Morgunblaðið - 14.12.1985, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 14.12.1985, Qupperneq 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR14. DESEMBER1985 Malta: FÍugræning- inn ákærður Valletta, Möltu, 13. desember. AP. Palestínumaöurinn Omar Mo- hammed Ali Rezaq, sem sakaður er um aö hafa rænt egypskri farþega- þotu í endaöan nóvember, var á fimmtudag færður af gjörgæsludeild sjúkrahúss heilags Lúkasar á Möltu og fyrir rétt, þar sem hann var sak- aður um aö hafa myrt tvo farþega, Bandaríkjamann og Israela. Sextíu manns létust meðan á flugráninu stóð og þegar egypsk stormsveit gerði áhlaup á Boeing 737 þotuna. Yfirvöld á Möltu telja að Rezaq hafi einn flugræningjanna lifað af áhlaupið og var hann sakaður um 16 brot fyrir réttinum á Möltu. Rezaq var fölur í vöngum, en hann stóð uppréttur meðan Char- les Bonello, lögregluforingi, las yfir honum ákærurnar. Rezaq kvaðst saklaus af öllum brotum. Alvarlegasta brotið, sem Rezaq var gefið að sök, var að vera valdur að morðum á tveimur farþegum, báðum konum. Þær voru meðal fimm farþega, sem flugræningj- arnir skutu og hentu út úr flugvél- inni meðan hún var á valdi þeirra á Luqa flugvelli á Möltu. Hinir farþegarnir þrír lifðu af. Rezaq var einnig ákærður fyrir morð'Mraun á átta farþegum og að halda farþegunum í gíslingu. Þá voru bornar á hann þær sakir að hafa varpað handsprengju og sært fjóra egypska stormsveitar- menn alvarlega. Þyngsti dómur, sem Rezaq gæti fengið, er lífstíðarfangelsi. Dauða- refsing hefur verið afnumin á Möltu. AP/Símamynd Brjóstmynd afprinsinum af Wales Ófullgerð brjóstmynd af William prins, syni prinsins og prinsessunnar af Wales. Myndböggvarinn Franta Belsky geröi brjóstmyndina sam- kvæmt tilskipun Elísabetar drottningar. Gengi gjaldmidla London, 13. deaember. AP. GENGI Bandaríkjadollara var misjafnt gagnvart öllum helstu gjaldmiölum heims í dag og breytt- ist lítið á mjög rólegum degi á gjald- eyrismörkuðum Evrópu. Þegar gjaldeyrismarkaðir í Tókýó lokuðu í dag kostaði dollar- inn 202,30 japönsk jen (202,80). I London kostaði pundið síðdegis í dag 1,4362 dollara (1,4395). Gengi annarra helstu gjald- miðla var á þann veg að dollarinn kostaði: 2,5190 vestur-þýsk mörk (2,5225), 2,1090 svissneska franka (2,1078), 7,6950 franska franka (7,7025), 2,8415 hollensk gyllini (2,8400), 1.716,50 .ítalskar lírur (1.720,50) og 1,3895 kanadíska doll- ara (1,3877). Söfnuðu matvælum handa hungruðum í Afríku Londoa. 13. desember. AP. BRESK skólabörn hafa safnað yfir 2.000 tonnum af matvælum handa hungruðu fólki í Afríku, að því er stjórnendur söfnunarinnar sögðu í dag. „Börnin hafa verið geysilega dugleg," sagði rokkstjarnan Bob Geldof, sem átti frumkvæðið að því í sumar, að hafist var handa við söfnunarstarfið. „Ég trúi því varla enn, hvað þetta hefur gengið frábærlega," sagði hann. Nemendur í um 9.000 skólum söfnuðu heilhveitimjöli, sykri, þurrkuðum ávöxtum og baunum að verðmæti um tvær milljónir punda (um 60 millj. ísl. kr.). Mestu af matvælunum hefur þegar verið komið um borð í skip, sem flytja munu þau til Afríku, og er ætlunin, að maturinn berist á áfangastað á jólunum, að því er sagt í tilkynningu frá söfnunar- stjórninni. Barist við „grænu línuna“ í Beirút Beirút, Líbanon, 13. desember. AP. Herir kristinamanna og múha- meðstrúarmanna hófu bardaga með skriðdrekum og fallbyssum yfir „grænu línuna“ i Beirút á fóstudag. Þegar hefur verið tilkynnt um þrjá fallna og níu særða vegna bardag- ans. Haft er eftir lögreglu að átök þessi séu hin verstu er orðið hafa við „grænu línuna", sem er fimm km breitt belti er aðskilur borgar- hluta kristinna og múhameðstrú- aðra í höfðuborg Líbanon. Útvarpið í Beirút flutti aðvörun til borgara að fara ekki út á götur borgarinnar er skriðdrekar og fallbyssur hófu að skjóta sprengi- kúlum yfir Tayyouneh og Galerie Semaan borgarhverfin. Útvarps- stöðvar kristinna sögðu að Michel Samaha og Assad Shaftari, samn- ingamenn hers kristinna, myndu eiga fund með Abdul—Halim Khaddam varaforsetga Sýrlands á laugardag og sunnudag. Flugslysið í (iander: Arrow-félagið: Sektað fyrir slæm- an rekstur í Wa.shington, 13. desember. AP. BANDARÍSKA flugmálastjórnin (FAA) sektaði Arrow-flugfélagið í fyrra fyrir slæman rekstur og gerði alvarlegar athugasemdir við hvernig að rekstrinura væri staðið. Óskað var m.a. eftir því að félagið ALVARLEGAR bilanir komu upp í júlí í einum hreyfli þotunnar, sem fórst í gær með 258 manns innanborðs við flugvöllinn í Gand- er á Nýfundnalandi, að sögn flug- virkja, sem vann þá að viðgerð á þotunni. Flugvirkinn, Randy Stirm, segir að þegar þotan hafi verið í skoðun hjá Servair-fyrirtækinu í Tacoma í Washingtonríki í júlí hafi þrýstingsfall átt sér stað í einum hreyflanna. Ástæðan var bilaðir ventlar í hreyflinum. Tveir flugvirkjar reyndu að lag- færa hreyfilinn með því að setja í hann nýja ventla, en samt gerði þrýstingsfall vart við sig áfram. Stirm sagði flugvirkjana ekki hafa hirt um að skipta um bilaða síu, sem valdið getur því að elds- sniði sér stakk eftir vexti meðan ýmislegt í rekstrinum væri fært í betra horf. Félagið var eitt 16 flugfélaga, sem tekið var til ná- kvæmrar rannsóknar eftir skyndi- skoðun á rekstri 400 bandarískra neyti safnist fyrir í hreyflinum. Þrýstingsfall getur leitt til hreyfilsprengingar. Bilun af þessu tagi er óalgeng og verður helzt vegna ísmyndunar. Stirm segist hafa neitað því að skrifa nafn sitt í viðgerðarbók þotunnar þar sem hann taldi hreyfilinn, og þar með þotuna, I svo slæmu ásigkomulagi að hann hafi ekki viljað skrifa hana út. Stirm setti sig í samband við bandarísku flugmálastjórnina og skýrði henni frá þessu þegar hann komst að því að þotan sem fórst í Gander hafi verið sú sem hreyfilbilananna varð vart í. Talsmenn Arrow-flugfélagsins segja það ekki hafa fengið vitn- eskju um bilunina. fyrra flugfélaga í byrjun árs í fyrra. Félagið hlaut þungar ákúrur fyrir slæmt rekstrareftirlit, fyrir að vanrækja viðhald eða skjóta því á frest og fyrir notkun úreltra handbóka við viðhald. Ástæða þótti ekki til að svipta flugfélagið flugrekstrarleyfi þar sem það hafði rekstur sinn til ítarlegrar endurskoðunar og vann að end- urskipulagningu hans þegar rannsókn flugmálayfirvalda átti sér stað. f millitíðinni hefur verið skipt um flesta stjórnendur þess, þ. á m. deildarstjóra og verk- stjóra, og félagið hlotið hrós FAA. Auk þess að skipta um yfir- menn í fyrirtækinu var starfs- fólki fækkað um þriðjung við endurskipulagninguna og flug- leiðum breytt. Óhappið í Gander er fyrsta slysið í sögu félagsins þar sem manntjón verður. f nóv- ember 1983 bilaði vökvakerfi í þotu Arrow-flugfélagsins en hún lenti heilu og höldnu á alþjóða- flugvellinum í Miami. í fyrra nauðlenti þota félagsins á sama flugvelli þegar mælar í stjórn- borði hennar biluðu. í fyrra flaug Arrow með á aðra milljón farþega til 245 borga í 72 löndum. í viku hverri flugu þotur félagsins 150-200 ferðir með farþega. í eigu félagsins eru átta DC-8 þotur, tvær DC-10, ein Boeing-707 og ein Boeing-727. Tíðar bilanir í einum hreyfli San Diego, 13. desember. AP.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.