Morgunblaðið - 16.01.1986, Side 46
46
MORGUNBLADIÐ, FIMMTUDAGUR16. JANÚAR1986
„Hvaöátto vié, „ lattbnn út"r> Eg
sem get -eicki -eínu sinni hreyffc mi^-"
Hvað heitir gatan? Veit
ekki. Er ekki innanbæjar-
maður!
Með
mor^unkaffinu
HÖGNI HREKKVlSI
Tölvubankarnir eru
opnir allan sólarhringinn
Til Velvakanda.
„ Sparifj áreigandi" spyr í dálki
þínum laugardaginn 11. janúar
hvort einhver bankanna geti ekki í
samkeppnisskyni haft opið fram
eftir kvöldi, t.d. einu sinni í viku
eða á laugardögum, vegna þeirra
sem eiga erfítt með að komast frá
vinnu í banka.
Vegna þessarar fyrirspumar vill
Iðnaðarbankinn minna á að tölvu-
bankamir eru opnir allan sólar-
hringinn, alla daga vikunnar. Þar
er hægt að sinna öllum algengustu
bankaviðskiptum, leggja inn, taka
út, greiða gíróreikninga, skoða
stöðu reikninga og millifæra.
Iðnaðarbankinn hefur veitt þessa
þjónustu í rúmt ár. Farið var af
stað með hana vegna eindreginna
óska um lengri opnunartíma, sem
fram komu í skoðanakönnun sem
bankinn lét gera meðal viðskipta-
vina sinna.
Tölvubankar em svar við kröfum
nútímafólks um sjálfsafgreiðslu í
bankaviðskiptum eins og ýmsum
öðmm viðskiptum. Ennfremur um
þjónustu utan hefðbundins vinnu-
tíma ekki síst með tilliti til þess að
algengt er orðið að bæði hjónin
vinni fullan vinnudag utan heimilis.
Það hefur verið okkur í Iðnaðar-
bankanum mikil ánægja að vera
brautryðjendur f þessari þjónustu
hérlendis og við bjóðum „Sparifjár-
eiganda" velkominn til viðskipta,
allan sólarhringinn, alla daga árs-
ins.
Magnús Pálsson
f orstöðumaður markaðssviðs
Iðnaðarbankans.
10100 KL. 10—11.30
frámAnudegi
TIL FÖSTUDAGS
Um opnunartíma banka
Til Velvakanda.
Mikil saxnkeppni er nú komin upp
milli bankanna um sparifé lands-
manna og sjást nú auglýst allra
handana gyWWnA J»ar sem b:. kamir
\iy'Ak jfull <>g grj-nn skúga. I»að nr
af sem áður var þegar Kj»arifc
manna rýmaði I bönkunum og er
það auðvitad vel. En cill lanjjar
mig til að færa í tal og það er hinn
samræmdi opnunartími bankanna,
þeir eru aðcins oj>nir um miðjan
daginn. Það segir sig sjálft að ekki
er auðve't fyrir menn sem stunda
vinnu alla virka daga vikunnar að
komast f banka og sumir komast
alls ekki í banka nema með því móti
að taka sér fri frá vinnu. Gæti ekki
einhver bankinn gert breytingar á
opnunartfma sinum f samkeppnis-
skyni og haft t.d. opið fram eftir
kvöldi einu sinni í viku eða á laugar-
dögum. Það myndi koma sér vel
fyrir marga vinnnndi menn og varla
verða mjög kostnaðarsamt.
Sparifjóreigandi i
Yíkverji skrifar
Vegfarandi, sem býr í byggðun-
um sunnan Reykjavíkur kom
í gær að máli við Víkveija og kvaðst
mjög óhress með þá skoðun, sem
fram kom í dálkunum hér í gær,
að takmarka eigi lengd þess tíma,
sem ljósið við nýju brúna á Kringlu-
mýrarbraut logar við þeim, sem
koma sunnan og beygja til vinstri
inn á brúna. Verið getur, að hann
hafí nokkuð til síns máls, en þá
vaknar spumingin, hvort brúin sé
ekki illa hönnuð?
Hefði ekki legið beinast við að
akreinin inn á brúna fyrir umferð
sem kemur að sunnan, hefði komið
samsíða umferð austan Bústaða-
vegar og samlagast síðan umferð-
inni, líkt og gerist á Skúlagötu, er
Sætún kemur inn á hana. Þar er
frátekin akrein fyrir Sætúnsum-
ferðina, sem samlagast Skúlagötu-
umferðinni allt fram á móts við
gatnamótin við Klapparstíg. Þar
þarf enginn að stöðva og umferðin
gengur snurðulaust fyrir sig.
En þetta vandamál má enn leysa
við brúna yfír Kringlumýrarbraut.
Allvíðáttumikið svæði er austan
Kringlumýrarbrautar og þar er
unnt að taka slaufu í austur og láta
umferðina síðan koma skáhallt inn
á Bústaðaveg áður en komið er að
brúnni. Er þá hægt að hafa sama
háttinn á og hafður er við gatna-
mót Sætúns og Skúlagötu og eng-
inn verður fyrir töfum á leið sinni
yfír brúna. Má þá taka ljósin niður
og nota annars staðar.
XXX
Líkiegast eru íslendingar ein-
hver íhaldssamasta þjóð í ver-
öldinni og þótt víðar væri leitað.
Eflaust vilja menn þó ekki viður-
kenna það. Allir muna Qaðrafokið,
þegar átti að rífá föaspýtumar, sem
nú kallast Torfan og kennd er við
bakarameistara er hét Bemhöft.
Þá varð einnig mikill handagangur
í öskjunni, er hrófla átti við húsum
í Gijótaþorpi og mikið var á sínum
tíma skrifað um varðveizlu fúaspýt-
anna í Fjalakettinum.
Nú hefur svo borið við, að
Bjamaborg hefur verið auglýst til
sölu, heldur óhijálegt timburhús
allstórt, sem stendur við Hverfis-
götu og Vitastíg. Húsið mun vera
byggt á fyrsta áratug þessarar
aldar og hefur hin síðari ár þjónað
sem leiguhúsnæði borgarinnar. Það
kæmi ekki á óvart, ef einhveijir
tækju nú upp baráttu fyrir vemdun
þessa húss, sem satt að segja hefur
ekki verið til prýði í borginni síðast-
liðin 40 ár. Húsið er ekki friðað og
því má reisa þar nýtt hús. Nú verður
gaman að sjá, hvort einhver ber
þessar gömlu fúaspýtur í Bjama-
borg fyrir bijósti, en borgin áskilur
sér rétt til þess að taka hvaða til-
boði sem er í húsið eða hafna öllum.
XXX
Gamalt og gott máltæki segir:
Það er of seint að byrgja
brunninn, þegar bamið er dottið
ofan í. Enn kemur manni þetta
orðtæki í hug, þegar Morgunblaðið
er lesið í gær, en þar segir, að
heilbrigðisráðherra fari fram á
aukafjárveitingu til eldvama í
Kópavogshæli og á Landspítala. Á
Kópavogshæli varð hörmulegur
atburður um helgina, er maður lézt
af reykeitrun. Eldur kom upp í
svefnskála, þar sem fjöldi manns
svaf og 13 aðrir vistmenn voru
fluttir í sjúkrahús.
Forráðamenn hælisins áttu viðtöl
við blöð, eftir bmnann og þar lýstu
þeir því að þrátt fyrir ítrekaðar
óskir hefði ekki fengizt ijárveiting
til lágmarks brunavama. Ekki voru
einu sinni reykskynjarar í húsinu.
Þetta er með ólíkindum. Reykskynj-
arar eru ódýr og þörf tæki, sem
ættu að vera í öllum húsum, þar
sem fólk sefur. Þeir geta og hafa
oft bjargað mannslífum. Sjúkrahús
eru líka til þess að bjarga mannslíf-
um. Það er því ófyrirgefanlegt, að
engin eldvamartæki séu í þeim og
vonandi verður hinn sorglegi at-
burður um helgina til þess að ráða-
menn vakni og þessum málum verði
strax kippt í viðunandi horf.
XXX
Gleðifréttir berast utan úr heimi
fyrir þjóð, sem byggir á orku-
frekum iðnaði eins og t.d. íslenzkur
sjávarútvegur er. Olíuverð stór-
lækkar og þá sérstaklega gasolía.
Einnig hefur orðið veruleg lækkun
á verði svartolíu og bensín. Þetta
ætti að koma Islendingum vel og
jafna olíuinnkaupareikning olíufé-
laganna.
í öllum alvöru löndum geta bfl-
eigendur glaðst yfír lækkun bensín-
verðs. En geta Islendingar það? —
eða hafa þeir ástæðu til þess? Þvi
miður er svarið neitandi og skýring-
in er, að þeir eru svo skattlagðir
yfír höfuð, að veruleg lækkun á
bensíni getur aldrei orðið veruleg
lækkun til neytenda. Sannleikurinn
er sá, að bensínverð til neytenda
er hér 35 krónur fyrir hvem lítra,
en innkaupsverðið er um það bil 8
krónur. Lækki það um 10%, munar
ekki nema um 80 aura og því er
10% lækkun innkaupsverðs ekki
aðeins 2,3% lækkun á útsöiuverði.
Þannig má segja, að ríkisvaldið éti
upp lækkunaráhrif heimsmarkaðs-
verðs, sem í raun hefur sáralítil
áhrif á pyngju hins íslenzka skatt-
borgará.