Morgunblaðið - 14.12.1985, Síða 59

Morgunblaðið - 14.12.1985, Síða 59
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR14. DESEMBER1985 59 speki Umsjón: Gunnlaugur Guömundsson í dag ætla ég að fjalla um samband Bogmanns (22. nóv.—21. des.) og Fisks (19. feb.—19. mars), en aðallega þó um Fiskamerkið. Eins og áður er fjallað um dæmigerða eiginleika þessara merkja. Allt fólk er hins vegar samsett úr nokkrum merkjum og því hafa aðrir þættir áhrif hjá hverjum einstaklingi. Útávið — innávið Þetta eru ólík merki. Bog- maðurinn er opinn athafna- maður, Fiskurinn er við- kvæmur og innhverfur til- finningamaður. Á meðan Bogmaðurinn leitar út á við, lifir Fiskurinn ríku innra til- finningalífi. Draumlyndur Fiskurinn hefur sterkt ímyndunarafl og er mjög móttækilegur fyrir áhrifum frá umhverfinu. Hann er margbreytilegur persónuleiki og það er í raun erfitt að lýsa hinum dæmigerða Fiski. Oft er það svo, vegna næmi, að hann tekur lit af umhverfinu, mótast af því fólki sem hann umgengst. Flýtur með straumnum Sumir Fiskar fljóta með straumnum án markmiða eða sjáanlegrar stefnu. Slíkan Fisk getur skort metnað, hann er vingjarnlegur en oft hálfgerð gufa. Meðal eigin- leika hans er til hneiging til að flýja ábyrgð og þátttöku í lífinu m.a. í gegnum vímu- gjafa. Listamaður Margir Fiskar eru listrænir og menningarlega sinnaðir. Þeir hafa áhuga á tónlist, kvikmyndum, dansi og listum almennt. Þeir eru fullir áhuga á andlegum og trúarlegum efnum. Umburðarlyndur Fiskar eru yfirleitt umburð- arlyndir og víðsýnir. Margir þeirra eru leitandi og þrá þekkingu. Hæfileiki Fisksins er sá að geta tengt saman ólíka þætti og skoðað hvert mál í heild sinni. Vandamál sumra Fiska eru einum of fjölbreytilegir hæfileikar og þess vegna eiga þeir stundum erfitt með að velja sér eitt ákveðið svið. Hœglátur Venjulegur Fiskur er þægi- legur persónuleiki, hann er fordómalítill, viðmótsþýður og skilningsrikur. Oft er hann hæglátur og lifir rólegu lífi útaf fyrir sig, er sjálfum sér nógur. Framkoma hans er fáguð og tillitssöm. Heimspeki Fiskum semur vel við rólegri og heimspekilegri útgáfu Bogmannsins. Þeir geta setið og rætt lífið og tilveruna og miðlað hvor öðrum af ólíkum reynsluheimi. Ólíkir Yfirleitt lyndir þessum merkjum þó ekki of vel sam- an. Bogmaðurinn er mikill athafnamaður, hann þarf að fara víða. Hann er opinskár og hreinskilinn, þ.e. hann getur sært viðkvæman Fisk- inn. Bogmaðurinn getur átt erfitt með að skilja innri til- finningaheim Fisksins, eða vera þolinmóður við hann. Hann getur átt erfitt með að skilja rólyndi Fisksins og nægjusemi hans. Hann skilur ekki, eða vill ekki skilja að Fiskurinn getur með ímynd- unarafli sínu kynnst veröld- inni án þess að ferðast. DÝRAGLENS LJÓSKA FERDINAND SMÁFÓLK aldrei inn í kofann þinn? Umsjón: Guöm. Páll Arnarson Vandvirkni sagnhafa tryggði honum vinning í slemmunni hér að neðan. Austur gefur, allir á hættu: Vestur ♦ G97 ♦ 102 ♦ D97654 ♦ D2 Norður ♦ ÁK6 ♦ Á8543 ♦ K3 ♦ Á83 Austur 111 Suður ♦ 10 TDG97 ♦ G1082 ♦ KG97 ♦ D85432 ¥K6 ♦ Á ♦ 10654 Vestur Norður Austur Suður — — Pass Pass Pass 1 hjarta Pass 1 spaði Pass 2grönd Pass 4 spaðar Pass 6 spaðar Allir pass Vestur spilar út litlum spaða. Hvernig myndir þú spila? Það eru ellefu slagir beint og eini möguleikinn á þeim tólfta er á hjarta. Ef hjartað brotnar 3—3 fást þrettán slag- ir, en í 4-2-legunni gæti spilið tapast ef ekki er farið varlega í sakirnar. Það verður að nýta innkomurnar á tromp í blindan á tromp til að trompa hjörtun og þá er hætta á yfirtrompinu ef trompin eru 3—1 og tvílitur- inn í hjarta með þrílitnum i spaða. Til að vernda sig gegn þess- ari hættu spilaði sagnhafi þannig: Drap fyrst slaginn heima á trompdrottningu tók tígulás og hjartakóng, og spil- aði blindum inn á tromp. Stakk síðan lítið hjarta heim, tók síðasta trompið og prófaði hjartaás. Legan kom í ljós og varúðarráðstöfunin hafði skil- að árangri. Hjartað var nú trompað heim og laufásinn sá fyrir innkomu á tólfta slaginn í hjarta. Gildran sem ekki má falla í er að taka tvo efstu í hjarta og reyna að stinga heima. Þá yfirtrompar vestur. Umsjón Margeir Pétursson Stysta skákin á áskorenda- mótinu í Montpellier í nóvem- ber gekk þannig fyrir sig: Hvítt: Kevin Soraggett (Kan- ada), Svart: Vassily Smyslov, Sovétríkjunum, Bogoljubow- indversk vörn. 1. d4 — Rf6, 2. c4 - e6, 3. Rf3 - Bb4, 4. Bd2 — a5, 5. Rc3 — 0-0, 6. e3 — d6, 7. Dc2 - Rbd7, 8. Bd3 - e5, 9. 0-0 — He8,10. e4 — exd4, 11. Rxd4 - c6, 12. Hael?! - Re5,13. h3 — Bc5,14. Be3? 14. — Bxh3! og Spraggett gafst upp, því auk j>ess að tapa peði er staða hans afskaplega slæm. 15. gxh3 er auðvitað svarað með 15. — Bxd4, 16. Bxd4 — Rf3+. Spraggett varð neðstur á mótinu og tapaði m.a. sex skákum í röð, þ. á m. þessari hörmung gegn Smyslov.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.