mugg var almenn umfjöllun Björns Th. Björnssonar um líf og listferil þessa sérstæða ástmögurs íslenzkrar listar. Hins vegar rís bókin um Johann Briem, sem Halldór Björn Runólfsson skráði, hæst sem hrein og slétt listaverkabók, þar sem umbúða- laust er fjallað um listamanninn í myndum og máli. Þar er uppsetn- ingin hrein og bein og myndirnar sjálfar látnar segja þá sögu, sem segjaþarf. Ritgerð Sigurjóns Björnssonar er vel í stílinn færð og hann kemur fram með margar verðmætar upplýsingar um uppvaxtarár listamannsins á Sauðárkróki og glímu hans við ýmis persónuleg og sálræn vandamál. Hins vegar verður þetta fullmikil fjölskyldu staðar- og ættarsaga, er á heildina er litið, og einkum þegar þess er gætt, að verið er að fjalla um núlifandi listamann, er segja má að standi á hátindi ferils sins og á besta aldri og líklegur til mikilla endurnýjaðra átaka. Þá eru fjölskyldumyndirnar í bókinni það margar að jaðrar við ættfræði í myndum, en af því hafa vafalaust margir gaman. Almennri ættfræði Veðramóta- fólksins er og gerð all ítarleg skil. Að sjálfsögðu gerir þetta bókina mannlegri en við það fær hún einnig svipmót af eins konar skýrslugerð og þó er full margt hálfsagt, sem hefði verið fróðlegt að vita nánar um. Tæpt er á við- kvæmu ástarsambandi Jóhannes- ar við Ástu Sigurðardóttur skáld- konu og af öllu má dæma, þá var hér efniviður í átakamikla frá- sögn. En er það ekki einmitt dæmið um það, hve erfitt er að skrifa undanbragðalaust um hluti, er geta snert viðkvæma strengi í brjóstum lifandi listamanna og aðstandanda þeirra? í bókinni er vitnað í frásögn Jóhannesar af Jóni Stefánssyni, sem tekin eru úr grein eftir hann í tímaritinu „Heima er best“, en hér eru einungis um slitur að ræða, því greinin sjálf er um margt bráðsnjöll lýsing á því sér- staka andrúmslofti, er ríkti í kring um þann gáfaða og snjalla málara, og lýsir Jóhannesi sjálfum ein- staklega vel um leið. Greinin hefði allt eins mátt birtast í heild sinni en á þennan veg er tæpt á mörgu og hætt í hálfri sögu, nema máski að fjölskylda Jóhannesar fær sinn skerf ríkulega útilátinn. Ekki skal það á neinn hátt lastað í sjálfu sér því að ég tek innvirðulega ofan fyrir því ágæta fólki. Fram að þessu hefur engin fjöl- skylda getað skapað listamann í allri veraldarsögunni, en hins vegar hafa þær eyðilagt öllu fleiri, listamaðurinn skapar sig sjálfur, en vissulega hafa ytri aðstæður og ættarfylgja mikið að segja, en hann hefur sjálfur alltaf síðasta orðið. Eftir að hafa skoðað allar fjöl- skyldumyndirnar, þá virkar litla myndin af Jóhannesi og Ragnari Engilbertssyni í Kaupmannahöfn líkt og svalandi gustur. Það hefði einmitt þurft fleiri slíkar í bókina og þær hljóta að vera til. Slíkar myndir lyfta öllum listaverkabók- um á hærra svið sem óþvinguð lýsing á umhverfi og félögum viðkomandi listamanna á þeim tíma, er þær voru teknar. Yfírlitssýning á verk- um Jóhannesar Geirs í tengslum við útkomu bókar- innar um Jóhannes Geir, listmál- ara, hefur Listasafn Alþýðu efnt til yfirlitssýningar á verkum lista- mannsins, er spannar tímabilið frá árinu 1947 til 1985. Byggist sýningin að meginhluta til á verkum þeim, sem eru í bók- inni, ásamt nokkrum viðbæti og eru jafnvel nokkrar myndanna falar til kaups. Jóhannes Geir er einn af þeim listamönnum, er ekki áttu samleið með óhlutbundnu myndlistar- mönnunum, er uppgangur þeirra var sem mestur, og hann átti ei heldur samleið með svokölluðum natúralistum eða iðkendum str- angrar uppbyggingar myndforms- ins. Þannig má segja, að hann hafi verið á milli vita, sem þó mun ekki hafa stafað af þvi, að hann væri á báðum áttum eða efaðist meira um sig en gengur og gerist. Nokkur fjöldi listamanna hélt að sér höndum um árabil. Þeir sneru sér að annarri iðju, og til voru þeir, sem hreinlega biluðu á taugum á tímabili. Allt þetta breyttist með nýjum og heilbrigð- ari viðhorfum innan myndlistar- innar, einstefna og ofstæki vék smám saman fyrir umburðarlyndi og víðsýni. Þeir voru þó allnokkrir bæði hér heima og erlendis, er aldrei náðu sér upp, sem lýsir tímunum og andlegu þrengingun- um vel. Það mætti skilgreina þetta tímabil með því að líkja því við ýmis mikil áföll, er einstaklingar verða fyrir í lífinu — enginn skilur þau né viðbrögð viðkomandi nema sá, sem hefur lent í þvl sama. Þannig tel ég, að ungir lista- menn í dag geti engan veginn skilið þessa tíma né áttað sig á aðstæð- um og kjörum listamanna, þá er Jóhannes Geir var ungur — sviðið var nánast eyðimörk, sölumögu- leikar litlir sem engir og þröngsýni fólks og skilningsleysi yfirþyrm- andi. Sýningarsalir fáir og hrjúfir, almennar greinar um myndlist töldust til fágætra viðburða og listrýni lítil, einstrengisleg og stopul. Islendingar bjuggu þá við meiri einangrun i list og mennt en í dag, og flest þótti gott og gilt, sem út- lent taldist — heimskum gikkjum var hossað, bæru þeir útlenzk nöfn og titla. Öllu þessu er nauðsynlegt að gera sér grein fyrir, er sýning Jóhannesar Geirs er skoðuð, og bókin um hann lesin. Breytingarn- ar eru orðnar svo miklar, að þeir einir hafa yfirsýn, er upplifað hafa þær af sjón og raun. Fólk skoðar myndlistarsýningar öllu fordómalausar og af meiri skilningi en í gamla daga, og ungir listnemar í skóla líta ekki niður á allt, sem gert var í gær og fyrra- dag, sem það væri prestin sjálf. Um langt skeið gilti einungis hið nýjasta, og það þótti hreinn dauða- dómur að sýna annað en glæný verk, sem helst áttu að vera óþorn- uð. Þessi viðhorf finnast nú einung- is hjá þeim, er stunda heimatrúboð í listum og fámennum söfnuðum þeirra ásamt línudönsurum f hópi listsagnfræðinga, fólki, sem er sannfært um að það eitt geti frels- að heiminn. Jóhannes Geir reyndist í hópi þeirra gæfusömu, er lifðu þreng- ingarnar af og risu upp aftur, náði Blönduhlíð smám saman að finna listþörf sinni eðlilegan og rökréttan far- veg. Og það er einmitt af hinu lærdómsríka að fylgjast með því, hvernig þeir sem lentu i sömu þrengingum og Jóhannes Geir og á sama tímaskeiði bæta stöðugt við sig, eftir því sem tíminn líður — koma sterkari frá hverri sýn- ingu, sem þeir halda. Hér mætti nefna þó nokkur nöfn, en skal látið ógert i þessu skrifi og einbeita sér að listamann- inum, sem hér er fjallað um. Sé litið yfir sýninguna í Lista- skála Alþýðu í heild, þá er auðvelt að komast að þeirri niðurstöðu, að innsæisstefnan hafi frá upphafi verið grunntónn listar Jóhannesar Geirs. Listamaðurinn er sífellt að lýsa hughrifum þeim, er gagntaka hann, er hann málar, og skiptir þá litlu, hvert myndefnið er. í landslagsmyndunum skynjar mað- ur næstum samstundis veðra- brigðin — þokuslæðing, hádegis- sól, sólarlag, mistur eða upphafna
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.