Morgunblaðið - 16.01.1986, Síða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR16. JANÚAR1986
Eldur í mjólkur-
búinu á Selfossi
— skemmdir óljósar en 12.000 lítrum af kakó-
mjólk verður að hella niður
Selfossi, ló.janúar.
UM KLUKKAN 14.30 í dag kom upp eldur í gömlu mjölvinnsluhúsi
Mjólkurbús Flóamanna. Mikinn reyk lagði um búið, einkum vestur
hluta þess. Greiðlega gekk að slökkva eldinn, sem kom upp í plastein-
angrunarstæðu og kviknaði er verið var að vinna við logskurð. Tjón
er ekki að fullu ljóst, en 12.000 lítrum af kakómjólk verður að hella
niður vegna reykskemmda.
Gamla mjölvinnslan, sem tengist
aðalbyggingu búsins að norðan, var
í endurbyggingu og búið að fjar-
lægja allar vélar fyrir nokkru. Eftir
hádegið var sett þar inn nokkurt
magn af einangrunarplasti, sem
fara átti á útveggi. Einn þeirra
starfsmanna, sem unnu við endur-
bygginguna, notaði logsuðutæki við
að fjarlægja jámrör úr milligólfí.
Neistar féllu niður rörið og á pla-
steinangrunina fyrir neðan, þar sem
eldurinn gaus skyndilega upp. Þeir
menn, sem þama voru við vinnu,
forðuðu sér snarlega enda fylltist
gamla mjölvinnsluhúsið af reyk á
skömmum tíma. Mestur reykur
komst í vesturhluta búsins, þar sem
ekki sá handa skil.
í vesturhlutanum eru mjöl-
geymslur, ostagerð, pökkun á
G-vörum og stór vörugeymsla.
Mjölgeymslurnar tengjast hinni
nýju mjölvinnslu hússins um ganga,
sem þar eru á milli. Reykurinn
komst inn í G-vörudeildina um loft-
ræstikerfí hennar og fylltist hún
af reyk á skömmum tíma og starfs-
menn þar forðuðu sér í skyndingu.
Starfsmenn búsins brugðust hárrétt
við aðstæðum, lokuðu öllum dyrum
og heftu þannig útbreiðslu reyksins
og forðuðu sér úr húsinu. Þannig
barst enginn reykur inn í vöru-
geymsluna, þar sem geymdar eru
vörur og umbúðir fyrir tugi millj-
óna. Svo vel vildi og til, að hin nýja
mjölvinnsla mjólkurbúsins var ekki
í gangi, en hún dregur inn mikið
loft í mjölþurrkarana. Mikið tjón
hefði því getað orðið, hefði hún
verið í gangi. í tönkun G-vörudeild-
arinnar voru um 12.000 lítrar af
kakómjólk, sem hellt verður niður.
Austurhluti búsins slapp að veru-
legu leyti við reyk. Þar eru vélasal-
ur, pökkun á nýmjólk, smjörgerð
og jógúrtgerð, skyrgerð ogtankaaf-
greiðsla.
Svo heppilega vildi til að nýlokið
var móttöku á mjólk og búið að
dæla henni allri í gegn um vélasal-
inn út ú stóra geymslutanka.
Skemmdir í mjólkurbúinu af völdum
reyks koma ekki að fullu í ljós, fyrr
en lokið er við að yfirfara allar
vélar, pakkaðar framleiðsluvörur og
umbúðir. Ekki mun koma til neinn-
ar stöðvunar á afgreiðslu búsins á
framleiðsluvörum, því þær voru nær
allar á öruggum stað í vörugeymsl-
unni. Einhveijar framleiðslutafír
eru þó óhjákvæmilegar á G-vörum
og ostum á meðan allsheijar hrein-
geming á búinu fer fram. Síðdegis
í dag voru strax sápuþvegnar þær
deildir og tæki, sem nota þarf við
framleiðslu í fyrramálið. „Þetta
verður ein allshetjar hreingeming,"
sagði einn starfsmannanna, en
þegar sumir þeirra yfírgáfu vinnu-
stað sinn í dag, voru hvít vinnuföt
þeirra grá að lit og þeir krímugir
í framan. Búningsherbergi þeirra,
snyrting og matsalur fylltust af
reyk, en eldhús slapp þó að mestu.
Sig. Jóns
Slökkviliðsmenn að störfum.
Morgunblaðið/Sig. Jóns
Hornafj ar ðartogarinn
kominn að bryggju á ný
LAUST eftir klukkan fimm í gærmorgun tókst að ná togaranum
Þórhalli Daníelssyni SF af strandstað í Hornafjarðarhöfn og var
hann kominn að bryggju um hálftima síðar. Verið er að meta tjónið,
sem orðið hefur í togaranum við slysið í höfninni á mánudagskvöld-
ið. Ljóst er að nokkrir mánuðir líða þar til togarinn heldur aftur
til veiða. Sjópróf vegna slyssins hófust í gær.
í fyrrakvöld tókst að loka öllum „Þegar fór að falla að um hálf
opum á togaranum, þar sem hann
lá á hliðinni í höfninni. Þá barst
björgunarmönnum og kraftmikil
dæla frá Vegagerð ríkisins og fór
dæling á sjó úr skipinu þá að bera
eðlilegan árangur, að þvf er Her-
mann Hansson, framkvæmdastjóri
útgerðar skipsins, sagði í samtali
við blm. Morgunblaðsins í gær.
fimmleytið var togað í togarann
með vélgröfu úr landi og þá tókst
að rétta hann við. Síðan biðum við
eftir flóðinu og stuttu síðar dró
Steinunn SF togarann að bryggju,
þar sem hann er nú,“ sagði Her-
mann. „Það er dálítil slagsíða á
honum ennþá en það stafar af því
að það á eftir að dæla olíu á milli
tanka."
Hermann sagði að björgunar-
menn hefðu staðið sig feiknarlega
vel - félagar í björgunarfélaginu,
skipveijar á togaranum, skipveijar
á Steinunni og aðrir, sem lögðu
hönd á plóginn.
Enn hefur ekki verið gerð tilraun
til að ná vélbátnum Hafnarey SF
upp en togarinn sökkti bátnum
þegar hann sigldi stjómlaus yfír
höfnina í vonskuveðri á mánudags-
kvöldið. Tjón eigenda Hafnareyjar
verður væntanlega bætt af trygg-
ingarfélögum bátsins og togarans.
Málflutningur vegna Fijáls útvarps;
Akæran brot á grunn-
reglu íslensks rettar
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
Úr réttarsal I Sakadómi Reykjavíkur, frá vinstri: Sverrir Einarsson sakadómari, Hjördís Þorsteins-
dóttir, dómritan. A ákærubekk: Kjartan Gunnarsson, formaður Útvarpsréttarnefndar og framkvæmda-
stjóri Sjálfstæðisflokksins, dr. Hannes Hólmsteinn Gissurarson, Eirikur Ingólfsson fulltrúi í mennta-
málaráðuneytinu og Jón Steinar Gunnlaugsson hrl. veijandi.
— segir Jón Steinar
Gunnlaugsson, hrl.
verjandi ákærðu
í SAKADÓMI Reykjavíkur fór
fram munnlegur málflutningur f
gær í máli ákæruvaldsins gegn
Kjartani Gunnarssyni formanni
útvarpsréttamefndar og fram-
kvæmdastjóra Sjálfstæðisflokks-
ins, dr. Hannesi Hólmsteini Giss-
urarsyni og Eiríki Ingólfssyni
fulltrúa í menntamálaráðuneyt-
inu vegna útvarpsrekstrar dag-
ana 2. til 10. október 1984. Þá
stóð yfir verkfall félagsmanna í
Bandalagi starfsmanna ríkis og
bæja og höfðu starfsmenn Ríkis-
útvarpsins lagt niður vinnu.
Akærðu er gefið að sök að hafa
brotið lög um einkarétt Ríkisút-
varpsins til útvarpsflutnings og
að hafa ekki sótt um leyfi til
fjarskipta.
Enginn fulltrúi ákæruvaldsins
var í réttarsalnum en veijandi hinna
ákærðu, Jón Steinar Gunnlaugsson
hrl., fór fram á sýknun á báðum
liðum ákærunnar og sagði meðal
annars að einkaréttur Ríkisútvarps-
ins til útvarpsflutnings hefði fallið
niður þegar útsendingar þess hættu
með útgöngu starfsmanna. Akærðu
hefðu gripið til neyðarréttar og
stofnað félagið Frjálst útvarp,
vegna brýnnar nauðsynjar á að
gefa almenningi kost á að fylgjast
með þjóðmálum í þeim sviptingum
sem þá áttu sér stað í verkfalli
BSRB og bókagerðarmanna.
Hlutdrægar fréttir
Þegar Ríkisútvarpið hóf fréttaút-
sendingar tvisvar á dag 6. október
1984 var ákveðið að halda áfram
útsendingum í Fijálsu útvarpi, því
ekki þótti tryggt að í fréttaflutningi
Ríkisútvarpsins yrði gætt hlutleysis
á meðan starfsmenn fréttastofunn-
ar ættu í kjarabaráttu.
í máli veijandans kom fram að
óttinn reyndist ekki ástæðulaus og
máli sínu til stuðnings lagði hann
fram afrit af fréttum, sem lesnar
voru í fréttatíma Ríkisútvarpsins
eftir að útsendingar hófust á ný.
Hann gagniýndi meðal annars
notkun fréttamanna á orðinu „ólög-
legar" um einkaútvarpsstöðvar, í
því kæmi fram ótímabær áfellis-
dómur. Benti hann meðal annars á
að í fréttatíma daginn sem starfs-
menn í Starfsmannafélagi Reykja-
víkurborgar gengu til atkvæða-
greiðslu um nýgerð drög að kjara-
samningi, hefði einungis verið haft
samband við Krisiján Thorlacius
formann BSRB og lesin upp frétt,
þar sem hann hvatti fólk til að sýna
samstöðu og fella samningana. Það
hefði ekki verið fyrr en daginn eftir
að Haraldur Hannesson formaður
Starfsmannafélags Reykjavíkur-
borgar fékk tækifæri að eigin frum-
kvæði til að skýra sitt mál en þá
var kjörfundi lokið.
Kjaradeilunefnd, óháðum aðila,
hafí þótt ástæða til að senda frétta-
stofu Ríkisútvarpsins fréttatilkynn-
ingu til að skýra hlutverk sitt. Þrátt
fyrir beiðni um að fréttin yrði lesin
upp óbreytt hafi upphafskaflanum
verið sleppt en þar kemur meðal
annars fram, að fréttastofa Ríkisút-
varpsins hafí sjaldan séð ástæðu til
að leita álits hjá nefndinni, á þeim
málum, sem hún fékkst við og hafí
viðleitni hennar til að fá fréttir
lesnar ekki borið árangur. Taldi
veijandinn sannað að rök ákærðu
fyrir áframhaldandi útvarpssend-
ingum hafí verið réttmæt.
Nýlög
Sýknukröfu sína byggir veijand-
inn meðal annars á því, að nú séu
gengin í gildi ný útvarpslög, sem
heimila útvarpsrekstur að fengnu
leyfí. í því sambandi visar hann í
upphaf 2. gr. almennra hegningar-
laga en þar standi: „Hafí refsilög-
gjöf breyst frá því að verknaður
var framinn til þess er dómur geng-
ur, skal dæma eftir nýrri lögunum,
baeði um refsinæmi verknaðar og
refsingu ..." Það væri því ljóst
að ekki væri hægt að dæma eftir
útvarpslögum sem ekki væru lengur
í gildi og yrði að taka mið af nýju
útvarpslögunum.
Enginn frá saksóknara
Taldi veijandi ákæruna af póli-
tískum toga. Ljóst væri að fjöldi
annarra útvarps- og sjónvarps-
stöðva, sem sjónvarpa í gegn um
kapalkerfi, hefðu verið og væru enn
starfandi um allt land án þess að
ákæruvaldið hefði séð ástæðu til
að kæra þá starfsemi. Væri aðeins
ákært vegna stöðva, sem sætt hefðu
gagnrýni opinberra starfsmanna í
verkfalli. Brotið væri gegn reglunni,
að allir væru jafnir fyrir lögunum.
„Ég skoraði á ríkissaksóknara
að mæta og flytja mál sitt munn-
lega,“ sagði Jón Steinar Gunnlaugs-
son að lokum. „Hann mætir ekki.
Þessi meðferð ákæruvaldsins er
andstæð lögunum og brot gegn
stjómarskrárbundinni gmnnreglu
íslensks réttar. Jafnrétti manna
fyrir lögunum."
Sverrir Einarsson, sakadómari,
dæmir í þessu máli. Fjölmenni var
við málflutninginn f sakadómi
Reykjavíkur í gær. Að lokinni ræðu
veijanda flutti dr. Hannes H. Giss-
urarson, einn ákærðra, ræðu með
leyfi dómarans. Færði hann heim-
spekileg, lögfræðileg og söguleg
rök fyrir réttmæti þess, að FVjálst
útvarp hóf starfsemi sína.