Morgunblaðið - 14.12.1985, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 14.12.1985, Qupperneq 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR14. DESEMBER1985 Afskipti bankaeft- irlits og Seðlabanka af Hafskipsmálinu — eftir Jóhannes Nordal Afskipti Seðlabankans af skuldamálum Hafskips við Út- vegsbankann eiga sér alllanga sögu. Hafa þau bæði komið upp sjálfstætt og í sambandi við al- mennar athuganir á fjárhagsstöðu Útvegsbankans, en hún hefur verið erfið langtímum saman undan- farna áratugi. Ekki virðist ástæða til þess að rekja þessi mál lengra aftur en til ársins 1975, en þá var gerð heildarkönnun á Útvegs- bankanum, þar sem m.a. kom fram mjög erfið staða Hafskips gagn- vart bankanum, svo að ekki var talið, að tryggingar hrykkju að fullu fyrir útistandandi kröfum bankans. Skýrsla þessi var ræki- lega rædd við bankastjórn Útvegs- bankans og hún hvött til þess að leita lausnar á málinu, en tryggði hagsmuni bankans. Ekki tókst þó að bæta afkomu eða stöðu Haf- skips að neinu marki næstu árin, og á árinu 1977 var leitað eftir erlendri lántöku til þess að bæta fjárhagsstöðu Hafskips, og var sú beiðni tilefni til þess, að lánadeild Seðlabankans og bankaeftirlitið tóku viðskipti Hafskips við Út- vegsbankann enn til rækilegrar athugunar. Leiddi hún til þeirrar niðurstöðu, að staða bankans í málinu væri enn veik og nauðsyn- legt væri að gera víðtækar ráðstaf- anir til betri stjórnunar á fyrir- tækinu, harðara eftirlits af bank- ans hálfu og aukinna trygginga til þess að forða bankanum frá tjóni. Um þessar mundir var lausafjár- staða Útvegsbankans mjög erfið, og setti Seðlabankinn það þvi að skilyrði fyrir aukinni fyrirgreiðslu til Útvegsbankans, að sérstakur eftirlitsmaður fylgdist með út- lánastarfsemi bankans og gæfi bankastjórn Seðlabankans reglu- lega skýrslur um það efni. Hélzt þessi skipan allt fram til ársins 1979. Á þessum tíma var mjög að því unnið að auka eftirlit Útvegs- bankans með málefnum Hafskips og styrkja stöðu bankans almennt í viðskiptum við fyrirtækið. Veik stjórnun og léleg eiginfjárstaða olli því hins vegar að þessi viðleitni þar ekki þann árangur, sem skyldi. Var því af hálfu bankastjórnar Útvegsbankans lögð megináherzla á það, að gerð yrði rækileg endur- skipulagning bæði á fjárhag og stjórn fyrirtækisins. Ekki urðu þó neinar skjótar endurbætur í þessu efni, eins og kom fram í skýrslu bankaeftirlitsins frá því í nóvemb- er 1978, er það taldi stöðu Útvegs- bankans í þessum málum enn mjög veika. Það er ekki fyrr en á árinu 1979, sem gripið er til raunhæfra að- gerða til þess að bæta rekstrar- stöðu Hafskips. í maí það ár var lokið verulegri hlutafjáraukningu og bættust þá í hóp hluthafa margir sterkir aðilar, sem talið var að mundu mjög styrkja rekstur félagsins með viðskiptum sínum. Eftir þessa breytingu urðu veruleg umskipti til hins betra í rekstrar- stöðu fyrirtækisins, eins og fram kom í skýrslum, sem gerðar voru af Seðlabankanum þá um haustið og samkvæmt uppgjöri Útvegs- bankans um áramót. í marz 1980 fékk bankaeftirlitið skýrslu frá Útvegsbankanum um skuldastöðu Hafskips og náðu heildarskuld- bindingar þess gagnvart Útvegs- bankanum þá 2126 millj. gkr., og gerði bankaeftirlitið þá ekki at- hugasemdir við þær tryggingar, sem fyrir þessum skuldum voru. Auk þessara skuldamála beind- ist athygli Seðlabankans um þetta leyti mjög aö heildarstöðu Útvegs- bankans, en lausaskuldir hans við Seðlabankann voru þá mjög mikl- ar. Leiddi þetta til þess, að haustið 1980 var gengið frá rækilegri skýrslu, er nefndist Fjárhagsvandi Útvegsbankans og tiltækar að- gerðir til lausnar á honum. Niður- staða þessarar greinargerðar var sú, að nausynleg væri gagnger skipulagsbreyting að því er varðar Útvegsbankans og reyndar ríkis- bankakerfið í heild. Bent var á hugsanlega sameiningu Útvegs- bankans við Búnaðarbankann eða Landsbankann, en einnig skipt- ingu viðskipta Útvegsbankans milli hinna tveggja ríkisbankanna. Ekki var af ríkisstjórnarinnar hálfu fallizt á þessar tillögur, en í stað þess ákveðið að gera ráðstaf- anir til þess að bæta stöðu Útvegs- Jóhannes Nordal Ritstjórn Morgun- blaðsins hefur beðið Jó- hannes Nordal að gera lesendum blaðsins grein fyrir afskiptum Seðla- bankans af málefnum Hafskips undanfarin ár. bankans með nýju 50 millj. kr. eiginfjárframlagi úr rfkissjóði og flutningi viðskipta frá Utvegs- bankanum til hinna ríkisbankanna fyrir milligöngu Seðlabankans. Komu þessar aðgerðir til fram- kvæmda í árslok 1980 og á árinu 1981. Alls höfðu þessar aðgerðir í för með sér nálægt 120 millj. kr. bata á lausafjárstöðu Útvegs- bankans og verulega lækkun á hlutfalli sjávarútvegslána af heildarútlánum bankans. Árangur þessara aðgerða kom fram í mun betri stöðu Útvegsbankans allt árið 1981 og fram á næsta ár. Seinni hluta ársins 1982 og á árinu 1983 fór staða Útvegsbankans hins vegar aftur ört versnandi og voru orsakirnar þá fyrst og fremst versnandi afkoma sjávarútvegs- ins. Á þessu tímabili og allt fram til ársins 1984 komu hins vegar vandamál Hafskips lítið inn í myndina í þeim viðræðum, sem þá fóru reglulega fram milli banka- stjorna Seðlabankans og Útvegs- bankans um lausafjárstöðu hins síðarnefnda. Það er ekki fyrr en haustið 1984, sem nýir greiðsluerfiðleikar Haf- skips koma til umræðu vegna áhrifa þeirra á stöðu Útvegsbank- ans. Kom þá fram af hálfu banka- stjórnar Útvegsbankans sú skoð- un, að nauðsynlegt væri að grípa til öflugra ráðstafana til þess að leysa þennan vanda, og var Seðla- bankanum kunnugt um tilraunir til þess að koma á samningum milli Hafskips og Eimskipafélags íslands. Ekkert varð hins vegar úr þeim ráðagerðum að sinni og á fundi með Seðlabankanum í febrú- ar sl. skýrði bankastjórn Útvegs- bankans frá því, að ákveðin hefði verið hlutafjáraukning og aukin umsvif í starfsemi Hafskips, sem vonir stæðu til að bæta mundi rekstrarstöðu fyrirtækisins á ár- inu 1985. Skömmu eftir miðjan júní átti ég síðan viðræður við einn af bankastjórum Útvegsbankans um málefni Hafskips. Kom þar fram, að bankastjórinn hefði áhyggjur af málinu, en biði nánari upplýs- inga um rekstrarafkomu félagsins á fyrstu mánuðum ársins. Jafn- framt fékk ég í hendur yfirlit um skuldir Hafskips við Útvegsbank- ann, sem miðaðist við 3. júní, ásamt yfirliti yfir tryggingar þær, sem bankinn hafði frá félaginu. Samkvæmt þessu yfirliti voru beinar skuldir og ábyrgðir Haf- skips aðrar en víxlar vegna ann- arra um 614 millj. kr., en 21 millj. vantaði á, að tryggingar bankans nægðu fyrir þessum skuldum. Af þessu varð ljóst, að staða bankans gagnvart félaginu var orðin var- hugaverð, en þó stóðu vonir til, að úr vandanum mætti leysa með viðbótartryggingum. Hins vegar gáfu tölurnar orðið tilefni til þess, að málið yrði rannsakað nánar og því var bankaeftirlitinu falið að gera sjálfstæða könnun á skulda- stöðu Hafskips gagnvart Útvegs- bankanum og verðmæti þeirra trygginga, sem fyrir þeim voru. Sú athugun, sem miðaðist við skuldastöðuna í lok júnímánaðar var tilbúin af hálfu bankaeftirlits- ins seint í júlí og kom þá í ljós, að tryggingastaða Útvegsbankans var stórum verri en fram hafði komið í skýrslu bankans sjálfs. Samkvæmt þessari skýrslu virtist taphætta bankans á bilinu 168— 264 millj. kr., eftir því hvaða mat var lagt á hinar veðtryggðu eignir. Upplýsingar þessar voru af- hentar Útvegsbankanum og rædd- ar við hann, en hann hafði þá í sama mánuði fengið nýjar mjög óhagstæðar tölur um rekstraraf- komu Hafskips á fyrstu fjórum mánuðum ársins. Einnig var haft samband við viðskiptaráðherra, sem ræddi málið við Útvegsbank- ann. Var lögð áherzla á nauðsyn skjótra aðgerða til þess að ráða bót á þeirri áhættu, sem bankinn var kominn í. Upplýsingar þessar voru af- hentar Útvegsbankanum og rædd- ar við hann, en hann hafði þá í sama mánuði fengið nýjar mjög óhagstæðar tölur um rekstraraf- komu Hafskips á fyrstu fjórum mánuðum ársins. Einnig var haft samband við viðskiptaráðherra, sem ræddi málið við Útvegsbank- ann. Var lögð áherzla á nauðsyn skjótra aðgerða til þess að ráða bót á þeirri áhættu, sem bankinn var kominn í. Seðlabankinn sendi þannig við- skiptaráðherra upplýsingar um stöðu Hafskips, strax og sjálfstætt mat bankaeftirlitsins á stöðunni lá fyrir. Hins vegar þótti ekki ástæða til að senda skýrslu Út- vegsbankans til ráðuneytisins, áð- ur en faglegt mat hafði verið lagt á hana af hálfu bankaeftirlitsins, enda gaf hún ekki ótvíræða mynd af áhættu Útvegsbankans. Jafnframt hélt bankaeftirlitið áfram að kanna betur verðgildi þeirra veða, sem Útvegsbankinn hafði í eignum Hafskips, en kunn- ugt var, að verð á skipum hafði verið ört fallandi. Leiddi þetta til þess, að gert var nýtt yfirlit um skulda- og tryggingastöðu Haf- skips, sem miðað var við 23. ágúst, en því var lokið snemma í septem- ber og sent viðskiptaráðherra með bréfi dags. 9. september. Sam- kvæmt þessu yfirliti hafði bæði orðið hækkun á skuldbindingum Hafskips við Útvegsbankann og veruleg lækkun á verðmæti trygg- inga, miðað við könnunina 28. júní. Var nú talið, að vantryggðar skuld- ir gætu numið 352—428 millj. kr. Niðurstöður þessar voru einnig afhentar bankastjórn Útvegs- bankans, en málið hafði nokkrum sinnum verið rætt milli hennar og Seðlabankans undanfarnar vikur og hafði þar m.a. komið fram, að hafnar væru viðræður milli Haf- skips og Eimskipafélagsins um yfirtöku á íslandssiglingum Haf- skips. Hinn 13. september var síð- an haldinn sameiginlegur fundur bankastjórna Útvegsbankans og Seðlabankans með viðskiptaráð- herra, þar sem staða Hafskipa- málsins var ýtarlega rædd og lögð áherzla á nauðsyn þess að niður- stöður úr viðræðum Hafskips og Eimskips lægju sem fyrst fyrir. Var talið eðlilegt, að bankastjórn Útvegsbankans reyndi að fylgjast sem bezt með þessum viðræðum oggreiða fyrir þeim eftir mætti. Um miðjan október lauk banka- eftirlitið við rækilega heildar- skýrslu um skuldastöðu helztu viðskiptamanna Útvegsbankans, og kom þar fram, að tryggingar- staða Útvegsbankans varðandi Hafskip hafði haldið áfram að versna. Var þessi skýrsla afhent viðskiptaráðherra 22. október, en daginn eftir bankastjórn og bankaráðsformanni Útvegsbank- ans. Augljóst var, að staða Útvegs- bankans var, þegar hér var komið sögu, orðin mjög hættuleg í máli þessu og mikil áherzla á það lögð af öllum aðilum, að reynt yrði að leita lausnar á vandanum sem fyrst, þar sem augljóst var, að staðan myndi halda áfram að versna bæði vegna rýrnandi veða og hallareksturs Hafskips. Útvegs- bankinn tók nú upp beinar viðræð- ur við Eimskipafélagið, sem þó leiddu ekki til niðurstöðu að því sinni. í stað þess voru um tíma kannaðar aðrar leiðir, svo sem stofnun nýs skipafélags með skipa- deild Sambandsins eða reksturs nýs skipafélags, Islenzka skipa- félgsins, sem tekið hafði við mikl- um hluta af eignum Hafskips. Ástæðulaust er að rekja þessa sögu nánar, þar sem mikill hluti hennar hefur þegar komið fram í fjölmiðl- um, en eina færa leiðin reyndist að lokum sala verulegs hluta af eignum Hafskips til Eimskipafé- lagsins, jafnframt því sem Hafskip hf. gaf sig upp til gjaldþrotaskipta. Undanfarna mánuði, á meðan unnið hefur verið að lausn þessa máls, hefur bæði ráðuneytið og Seðlabankinn fylgzt náið með framvindu þess, en forræði þess og framkvæmd hlaut að vera í höndum bankastjórnar og banka- ráðs Útvegsbankans. Því miður reyndist meiri erfiðleikum bundið en menn höfðu vonað að ná samn- ingum, er tryggðu hagsmuni Út- vegsbankans. Er enginn vafi á því, að sá dráttur hefur verið dýr, þar sem á meðan hafa bæði hlaðizt upp skuldir vegna taprekstrar og veð bankans haldið áfram að rýrna í verði. Þannig hafa versnandi ytri aðstæður átt verulegan þátt í því mikla tjóni, sem Útvegsbankinn hefur nú orðið fyrir. Höfundur metsölubókarinnar , sendumántaðarbækur i postkrofu an aukakostnaðar . x 7 / Pöntunarsími: 18544 Stulkan / d hláa hjólinu áritar bók sína í verslun okkar í dag, laugardag, kl. 13-14 ISAFOLD Austurstræti 10
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.