Morgunblaðið - 14.12.1985, Page 72

Morgunblaðið - 14.12.1985, Page 72
72 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR14. DESEMBER1985 Heimili Kid Jensen r og Guðrúnar A. Þórarinsdóttur David Jensen öðru nafni Kid Jensen kunnur útvarpsmað- ur í Bretlandi er giftur íslenskri konu. Kid kannast einnig margir við úr plötusnúðastarfinu. David er mjög önnum kafinn við störf sín bæði í útvarpi og sjónvarpi, en að auki skrifar hann fastan þátt um tónlist í „Sunday People". Nýlega birtist viðtal við þau hjón Kid og Guðrúnu í breska blaðinu „Womans World", þar sem ljósmyndari fékk einnig að mynda húsakynni þeirra. Heimilið er í Surrey og þar búa þau ásamt börnunum sínum Alexander og Önnu Lísu að ógleymdum hundun- um tveimur. Þegar vikið var í viðtalinu að jólum og undirbúningi er tengist hátíðinni sagði Guðrún að jólin heima á tslandi væru haldin með öðru sniði en í Bretlandi. Á íslandi væru jólasveinarnir þrettán og þeir byrjuðu að koma til byggða þrettán dögum fyrir jól og settu Guðrún, Alexander, Kid og Anna Lísa. þá iðulega glaðning í skó barna, þess var getið í lokin að jólin yrðu líklega með íslensku sniði að þessu sinni því fjölskylda Guðrúnar frá íslandi ætlaði að koma og vera hjá þeim yfir jólin. Eldhúsið á heimili þeirra hjóna. reynum að eyða eins miklum tíma og við getum saman fjölskyldan." Kid segist vera mikill matmaður og njóta þess þegar fjölskyldan komi saman í borð- stofunni og borði góðan málsverð. fclk f fréttum COSPER — Hvernig líst þér á nýja vasaljósið mitt? Að hjóla kringnm hnöttinn ínverjarnir Min Shugu- ang og Zhang Jianshent lögðu nýlega upp í hjólreiðatúr, og hann á að ná yfir hnöttinn hvorki meira né minna. Drengirnir ætla sér ekki að nota önnur farartæki svo fram- arlega sem sjór eða óviðráðan- legar hömlur koma ekki í veg fyrir það. Þetta eru blaðamenn og ætla þeir sér að senda pistla frá sem flestum viðkomustöð- um á leiðinni, en heim skal koma að tveimur árum liðnum, standist allar áætlanir pilt- anna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.