Morgunblaðið - 09.01.1986, Qupperneq 49

Morgunblaðið - 09.01.1986, Qupperneq 49
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. JANÚAR1986 49 Pat Jennings sagði nei takk Frá Bob Hennessy, fróttamanni Morgunbladsins Englandi. LUTON hefur fest kaup á fram- herjanum Mike Newell, sem hef- ur verið aðalmarkaskorarinn hjá 3. deildarliðinu Wigan Athletic. Newell er 20 ára og leikur fyrsta leik sinn með Luton á iaugardag- inn gegn Chelsea. Kaupverð kappans var 85.000 pund. Skotar hafa ákveðið að leika landsleik í knattspyrnu við ísrael þann 18. janúar. Sama dag leika Englendingar landsleik viö Egypta. Skotar og Englendingar eru að undirbúa sig af kappi fyrir heims- meistarakeppnina í Mexíkó. Fullreynt í 4. sinn Middlesbrough og Southamp- ton hafa gert þrjár tilraunir til leika í bikarkeppninni ensku, en alltaf hefur leiknum verið frestað vegna slæmra vallarskilyrða. Á mánudag verður reynt í fjórða sinn. Fresta hefur þurft mörgum leikjum í ensku knattspyrnunni að undanförnu. Jennings sagði nei Pat Jennings, landsliðsmark- vörður Norður-íra, sagði nei takk er honum var boðin markvarðar- staða hjá 4. deildarliðinu Peter- borough. Markvörður Peter borough, John Turner, fótbrotnaði í síðasta leik liðsins og var því Jennings boðið að taka hans stöðu. Verður Walsh seldur? Liverpool-leikmaðurinn Paul Walsh, er enn á sölulista hjá liðinu. Talið er líklegt að hann verði seldur eftir næstu helgi. Það eru þrjú lið sem talið er að kaupi kappann, Arsenal, Tottenham eða QPR. Walsh hefur leikið vel með Liver pool að undanförnu og skorað 14 mörk frá því Dalglish setti hann á sölulista. Það þykir því furðu sæta að hann skuli vera enn á sölulista. Hann var keyptur frá Luton fyrir tæpum þremur árum á 800.000 pund. ,Carl fyrstur ÞANN 19. desember síðastliðinn var sagt frá útnefningu skot- manns ársins hér á iþróttasíðum blaðsins. Þar kom fram að Gissur Skarphéðinsson, nýkjörinn skot- maður árins, og Carl J. Eiríksson hefðu orðið fyrstir íslendinga til að vinna til gullverðlauna á móti erlendis. Þetta er ekki allskostar rétt því daginn áður en þeir unnu í sameiningu til gullverðlauna með riffilskotkeppninni vann Carl til gullverðlauna í keppni með skammbyssu og því hlýtur hann að teljast sá fyrsti sem slík verð- iaun fær á erlendri grund. Leið- réttist þetta hér með. Mario Kempes til Austurríkis Hjartans þakkir fyrir gjafir og góðar óskir í tilefni af 90 ára afmœli mínu U. janúar. Magnús Guðbrandsson. : SHANNON :datastor Allt á sínum stað með :shannon: :datastor: idatastor: skjalaskáp Ef einhver sérstök vörzluvandamál þarf aö leysa biöjum viö vlökomandi góöfúslega aö hafa samband viö okkur sem allra fyrst og munum viö fúslega sýna fram á hvernig SIMNH0I1 skjalaskápur hefur ,,allt á sínum staö". Útsölustaðir: REYKJAVlK. Penmnn Hallarmúla KEFLAVlK. Bókabúd Kellavíkur. AKRANES. Bókaversl . Andrós Nielsson HF. iSAFJÖRÐUR. Bókaverslun Jónasar Tómassonar. AKUREYRI, Bókaval, bóka- og ritfangaverslun. HÚSAVlK, Bókaverslun Þóranns Stelánssonar. ESKIFJÖROUR. Elis Guönason. verslun. VESTMANNAEYJAR. Bókabúðin. EGILSSTADIR. Bókabúóin Hlöðum ÓIAÍIJS OÍSIASOM 4 CO. HF. SUNDABORG 22 104 REYKJAVÍK SÍMI 84800 — Hercules hefur keypt ungan Dana íhansstað Frá Tryggva Húbnor, fréttaritara Morgunblaðsins á Spáni. ARGENTÍNSKI knattspyrnumað- urinn Mario Alberto Kempes hefur verið seldur fré Hercules é Spáni til Austria Vin í Austurríki. Kempes hefur verið hjá Hercules í tvö ár og leikið þar við hlið Pét- urs Póturssonar. Kempes, sem nú er 32 ára, verður hjá Hercules út janúar. Hann fær í sinn hlut 200.000 pund og segist ekki geta sleppt svo góðu tilboði, því hann væri kominn á þann aldur að slík tilboð byðust ekki á hverjum degi. Hercules hefur keypt ungan leikmann frá Danmörku, Kurt Bokholt, sem leikið hefur með Vejle. Hann er 19 ára unglinga- landsliðsmaður Dana. Pétur hefur lýst ánægju sinni með þennan unga leikmann og segir að hann eigi eftir að gera það gott hjá lið- inu. Hercules lék æfingaleik á þriðju- dag og vannst leikurinn 4-1. Pétur og Daninn skoruðu tvö mörk hvor og náðu vel saman í framlínunni. Hercules er nú fimmta neðsta sæti deildarinnar með 15 stig eftir 19 umferðir. O Argentínumaöurinn, Marío Kempes, hefur verið seldur frá Hercules á Spáni til Austria Vin. Miðbæjarhlaupið MIÐBÆJARHLAUP KR var haldið í miðbænum laugardaginn 20. desember síðastliðinn. Hlaup þetta var haldið í samvinnu við félagasamtökin Gamli miðbærinn og eins og nafnið ber með sér vsr hlaup- ið um miðbæinn, upp Hverfisgötu og niður Laugaveg. Jón Diðriksson sigraði f hlaupinu, hljóp vegalengdina á 9,08 mín. Guðmundur Sigurðsson varð í öðru sæti á 9,12 mfnútum og Már Hermannsson þriðji á 9,22. Marta Ernstdóttir varö fyrst kvenna í mark á 10,20 mínútum. Af frosnum hlébaröa íslensks leikstjóra á sænskri grundu — kvikmynd Lársar Ýmis Óskarssonar, leikstjóra. Vannæröir nútíma vinnuþjarkar Vélsleðaferöir Aö hafa taumhald á tíma sínum Föstudagsblaðið ergott forskot á helgina AIGASTOFA KRISTINAR HF.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.