Morgunblaðið - 16.01.1986, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. JANÚAR1986
39
Þegar lengstur er gangur sólar á
Islandi er eins og Matthías Joch-
umsson orðaði það, „skín við sólu
Skaga§örður“. I vorblíðunni sækir
á ferðamenn þorsti og til svölunar
á þrosta sínum komu þeir félagar
við á bæ í innsveitum Skagafjarðar
er heitir Reykjavellir. Húsbændur
þar voru þá Guðrún Andrésdóttir
og Pálmi Sveinsson.
Rifjast nú upp vísa séra Tryggva
Kvarans á Mælifelli:
Pálma gistum væna vist
veitti fyrstur grönnum.
Almakvistum lífsaflist
liknar þyrstum mönnum.
Ferðunum í Skagafjörðinn fjölg-
aði ört þó ekki vegna frekari jarðar-
kaupa eða arðs af hlunnindum held-
ur vegna heimasætunnar á Reykja-
völlum, Hólmfríðar Pálmadóttur,
sem Bjami heillaði úr sveitinni í
hjónaband í höfuðborgina. 2. júní
1945 gengu þau Bjami og Hólm-
fríður í hjónaband og áttu þau því
sl. vor 40 ára brúðkaupsafmæli, og
aldrei orðið sundurorða.
Orlofsferðir þeirra hjóna voru
ætíð farnar norður í Skagafjörð,
þar eignaðist Bjami marga góða
vini sem kveðja hann nú með þökk
fyrir margar gleðistundir. Síðasta
ferð hans norður var fyrir fimm
árum er hann söng og spilaði á
gamla orgelið á Reykjavöllumk í
fimmtugasafmæli Péturs mágs
síns.
Mjög kært var með Bjama og
tengdaforeldrum hans, hann pass-
aði svo vel inn í heimilislífið. Söng-
ur, tónlist, gleði og góðvild ívafíð
græskulausu gamni ríkti ávallt í
navist þessa látna vinar. Bjami var
góður söngmaður hafði háa tenór-
rödd og mjög tónnæmur, einnig lék
hann á hljóðfæri af fíngrum fram,
því var hann mjög eftirsóttur á
gleðifundum er tekið var lagið í
góðra vina hópi líkt og frændi hans
Sigfús Halldórsson tónskáld. Undir-
rituðum er kunnugt um þrjú lög er
Bjami samdi en fór dult með og
verður eitt þeirra leikið á orgelið
við útförina í dag.
Söngnám stundaði Bjami í nokk-
ur ár hjá dr. Frans Mixa. Ungur
að árum var hann í KR og spilaði
fótbolta. Mun hann hafa verið
yngsti keppandi frá íslandi á
Ólympíuleikunum í Berlín 1936.
Þegar KR-ingar færðu upp leikrit
Matthíasar,„Utilegumennina“, lék
Bjami Ketil-Skræk en Erlendur Ó.
Pétursson lék Skugga-Svein.
Góður og nærgætinn heimilis-
faðir var hann og hjálpaði konu
sinni mikið við heimilisstörfin.
Bjami og Hólmfríður eignuðust
fímm böm, Pálma Ólaf, Önnu
Karitas, Kristin, Sigurð og Bjama.
Öll hafa bömin fengið í erfðir tón-
listarhæfíleika.
Að leiðarlokum er margs að
minnast sem yrði of langt hér upp
að telja og bið ég þeim látna bless-
unar Guðs með þökk fyrir góðar
endurminningar. Systkinum
Bjama, þeim Ingibjörgu og Ingvari,
svo og fóstursystur, Sigríði, og
fjölskyldum þeirra er vottuð hlut-
tekning. Bjarta minningin um blíða
brostið og hlýja handtakið hans
Bjama verði nánustu aðstandend-
um hans að leiðarljósi um ókomin
æviár.
Sveinn S. Pálmason
Þórunn O. Þórðar-
dóttir — Minning
Fædd 2. janúar 1922
Dáin 9. janúar 1986
Við vitum aldrei hver fær hvíld-
ina næst. Að þessu sinni var það
Þórunn frænka mín. í dag kveð ég
hana í hinsta sinn. Eftir langa dvöl
á Vífílsstaðaspítala yfírgaf hún
okkur og hvarf á æðri braut.
Þórunn Oddný Þórðardóttir
fæddist 2. janúar 1922 að Eskiholti
í Borgarfírði. Foreldrar hennar voru
Loftveig Guðmundsdóttir og Þórður
Oddsson bóndi f Eskiholti. Þau hjón-
in eignuðust stóran stúlknahóp og
einn dreng en hann lést í æsku.
Þórunn var yngst þeirra systra en
þær sem eftir lifa em Kristín,
Guðfinna Þóra, Halldóra og Rósa.
Ungar misstu þær systur foður sinn
og fluttust þá til Hafnarfjarðar en
síðar til Reykjavíkur, þar sem þær
ólust upp hjá móður sinni og stjúpa,
Gesti Gunnlaugssyni.
Á efri ámm sínum fluttust þau
Loftveig og Gestur ásamt Þómnni
að Meltungu f Kópavogi. Þar hlúði
hún að þeim, en móðir hennar lést
árið 1968 og Gestur stjúpi hennar
árið 1984. Þómnn bjó sfðan alla tíð
í Meltungu. Hún eignaðist þrjú böm
með sambýlismanni sínum, Jóni
Ámasyni, þau em Gestur Jónsson,
Svanhildur Jónsdóttir og Jóna Jóns-
dóttir. Jón lést sama ár og Þómnn
ól þeirra yngsta bam, Jónu.
Það var ljóst á síðari ámm að
Þómnn var mikill sjúklingur og hún
lagðist oft inn á sjúkrahús. í fyrstu
var um skammtfma legur að ræða,
en seinna kom f ijós að hún átti
ekki afturkvæmt heim.
Bamabömin glöddu hjarta henn-
ar, en þar sem þau búa úti á landi,
sá hún þau sjaldan og sum aldrei.
Þómnn var vinur vina sinna og
skrafaði margt á góðum stundum.
Hún átti það til að brosa að lífinu
þrátt fyrir slæma heilsu og lítið
þol. Það þarf sterkt hjarta til að
standast allar þær raunir í lífínu
sem Þómnni vom settar. En hún
stóðst þær og sýndi okkur, að þrátt
fyrir mótbámr er alltaf þess virði
að lifa og minnast gleðistundanna.
Svo plmörg perlan, hrein sem geislans giit
var grafin djúpt! hafsins leyndardóm,
svo plmargt blómið átti ylmi og lit
á öræfin að sóa, dauð og tóm.
(ThomasGrey)
Megi hún hvíla í friði.
HaUdóra
Birting afmælis- og
minningargreina
ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningargrein-
ar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig
verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði, að berast
í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með
greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni
ekki ávarpaður. Þess skal einnig getið, af marggefnu til-
efni, að frumort ljóð um hinn látna eru ekki birt á minning-
arorðasíðum Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð
og með góðu línubili. Meginregla er að minningargreinar
birtist undir fullu höfundarnafni.
Fjölbreytt
námskeiö
og snyrtivörur
fyrir ungar og djarfar
konur á öllum aldri
Getum nú aftur innritað'nýja
nemendur á hin vinsælu
námskeið okkar f dag- og
kvöldmálun.
Við bjóðum glæsilegt úrval
af nýjum og fjölbreyttum
snyrtivörum og þjónustu
fyrir Ongar og djarfar konur
á öllum aldri.
BJÖÐUM EINNIG UPP
A LJÓSABEKKI.
Einkaumboð fyrir No
Name snyrtivörur, Bal
A Versalles ilmvötn,
Escapade húö- og
hárkrem með blóma-
fræflum
v :
Zetulið Mímis er nafn á námskeió-
um fyrir þá sem kunna málin
þokkalega eða jafnvel prýðilega
en skortir tækifæri til aó halda
þeim vió. Mímir býður uppá mögu-
leika til aó vióhalda mála-
kunnáttunni á skemmtilegan hátt á
veitingahúsinu Gauki á Stöng í
vetur. Umræóustjórarnir eru
erlendir og þú ert á zetuliós-
æfingum einu sinni í viku á mánu-
dögum, hittir sama fólkið við sama
boró á sama tíma, kl. 18.00.
Zetuliös-æfingar verða haldnar í
emu smni 1 viru
sama fólkið
á sama tíma
við sama borð
öðrum tungumálum ef næg
þátttaka fæst.
Upplýsingar
og Innrltun
í sfma
10004
21655
Mímir
ÁNANAUSTUM 15
RITARASKÓLI
ORO/MYND