Morgunblaðið - 14.12.1985, Qupperneq 43

Morgunblaðið - 14.12.1985, Qupperneq 43
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR14. DESEMBER 1985 43 Geir Hallgrímsson, utanríkisráðherra: Óskhyggjan ein má ekki ráða ferðinni Setningarræða Geirs Hallgrímsson- ar utanríkisráftherra, heiftursforseta ráfts Atlantshafsbandalagsins, á ráft- herrafundi í Briissel 12. desember 1985. Mér er sérstök ánægja og heiður gerður að fá hér tækifæri til að hefja umræðu á þessum ráðherrafundi Atlantshafs- ráðsins. Ár er nú liðið síðan Carrington lávarð- ur tók til starfa sem framkvæmdastjóri. Með þessum fundi hefst annað árið, sem þér, hr. framkvæmdastjóri, stjórnið ráð- herrafundum bandalagsins. Þér hafið tekið starf yðar föstum tökum frá byrjun eftir mikið annríki þegar í upphafi. Á einu ári hafið þér stjórnað fleiri ráð- herrafundum, þar með talinn ríkisodd- vitafundur, en venjulega eru haldnir ár hvert. Ég er a.m.k. farinn að venja komur mínar hingað til Evere mánaðarlega að því er virðist. Við óskum yður velfarnaðar í margþættum störfum fyrir hönd okkar allra í Átlantshafsbandalaginu. Besti kosturinn Fyrir fáar þjóðir skiptir samstarfið innan Atlantshafsbandalagsins meiru en hina íslensku. Lega lands míns veldur því, að við lítum á samstarf ríkjanna beggja vegna Atlantshafs, sem hinn besta kost. Þyrftum við að velja á milli þjóðanna í Vestur-Evrópu og Norður- Ameríku, þegar hugað er að því að tryggja öryggi okkar, stæðum við frammi fyrir kostum, sem báðir væru vondir. í þessu felst ekki vantraust á bandamenn okkar hvorki austan hafs eða vestan, heldur ótrú og óbeit á því að Atlantshafið sé hyldýpi á milli þjóða, sem stefna að sameiginlegu markmiði, að tryggja lýð- ræði, mannréttindi og frið með frelsi. íslendingar eru eina þjóðin í okkar ágæta bandalagi, sem ekki ræður yfir eigin herafla. Við gerðumst stofnaðilar að bandalaginu og síðan tryggðum við varnir okkar tveimur árum síðar með tvíhliða samningi við Bandaríkin. Þessi tilhögun hefur löngum valdið pólitískum deilum meðal íslendinga, en mér er ánægja að skýra frá því, að meiri sam- staða er um þessa meginstefnu nú en nokkru sinni síðan 1949. Og við viljum ekki aðeins vera virkir í pólitísku sam- starfi á vettvangi bandalagsins heldur viljum við og taka þátt í hernaðarlega samstarfinu eftir því sem geta okkar leyfir til þess að gera okkur betri grein fyrir hvað til friðar okkar heyrir. íslendingar átta sig á því eins og aðrir frelsisunnandi menn, að samstarf þjóða okkar innan þessa bandalags er meira virði en sú óvissa, sem af því mundi leiða að takast einn á við vandann í öryggis- málum. Fáir eru þess umkomnir að standa einir. Vandinn er óneitanlega mikill. Tækni- framfarir og aukinn vígbúnaður hafa til dæmis breytt hafinu, sem sameinar okkur, í athafnasvæði sovéska flotans. Með hverju árinu sem líður sjáum við fleiri og fleiri vígdreka frá Sovétríkjun- um í hafinu. Okkur er ljóst, að þeim er ekki haldið úti nema til þess að minna á vald þeirra og efla áhrif þeirra umfram eðlilega öryggishagsmuni. Nýtt tímabil Þegar við hefjum nú reglubundinn desemberfund utanríkisráðherra Atl- antshafsbandalagsríkjanna í Brussel er það í þriðja skiptið á tæpum tveim mán- uðum sem við hittumst. Við metum allir áreiðanlega mikils þau samráð, sem fram hafa farið okkar á milli, og fögnum bættu andrúmslofti og horfum í alþjóðamálum. Ástand og horfur hafa vissulega breyst til batnaðar frá því við hittumst hér í Brussel í desember í fyrra. Ástæða er því til að reyna að átta sig á, hvað veldur þeirri jákvæðu þróun um leið og við gerum okkur grein fyrir, hvað framundan er. Á því liggur lítill vafi að Sovétríkin gengu frá samningaborðinu á sínum tíma í þeim tilgangi að koma í veg fyrir fram- kvæmd tvíþættrar samþykktar Atlants- hafsbandalagsins 1979. Nota skyldi tím- ann og frelsið á Vesturlöndum til þess að hafa áhrif á almenningsálitið og knýja stjórnvöld þar til að stöðva framkvæmd tvíþættu samþykktarinnar. Það er fyrst þegar ljóst er, að almenningur og stjórn- völd á Vesturlöndum haggast ekki, að Sovétríkin setjast aftur að samninga- borðinu. Og hvað sem annars má segja um geimvarnarfrumkvæði Bandaríkj- anna ber heldur ekki að vanmeta þátt þess í því að viðræður stórveldanna hóf- ust á ný. Við stöndum að öllum líkindum í upp- hafi nýs tímabils, betra tímabils vonandi, í samskiptum austurs og vesturs, sem leiðir til betri samvinnu og stöðugri milli þjóðanna í sitt hvorum hópnum. Það leikur enginn vafi á því, að þessi jákvæða þróun, sem bendir til betri samskipta í framtíðinni, er árangur af stefnufestu bandalagsins, sem byggir í höfuðatriðum á Harmel-skýrslunni frá 1967. Pólitísk samstaða og nægjanlega styrkur herafli eins og ákveðinn var með yfirlýsingu okkar í Washington fyrir einu og hálfu ári, hefur leitt til þess, að and- rúmsloftið hefur batnað. Markmið Sovétmanna hin sömu Nýju leiðtogarnir í Kreml hafa aftur á móti ekki breytt um sína grundvallar- stefnu, þeir reyna enn að rjúfa samstöðu Vesturlanda. Þó að við fögnum því, að nokkur árangur hefur náðst nýlega í því að koma á beinum samningaviðræðum milli austurs og vesturs, sérstaklega milli risaveldanna, sem ákveðið hafa að hraða afvopnunarviðræðunum í Genf, þá skul- um við ekki gleyma því, að markmið Sovétmanna eru enn þau sömu. En okkur á að vera betur ljóst en flest- um öðrum að ágreiningsmálin eru mörg og ekki er auðvelt að leiða þau til lykta. óskhyggjan ein má ekki ráða ferðinni. Enn er barist í Afganistan. Stríðið þar hefur staðið í sex ár eða jafnlangan tíma og seinni heimsstyrjöldin, og Sovétríkin sýnast fremur herða stríðsreksturinn en draga úr honum. Við getum ekki horft fram hjá þeirri staðreynd, þótt við eygj- um nýtt samvinnuskeið milli austurs og vesturs. Enn stendur múr um álfu okkar, Evr- ópu, þvera, múr, sem sviptir menn ferða- frelsi og skilur á milli landa, þar sem mannréttindi eru virt og þar sem þau eru fótum troðin. Við getum heldur ekki horft fram hjá þeirri staðreynd, þegar við leit- umst við að bæta sambúð austurs og vesturs. Væntanlegir fundir leiðtoga Banda- ríkjanna og Sovétríkjanna á árunum 1986 og 1987 eiga eftir að setja svip á allar umræður um alþjóðamál á næstu mánuð- um og árum. Framvindan að þessu leyti mun einnig ráða miklu um sameiginlegar niðurstöður okkar hér i Atlantshafsráð- inu. Þess verður vænst, að ný skref verði stigin og samningar takist um takmörk- un vígbúnaðar og afvopnun. Prófraun fyrir lýðræðið Við skulum gera okkur grein fyrir því að óþreyjan hér á Vesturlöndum verður mikil, en hún á ekki eftir að setja neinn svip á umræður í Sovétríkjunum þar sem stjórnarherrarnir ráða því, sem sagt er og skrifað. Og jafnvíst er að sovésk yfir- völd hafa hins vegar ekki gefið upp von- ina að hafa þau áhrif á almenningsálitið á Vesturlöndum sér í vil, að þau þurfi ekki að ganga til samninga um afvopnun eða nái samningum er tryggi þeim yfir- burði án viðunandi eftirlits. Vestræn ríki verða að leita samþykkis þjóða sinna fyrir öllum fjárveitingum til vígbúnaðar og þar af leiðandi nauðsyn- legri skattheimtu. Vestrænar þjóðir verða að ræða opinskátt um herskyldu, fjölda í her og tegund vopnabúnaðar. Éngu þessu er til að dreifa í lokuðum þjóðfélögum Austantjalds ríkjanna. Þess vegna er samprófun og traust eftirlit með efndum samninga vestrænum ríkj- um lífsnauðsyn, ef eyða á tortryggni og skapa traust. Frelsi okkar opnu þjóðfélaga verður notað eða réttara sagt misnotað til að þrýsta á stjórnendur þeirra til að sætta sig við óraunhæfa samninga. Reynt verð- ur að nýta þá staðreynd, að menn á Vesturlöndum vilja að vonirnar um frið- samlegan heim rætist og það fljótt. Reikna verður með, að fái væntingarnar ekki útrás á hinum sameiginlega við- ræðuvettvangi austurs og vesturs mun þrýstingurinn beinast að ríkisstjórnum og þjóðþingum lýðræðisríkjanna. Þá prófraun verður lýðræðið að stand- ast. Reynslan sýnir okkur, að því aðeins getum við haft áhrif á stjórnarherrana i Kreml, að við stöndum fast saman um það, sem við höfum ákveðið og viljum að nái fram að ganga. Reynsla sögunnar Sú freisting er til staðar í lýðræðisríki, að stjórnmálaflokkar vinni sér það til skammtíma fylgis að gera utanríkis- og sjálfstæðismál þjóðar sinnar að bitbeini. í mörgum landa Atlantshafsbandalags- ins hefur slíkt því miður komið fyrir og miðast þá afstaða flokka fremur við aðild að stjórn eða stjórnarandstöðu en efni málsins. Menn sakna þess tíma, þegar áhersla var lögð á samstöðu lýðræðis- flokka í utanríkismálum, hvað sem liði ágreiningi að öðru leyti. Hitt ber okkur jafnframt að skilja að þó ógnarjafnvægi kjarnavopna hafi ef til vill átt mestan þátt í að vernda friðinn í okkar heimshluta í nær fjóra áratugi, þá tekur á taugarnar að búa við það, og tímaspursmál, hve lengi það helst. Því ber vissulega að rannsaka aðrar leiðir en ógnarjafnvægið, leiðir sem til þess eru fallnar að koma í veg fyrir að ríki komi fram vilja sínum með valdbeitingu. Um leið og við fögnum því af einlægni að nýtt tímabil sé að hefjast, er með öllu ástæðulaust fyrir okkur, sem byggjum ákvarðanir okkar á reynslu sögunnar að gleyma því, sem hún hefur kennt okkur. Það er sagan, sem segir fámennri og vopnlausri þjóð eins og hinni íslensku, að ekki sé skynsamlegt að afsala sér þeirri vernd, sem felst í aðild að Atlants- hafsbandalaginu. Það er sagan, sem kennir okkur öllum, að þá er hættan mest þegar andvaraleysið og óskhyggjan nær yfirhöndinni. Við verðum að gera ráð fyrir, að mark- miðið hjá viðmælenda okkar eða and- stæðingi sé hið sama og jafnan áður, að deila og drottna. Hann vill að Atlants- hafið verði sannkallað hyldýpi í banda- lagi okkar. Gegn því verðum við að berj- ast. Það eru ekki aðeins hagsmunir hinn- ar fámennu og vopnlausu íslensku þjóðar, að Norður-Atlantshafið sameini okkur en sundri okkur ekki. Það eru hagsmunir okkar allra. Ég vona, að fundur sá, sem nú er að hefjast, muni enn einu sinni staðfesta þann ásetning okkar og vilja, að standa þétt saman bæði í blíðu og stríðu. Frá setningarfundi Atlantshafsríðsins á fimmtudag. Carrington lávarður, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, og Geir Hallgríms- son, utanríkisráðherra, í forsetasæti.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.