Morgunblaðið - 14.12.1985, Page 39

Morgunblaðið - 14.12.1985, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR14. DESEMBER1985 39 Gert verði stórátak til verndar franskri tungu Mitterrand óttast ásókn enskunnar í tölvumáli Veður víða um heim Lagil Hast Akureyri +5 skýjaó Amsterdam 3 8 rigning Aþena Barcelona 10 16 skýjaó vantar Berlín +2 2 skýjaó Brttssel 0 3 skýjaó Chicago +12 +7 skýjaó Dublín 5 11 skýjað Feneyjar 9 skýjaó Franklurt +• 5 heiðskírt Genf Helsinki 2 4 skýjaó vantar Hong Kong 12 17 heiðskírt Jerúsalem 9 20 skýjað Kaupmannah. +3 2 skýjað Las Palmas vantar Lissabon 7 12 skýjað London 9 12 skýjað Los Angeles 4 16 heiðskírt Lúxemborg +3 þoka Malaga 16 heiöskírt Mallorca 14 léttskýjað Miami 24 26 skýjað Montreal 16 21 skýjað Moskva +6 +5 skýjað NewYork 5 10 heiðskírt Osló 3 5 skýjað París 1 2 •kýjað Peking +12 +2 heiðskírt fleykjavlk 0 skýjað Rióde Janeiro 19 31 skýjað Rómaborg 6 13 heiðskírt Stokkhólmur +9 0 skýjað Sydney 19 25 heiðskírt Tókýó 2 10 heiðskírt Vínarborg 2 5 skýjað Þórshöfn 4 •kýjað París, 13. deaember. AP. FRANCOIS Mitterrand, forseti Frakklands, hefur skorað á frönsku akademíuna að gera stórátak til verndar og virðingar franskri tungu nú á 350 ára afmæli akademíunnar. Kom þetta fram í ræðu, sem forset- inn flutti i gær á fundi með hinum 40 „ódauðlegu*1, en svo eru meðlim- irnir stundum kallaðir. Mitterrand sagði þar m. a.: „Ef frönsk tunga nær ekki að aðlaga sig því markmiði að ná valdi á tölvuvísindunum, á hún eftir að verða fyrir skelfilegu áfalli, sem hún mun aldrei ná sér eftir."- Forsetinn varpaði síðan fram þess- ari spurningu: „Verðum við að þýða á ensku allar skipanir, sem við gefum vélum?" Franska akademían var stofnuð í janúar 1635, en öllum hátíðahöld- um í tilefni 350 ára afmælisins var frestað þar til í þessum mánuði, svo að þau gætu farið fram sam- tímis og þess væri minnzt, að 400 ár eru liðin frá fæðingu stofnanda akademíunnar, Armand du Plessis de Richelieu kardínála. Lúðvík XIII Frakklandskonung- ur gaf þau fyrirmæli í stofnbréfi akademíunnar, að markmið henn- ar ætti að vera að „berjast gegn hirðuleysi" í meðferð tungunnar og að meðlimir akademíunnar ættu að vera „hreingerningamenn, sem vinna að því að hreinsa tung- una og eyða öllu rusli, sem safnast saman í tungufari alþýðunnar." Þar sem aðal verkefni meðlima akademíunnar er að gæta tungu- málsins, vinna þeir fyrst og fremst að orðabók. Þeir hittast á hverjum fimmtudegi til þess að rökræða um merkingu orða og til þess að samþykkja nýyrði, sem taka megi upp í orðabókina. Fyrsta útgáfa þessarar orðabók- ar kom út 1674 eða aðeins 40 árum eftir að akademían var stofnuð. En síðan hefur heldur betur hægt á verkinu og nú fer stundum heill Bonn, 13. desember. AP. TVÖ vestur-þýzk blöð skýrðu svo frá í gær, að Erich Honecker, leið- togi Austur-Þýzkalands, hefði frest- að heimsókn til Vestur-Þýzkalands, sem fyrirhuguð hefði verið. Heim- sókn þessi hefði aldrei verið til- kynnt opinberlega, en bollalegging- ar hafa verið uppi um það að undan- förnu, að Honecker myndi fara til Vestur-Þýzkalands í lok þessa árs eða snemma á næsta ári. Blaðið Die Welt skýrði svo frá í gær, að Honecker færi til Moskvu nú í janúar til viðræðna við sovézka leiðtogann, Mikhail Gor- bachev, um samskipti þýzku ríkj- anna. Það verði ekki fyrr en að afloknum þessum fundi, sem ákvörðun verði tekin um, hvort mánuður í það að ræða eitt einasta orð. Aðeins 8 endurútgáfur hafa séð dagsins ljós frá upphafi. Áttunda útgáfan kom út 1935 með 37.000 orðum. Þeirri níundu verður sennilega ekki lokið fyrr en á næstu öld, en gert er ráð fyrir, að hún innihaldi 45.000 orð. Nú er komið að stafnum i í samn- ingu hennar. Honecker fari til Vestur-Þýzka- lands fyrir þing sovézka kommún- istaflokksins i febrúar eða þing austur-þýzkra kommúnista í apríl. Die Welt tilgreindi tvær ástæð- ur fyrir því, að heimsókn Honec- kers til Vestur-Þýzkalands hefði verið frestað. Önnur er sú, að Gorbachev vilji fyrst sjá árangur- inn af fundi sínum og Reagans forseta, sem fyrirhugaður er í Bandaríkjunum næsta sumar. Hin ástæðan er sú, að Honecker kunni að hafa sætt mótstöðu frá harð- línumönnum í sínum eigin flokki, þó hann hafi látið vikja tveimur „haukum" úr stjórnmálaráðinu þar. Vestur-Þýskaland: Fyrirhugaðri heimsókn Honeckers frestað ÞÚ KAUPIR EKKI KÖTTINN í SEKKNUM EFÞÚKAUPIR +++ STJÖRNU- JÓLAKORTIN FALLEG VÖNDUÐ ÓDÝR LITBRÁ HF. SÍMAR 22930 - 22865 Fagnaðarhátíð breytt- ist í sorgarsamkomu Fort Csmpbell, Kentuckj, 13. desember. AP. Fagnaðarhátíð sem halda átti í grend við flugvöllinn í Fort Camp- bell við heimkomu hinna 250 her- manna, breyttist í sorgarsam- komu, þegar fréttist að DC-8-þota hermannanna hefði farist á Ný- fundnalandi. „Þetta átti að verða ánæguleg móttaka en þess í stað hafa margir orðið fyrir mikilli sorg,“ sagði James Gleisberg blaðafulltrúi hersins á flugvellin- um. Rúmlega 200 manns voru saman komin í húsnæði mennta- skóla, þar sem taka átti á móti hermönnunum við komuna. „Hér vinnum við nú öll að sama mál- efni, að hjálpa fjölskyldum hinna látnu," sagði Gleisberg. Hann sagði- að fjölskyldum 44 manna sem fórust í slysinu hefði verið greint frá örlögum þeirra en taka myndi tvo daga að ná til allra fjölskyldna sem áttu ættingja um borð í þotunni. Hann sagði að margir vonuðu enn að að- standendur þeirra hefðu misst af fluginu, en annar hluti her- sveitarinnar er væntanlegur heim í næstu viku. „Það ríkir mikil sorg meðal fólksins en þó vita margir enn ekki fyrir víst hvort eiginmaður, faðir eða elsk- hugi var um borð. Þessi óvissa er erfið fyrir fólkið en það lifir í voninni," sagði hann. Tvenn samtök segjast hafa sprengt þotuna Valletta, Möltu, 13. desember. AP. Palestínumaðurinn Omar Mo- hammed Ali Rezaq, sem sakaður er um að hafa rænt egypskri farþega- þotu í endaðan nóvember, var á fimmtudag færður af gjörgæsludeild sjúkrahúss heilags Lúkasar á Möltu og fyrir rétt, þar sem hann var sak- aður um að hafa myrt tvo farþega, Bandaríkjamann og Israela. Sextíu manns létust meðan á flugráninu stóð og þegar egypsk stormsveit gerði áhlaup á Boeing 737 þotuna. Yfirvöld á Möltu telja að Rezaq hafi einn flugræningjanna lifað af áhlaupið og var hann sakaður um 16 brot fyrir réttinum á Möltu. Rezaq var fölur í vöngum, en hann stóð uppréttur meðan Char- les Bonello, lögregluforingi, las yfir honum ákærurnar. Rezaq kvaðst saklaus af öllum brotum. Alvarlegasta brotið, sem Rezaq var gefið að sök, var að vera valdur að morðum á tveimur farþegum, báðum konum. Þær voru meðal fimm farþega, sem flugræningj- arnir skutu og hentu út úr flugvél- inni meðan hún var á valdi þeirra á Luqa flugvelli á Möltu. Hinir farþegarnir þrír lifðu af. Rezaq var einnig ákærður fyrir morðtilraun á átta farþegum og að halda farþegunum í gíslingu. Þá voru bornar á hann þær sakir að hafa varpað handsprengju og sært fjóra egypska stormsveitar- menn alvarlega. Þyngsti dómur, sem Rezaq gæti fengið, er lífstiðarfangelsi. Dauða- refsing hefur verið afnumin á Möltu. — Við bjóðum aðeins fyrsta flokks DEMANTA Demantar eru okkar sérgrein Við bjóðum aðeins fyrsta flokks demanta greypta í hvítagull og rauðagull. Abjn-gðarskírteini fylgir öllum okkar demantsskartgripum. Meðlimir í demantsklúbbi Félags íslenskra Gullsmiða. Greiðslukortaþjónusta. \____I_____

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.