Morgunblaðið - 14.12.1985, Qupperneq 56

Morgunblaðið - 14.12.1985, Qupperneq 56
56 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR14. DESEMBER1985 BLAUPUNKT CTV 5142 ADEINS KR. 37.900.- » m/Fjarstýringu Gunnar Ásgeirsson hf. Suöurlandsbraut 16 Smi 9135200 (fjLU- * SJÁLFVIRKUR STÖÐVALEITARI * 32 RÁSIR * 15 W HÁTALARI * MÓTTAKARI FYRIR KAPALSJÓNVARP ÚRVALS AMERÍSK HEIMIUSTÆKI ^ZXcNSKioniNíruR V/SA HEIMILIS- OG RAFTÆKIADEILD f HEKLAHF f LAUGAVEGI 170-172 SIMAR 1 11687 • 21240 * Alfheimabakarí: Brauð og kökur bakaðar í versluninni ÁLFHEIMABAKARÍ við Hagamel hefur nú tekiö upp þá nýbreytni að baka brauð og kökur í versluninni að viðskiptavinunum sjáandi. Kolbeinn Kristinsson, einn af eigendum Álfheimabakarís, sagði í samtali við Morgunblaðið að bakaraofni hefði verið komið fyrir í versluninni við Hagamel fyrir stuttu og um áramótin yrði sams- konar ofn settur upp í versluninni í Álfheimum. „Þessi háttur hefur verið að ryðja sér æ meira til rúms í verslunum í Evrópu," sagði Kol- beinn. „í bakaríum hér á landi er venjan sú að baka að nóttu til eða snemma morguns og því er brauðið ekki lengur ferskt seinnipart dags. Með því að baka allt í versluninni fær viðskiptavinurinn brauð og kökur glænýtt, beint úr ofninum. Þessi nýbreytni hefur gefist mjög vel og viðskiptavinir okkar eru hæstánægðir," sagði Kolbeinn Kristinsson. Stykkishólmur: Grettir frumsýndur við góðar undirtektir Stykkishólmi, 8. desember. LEIKFÉLAGIÐ Grímnir í Stykkis- hólmi, hefir árvisst sýnt okkur hér athyglisverð verkefni og hefir jafnan haft á að skipa góðum starfskröftum. Það fer að styttast í 20 ára starfið. Þá hefir leikfélagið heimsótt aðra staði og sem sagt haldið uppi menn- ingarríku starfi frá byrjun. Og þótt mikil atvinna hafi verið, hafa alltaf verið nægir til að fórna frístundum í þágu leiklistarinnar. I haust hefir Grímnir æft undir stjórn Odds Björnssonar, söngleik- inn Gretti eftir þá félaga Egil Ól- afsson, Þórarin Eldjárn og Ólaf Hauk Símonarson. Hafa æfingar staðið í tvo mánuði og milli 40 og 50 manns lagt þarna hönd á plóg- inn. Fumsýning var svo sl. föstu- dagskvöld. Þar var fullt hús út úr dyrum eins og sagt er, en frumsýn- ingin fór fram í félagsheimilinu. Fékk meðferð og leikurinn allur mjög góðar viðtökur og fór ekki milli mála að leikendur og þeir sem þarna voru að verki höfðu þrotlaust og erfitt starf að baki. Á frumsýn- ingunni mættu þeir Egill og Þórar- inn og var gaman að fá þá með, enda fylgdust þeir vel með og ég held að þeim hafi þótt meðferðin góð og allt samviskusamlega af hendi leyst. Það væri freistandi að fara um þetta verk nokkrum orðum en það bíður, en einu má ekki gleyma og það er að þarna eru margir algerir nýgræðingar leiklistarinnar og var undravert hversu þeir stóðu sig og gáfu hlutverkinu sína sál. Aðalleik- arinn er Lárus Ástmar Hannesson sem leikur Gretti og vakti eftirtekt og má sama segja um fleiri, og er erfitt að nefna nokkur nöfn, sem þó væri freistandi, en leikurinn var nokkuð jafn. Það var ef til vill helst að framsögn textanna var ekki nægilega skýr og raddbeitingin var stundum talsvert á reiki. En text- arnir voru góðir og því mátti ekkert af þeim fara framhjá. En þessi fyrsta sýning var sú þolraun og lærdómsrík að miklar vonir eru til að þetta lagist. Jón Svanur Pétursson, okkar góði og gamli hljómlistamaður hér í Hólminum, átti mikinn og ef til vill stærsta hluta í framgangi þessa verks. Hann sá um leiksviðið og lék einnig í hljómsveitinni sem stjórn- að var af öðrum góðum hljómlistar- manni okkar, Hafsteini Sigurðs- syni. Þessir tveir heiðursmenn hafa verið litríkir í hljómlistarlífi bæjar- ins um árabil, bæði sem undirleik- arar á skemmtunum og einnig starfandi í Lúðrasveit Stykkishólm. Hafsteinn er nú kennari við Tón- listarskólann. Margir af leikurunum stunda nám í skólanum hér og er því hjá þeim um algera tómstundavinnu að ræða og kvöldin hafa óspart verið notuð. Eins og áður er sagt er þetta lang viðamesta sýning sem leikfélagið Grímnir hefir haft með höndum og skal það þakkað og hversu vel til tókst og maður vonar að félagið haldi áfram og það sprengi sig ekki á erfiðum verkefnum. En meðan sjálfboðavinna er ekki útþurrkuð úr þjóðlífinu en margs hægt að vænta í framtíðinni og vonandi eykst sá þáttur á komandi tímum. Árni. Saga Reykjaskóla BÓKAÚTGÁFAN Örn og Örlygur hefur gefiö út bókina Héraðsskólinn að Reykjum 1931—1981 eftir Ólaf H. Kristjánsson fyrrum skólastjóra. Á bókarkápu segir: „Þessi saga Héraðsskólans að Reykjum er skrifuð í tilefni af því, að árið 1981 voru fimmtíu ár liðin frá því að skólinn tók til starfa í janúar 1931. Einnig eru æviskrár skólastjóra og kennara og nemendatal. Auk höfundar skrifa tveir aðrir nemendur minningar frá námsár- um sínum á Reykjaskóla. í bókinni eru um 190 myndir og skipulagsuppdrættir af skóla- staðnum gerðar á teiknistofu Reynis Vilhjálmssonar af Sigríði Jóhannsdóttur tækniteiknara." Bókin er sett og prentuð í Prent- stofu G. Benediktssonar en bundin hjá Arnarfelli. Á kápu er mynd ÓIAFUR H. KRKUÁNSSON HÉRAÐSSKÓUNN AÐ REYKJUM 1931 - 1981 Saga skólans kennara og nemendatal frá Reykjaskóla eftir Björn Rú- riksson en kápuna hannaði Sigur- þór Jakobsson.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.