Morgunblaðið - 16.01.1986, Page 18

Morgunblaðið - 16.01.1986, Page 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR16. JANÚAR1986 Byggingarlist og byggingaryfirvöld eftir Hannes Kr. Davíðsson Þegar litið er til byggingarlistar- innar kemur fljótt í ljós sem sér- staða hennar meðal listgreina, hve nátengd hún er daglegum lífsþörf- um mannsins, og verður því að ýmsu skilyrt af kröfum um nota- gildi, einnig af fjárráðum þess sem byggir. Einnig kemur til að byggingarlist verður stærðar sinnar vegna ekki algert einkamál eins né neins, þar sem hún er allt okkar mótaða umhverfi. Það getur enginn lokað sig úti frá byggingarlistinni, því skiptir meginmáli hvemig til tekst. Þar sem við dveljum mestan hluta ævinnar innan veggja bygg- ingarlistarinnar hafa menn sett byggingarlistinni ýmis skilyrði og reglur sem fýlgja verður, öryggis vegna, og einnig vegna ytri sam- skipta við granna. Samkvæmt skýrslum bygginga- fulltrúans í Reykjavík var árið 1983 lokið við byggingu á 647.831 m 3 húsrýmis og árið 1984 var lokið við 581.057 m 3 eða að meðaltali ca. 600.000 m 3 á ári. Sé þetta marg- faldað upp með kostnaðartölum R.b. koma út ca. 4.000 milljónir króna. Um öll þessi verðmæti er ákvarð- að í bygginganefnd Reykjavíkur- borgar. Til umljöllunar um verðmæti manna almennt og ágreining vegna þeirra, sem og ágreining ýmsan milli manna, hafa menn byggt upp dómskerfi samfélagsins og með því sjálfstæði sem því er búið, er það grundvöllur réttarríkisins. Sjálfstæði dómarans er tryggt með ákvæðum V. kafla stjómar- skrárinnar. I umfjöllun sinni hafa dómarar skýrar starfsreglur er felast í lögum um meðferð dómsmála. Ef starfshættir byggingayfir- valda eru skoðaðir kemur í ljós að þar er flest með öðrum hætti en í dómskerfinu. Mér eru starfshættir reykvískra byggingayfirvalda kunnastir og eru þessar athuga- semdir því aðallega við þá miðaðar. Bygginganefnd Reylqavíkur er stofnuð með konungsbréfi 29. maí 1839. Hlutverk hennar var nokkuð skýrt afmarkað, þ.e. „að hafa eftir- lit með því að ekki væri byggt of þétt með tilliti til eldsvoða og að mæla mönnum út lóðir fyrir bygg- ingar, einnig að tryggja að götur væm af hæfilegri breidd fyrir umferð og að ákveða byggingarlínu meðfram göturn". Til þessarar nefndar vom skipað- ir hinir vænstu menn að mati kon- ungs og amtmanns. Fyrstu bygginganefndina skip- uðu: Bæjarfógetinn Gunnlaugsen, slökkviliðsstjórinn Tærgesen, land- læknir Thorsteinsson, dýralæknir Flnnbogasen, Factor Baagöe, snikkari Knudsen. I byijun var um mjög skynsam- lega ákvörðun að ræða með stofnun þessarar nefndar. Hinir bestu menn að mati konungs og amtmanns kvaddir til að fjalla um málin, þar sem sérmenntuðum mönnum var ekki á að skipa. Eftir því sem tíminn leið færðist uppmnalegt starf bygginganefndar á sérmenntaða embættismenn: bæjarverkfræðing, byggingarfull- trúa og lóðarskrárritara. A seinni ámm er svo tilkomin sérstök mæl- ingadeild borgarinnar: vel skipuð mönnum og nokkum veginn búin tækjum, enda ekki á færi annarra en sérþjálfaðra manna að halda röð og reglu á þessu sviði. Auk þessara sérfróðu manna sem í raun hafa yfírtekið upphaflegt verksvið bygginganefndar er svo fjölmennt starfslið hinna ýmsu deilda borgarkerfisins sem fjallar um þau mál sem lögð em fyrir bygginganefnd, og gætir þess að framlagðir uppdrættir séu f sam- ræmi við lög og reglugerðir — svo öllu öryggi sé fullnægt. Arið 1945 varð skipan neftidar- innar þannig að hún var skipuð 4 föstum embættismönnum að við- bættum þrem kosnum hlutfalls- kosningu í bæjarstjóm. Það fyrir- komulag ríkti til ársins 1979. Þá var gerð sú breyting að embættis- mennimir viku en allir sjö nefndar- menn skildu kosnir hlutfallskosn- ingu af borgarstjóm. Valdið skyldi vera í höndum „fulltrúa fólksins". Þannig er nefndin nú skipuð'. Þegar litið er til þeirra hagsmuna sem um er fjallað í bygginganefnd þá virðist eðlilegt að settar væm tæmandi reglur um meðferð bygg- ingamála sambærilegar við lög um meðferð dómsmála, sem dómstólar starfa_ eftir. Þetta hefur ekki verið gert. í skjóli þeirrar vöntunar hafa „fulltrúar fólksins" í nefndinni án ábyrgðar og að eigin geðþótta getað leikið sér með hagsmuni manna, þótt byggingamál hafi í einu og öllu uppfyllt þau skilyrði sem sett vom og eftirlits sérfræðingar hina ýmsu sviða hafi veitt málum sam- þykkisáritun sína. Allar götur síðan síðari heims- styijöld lauk og arkitektum fór að fjölga hér í bæ hefur það sýnt sig að meðal þeirra hafa alltaf verið til einstaklingar sem sóttu fast að fá sæti í bygginganefnd meðal þeirra sveitarstjómalcjömu. Eftir að nú- verandi skipan bygginganefndar var tekin upp 1979 hefur oft mátt fylgjast með hörðum átökum milli manna um þessi sæti. Orsökin ligg- ur í augum uppi ef framhaldið er skoðað — seta í bygginganefnd útilokar menn ekki frá því að leggja mál fyrir nefndina. — Menn hafa einnig haft áhuga á sætum varamanna. Þau geta einnig gefið nokkuð af sér svo sem í hlut- verkaskiptum. Spyiji maður um afskipti manna af eigin málum á fundum bygginga- nefndar þá er manni sagt að þeir fari framfyrir á meðan þeirra mál séu rædd. Þar bíða þeir og hugleiða vísast málsháttinn „Æ sér gjöf til gjalda". En hér kemur varamanns- starfið einnig í góðar þarfir. Mér er ekki kunnugt um að gerð hafi verið sérstök úttekt á við- fangsefnum þeirra arkitekta er sitja í bygginganefnd. En fyrir mörgum byggjandanum er byggingin fyrst og fremst spuming um fjármagn og hagnað, og því ekki úrleiðis fyrir þá sem ef til vill eru með mál þess eðlis að búast megi við töfum, að snúa sér til einhvers meðlims bygg- inganefndarinnar, svona til að tryggja fljótari afgreiðslu. Þetta verður mikill áhrifavaldur í reykvískri byggingarlist þar eð byggjandinn velur sér ekki endilega arkitekt eftir hæfni hans sem arki- tekts, heldur því hve líklegt sé að hann komi málinu fljótt í gegn. Það er dapurlegt að horfa upp á vinnu- brögð á þessu sviði liggja svo alfarið utan ramma réttarríkisins. Til að skýra þetta aðeins betur vildi ég spyija: Hvað ætli fólki finndist um öryggið í samfélaginu ef lagaákvæði um meðferð dóms- mála væru ekki til, en dómarar rækju málflutningsstofur úti í bæ og flyttu svo mál fyrir eigin dóm- stój. í byggingalögum 7. gr. er kveðið á um að „Bygginganefnd fjallar um byggingarleyfisumsóknir og hefur umsjón með því að byggt sé í samræmi við skipulag og að lög og reglur um byggingarmálefni séu haldin.“ í skjóli þess að þeim beri að fjalla um byggingarleyfisumsóknir og þess að öll fyrirmæli um máls- meðferð skortir leyfa meðlimir bygginganefndar sér oft hin furðu- legustu tilbrigði í meðhöndlun mála. En þar sem öll öryggis- og reglu- gerðaratriði eru afgreidd af sér- fræðingum og embættismönnum borgarinnar verður umfjöllun í bygginganefnd aðeins geðþóttayfir- lýsingar einstakra manna um útlit Hannes Kr. Davíðsson „Skipulagsstarfið, þessi bráðnauðsynlegi grunnur í þéttbýlis- mynduninni, er orðið að aflakvótakerf i og um leið gleymast og deyfast hin raunveru- legn markmið og fagur- fræði skipulagsins.“ húsa, þakkvistir eru oft taldir mikill úrslitavaldur og lögun þeirra. Það má Ijóst vera öllum sem hugsa, hversu niðurbtjotandi áhrif það hefur á þróun byggingarlistar ef hún má ekki taka á sig aðrar myndir en þær sem rúmast i þröngt innréttuðum heilabúum bygginga- nefndarmanna. Fyrir utan að tryggja hina tækni- legu hlið bygginganna þá á bygg- inganefnd að sjá um að byggt sé í samræmi við skipulag. Þegar farið er að skoða skipu- lagsvettvanginn kemur það sama í ljós og með bygginganefnd, ásókn arkitekta í sæti í nefndinni, og að nefndarseta kemur ekki í veg fyrir að menn teikni hús í eigin umdæmi. Enda sést að meðlimir skipulags- nefndar taka að sér að teikna hús á lóðum sem eru óklárar í skipulagi. Síðan snemma á sjöunda ára- tugnum hefur það færst í vöxt í Reykjavík að fela einstökum „priv- atpraktiserandi" arkitektum skipu- lag afmarkaðra hverfa. Þetta fyrir- komulag hefur þó verið þeim ann- marka háð að í raun hefur skipu- lagsvinna ekki verið skilgreind og hefur í höndum arkitektanna haft tilhneigingu til að blása út og taka jafnvel til smáatriða í byggingunum sjálfum. Það tíðkast nú orðið að til viðbótar því sem kalla mætti skipu- lagsvinnu skili þessir arkitektar svokölluðum „leiðsöguuppdrátt- um“. Á þessum uppdráttum hefur mátt sjá teiknað fyrirkomulag í eldhúsum, uppröðun hljóðfæra í stofum og úrlausn annarra vanda- mála sem eðli sínu samkvæmt hljóta að leysast í samvinnu þess sem húsið teiknar og byggjandans þegar hann hefur skilgreint sínar þarfir. Pappírinn er afskaplega móttæki- legur fyrir strikin á meðan menn fá reikningana sína borgaða. Þessi jrfirskipulagning er þó enn alvarlegri, en nemur þeim miklu §árhæðum sem fljóta úr sveitar- sjóði fyrir ónauðsynleg strik, hún verður hemill á eðlilegri þróun byggingarlistar. Það er þungur íjötur lagður á byggingarlistina og iðkendur henn- ar með þessum forsendulausu leið- söguuppdráttum. Þeir eru ætíð aðeins heilaspuni manna sem skildu ekki hvenær verki þeirra var í raun lokið, eða voru að seilast til áhrifa og atvinnu umfram það sem til stóð. Einnig er sá möguleiki fyrir hendi að verið sé að hylja umkomuleysi skipulagsvinnunnar með öllu þessu óviðkomandi pári. Eins og sagt var hér að framan er viðhorf byggjandans mjög oft markað af fjárhagnum. Það er hann sem kemur til með að borga brús- ann og honum liggur á. Hann hefur yfirleitt ekki efni á að fara að deila við skipulagsmanninn. Það tekur tíma. Því auk þess að hafa prangað leiðsöguuppdrættinum inn á yfir- völdin þá hafa skipulagsmennirnir einnig selt sig sem eftirlitsmenn á framlagða uppdrætti til bygginga- nefndar. Þannig er það nokkuð tfyggt að fijáls hugsun arkitekta sé lokuð úti. Þegar væntanlegur byggjandi fær lóðina þá fylgja henni ekki bara skilyrði um hámarksnýt- ingu, húsahæð, og afstöðu húss til götu, heldur einnig tilvísanir til leiðsöguuppdrátta þar sem kveðið er á um furðulegustu hluti eins og áður sagði, þannig að í raun er lítið annað eftirlátið arkitektinum og byggjandanum en að ákveða gluggagötin á hugsmíð skipuleggj- andans. Hugsmíð sem átti sér aldrei neinar þær forsendur sem eðlilegar verða að teljast fyrir byggingarlist. Oft er það að lóðarhafar taka eðlilegum afleiðingum af þessu og fela bara leiðsöguhöfundum að teikna hús sín. Hitt hefur líka sést að skipulagshöfundi leiddist að bíða og hann ávarpaði lóðarhafa til að tjá honum að það væri nú ekki alveg sama hvemig hús kæmi á lóðina hans, en skipuleggjandinn væri að sjálfsögðu reiðubúinn. Svo mun hitt hafa komið fyrir einnig að skipuleggjandinn hafi sett fram kröfur um að honum yrði tryggt að hann teiknaði eitthvert tiltekið lágmark af húsum á svæð- inu. Hvert svo sem tilbrigðið er hnígur allt að einum ósi. Skipulags- starfið, þessi bráðnauðsynlegi grunnur í þéttbýlismynduninni, er orðið að aflakvótakerfi og um leið gelymast og deyfast hin raunveru- legu markmið og fagurfræði skipu- lagsins. Árangurinn er svo almenn hnignun byggingarlistarinnar, sem ég þori að fullyrða að aldrei var tilgangur yfirvaldanna. Að lokum vil ég benda á enn eitt dæmi til skýringar þeirri fullyrðingu minni að meðhöndlun bygginga- mála liggi utan ramma réttarríkis- ins. Þegar afgreiðslu mála er lokið í skipulags- og bygginganefnd þá fara þau í formi fundargerða til staðfestingar í borgarstjóm. Hér hefur það komið fyrir að einstakir borgarfulltrúar krefjist þess að fá tækifæri til að kynna sér nánar tiltekið mál í fundargerð, slíkur frestur er veittur milli funda 2 til 3 vikur eftir atvikum. Þegar svo málið kemur aftur fyrir næsta fund þá er það afgreitt án þess að þeim sem um frestinn bað komi til hugar að gera grein fyrir athugun sinni eða sé það skylt. Þannig geta „full- trúar fólksins" svalað ef til vill persónulegri andúð sinni í garð byggjandans, án þess að vera gerðir ábyrgir fyrir því ijárhagstjóni sem þeir kunna að valda. „Fulltrúar fólksins" hafá fleiri aðferðir, þeir geta drepið mál í bygginganefnd með því að greiða ekki atkvæði gegn því, svo furðulega sem það hljómar. Ég vil benda á nokkur atriði sem ég tel að brýnt sé að breyta svo betur fari. 1. Byggðalög verði endurskoðuð með hliðsjón af almennum regl- um réttarríkisins. 2. Slíta verður hagsmunatengsl skipuleggjandans við einstaka lóðarhafa, þ.e. að hann teikni ekki byggingar á því svæði sem hann skipuleggur. 3. Meðlimir bygginganefndar teikni ekki byggingar á því svæði sem heyrir undir viðkom- andi bygginganefnd. 4. Mörk skipulagsstarfa verði skil- greind. 5. Félagsmálaráðherra verði settir óháðir sérfróðir ráðgjafar til umfjöllunar um þau ágreinings- atriði sem til hans er skotið samkv. 8. gr. laga nr. 54 frá 1978, byggingarlög. Einnigþarf að setja skýr ákvæði um meðferð slíkra mála í ráðuneytinu. En stundum hefur manni virst að úrskurðir hafi meir mótast af skilningi á pólitískum vandamál- um og þegar gerðum ákvörðun- um lægra settra stjómvaida, en faglegri og lagalegri þekkingu. 5.janúar 1986. Höfundur er arkitekt. NAMSKEIÐ I NOTKUN TÖFLUREIKNISINS Multiplan Notkun töflureiknisins Multiplan er stórkostleg framför við alla algenga útreikningsvinnu. Nem- endum er kennt að nota töflureikninn til þess að reikna út vinnulaun, gera aflauppgjör fyrir báta, búa til fyrningarskýrslur, reikna út verðbréf, víxla og skattaálagningu og margt fleira. Nauðsynlegt námskeið fyrir þá Leiðbeinandi sem vinna við útreikninga og áætlunargerð. Ath. í námsg’ögnunum er innifalin disketta með fjöl- mörgnm reiknilíkönum. Kristján Ingvarsson verkfræðingur Tími: 28., 29., 30., 31. janúar kl. 13-16. Innritun í símum 687590 og 686790 Tölvufræðslan Ármúla36, Reykjavik.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.