Morgunblaðið - 14.12.1985, Síða 52

Morgunblaðið - 14.12.1985, Síða 52
52 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR14. DESEMBER1985 Maður framtíðarinnar: John Malkovich Kvikmyndir Sæbjörn Valdimarsson Hann vakti fyrst athygli sem blaðaljósmyndarinn í The Killing Fields en það var þó öllu frekar túlk- un hans á Hr. Will, blindu horn- rekunni í Places in the Heart sem opnaði augu manna á óvenjulega sterkum hæfileikum John Malkovich. Eftir skamman feril er hann nú álitinn eitt besta efni sem fram hefur komið í leikarastétt um langt árabil. Útlitið á ekki skylt við þá ímynd sem við höfum skapað okkur um hinn dsemigerða kvik- myndaleikara. Malkovich er rétt meðalmaður á hteð og vöxt, kollvikin orðin það ískyggilega há að þau eru fast að því að flokkast undir skalla. Svipurinn svolítið sukkaður, en ákveðinn og sterkur, augun dökk, snör og greindarleg. Áður en Malkovich fékk sitt fyrsta kvikmyndahlutverk hafði hann hlot- ið umtalsverða frægð á sviði fyrir hvorttveggja leik og leikstjórn. Það er því ekki úr vegi að kynna eilítið nánar þennan forvitnilega, upprenn- andi listamann, sem örugglega á eftir að láta mikið að sér kveða á komandi árum. Greinin er að mestu leyti byggð á viðtali við leikarnn í október í American Film. Fyrir þremur árum kom ungur leikari til New York frá Chicago, þar sem hann hafði leikið og leik- stýrt í sex ár með hóp skólafélaga sinna og kölluðu þeir sig The Step- penwolf Theater Company. Utan- Broadway framleiðandi hafði ákveðið að flytja inn uppsetningu á True West eftir Sam Shepard, sem fært hafði Steppenwolf góða dóma í Chicago. Og þó að leikarinn væri ánægður með ferðalagið þá var hann ekki trúaðri en svo á velgengni leikritsins að hann tók með sér farangur til aðeins fjög- urra daga. Hann hefur komið til Chicago síðan en aldrei stoppað lengi. Hann sló í gegn í True WesL Magnþrung- inn leikur hans, sem síðar var sýndur í sjónvarpi, fór að færa honum slíka dóma og verðlaun að slíkt hendir ekki listamann sem er að koma í fyrsta skipti fram, nema einu sinni á mannsaldri. Þeir sem sáu hann í True West voru þess vissir að þeir voru að fá nasa- þefinn af því sem síðar yrði ein- stakur ferill. Áður en leið á löngu var Malkovich floginn til Thailands til að leika blaðaljósmyndarann í mynd Rolands Joffe, The Killing Fields. Því næst eyddi hann þrem mánuðum í Texas til að leika hinn blinda hr. Will í Places in the Heart. Það hlutverk færði honum tilnefningu sem besti karlleikari í aukahlutverki. Hann vann Drama Mask-verðlaunin fyrir að leika Biff á móti Willy Loman Dustin Hoffman í Broadway-endurgerð á Sölumaður deyr, 1984. (Sjónvarps- útgáfan, leikstýrð af Volker Schlöndorff var send út hjá CBS 15. september:) Og núna, fyrir skömmu hélt hann til Spánar til að fara með sitt stærsta hlutverk í kvikmynd til þessa, í mynd Peter Yates, Eleni, sem byggð er á met- sölubókinni eftir Nicholas Cage. í Eleni fer Malkovich með hlut- verk Cage, rannsóknarfrétta- mannsins hjá The New York Tim- es, sem snýr til baka til síns heima- lands, Grikklands. Þá eru þrjátíu ár liðin frá lokum borgarastríðsins og ferð hans er gerð til að ranns- aka líf og dauða móður hans sem var líflátin af vinstri sinnuðum uppreisnarmönnum fyrir að undir- búa flótta fjögurra barna sinna til Bandaríkjanna. Stjömuhlutverkið er í höndum Kate Nelligan, sem bóndakonan Eleni Gatzoyiannis, en styrkur myndarinnar flest í magnþrungnum leik Malkovich. Velgengni Malkovich gerðist ekki á einni nóttu. Þrjátíu og eins er hann of gamall og sérkennilega útlítandi til að verða karlstjarna. Ástæðan fyrir því að hann öðlaðist fyrst frægð á sviði frekar en í sjón- varpi eða kvikmyndum, kemur til af langvarandi afskiptum hans af sviði í Chicago sem má rekja alla leið aftur til The Second City Company, sem 61 upp leikhúsfólk eins og Elaine May, Mike Nichols, Alan Barkin og Barböru Harris. Ánægjan að vinna með leikurum með svipaðar skoðanir stappaði kjarkinum í Malkovich að nýta sérstaka hæfileika sína í Chicago frekar en að lenda í hringiðunni í New York eða Los Angeles. Með Steppenwolf hóf Malkovich að leika syrpu þunglyndra sona Tom í Glerdýrunum, Biff i Sölumað- ur deyr, þulinn í A Sorrow Beyond Dreams, (minningar Peter Handk- es um sjálfsvíg móður sinnar). „Allt breyttist," segir hann, „þegar ég fór að missa hárið." Þá byrjaði hann að taka að sér hlutverk eins og Steve í Goodnight Gracie, sem kemu^inn á sviðíð í górillubúningi með brúnan kúluhatt, eða Hr. Jones í sérstaklega forvitnilegu verki, Big Mother. Það tilraunafrelsi, án refsinga, sem Steppenwolfhópurinn rækt- aði, hvatti Malkovich til að festast ekki í ákveðnu munstri. Jafnvel á meðan hann lék á Broadway í Sölu- maður deyr, hélt hann áfram að leikstýra leikritum eins og hann hafði áður gert með Steppenwolf. Hann setti upp vinsæla utan- Broadwayendursýningu á Balm in Gilead þar sem hann sneri leikriti Wilsons um líf undirmálsfólks í söngleik sem hann gæddi krafti með lögum eftir Bruce Spring- steen, Tom Waits og Rickie Lee Jones. Næsta verkefni hans var að leikstýra Kevin Kline, Raul Julia og Glenne Hedley, (Steppen- wolf-leikkona og eiginkona Malkovich) á Broadway í Arms and the Man e. Shaw. Fyrir utanaðkomandi virðist þetta vera einhver best áætlaði ferill í skemmtiiðnaðinum. Þú þreytir þína stóru frumraun sem ótemja eftir Shepard, síðan leik- urðu hið al-ameríska gæðablóð Millers. Utan Broadway ertu yfir- gengilegur rock ’n’ roll-leikstjóri, á Broadway hefurðu taumhald á Shaw. Malkovich hafði engan brenn- andi áhuga fyrir að leika í kvik- mynd fyrr en The Killing Fields kom til sögunnar. Mynd Rolands Joffés endurlífgar frásögn NY Tim- es-fréttamannsins Sydney Schan- bergs af fjórum vítisárum sem kambódískur aðstoðarmaður hans Dith Pran, eyddi í að reyna að flýja ógnarstjórn Rauðu Khmeranna. En Malkovich var upphaflega áhugalaus fyrir hugmyndinni. „Eg átti fund með Roland og ég held að honum hafi ekki líkað við mig né mér við hann. Við lentum í þrætum þar sem hann er marxísk- ur ruglukollur en ég ekki. Og ég hugsaði með mér. Hvað er auðveld- ara en að gera mynd andsnúna stríði? Hver vill lenda í stríði? Ekki ég og ég þekki engan þannig sinnaðan. Þetta olli mér virkileg- um leiðindum." Lestur handrits Bruce Robin- sons breytti afstöðu hans. það var ekki and-amerísk langloka, líkt og hann hafði reiknað með, heldur saga eins og hann orðar það, „um baráttu þessa litla manns við að halda sér á lífi og vera maður í miðjum hrunadansi brjálæðisins." Og það voru fleiri álitlegar hliðar á The Killing Fields. Innan hópsins var að finna s-afríska leikrita- skáldið Athol Fugard og framúr- stefnugjörningalistamanninn Spalding Gray. Malkovich dáði þá báða, einkum þó Gray. Og tæki- færið að ferðast til Thailands var ágætis búbót. Að uppástungu leik- stjórans eyddu Malkovich og nokkrir aðrir leikarar, þeirra á meðal Sam Waterstone og Haing S. Ngor, sem léku Schanberg og Pran, tveimur vikum í Bangkok og Norður-Thailandi, sem ferða- menn áður en upptökur hófust. „Utan þess að eiga stóran hlut í myndinni þá er John erkifjandi leiðindanna," segir Waterstone. „Við höfðum snarvitlausan bíl- stjóra sem John, með ráðnum hug, espaði upp í að gera enn frekari, brjálæðisleg glæfrabrögð, líkt og að setja ný og ný hraðamet á milli tökustaða. Og hann lét Haing kenna sér allskyns móðgandi og gróft orðbragð í kambódísku, eins og „þú talar eins og þreyttur hundur" eða „lokaðu þínum skít- uga kjafti og farðu að sofa“ og fleira sem ég vil ekki hafa eftir. Þó svo að Malkovich fari með minni háttar hlutverk í the Killing Fields telur Robert Benton að þar Hlutverkið sem veitti Malkovich heimsfrægð — blaðaljósmyndarinn í The Killing Fields. Malkovich sló áhorfendur í New York útaf laginu með leik sínum í True West, eftir Sam Shepherd. Ásamt Gary Sinise. bregði fyrir skopskyni leikarans. Atriðið fyrir utan bandaríska sendiráðið er þeir sitja í rigning- unni og bíða eftir að verða fluttir á brott, þar sem hann talar um að þeir ættu að dulbúast sem kjúklingar og brjótast út, það er John.“ Benton hafði verið aðdáandi Malkovich síðan hann sá True West, en þegar hann fór að leita að honum vegna Places in the Heart, (upphaflega í hlutverkið sem Ed Harris fór síðan með), rak leikstjórinn sig á að hann var komin'n í samkeppni við vin sinn Dustin Hoffman, sem sóttist eftir Malkovich í Sölumaður deyr. Svo fór að leikritið var látið bíða en kvikmyndin gerð. „Það var í raun- inni mistök Dustins," segir Malkovich, „því hann talaði virki- lega vel um Benton. Það gerir hann yfirleitt ekki um áhrifafólk. Hann er ímynd hins endanlega barna- skapar." Þó Benton minnist leikara sinna — afbragðs hóps sem taldi m.a. Sally Field, Ed Harris, Amy Madigan, Danny Clover og Lindsay Crouse, sem samheldnu gegni, þá- rifjast það upp fyrir Malkowich að hann fór mikið einförum. „Ed og Amy eru villingar," segir hann. „Þeim þykir ágætt að slokra í sig nokkrum bjórkössum og spila billj- ard á næstu krá. En ég drekk ekki, svo ég held mig við hótelið og les. Dallas er einhvern veginn ógn- vekjandi. Mér er ekkert sérlega gefið um kúrkeastígvél, kúreka- hatta eða demantshringa að lögun eins og Texas. allt þetta fer í taug- arnar á mér.“ Líkt og með flesta góða leikára þá er Malkovich sjaldnast ánægð- Maður gleymir ekki Malkovich sem hinum blinda en úrræðagóða Mr. Will í Places in the HearL Með honum á myndinni er Danny Glover. ur með árangur sinn. „Mest hefur þetta verið hræðilegur misskiln- ingur." Honum finnst sem hann sé ekki aðeins að keppa við sjálfan sig heldur „sérhvern flutning sem framinn hefur verið. Fyrirstaðan í öllu sem þú gerir er að áhorfend- ur segi ég hef séð þetta áður í öðrum leikritum! Það var nógu slæmt þegar allt sem þú þurftir að fást við var flutningurinn sem' ein manneskja sá á sviði á lífsleið- inni. Með kvikmyndinni verður það meira en lífsleið. Það er það sem er ógnvekjandi við kvikmyndirn- Önnur, miður uppörvandi hlið á kvikmyndinni er, að endanlega útkdman er iðulega víðs fjarri hinni upprunalegu hugmynd. Það sem fyrst vakti áhuga Malkovich fyrir Eleni var útlistuð kynning bókarinnar á báðum hliðum póli- tískrar byltingar. „Þú hefur State of Siege, Missing, Under Fire, sögur sem segja „Eru ekki kommúnistar stórkostlegir?" Er það ekki einkum þeim sem klukkan glymur? Sann- leikanum samkvæmt er það ekki alveg rétt. Það sem þeir gerðu i Grikklandi var bæði viðbjóðslegt og undirförult. Ég vildi eiga þátt
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.